Þjóðviljinn - 19.10.1989, Síða 3
FRÉTTIR
Vestfjarðir
Svæðisútvami
ýtt ur vor
Sendir út á fimmtudögum og föstudögum
klukkan 18-19. Útvarpsráð fundar vestra í
tilefni dagsins
r
Utsendingar Svæðisútvarps
Vestfjarða hefjast í dag
fimmtudag klukkan 18 og í tengsl-
um við opnunina hefur útvarps-
ráð flýtt reglulegum fundi sínum
um einn dag til að geta haldið
hann vestra.
Að sögn Markúsar Arnar Ant-
onssonar útvarpsstjóra verða út-
sendingar Svæðisútvarpsins
tvisvar í viku á fimmtudögum og
á föstudögum klukkan 18 - 19 á
tíðni Rásar 2. Það þýðir að með-
an á útsendingu stendur geta
vestfirskir útvarpshlustendur
ekki hlustað á efni Rásar 2 sem
sent er út frá Útvarpshúsinu að
Efstaleiti. Útsendingar Svæðisút-
varpsins munu heyrast um alla
norðanverða Vestfirði en ekki til
Suðurfjarðanna. Útvarpsstjóri
sagði að til þess þyrfti að gera
viðeigandi breytingar á dreifi-
kerfi útvarpsins. Hvenær það
verður gert ræðst síðan af fjárhag
stofnunarinnar.
Núverandi fréttamaður Ríkis-
útvarpsins á ísafirði Finnbogi
Hermannsson mun veita Svæðis-
útvarpinu forstöðu en auk hans
hafa þrír starfsmenn verið ráðnir
í hálfsdagsstörf. Svæðisútvarpið
er til húsa að Aðalstræti 22 á Isa-
firði og verður lögð aðaláhersla á
fréttir, fréttatengt efni og
mannlífsþætti frá Vestfjörðum.
Svæðisútvarp Vestfjarða er
þriðja svæðisútvarpið sem Ríkis-
útvarpið starfrækir, en hin tvö
eru á Egilsstöðum fyrri austan og
á Akureyri sem þjónar bæði
Norðurlandi eystra og vestra. Út-
varpsstjóri sagði það vera eðlilegt
að ráðast í uppbyggingu svæðisú-
tvarps á þeim landsvæðum sem
lengst eru í burtu frá Reykjavík
en þó er einnig stefnt að því í
framtíðinni að koma á fót svæðis-
útvarpi á Vestur- og Suðurlandi.
-grh
Afurðastöðvanefnd
Vegið að
landsbyggðinni
„Að sjálfsögðu á hagræðing í
rekstri mjólkurstöðva rétt á sér
eins og í öllum öðrum rekstri. En
ég hef ekki trú á því að það verði
gert í jafn miklum mæli og kemur
fram í tillögum afurðastöðva-
nefndar,14 sagði Brynjólfur Svein-
bergsson mjóikurbústjóri á
Hvammstanga.
Töluverðrar andstöðu gætir
víða úti um land við tillögur af-
urðastöðvanefndar sem leggur til
að mjólkurstöðvum verði fækkað
um allt að tíu frá því sem nú er.
Meðal þeirra mjólkurstöðva sem
lagt er til að leggja niður eru til
dæmis Mjólkursamlag Vest-
ur-Barðastrandarsýslu, á
Hvammstanga, Sauðárkróki,
Húsavík og Borgarnesi.
Meðal þeirra félaga sem sam-
þykkt hafa harðorð mótmæli
gegn tillögum nefndarinnar er
Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra sem álítur að sú vinnsla
mjólkur sem fram fer á Norður-
landi vestra og víðar sé ekki
ástæða mikils milliliðakostnaðar
á mjólkurvörum. Stjórnin bendir
jafnframt á að sumar þeirra
mjólkurstöðva sem hugmyndir
eru um að leggja niður séu hag-
kvæmar í rekstri og hafi ekki
þurft á verðjöfnun að halda til
framleiðslunnar: „Það má öllum
vera ljóst, sem af vilja vita, að
offjárfesting í íslenskum mjólk-
uriðnaði er fyrst og fremst í
Reykjavík."
A svipuðum nótum er sam-
þykkt aðalfundar Verkalýðsfé-
lags Borgarness sem mótmælir
harðlega framkomnum tillögum
um að leggja niður Mjólkur-
samlag Borgfirðinga í Borgarnesi
sem hefði ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir atvinnulífið í Borgar-
nesi og fyrir héraðið í heild: „Ef
þessar tillögur ná fram að ganga
er verið að flytja fjölda starfa frá
landsbyggðinni til Reykjavíkur.
Þar með er landsbyggðin látin
bera að fullu þau fjárfestingarmi-
stök sem Mjólkursamsalan í
Reykjavík er. Rökréttara er að
nota þær afurðir sem verða til í
sveitum landsins til þess að efla
atvinnulíf á landsbyggðinni í stað
þess að flytja vinnsluna til
Reykjavíkur.“ -grh
Samkort
Stakk undan VISA og Euro
Samkort gekk í gær frá samn-
ingi við Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og Hitaveitu Reykjavíkur
um boðgreiðslur Samkorthafa á
orkureikningum. Með þessu hef-
ur Samkort gefið risunum á
plastkortamarkaðinum, VISA og
Eurocard, langt nef, því bæði
þessi fyrirtæki hafa sóst eftir að
geta boðið upp á þessa þjónustu
en fengið neitun frá orkuveitun-
um.
„Þetta er bara byrjunin á
þessu, því allur orkugeirinn mun
koma inn í þetta samkomulag í
kjölfar þessa samnings," sagði
Sigurður Jónsson framkvæmda-
stjóri Samkorts við Þjóðviljann í
gær.
Stefnt er að því að ganga frá
samningum við R ARIK og önnur
orkusölufyrirtæki fyrir mánaða-
mót þannig að öllum lands-
mönnum standi til boða að greiða
orkureikninga sína með þessum
hætti.
í samkomulaginu felst einnig
að þeir sem greiða orkureikninga
sína með Samkorti geta greitt
mánaðarlega í stað þess að greiða
á tveggja mánaða fresti.
Stjórn VISA mun hafa kallað
saman skyndifund í gær til þess að
fjalla um þessa stöðu.
-Sáf
Jarðskjálfar
Sami skjálfti
- önnur áhrif
Stræti San Fransiskó þakin glerbrotum og öðru lauslegu eftir jarðskjálftann.
Myndin er tekin af sjónvarpsskjá í útsendingu fréttastofu Sjónvarps.
Jarðskjálftinn við San Fran-
siskó á vesturströnd Bandaríkj-
anna stcndur nær Islendingum en
ætla mætti í fyrstu. Enda þótt
þessi atburður hafi átt sér stað
hinum megin á hnettinum hlýtur
hann að hafa talsverð áhrif hér á
landi. Suðurlandsskjálftinn
margumtalaði er einmitt áætlað-
ur af sömu stærðargráðu og þessi
skjálfti sem varð amk. 270 manns
að fjörtjóni. Það er því ekki að
undra þótt við á Islandi séum ugg-
andi um okkar hag, cða viljum
altént fá nánari vitneskju um
hvort við getum átt von á öðrum
eins hamförum hér á landi í ná-
inni framtíð.
Líkt Suðurlandsskjálfta
Skjálftinn við San Fransiskó
mældist 6,9 á Richterskvarða en
búist er við að Suðurlandsskjálft-
inn verði af svipuðum styrkleika.
Skjálftinn frægi árið 1906 var um
8,3 stig á Richter, þótt sú mæli-
eining hafi reyndar ekki verið til
að þeim tíma. Þessi kvarði er lóg-
aritmískur og má ætla að sá skjál-
fti hafi verið tæplega 100-falt öfl-
gari hvað varðar orkuúthlutun en
þessi í gærmorgun. Það er því
vart hægt að telja þennan skjálfta
„þann stóra“ sem beðið hefur
verið eftir og líkt er við skjálftann
1906.
„Ekki er ólíklegt að þónokkuð
stærri skjálfti en þessi ríði yfir á
þessu svæði næstu áratugi. Þessi
skjálfti er ekki af þeim styrkleika
sem búist hefur verið við og
skoðast því sem minni skjálfti,"
sagði Ragnar Stefánsson jarðeðl-
isfræðingur í samtali við Þjóðvilj-
ann.
„Jarðskjálftahætta er meðfram
allri strönd Kaliforníu en mest
kannaða skjálftasvæðið er svo-
kallað Park Field-svæði sem er
um 200 km sunnan við San Fran-
siskó. Útfrá skjálftaröð á því
svæði var næsti skjálfti áætlaður
um 6 stig á Richter en skjálftinn
reið yfir um 100 km norður af
Park Field. Þar eru ekki stundað-
ar eins miklar rannsóknir og ann-
ars staðar. Ekki veit ég hvort þeir
hafa orðið einhvers varir fyrir
skjálftann en enginn viðvörun
var gefin út. Jarðskjálftafræðing-
ar standa ávallt frammi fyrir þeim
vanda hvort gefa eigi út viðvörun
eða ekki, sjáist einhver merki um
skjálfta. Varast verður að hræða
fólk að óþörfu og það getur
endað með málsóknum frá fyrir-
tækjum sem kunna að hljóta tjón
af ótímabærum viðvörunum.
Jarðskjálftafræðingar hafa ávallt
sagt að ekki sé hægt að segja með
neinni vissu hvort von sé á
skjálfta en möguleiki er á að þessi
skjálfti geri slíkt forvarnarstarf
öruggara,“ sagði Ragnar.
En hvað þýðir það að skjálfti sé
um 7 á Richterskvarða og þarf
slíkur skjálfti nauðsynlega að
verða svo mörgum mönnum að
bana og raun ber vitni?
„Nei, enda er greinilegt að
mesta manntjónið varð vegna
þess að ýmsar óvenjulegar bygg-
ingar stóðust ekki álagið, brýr
hrundu og fleira í þeim dúr. Á
íslandi varð jafn sterkur skjálfti
árið 1963 fyrir mynni Skagafjarð-
ar. Hann var aðeins um 30-50 km
frá landi og olli litlum skemm-
dum á húsum í næsta nágrenni.
Skjálfti af þessari stærðargráðu
þarf því alls ekki að valda slíku
tjóni sem varð vestur í Kaliforn-
íu. Reiknað er með að Suður-
landsskjálftinn verði um 7 stig á
Richter og ætti hann ekki að
valda meira tjóni en skjálftinn
árið 1963, þótt auðvitað geti orð-
ið talsvert tjón ntjög nálægt hon-
unt. Þessi skjálfti er því mjög lær-
dómsríkur að því leyti að hægt er
að skoða skemmdir á
mannvirkjum sem sum hafa
jafnvel ekki haft nógu traustar
undirstöður.
Annað sem læra má af skjálft-
anum er að nota þær mælingar
sem gerðar voru í kringum
skjálftann til að sjá forboða jarð-
skjálfta. Það er mjög líklegt að
þetta færi okkur nær því að geta
spáð fyrir um jarðskjálfta og ýtir
í BRENNIDEPLI
Jarðskjálftarnir í San
Fransiskó og Armeníu
eru afsömu stærðar-
gráðu og vœntanlegur
Suðurlandsskjálfti.
Mjög ólíklegt er að tjón
hér á landi yrði eitthvað
í líkingu við tjónið af
skjálftanum í
Kaliforníu
þannig undir framþróun á því
sviði um allan heim.“
Mismunandi áhrif
Skemmst er að minnast jarð-
skjálftans í Armentu sem kostaði
tugþúsundir lífið. Þó er ekki talið
að sá skjálfti hafi verið stærri en
skjálftinn í gær og væntanlegur
Suðurlandsskjálfti. Þar voru
byggingar hinsvegar allt of
veikbyggðar og skjálftinn gekk
aukinheldur yfir í þéttbýli. Skjál-
ftinn í gær var talsvert frá þéttbýli
sem er sambærilegt við fjarlægð
Suðurlandsskjálftans við höfuð-
borgarsvæðið.
Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins segir forvarnarstarf mjög
mikilvægt á þessu sviði. „Við
verðum að hanna byggingar með
tilliti til jarðskjálfta og jafnframt
að gæta þess að farið sé eftir þeim
hönnunarreglum. Það hefur
löngum verið lenska á fslandi að
menn kaupi gömul hús og geri
upp sjálfir þannig að úr verði fúsk
á þessu sviði. Þá verðum við að
leiðbeina fólki um hvernig haga
beri sér við jarðskjálfta.
Leiðbeiningar eru í símaskránni
og við hvetjum fólk til að lesa þær
á þriggja mánaða fresti en ég er
hræddur um að fáir geri það.
Ljóst er að væntanlegur Suður-
landsskjálfti mun valda talsverðu
tjóni þótt ekki þurfi það endilega
að verða manntjón. Miklar ráð-
stafanir yrðu að fylgja í kjölfarið.
Minna má á að árið 1976 þurfti
fólk á Kópaskeri að yfirgefa
heimili sín vegna skjálfta sem
mældist 6,3 á Richter en hér erum
við að tala um 13 þúsund manns á
Suðurlandi. Hætt er við að vatns-
lagnir og annað þvílíkt yrði fyrir
skemmdum og ekki megum við
gleyma að slys geta orðið í verk-
smiðjum og vöruskemmum. Fólk
getur látið lífið í jarðskjálftum án
þess að hús hrynji. I Reykjavík er
enn ólíklegra að hús hrynji en
talsvert álag yrði þó á
mannvirkjum og hlutir geta færst
úr stað og valdið tjóni,“ sagði
Guðjón Petersen.
Nú þegar hjálparstarf stendur
enn yfir í Kaliforníu er auðvitað
lítið hægt að áætla um áhrif
skjálftans til langframa. Einsog
fram kemur hér að ofan má telja
líklegt að skjálftinn sýni glögg-
lega hvað verður helst fyrir tjóni í
jarðskjálfta af þessari stærðar-
gráðu. Ekki er síður mikilvægt ef
mælingar sem gerðar voru á
skjálftasvæðinu auka líkurnar á
að hægt verði að spá fyrir um
jarðskjálfta. Sumir telja það þó
ekki sérlega líklegt því hvert
skjálftasvæði hefur sinn „karakt-
er“. Ragnar Stefánsson vildi
hinsvegar ekki útiloka að hægt
verði að gefa viðvörun sem kom-
ið geti að einhverju gagni áður en
skjálftinn stóri skellur á.
Athyglisverðast í þessum mál-
um virðist því vera hve aðbúnað-
ur skiptir miklu máli þegar tjón
vegna jarðskjálfta er skoðað.
Will Perry, sem verið hefur frum-
kvöðull í forvörnum á sviði jarð-
skjálfta, er búsettur hér á landi og
telur hann tjónið af völdum
skjálftans í gær nákvæmlega eins-
og búast mátti við. Það hafi eink-
um orðið á ótraustum
mannvirkjum sem vita mátti með
vissu að myndu gefa sig við skjál-
fta sem þennan.
Það má því kannski reikna með
að manntjón af völdum Suður-
landsskjálftans verði hundrað-
falt minna en af völdum sams-
konar skjálfta í Kaliforníu í gær,
en manntjón þar var aftur 100-
falt minna en af völdum sams-
konar skjálfta í Armeníu. í þessu
tiíliti skiptir staðsetning skjálft-
ans og undirstöður bygginga ekki
minna máli en stærð jarðskjál-
ftans.
Nánar má lesa um jarðskjálft-
ann við San Fransiskóflóa á síðu
6.
-þóm
Fimmtudagur 19. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3