Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 3
Smábátar Krókaveiðar verði frjálsar „Grundvallarhugsjón Lands- sambands smábátaeigenda er og hefur verið að veiðar smábáta við íslandsstrendur takmarkist ærið nóg af ytri aðstæðum þótt ekki bætist það ofan á að stjórnvöld hafi hönd í bagga með hverri hreyfingu manna,“ segir í ályktun sjávarútvegsnefndar Landssam- bandsins frá aðalfundi félagsins á sunnudag. Rúmlega 50 fulltrúar smábáta- sjómanna af öllu landinu voru á aðalfundi félagsins um helgina þar sem aðalmál fundarins voru fiskveiðistefnan og málefni grá- sleppuveiðimanna en óseldar eru um 4 þúsund tunnur af söltuðum grásleppuhrognum frá síðustu vertíð. Að sögn Arthúrs Bogasonar formanns LS er það enn ófrávíkj- anleg krafa smábátasjómanna að krókaveiðar verði gefnar frjálsar en þó ályktaði sjávarútvegs- nefndin að „það kerfi sem notað hefur verið undanfarin ár hvað varðar krókaveiðar hefur verið með þeim hætti að smábátaeig- endur hafa talið það ásættanlegt á meðan almennar takmarkanir eru á botnfiskveiðiflotanum í heild.“ í ályktun sjávarútvegsnefndar aðalfundarins gerir Landssam- bandið fullan fyrirvara við nýbirt frumvarpsdrög til laga um stjórn- un fiskveiða. Félagið lýsir furðu sinni á því að á sama tíma og þjóðfélagsumræðan snúist stöðugt í þá átt að gagnrýna kvótafyrirkomulagið og nauðsyn þess að brjóta kerfið upp skuli hagsmunaaðilar og stjórnvöld stefna í þveröfuga átt. Landssambandið telur það vera eitt af forgangsverkefnum sjávarútvegsráðuneytisins að létta sóknina af íslenskum fiski- miðum í ljósi stöðugt minnkandi úthlutunar á aflamagni. Þá mót- mælir félagið því sérstaklega að í nýju frumvarpsdrögunum skuli enn á ný vera hrint af stað skriðu smíði nýrra smábáta. Félag smábátaeigenda skorar á stjórnvöld að viðurkenna nú þeg- ar sérstöðu smábátaútgerðar og íhuga mikilvægi hennar gagnvart byggð í landinu öllu enda sé hún undirstaðan í tilveru fjölmargra sjávarplássa. -grh Vinnumarkaður Tómt borð hjáSátla „Það er vissulega tómt borð hjá mér þessa stundina og ég á ekki von á öðru en að það haldist fram tii nóvemberloka þegar samning- ar BSRB og ríkisins verða lausir eða jafnvel fram til áramóta,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttascmjari. Að vísu á Rafiðnaðarsam- bandið eftir að semja við Reykja- víkurborg, en ríkissáttasemjari á þó ekki von á að þeir samningar komi inn á borð til hans þar sem samningar hafa tekist í deilu raf- iðnaðarmanna og ríkisins. Af öðrum samningum er það að segja að um áramótin verða samningar Alþýðusambandsins við atvinnurekendur lausir, einn- ig sjómanna og í kjölfarið koma farmenn. í mars verða svo ný- gerðir samningar rafiðnaðar- manna við ríkið lausir, hjá Álver- inu og svo koll af kolli. „Annars getur maður aldrei sagt aldrei í þessum efnum og af þeim sökum er maður alltaf í við- bragðsstööu," sagði Guðlaugur Þorvaldsson. -grh Að duga Veganesti nýrrar forystu VMSÍ að loknu 15. þingi þess er fer- skara en oft áður. Þingið ályktaði um mál sem sjaldan hafa fengið jafn mikla áherslu. Samhengi á milli atvinnu- og kjaramála í af- greiðslu þingsins er skýrara. Ors- ökin er ljós: sérfræðiálit lá til grundvallar í helstu málaflokkum þar sem samband á milli helstu þátta efnahagslífsins eru skýrð og reynt er að byggja upp framtíðar- sýn í baráttu verkafólks með þetta samhengi í huga. Formaður VMSÍ lofaði breyttum starfshátt- um „mjög fljótlega“ í lokaávarpi sínu til þingheims. eða drepast Niður með vexti og atvinnuleysi Fyrstu verk forystunnar að loknu þingi verða að þrýsta á ríkisstjórnina í vaxtamálum. Framkvæmdastjórnin ætlar að ganga á fund ríkisstjórnarinnar sérstaklega vegna vaxtamálanna og einsog fram kemur annars- staðar í Þjóðviljanum í dag getur Verkamannasambandið búist við jákvæðum undirtektum hennar. Það vakti athygli að í starfi þing- sins kom ekki fram sérstök álykt- un um vaxtamál svo sem boðað hafði verið, heldur var ákveðið að „halda friðinn" eða varðveita óbreytt ástand á vettvangi þing- sins. Atvinnuleysisvofan er mál málanna hjá VMSÍ. í lokaá- varpi sínu til þingsins á laugardag sagði Guðmundur J. Guðmunds- son endurkjörinn formaður VMSÍ að beitt yrði fullum styrk gegn atvinnuleysi og þar yrði öllum tiltækum ráðum beitt. Hann boðaði breytt vinnubrögð innan VMSÍ með aukinni uppf- ræðslu verkafólks um „starfskil- yrði fyrirtækja", markaðsmál og rekstrargrundvöll framleiðslug- reinanna. Sambandsleysi foryst- unnar við grasrætur verkalýðs- hreyfingarinnar ætlar formaður- inn að lækna með ferðalögum forsvarsmanna um landið; „þið fáið að sjá okkur heima og ekki bara á forsíðum dagblaðanna,“ sagði formaðurinn. VSÍ: lélegir hagsmunagæslumenn Umsögn formanns VMSÍ um atvinnurekendur landsins vekur athygli. Hann segir þá lélega hagsmunagæslumenn fyrir sjálfa sig. Þeir hafi lagt aðaláherslu á að halda launakostnaði niðri í stað þess að vera á varðbergi gegn þenslu í í öðrum þáttum atvinnu- rekstrarins, gegn vaxtaokri pen- ingastofnana og að framsýni í markaðsmálum sé illilega ábóta- vant, sérstaklega hjá stærstu út- flutningsfyrirtækjunum á sjávar- afurðum. Hann segir að VMSÍ geti ekki lengur beðið aðgerða- laust og hafi nú tekið frumkvæði í tillögugerð, meðal annars hvern- ig bregðast skuli við aflasam- drætti með frekari fullvinnslu innanlands og úrræðum í vitlausu fjárfestingaæði t.d. í alltof stór- um fiskiskipaflota landsins. Sérdeildum tryggð völd Flestar mannabreytingar í ábyrgðarstöðum innan VMSÍ urðu í takt við baktjaldamakk fyrir þingið og á meðan á því stóð. Margir þingfulltrúar töldu krata hafa klúðrað varafor- mannskosningunni með því að setja undir „..gamalt varadekk", Karl Steinar Guðnason. Karl lýsti því yfir strax í hádegisfrétt- um eftir kjörið að eiginlega hefði hann lítinn tíma til starfans. Eina kosningin til fram- kvæmdastjórnar þar sem menn tókust beint á um sæti var á milli Nýr-gamall varaformaður VMSl Karl Steinar Guðnason fyrsta dag þingsins á spjalli við einn gestinn, Ásmund Stefánsson forseta ASÍ og bankaráðsformann íslandsbanka. Ljósmynd Jim Smart. Jóns Kjartanssonar Vestmannaeyjum og Björns Grétars Sveinssonar Höfn. Björn vann með nokkrum yfirburðum. Flestir „óbreyttir" þingfulltrúar sem Þjóðviljinn ynnti álits á bakt- jaldamakki og vinnubrögðum kjörnefndar tengdum því luku upp einum rómi um að fyrirbærið væri ekki aðeins úrelt, óáreiðan- í BRENNIDEPLI „Þetta er úrslitatil- s raun til að gera VMSI að því afli sem það á að verða. -Tvö nœstu árin skera úr um til- veruþess, “ segir Björn Grétar legt og bundið á flokksklafana heldur tæki það beinlínis orkuna úr öðru starfi þingsins, menn hefðu varla tíma til annars en að „plotta“. Átök urðu um þá spurningu hvort tryggja ætti nýkjörnum for- mönnum deilda setu í sambands- stjórn VMSÍ en þeim lauk eftir að túlkun lagaákvæða sambandsins var skotið til þingheims sem ák- vað að setja þá inn. Úrslitatilraun - leiðandi afl Björn Grétar Sveinsson segir að athyglisverðasta niðurstaða þingsins sé sú staðreynd sem for- ystan stendur frammi fyrir, að Verkamannasambandið ætli sér að taka þátt í atvinnustefnunni. „Það er skylda sem á okkur er lögð á þessu þingi, ásamt ákvarð- anatöku á öllum sviðurn." Um möguleika til áhrifa segir Björn: „Ríkisstjórnin er kennd við vinstri stefnu og verkalýðshreyf- ingin á því auðveldari leið að henni en ella. Það liggur í augum uppi. En ég tek fram að við verð- um ekki sendisveinar ráðherra þar með, okkur er ætlað að leiða ráðherrana inn á réttar brautir. „Þetta er úrslitatilraun til að gera VMSÍ að því afli sem það á að verða, næstu tvö árin skera úr um tilveru þess, - nú verða menn að duga eða drepast og stefnan er sú að verða leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar,“ sagði Bjjörn Grétar í samtali við Þjóð- viljann. Fjárfestingastefna verkalýðsfélaga réttmæt? Félag Björns Grétars, Jökull á Höfn í Hornafirði, ákvað nýlega að setja 10 miljónir í fyrirtæki þar til kaupa á fiskiskipi. í Ijósi þess að Björn er nýkjörinn gjaldkeri VMSÍ og að í ályktunum þingsins er gerð hörð árás á vitlausa fjárf- estingastefnu í atvinnulífinu, er forvitnilegt að heyra um viðhorf hans til fjárfestinga verkalýðsfé- laga í atvinnutækjum. „Mitt viðhorf er að það eigi í sjálfu sér ekki að vera stefna verkalýðsfélaga að fjárfesta svona, en það er hægt að hafa áhrif á gang mála á stöðunum," segir Björn Grétar. „Við höfðum áhrif á atvinnuþróunina á Höfn, það þurfti að gera meira en að tala. Þarna voru félagsleg öfl að verki, - kaupfélagið, sveitarfé- lagið, verkalýðsfélagið, almenn- ingur og síðan fleiri. Mín skoðun hefur verið að verkalýðsfélög eigi ekki að hika þegar rétta tækifærið kemur, þau eigi að starfa með fé- lagslegum samtökum öðrum,“ segir Björn Grétar. Þeirri spurningu Þjóðviljans hvort bágur efnahagur verkalýðs- félaganna gefi tilefni til áhættu- spils með peninga þeirra svarar Björn Grétar svo að það sé „grundvallaratriði að ganga ekki nærri fjárahag félaganna og úti- lokað að stofna til stórskulda vegna fjárfestinganna. Persónu- lega held ég,“ segir Björn „að sá ' sem er t.d. formaður í félagi eigi ekki að sitja í stjórnum þeirra fyr- irtækja sem aðildin er að. For- maðurinn getur hreinlega ekki beitt sér við samningaborðið í slíkri stöðu,“ segir Björn Grétar um leið og hann ítrekar að þetta sé sín persónulega skoðun. Engan VSÍ-áróður takk í kjaramálaályktun sinni varar VMSÍ við því að þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu, bæði í heimilisrekstri og atvinnurek- stri, verði notaðar til „áróðurs- stríðs" og viðhalds blekkingar- innar um að ástæða ófremdarást- andsins sé kaup verkafólks. í kjaramálum bendir VMSÍ á nauðsyn þess að atvinnurekend- ur og stjórnvöld leiti sameigin- lega orsaka þess hvernig komið er hjá sjálfum sér, í gegndar- lausum fjárfestingum sínum og að þeir geti ekki vænst þess að verkafólk taki ábyrgð á því. Ekki er í kjaramálaályktun far- ið nánar út í stöðu heimilanna í landinu heldur var samþykkt sér- stök ályktun um dagvistar- og skólamál sem fram kom frá þremur konum. í henni er skorað á stjórnvöld að bæta strax úr því ófremdarástandi sem ríki í dag- vistarmálum og í núllbekkjum grunnskólanna, þ.e. sex ára deildunum. Vinni samninganefnd VMSÍ grannt eftir nýrri kjaramálaálykt- un við samningaborðið verður að finna í þeim samningum ákvæði sem tryggir uppsögn samninga ef og um leið og „hærra launaðir hópar sem á eftir koma geta knú- ið fram í skjóli sérstakrar aðstöðu sinnar margfalda ávinninga þess sem láglaunafólk samdi um“ segir í ályktuninni. Verðtrygging launa er ekki skilyrði sem komandi samninga- nefnd VMSÍ hefur með sér að samningaborðinu, heldur skal reynt að afnema aðrar verðtrygg- ingar í efnahagskerfinu. í þessu samhengi ætlar VMSÍ sér að ná til baka gróða sem vegna stjórn- leysis í peninga-og fjárfestinga- málum hefur gefið „ýmsum aðil- um“ tækifæri til að maka krókinn ríkulega. Sá gróði á að fara til baka til launafólks og atvinnu- vega. fmg Þriðjudagur 17. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.