Þjóðviljinn - 19.10.1989, Page 5
VIÐHORF
Meiri predikanir um fóstureyðingar
Þjóðviljinn og nafnlaus þing-
maður í viðtali við hann hneyksl-
ast yfir því á forsíðu blaðsins í
fréttinni um setningu Alþingis á
dögunum (10. okt. sl.) að prest-
urinn hafi vogað sér að segja
þingmönnum dálítið til syndanna
um fóstureyðingarlöggjöfina hér
á landi. Löggjöf, sem þeir lögðu
blessun sína yfir hér um árið.
Fullkomin þörf
á að tala
yflr þingheimi
Mikið dæmalaust er ég sam-
mála prestinum sr. Sólveigu Láru
Guðmundsdóttur. Ég hefði helst
viljað að presturinn skammaðist
yfir miklu fleiri vondum málum
okkar íslendinga. - Dæmin eru
næg: Reka til dæmis þetta ógeð-
fellda útlenda herlið út úr landinu
sem fyrst; krabbamein, sem
teygir sig út til allra lands-
fjórðunga íslands nú á þessum
síðustu og siðlausustu tímum. -
Nú, eða til að fá gerbreytta af-
stöðu þingsins og utanríkisþjón-
ustunnar (??) - (sem er víst þekkt-
ari fyrir óþjónustu en þjónustu
fyrir þá sem til hennar hafa yfir-
leitt þurft að leita) við framfar-
amál á alþjóðavettvangi, s.s. að
vera ekki sífelldir taglhnýtingar
hinna verstu íhaldstillagna á
þingum Sameinuðu þjóðanna.
A.m.k. flestra afturhaldstillagna,
sem á þeim bænum hafa yfirleitt
sést um afvopnun og mannrétt-
indi.
Nú svo mætti skammast og pré-
dika allnokkuð yfir því að Island
tók og tekur enn afstöðu með Pol
Pot stjórninni í Kambódíu á flest-
um stöðum á alþjóðavettvangi
sem færi gefst á. Stjórn sem hefur
einhvern mesta slátraraferil
flestra stjórna síðan á dögum
bandamannanna Stalíns og Hitl-
ers. í dag er helst deilt um hvort
milljónirnar hafi verið ein eða
þrjár sem vinur vor Pol Pot lét
myrða á kerfisbundinn hátt af
þjóð sinni þau níu ár sem hann
stjórnaði Kambódíu hér fyrir
fáum misserum. Þetta fyrirbæri
Magnús Skarphéðinsson skrifar
er síðan skjólstæðingur íslenskra
stjórnvalda. Ekki amalegur
bandamaður það.
Nei, takk fyrir. Samviska þing-
heims er ekki hreinni en það, að
deyða öll þau börn sem óvelkom-
in eru sögð í þennan heirn.
Aldrei. Ekki nema ef til vill þegar
algerlega öll önnur sund eru lok-
uð um að geta brauðfætt þessa
eyðingar senr velflestar hér á
Vesturlöndum eru beinar getn-
aðarvarnir hjá alltof mörgum
velupplýstum konum. Fyrir utan
þau tilfelli þar sem hinar hefð-
„Fóstureyðingar eru lausnir sem ekki er með
nokkru móti hœgt að sœtta sig við sem grund-
vallarlausnir við misskiptingu gœða
heimsins“
það er alveg þörf á að minnast á
smælingja heimsins yfir brenni-
vínssumbli þingmanna sem ann-
ars staðar. Og kirkjur og stól-
ræður eru alveg upplagður staður
til þess.
Fósturdeyðingar
óskiljanlegt
baráttumál
sósíalista
Hvað varðar fóstureyðingarn-
ar sem þingpresturinn messaði
um, þá er sárt til þess að hugsa, að
sósíalistar heimsins- sem Islands
- skuli hafa gert það að einu aðal-
baráttumáli sínu að deyða þau
allrasaklausustu mannbörn í
heimi hér sem hugsast getur. Sak-
lausari en allra heimsins sósíalista
til samans. Því ekkert hafa þau
gert af sér. Annað en það að hafa
verið getin hingað af sósíalistum
og kapítalistum heimsins. Hing-
að inn í heim firringar, misréttis,
eigingirni, stríða og fátæktar,
sem þau hafa engan þátt átt í að
skapa.
En það er engin lausn á mis-
réttisvandamálum heimsins að
ryðja sífellt úr vegi þeim sem
„fyrir” eru. Og það getur ekki
verið nein lausn til frambúðar að
smáu og varnarlausu einstaklinga
og gert þá að mönnum en ekki
villuráfandi menningar- og
menntunarlausum villidýrum
eins og sífellt stærri hluti
stórborgarbúa heimsins virðist
ætla að verða eins og sjá má í
hinum sístækkandi fátækra-
hverfum heimsins. En jafnvel þar
líka mega fóstureyðingar heldur
aldrei verða hin almenna þjóð-
félagslausn á vandamálum
heimsku mannsins og græðgi og
skorti á virðingu fyrir öðrum
mönnum og öðru lífi.
Fóstureyðingar eru lausnir sem
ekki með nokkru móti er hægt að
sætta sig við sem grundvallar-
lausnir við misskiptingu gæða
heimsins. Það hreinlega verður
að ráðast af enn meiri heift gegn
misskiptingunni í stað þess að
eyða sífellt afleiðingum hennar
og einkennum s.s. að deyða
börnin sem ekki passa inn í þetta
hagkerfismunstur sem við erum
að dútla við í frístundum okkar.
Ég skil hins vegar vel þær kon-
ur, sem hugleiða þennan mögu-
leika, þ.e. að fara í fóstureyðingu
þegar nám, vinna, heilsuleysi,
basl og eða hreinlega fátæktin er
slík, að engin önnur lausn virðist
vera möguleg. En samt. Að ég
tali nú ekki um þær fóstur-
bundnu getnaðarvarnir „klikka”.
Um það er verra að segja.
I fyrirmyndar-
þjóðfélaginu
I fyrirmyndarþjóðfélaginu þar
sem öllu böli og veraldlegu vafstri
hefur verið útrýmt í eitt skipti
fyrir öll, (sent aldrei mun nást
fyrr en hver einstaklingur fyrir sig
hefur tileinkað sér hina full-
komnustu virðingu og tillitssemi
fyrir öllu öðru lífi til jafns við sitt
eigið) munu einungis ein til tvær
tegundir fóstureyðinga verða
leyfðar að mínu mati:
1. í fyrsta og eina örugga leyfi-
lega tilfellinu, þegar um líf móð-
urinnar er að tefla. Þ.e.a.s. þegar
um lífin tvö; móðurinnar og
barnsins er líklega að velja. Og
ekkert minna.
2. í öðru lagi, þegar séð er með
vissu, að barnið sé svo mjög van-
skapað að það eigi sér litla eða
enga möguleika til mannlegs lífs í
þessum heimi. Sé hins vegar
minnsti vafi á meðgöngu-
tímanum hvort um svo mikla van-
sköpun sé að ræða ætti frekar að
hjálpa móðurinni að ganga með
barn sitt (og barnsföðurins) í
þessa níu mánuði til að ganga
fullkomlega úr skugga um að
engin önnur lausn sé til en að
deyða það.
Komi hins vegar í ljós við fæð-
inguna, að um fyrrnefnda mjög
mikla vansköpun hafi verið að
ræða, væri því mun nær að deyða
barnið þá strax á sáraukalausan
hátt, í stað þess að deyða það í
móðurkviði á mjög sáraukafullan
hátt eins og gert er í dag upp á von
og óvon, og líkur einar að um
hina meintu vansköpun sé að
ræða. Þá væri a.m.k. öllum
möguleikum lífs gefið hið ítrasta
tækifæri. En í mínum huga er
enginn sérstakur munur á
deyðingu fósturs í móðurkviði og
deyðingu nýfædds barns. Eink-
um og sérílagi með vísan í þroska
fóstursins á hinum „leyfilega
deyðingartíma” þess í móður-
kviði sem nútíma læknisfræði
fræðir okkur svo vel um.
Nauðgun réttlætir
ekki heldur
fóstureyðingu
Ég get ekki einu sinni skrifað
almennt upp á fóstureyðingu
þegar um þungun af völdum
nauðgunar er að ræða. Því hvers
á barnið að gjalda? Ekki var þess
sök hvernig leiðir föður þess og
móður lágu saman, Á að myrða
það fyrir feðranna sök? Barnið
þarf ekkert að verða verri ein-
staklingur en hver annar þótt
getnaður þess hafi orðið til við
þessar hvatvíslegu eða dýrslegu
aðstæður. Það er allt eins líklegt
að nauðgunin hafi átt sér stað
vegna vondra aðstæðna og
stundaræðis annars aðilans (eða
jafnvel beggja), fremur en ills
innrætis þeirra. Og það er þrátt
fyrir allt barn móður þess Iíka. Ég
get ekki með nokkru móti séð að
nokkur tegund viðurkenndrar
siðfræði réttlæti slíka deyðingu.
Síst af öllu hér í kristinni siðfræði
sem meira en 97% þjóðarinnar
hefur flokkað sig undir, að
minnsta kosti opinberlega.
Magnús H. Skarphéðinsson,
ncmi í H.I.
MINNING
f dag fer fram á Fossvogskirkju
bálför Guðmundar Helgasonar,
Ljósheimum 6, en hann andaðist
10. þ.m. á Krabbameinsdelid
Landspítalans eftir þungbær
veikindi.
Skipst hafa á skin og skúrir frá
því þessa banvæna sjúkdóms
varð vart fyrir þrem árum. Stund-
um vöknuðu jafnvel vonir um að
óþreytandi tilraunir lækna og
hjúkrunarliðs, ásamt lífslöngun
og dugnaði Guðmundar myndu
bera sigurorð af þessu alvarlega
innvortis meini.
Því miður reyndust það tálvon-
ir og Guðmundi hrakaði skyndi-
lega í lok september og var rænu-
laus síðustu dagana áður en yfir
lauk.
Guðmundur var eitt af sex
börnum hjónanna Helga Guð-
mundssonar, trésmíðameistara
frá Gerðakoti í Flóa og Sigríðar
Hjartardóttur frá Krossi í Ölfusi.
Systkinin voru fimm, Loftur að-
albókari hjá Sjóvá, nú látinn, Sig-
ríður Christiensen, sem einnig er
látin og búsett var í Kaupmanna-
höfn, Guðrún Olsen, búsett í
Kaupmannahöfn og Gróa Svava,
sem býr í Reykjavík.
Guðmundur starfaði lengst af
hjá Tollstjóraskrifstofunni eða
frá 1944-1979. Síðar starfaði
hann hjá Alþingi fram á mitt ár
1987, er hann varð að hætta störf-
um vegna veikinda. Guðmundur
átti einn son, Hafliða, búsettan í
Reykjavík, og fjögur barnabörn.
Guðmundur var alla tíð mikill
stuðningsmaður Vals og spilaði í
Guðmundur Ingvi Helgason
Fœddur 10.11. 1919 - Dáinn 10.10. 1989
meistaraflokki þess félags í knatt-
spyrnu. Hann var einnig mikill
skíðamaður á sínum tíma.
Leiðir okkar Guðmundar lágu
fyrst saman, þegar hann sem
starfsmaður tollstjóra veitti mér
góða afgreiðslu og greiddi götu
mína eftir bestu getu. Löngu síð-
ar lágu leiðir okkar aftur saman
er mágkona mín, Ólöf Anna Sig-
urðardóttir, jafnan kölluð Stella,
kynntist Guðmundi og hóf
sambúð með honum, sem entist
æ síðan. Frá 1974 hafa þau búið í
Ljósheimum 6 ásamt dóttur
Stellu, Rannveigu.
Enda þótt samskipti okkar
hjónanna við Guðmund og Stellu
hafi ekki verið náin eða stöðug
áttum við þó í gegnum árin þó
nokkrar ánægjulegar samveru-
stundir með þeim ásamt fjöl-
skyldu okkar.
Stella og Guðmundur voru
ákaflega samrýmd og góðir fé-
lagar. Þau ferðuðust oft á liðnum
árum utanlands sem innan og
virtust njóta sín best tvö saman.
Engu að síður kunnu þau vel að
gleðjast með öðrum og það var
gott að heimsækja þap og njóta
gestrisni þeirra, Maður fann
glöggt az maður var velkominn
og veitingar voru ekki skornar
við nögl. Það fengum við vinir
þeirra glöggt að finna, m.a. þegar
Guðmundur hélt upp á 60 ára af-
mæli sitt.
Guðmundur hafði góða kímni-
gáfu og gat verið hrókur alls fagn-
aðar í góðra vina hópi. í hinum
þungbæru veikindum síðustu árin
gafst sjaldnar en áður tækifæri til
gleðskapar, en Guðmundur hélt
góðu skapi sínu og gerði að gamni
sínu allt til þess síðasta. Hjúkrun-
arfólk lauk lofsorði á hann fyrir
dugnað hans og þrek.
Sjálfur hrósaði hann læknum
og hjúkrunarfólki óspart og er ég
þess full viss að hann vildi
gjarnan að ég skilaði kveðju hans
og þakklæti til alls þess góða
fólks, sem stundaði hann í
veikindum hans og er það gert
hér með. Sérstakar þakkir eru
færðar starfsfólki St. Jósefs-
spítalans í Hafnarfirði, starfsfólki
Krabbameinsdeildar Land-
spítalans og Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Ég lýk þessum fátæklegu orð-
um með því að votta Stellu og
Hafliða og ástvinum öllum ein-
lægar samúðarkveðjur okkar
hjónanna, barna okkar og
tengdabarna.
Blessuð sé minning Guðmund-
ar Helgasonar.
Ásbjörn Björnsson
Föðurbróðir niinn Guðmund-
ur Ingvi Helgason er látinn. Mig
langar til að minnast Guðmundar
eða Mumma eins og hann var oft-
ast kallaður, nokkrum orðum.
Hann fæddist í Reykjavík nánar
tiltekið á Frakkastígnum þann
10. nóvember 1919, og hefði því
orðið sjötugur í næsta mánuði.
Foreldrar Mumma voru þau
Helgi Guðmundsson trésmiður
frá Gerðakoti í Flóa og Ólafía
Sigríður Hjartardóttir frá Krossi í
Ölfusi, og var hann yngstur fimm
barna þeirra.
Það var alltaf gaman að hitta og
ræða við Mumma. Hann var mik-
ill húmoristi og gat nánast breytt
öllu á gamansaman hátt. Það fór
ekki mikið fyrir honum, en hann
kom þó öllu til skila sem hann
vildi segja. Ég á margar góðar
minningar frá fjölskylduboðum
heima hjá foreldrum mínum, þar
sem Mummi skemmti fólkinu
með sínum smellnu athuga-
semdum. Margar skemmtilegar
sögur sagði hann mér af fólkinu í
Reykjavík hér áður fyrr, þegar
flestir höfðu viðurnefni eða voru
kenndir við eitt eða annað. Það
var auðheyrt að Mumma þótti
vænt um „gamla daga“ eins og
hann orðaði það alltaf. Eitt var
það sem sameinaði okkur, en það
var knattspyrnan, en Mummi
hafði mikinn áhuga á knatt-
spyrnu og lék með Val í „gamla
daga“. Þótti mér einkar skemmti-
legt að heyra hann segja sögur frá
þeim tíma. Mummi veiktist fyrir
nokkrum árum og bar þá fundum
okkar sjaldnar saman, en þó gafst
okkur tækifæri á að hittast síð-
astliðið sumar og spjalla. Við
slóum á létta strengi og rifjuðum
upp gamlar minningar.
Þeim tæplega þrjátíu ára ald-
ursmuni á okkur, fann ég aldrei
fyrir, því það var alltaf svo stutt í
strákinn Mumma.
Ég vil að lokum votta fjöl-
skyldu hans samúð rnína og bið
Guð að styrkja þau í sorg sinni.
Lárus Loftsson
Fimmtudagur 19. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5