Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Blökkumannaleiðtogar láftnir lausir Ihaldsmenn bregðast reiðir við Suður-Afríkustjórn lét um helgina lausa átta forustu- menn apartheidandstæðinga þar- lendis, þeirra á meðal Walter Si- sulu, einn helstu forustumanna Afríska þjóðarráðsins (ANC). Hann hefur verið í fangelsi í 26 ár. Hann er nú 77 ára að aldri. Mennirnir átta voru látnir lausir án allra skilyrða. F.W. de Klerk, Suður- Afríkuforseti, segir að með því að láta mennina lausa sé stjórnin að sýna að henni sé alvara með að binda enda á apartheidkerfið og veita blökkumönnum hlutdeild í stjórn landsins. í Suður-Afríku er þessi ráðstöfun túlkuð svo, að þess sé skammt að bíða að Nelson Mandela, fyrrum leiðtogi ANC, verði látinn laus, og í framhaldi af því megi ætla að stjórnin lýsi sig viljuga að taka upp viðræður við ANC. Suðurafrísk blöð hlynnt stjórnvöldum vöruðu í gær hina lauslátnu við að sýna af sér her- skáa afstöðu í stjórnmálum og kváðu slíkt líklegt til að draga á langinn að Mandela yrði látinn laus. íhaldsflokkurinn, sem vill halda apartheidkerfinu óbreyttu, brást illa við þessari ráðstöfun stjórnarinnar og kvað hættu á að þetta hefði í för með sér upp- lausnarástand er leiddi til að marxísk blökkumannastjórn kæmist til valda í landinu. Reuter/-dþ. Sisulu - 26 ár í fangelsi. Sakharov styður Kúrda Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um málefni Kúrda var haldin í París um helgina og sátu hana um 200 fulltrúar frá 26 löndum. Ráð- stefnan samþykkti að skipa þing- mannanefnd, er hefði það verk- efni að fylgjast með gangi mála í Kúrdistan og meðferð ríkja þeirra, er landinu ráða, á Kúrd- um. Einnig er nefndinni ætlað að vinna að því að Kúrdar fái áheyrnarfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Jelena Bonner, eigin- kona Andrejs Sakharovs, hins kunna sovéska vísindamanns og baráttumanns fyrir mannréttind- um, las upp á ráðstefnunni bréf frá manni sínum. í bréfinu hvatti Sakharov til þess að allsherjar- þing S.þ. kæmi saman á aukafund til að ræða málefni Kúrda. Eþíópskir uppreisnarmenn til- kynntu í gær að þeir hefðu unnið mikla sigra á stjórnarhernum undanfarna daga og fellt og sært af honum um 2000 manns. Segj- ast uppreisnarmenn vera í sókn í fylkjunum Wollo og Gondar. Hart barist í Eþíópíu Uppreisnarmenn þessir tilheyra Frelsishreyfingu Tígre, sem þeg- ar hefur það fylki að mestu á valdi sínu, og Lýðræðishreyfingu Eþí- ópíuþjóðar. Yfirlýst markmið þeirra er að steypa af stóli stjórn Mengistu Haile Mariam. Fengu ekki að leggja hornstein Strangtrúarmenn gyðingatrú- ar, sem nefna sig Hollvini Must- erisfells, hugðust í gær leggja táknrænan hornstein að þriðja musteri gyðingdómsins, er þeir vilja að rísi þar sem al- Asqamoskan stendur nú á Must- erisfelli í Jerúsalem. Sú moska er sú þriðja helgasta í íslam. Lög- regla, sem óttaðist heiftarleg við- brögð af hálfu íslamskra Palest- ínumanna, stöðvaði trúbræður sína áður en þeir komust á ákvörðunarstað. Um 1000 palest- ínskir námsmenn mótmæltu þó á staðnum þessari fyrirætlun hinna strangtrúuðu gyðinga með grjót- kasti, og dreifði lögregla þeim með táragasi og gúmkúlum og handtók um 40 þeirra. Noregur Syse tekinn við Stjórn hans er ekki spáð löngum lífdögum. Hœgriflokkur og Miðflokkur eru sundur- lyndir og stuðningur Framfaraflokks ótryggur Fréttaskýrendur segjast ekki Ný ríkisstjórn, undir forustu Jan P. Syse, leiðtoga Hægri- flokksins, tók við stjórnart- aumum í Noregi í gær. Að stjórn þeirri standa auk Hægriflokksins Miðflokkurinn og Kristilegi þjóð- arflokkurinn. Flokkar þessir hafa samanlagt aðeins 62 af 165 sætum á stór- þinginu og á stjórn þeirra því líf sitt undir Framfaraflokknum, sem hjálpaði þeim til við að fella fráfarandi Verkamannaflokks- stjórn Gro Harlem Brundtland. En flest er á huldu um það, hversu greiðvikinn Framfara- flokkurinn reynist við nýju stjórnina. Jan P. Syse erforsætis- ráðherra hennar og flökksmenn hans eru í embættum fjármála-, viðskipta- og varnarmálaráð- herra. Hægriflokkurinn hefur níu ráðherra af 19 alls en hinir stjórn- arflokkarnir tveir fimm hvor. Utanríkisráðherra er Kjell Magne Bondevik, prestvígður og leiðtogi Kristilega þjóðarflok- ksins. sjá stóran mun á stefnuskrá nýju stjórnarinnar og þeirrar fráfar- andi. Nýja stjórnin lofar að vísu lækkun á sköttum og opinberum útgjöldum, en segist jafnframt ætla að standa dyggilega vörð um velferðarkerfið og auka útgjöld með stuðning við fjölskyldur fyrir augum. Olíklegt er talið að stjórn þess- ari endist aldur til 1993, en sam- kvæmt stjórnarskrá Noregs geta næstu þingkosningar ekki farið fram fyrr en þá. Sumir telja gott ef hún heldur velli í ár. Fyrir utan ótryggan stuðning Framfaraflok- ksins eru Hægriflokkurinn og Miðflokkurinn ósammála í mikil- vægum málum, þannig um af- stöðuna til Evrópubandalagsins og opinber útgjöld. Hægriflokk- urinn vill Noreg í bandalagið, Miðflokkurinn ekki, sá fyrr- nefndi vill verulega lækkun opin- berra útgjalda en sá síðarnefndi segist ekki sjá möguleika á því. Reuter/-dþ. Bandaríkin Sjúkrabyggingum fyrir aldraða hrandið Ríkir öldungar knúðu þingheim til aðfella úr gildi frumvarp er átti að tryggja efnalitlu eftirlaunafólki lœknishjálp Ifyrstu viku mánaðarins sam- þykkti Bandaríkjaþing með miklum meirihluta atkvæða ó- gildingu sjúkratryggingafrum- varps, sem sama þing samþykkti fyrir aðeins rúmu ári. Fréttaskýr- endur segja að með þessu hafi Bandaríkjaþing gerbreytt um stefnu í sjúkratryggingamálum og að sú stefnubreyting sé í reynd alvarlegt áfall fyrir mikinn hluta landsmanna á eftirlaunum. Þessi kúvending þingsins hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess hve almennur stuðn- ingur var á bakvið umrætt sjúkratryggingafrumvarp. Bush, sem þá var varaforseti, reri öllum árum að samþykkt þess og fékk að sumra sögn með fortölum Re- agan gamla til að staðfesta það. í fulltrúadeild þingsins var það samþykkt með 328 atkvæðum gegn 72. Ferill Reaganstjórnar- innar í félagsmálum var ekkert glæsilegur, en með samþykkt frumvarps þessa þótti hún hafa bætt verulega orðstír sinn í þeim efnum. Yflr 10 miljónir án sjúkratrygginga f Bandaríkjunum eru um 33 miljónir manna á eftirlaunum. Aðeins fimm af hundraði þeirra eru fulltryggðir gegn langvarandi vanheilsu, en rúmur helmingur er að vísu að meira eða minna leyti tryggður gegn veikindum hjá tryggingafyrirtækjum í einka- eign. En yfir tíu miljónir aldraðra Bandaríkjamanna hafa ekkert slíkt á bakvið sig og þeir mega biðja fyrir sér ef þeir veikjast eitthvað að ráði. Sjúkrakostnað- urinn er hár þarlendis og verður flestu ótryggðu fólki ofviða, sé það ekki þeim mun ríkara. Sj úkratryggingafrumvarpinu sem samþykkt var í fyrra var ætl- að að rétta við hag ótryggðra eftirlaunaþega svo að sómasam- legt mætti teljast. Samkvæmt því skyldu eftirlaunaþegar sjálfir greiða í hæsta lagi 560 dollara á ári í sjúkrahússkostnað og lækn- um í hæsta lagi 1370 dollara á ári frá og með árinu 1990. Þeir skyldu fá lyf með 50% afslætti og möguleika á að búa ókeypis á heilsuhæli 150 daga á ári. Aróðursherferð ríkra öldunga í frumvarpinu var ráð fyrir því gert að eftirlaunaþegar fjár- mögnuðu tryggingar þessar sjálf- ir. Hver og einn þeirra skyldi mánaðarlega borga í þeim til- gangi fjóra dollara, en þar að auki skyldi aukaskattur í þessu skyni lagður á efnaðri eftirlauna- þega. Sá skattur átti að vera stig- hækkandi eftir tekjum. Við þessu brugðust stórilla efn- uðustu eftirlaunaþegarnir, þeir sem eru á efsta þrepi skattstigans fyrir þann samfélagshóp. Að vísu er ekki nema einn af hverjum 20 eftirlaunaþegum í þeim hópi, en hann er þeim mun áhrifameiri og var snöggur að skipuleggja sig til áróðurs gegn frumvarpinu. Síðan frumvarpið var samþykkt hafa þingmenn fengið margt óþvegið orð í eyra frá fólki þessu í bréfum og símtölum. Enginn bandarísk- ur frambjóðandi hefur teljandi möguleika á að fá sig kosinn á þing nema með stuðningi efnaðra aðila, sem fjármagna kosninga- baráttu hans. Og andstæðingar frumvarpsins eru sterkefnaðar manneskjur sem geta því haft veruleg áhrif á úrslit kosninga í kjördæmum sínum. Fyrir áhlaup- um þeirra hefur þingheimur gugnað. Fulltrúadeild þingsins sam- þykkti í mánaðarbyrjun að fella frumvarpið úr gildi með 360 at- kvæðum gegn 66. Öldunga- deildin samþykkti þak á sjúkra- kostnað, sem hverjum eftirlauna- þega bæri að greiða, en vill fella frumvarpið úr gildi að öðru leyti. Sennilegt er að úr þessu verði ein- hver málamiðlun milli deildanna. Þessi niðurstaða er alvarlegt áfall fyrir American Association of Retired People (AARP), helstu samtök bandarískra eftir- launaþega sem hafa um 28 milj- ónir félaga. Þau beittu sér af alefli fyrir framgangi frumvarpsins, sem samþykkt var í fyrra. Og fyrir þá mörgu eftirlaunaþega, sem ekki hafa efni á að borga sjúkrakostnað úr eigin vasa, er þessi kúvending þingsins skelfi- leg. Demókrötum, sem hafa haft meirihluta í fulltrúadeildinni í 35 ár samfleytt, líður ekki sem best út af þessu. Sá flokkur hefur lengi viljað láta líta á sig sem forsvars- aðila þeirra, sem miður mega sín, og stjórn hans reyndi allt hvað hún gat til að fá flokksbræður sína á þingi til að stöðva ógildingu umrædds tryggingafrumvarps. dþ. Þriðjudagur 17. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Heildarupphæð vinninga 14.1 Ovar 4.377.381 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.191.944 Bónusvinninginn fékk eng- innen hannvar kr. 380.508 Fyrir 4 tölur réttar fær hver 10.418 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 489 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt i Sjónvarpinu Upplýsingasímsvari 681511. Gefum okkur tiina í umferðinni. Leggjum timanlega af stað!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.