Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Hvað kosta
íslenskar vömr?
Mörgum hnykkir viö aö frétta frá Verðlagsstofnun núna,
aö verð á ýsu hafi rokið aö meðaltali upp um 28% eftir aö
álagning var gefin frjáls síðastliðið vor. Þessi hækkun er um
20% umfram almennar verðhækkanir. Þeir söluaðilar sem
hvað rösklegast hagnýttu sér nýfengið frelsi hækkuðu þenn-
an gómsæta fisk um hvorki meira né minna en 42%.
Auðvelt er að sýna fram á, hvernig stykkjað kindakjöt
skutlaðist upp í smásöluverði, eftir að álagning var gefin
frjáls á það fyrir nokkrum árum. Kaupmannasamtökin hafa
síðan ítrekað farið fram á að fá að hækka álagningu á
mjólkurafurðum, talsvert umfram það sem kaupmenn töldu
nægja sér á sínum tíma, þegar mjólkurbúðir voru lagðar
niður.
Hér er alls ekki bent á þessar staðreyndir til að fordæma
hækkanirnar athugunarlaust eða gera aðilana tortryggilega.
í sumum tilvikum hefur þóknun sölu- og dreifingaraðila
vissulega ekki nægt til að standa undir kostnaði og breyting-
ar hafa orðið bæði á kröfum neytenda og skyldum verslun-
araðila. Hins vegar vakna óneitanlega við þetta sígildar
spurningar um hina frjálsu og óheftu samkeppni og þá hag-
kvæmni sem henni á sjálfkrafa að fylgja samkvæmt bók-
stafstrú frjálshyggjunnar. Fisksalar svari.
Varasamt er að draga of víðtækar og skjótar ályktanir af
hráum niðurstöðum verðkannana. Slík fljótaskrift hefur mjög
brunnið við hér á landi og valdið gagnslítilli umræðu sem
hefur byggst á alltof fáum forsendum. Því er ábyrgð þeirra
aðila mikil, sem framkvæma verðkannanir og birta niður-
stöður þeirra.
íslendingar hafa þá yfirburðastöðu að geta framleitt fyrsta
flokks matvæli án efnafræðilegra hvata og án þess að valda
umhverfismengun. Nú standa fjölmargar þjóðir einmitt
frammi fyrir gífurlega fjárfrekum ráðstöfunum vegna mi-
skunnarlausrarofnýtingarauðlindaviðmatvælaframleiðslu.
Þann kostnað ber að leggja við matvælaverð til að finna
raunverulegan framleiðslukostnað á hágæðavörum er-
lendis.
Sænska blaðið LAND, sem er útbreiddasta fjölskyldu-
tímarit Svía, birtir árlega niðurstöður varðandi „matarkörfu
Evrópu“. Sænsku rannsóknaraðilarnir hafa einatt eytt löngu
máli í að skýra hve flókin könnun af þessu tagi er. Þeir
þreytast ekki á að vara fólk við óvönduðum vinnubrögðum
og hráum túlkunum á verðsamanburði.
Fjarri fer því að verðkönnuðir LANDS láti duga að rápa
milli búða, skrá vöruverð í hillum og birta síðan talnadálka og
súlurit. Borið er saman verð í borgum með sambærilega
stærð og aðstöðu, rækilega er farið í gengismál, skattkerfi,
framleiðslustyrki, niðurgreiðslur og staðaruppbætur.
Reynist það þó afar erfitt í sumum ríkjum að fá raunhæfar
upplýsingar um dulda fyrirgreiðslu við innlenda framleiðslu
á ýmsum stigum og nær vonlaust að fá skýr svör um slíkt frá
opinberum aðilum.
Á sama hátt veitir það okkur alltof takmarkaðar upplýsing-
ar að frétta að kjúklingar á Kýpur eða mjólk í Bretlandi sé
ódýrari en hér á landi. I þessum tölum felst enginn raunhæf-
ur samanburður á lífskjörum, eins og margir halda fram,
hvað þá að þær sanni hagkvæmni innflutnings. Ráðstöfun-
artekjur á Kýpur eru lágar miðað við ísland og á Bretlandi er
enginn matarskattur, svo dæmi séu tekin.
Verulegur fengur hefur verið að því aðhaldi og upplýsing-
um sem verðkannanir aðila eins og Neytendasamtaka og
Verðlagsstofnunar hafa gefið almenningi. Framleiðendur,
sölu- og dreifingaraðilar eiga líka auðveldara með að þjóna
neytendum fyrir vikið. Hins vegar er ástæða til að hefja
umræður um niðurstöður verðkannana á faglegra svið.
Framkvæmdaraðilar þeirra þurfa líka að gæta þess að fram-
setning sé með þeim hætti, að einstakir hagsmunaaðilar
eigi ekki auðvelt með að hagnýta sér þær í villandi tilgangi
og geti í því efni treyst á fátækt upplýsinganna sem almenn-
ingi berast.
KLIPPT OG SKORIÐ
loknurn séfStaklega vmsamUguni vjðrÆðnui vift
stjórn ReaBuiis ftvmta fjrir nokkrum árum kont Edaard
Shevardnad/.t'., sovúskí nlaorffcwrjSdhvrmnn, » blaða-
mamiafnnd f \Vaslrln{íton sbriH kaukvfsleRa: ,.V'íð
hdfmn gerí ykkw inikinn ófefk, Við hófnin svipi ykknr
óv»ni.“
Og reyndar hafðl haun rett fyrir scr, a.rn.k. «íih máJ
standsi þfcswi stundína. Á mcðan Vesturtandamenn <»g
Míkhaíl GwJiaisjdv eru að scmja w'n á millí htfur fcag
{icirra atvinnugrfcina ncm jinfasi á nfsnkiuuarði farið
hnJjfnandl og veimar stöðugl við hvtrjn lýðfieðistega
hreyfíngn á járutjaldfnn.
Alþrayhtgsrframfeiðsísn
i vratwte stódtí
l’nðfcrnfcfeibara
rt\n srtia vciðwr fjrir fearðinu á
fcytíu Ív!.?.l\d.. i 1 -V!:.
rVarah'undi scn\ :/,í aJtnemimpi tyr-
ir rtlþrcyifign flafa Jíka (urntið w«l>
áfi jjpiíi nfiu.feipí,v icifea uw sig
satfihtiða l>vr ;.í? v,-.niv.vkr}\íi fiuaráts .
r’jl vtstíwrv t-.ata f.rrtð hlýtiandi y
i'.rilöfir' veit trvctsn maifiv si«tu\u-
VajÖ^VhnArs'dnr hnfn w,nð kutfintr
átciðín nteó vfunvlu skdpuiian ‘
Mfinn (,a wftjft iið
v*w-&r~
«hn vððv.i-
-SStíffiu KtHrk), tafijamfi rtrdda •
ncifs Rúsva nutufur og snman. S utí
I-.'íJlI srifiiu fivifntit^irm.•ttékum aé
vmkfei'ar j.'-oi!.-. n.'.vnJ,u í;\,ú>.:r af
ní-isfiMfcuifi Wifttudfinv, t,d, Hmrð.r
!• ’ty.fft í'.ftsr l-.iiwvrrd Toj’ul ”i>
i-rkfifkh Nvvitafivky.
t'CSfiU' twtkur v.fivf túns " ;
fótiBti á ttfid-
HvfiVfjnfitinir tisiuir lýfVt'iscfti.s
frefertv f i lUiaawu k»ttuvymt«r*i
cisi i liuvévfeuitf <\r«fccBrrivMaiBj>-
«<n hiðhfifur á hfrfál. 0r
vjtinvfirpsþáUarófcfUBÍ „ll’ttnfcssÍB-
nai-.
Nú er hún
gamla Grýla dauð
Tíminn kom inn á skemmtilegt
viðfangsefni í samantekt í gær -
en það er þörf samfélaganna fyrir
óvin. „Hverjir verða vondu karl-
arnir núna?“ spyr blaðið í fyrir-
sögn, og á við það, að batnandi
sambúð risaveldanna tveggja
hefur gert Bandaríkjamönnum
þann óleik að stela frá þeim
Óvininum mikla, Rússanum
Ljóta.
Eins og menn vita hefur Rússa-
grýlan verið afar hentug til
margra hluta. Hún hefur verið
mjög notadrjúg við að fá þing-
menn þjóðríkja til að samþykkja
sem allra mestar fjárveitingar til
vígbúnaðar - annars verði þeir
fyrr eða síðar flattir út af
rússneskum skriðdrekum. Hún
hefur verið hið mikla sameining-
artákn hernaðarbandalags eins
og Nató - þar hefur jafnan verið
sagt við óþekktargemlinga: Ef þú
verður ekki þægur kemur Rúss-
inn og tekur þig. Rússinn Ljóti er
einnig hið mesta þing þegar að
því kemur að setja saman
spennusögu eða kvikmynd, þar
sem einhver verður að fá að vera
sá skyldufantur sem er skilgetinn
afkomandi Drekans illa í ævintýr-
unum. Og Moskva verður þá
kastali hins illa, hellir ófreskj-
unnar, þangað fer einhver
feiknagarpur eins og Rambó,
sem kalla má Gretti Asmundar-
son samtímans, og heggur svo
marga hausa af skrýmslinu sem
þurfa þykir.
Sorg í spennuiðnaði
En eins og Tíminn segir: nú er
úti þessi gullöld og gleðitíð:
„Enginn veit hversu margir
spennusagnahöfundar hafa verið
komnir áleiðis með vinnslu
sköpunarverka sinna en orðið að
stöðva hana þegar jafnvel sov-
éska leyniþjónustan KGB erorð-
in, amk. að sögn Sovétmanna,
eins og opin bók sem allir geta
kíkt í. Og atburðarás sem byggist
á aðgengilegum þorpurum með
loðhúfur og blaktandi nasavængi,
eða vöðvabúntinu Rocky, berj-
andi ruddalega Rússa sundur og
saman, á nú ekki sömu hrifning-
armóttökum að fagna og áður var
í framleiðsluskrifstofunum í
Hollywood heldur“.
Breytum sögunum!
Eru svo raktar raunir nokkurra
manna sem hafa lekið niður í af-
þreyingariðnaðinum með sína
Rússagrýlu eftir að pólitísk veður
breyttust. Sumir fara Iíklega á
hausinn og verða þarmeð fórnar-
lömb bættrar sambúðar. Aðrir
verða á síðustu stundu að taka
sínar sögur og umskrifa þær áður
en úr þeim eru gerðar kvikmynd-
ir, svo þær stingi ekki alltof mikið
í stúf við hina pólitísku pöntun
tímans.
Um þetta segir einn kvik-
my ndamógúllinn:
„Jafnvel meðan við vorum að
gera myndina fundum við að
söguþráðurinn var að verða úr-
eltur. Freddy skrifaði bókina á
þeim tíma þegar fjandskapurinn
var magnaðri og við urðum að
endurvinna hana fyrir myndina".
Allt eftir pöntun
Þetta sem nú síðast var nefnt
leiðir hugann að staðreyndum,
sem menn láta sér oft sjást yfir.
Blátt áfram þeim, að ekkert kvik-
indi er jafn „ósjálfstætt“ og kvik-
myndaiðnaðurinn. Frelsi hans er
læst í margskonar formúlur -
meðal annars pólitískar. Vilji
kvikmyndagerðarmaður notfæra
sér pólitíska árekstra tímans, þá
gengst hann fyrst og síðast inn á
það, að beygja sig undir það sem
við á.
Þegar Bandaríkin áttu í stríði
við Þjóðverja varð hver Þjóðverji
að skrýmsli í Hollywoodkvik-
myndunum - og vegna þess að
Stalin var þá bandamaður Am-
ríkana voru líka búnar til í Holly-
wood myndir um góða, lífsglaða
og hugprúða Rússa sem vilja allt
á sig leggja fyrir Föðurlandið
(kommúnismanum tókst ein-
hvernveginn að sleppa úr dæm-
inu). Þegar svo Vestur-
Þýskaland varð elskulegur
bandamaður í Nató, þá datt
Þjóðverjinn Ljóti upp fyrir, og ef
búin var til stríðsmynd, þá var
þess vandlega gætt að skipta
Þjóðverjum í „venjulega" og til-
tölulega góða karla í hernum og
nokkur afbrigðileg skrýmsli úr SS
eða öðru nasistafélagi. Um leið
varð Rússinn Ljóti að þeim
skyldufanti sem hann hefur oftast
nær verið síðan.
Það hafa að vísu komið þeir
tímar að Rússinn vék fyrir öðr-
um: til dæmis ruglaðist óvinar-
myndin um það leyti sem Khrú-
sjov boðaði friðsamlega sambúð
við Vesturlönd en Kínverjar voru
áþeirri línu, að sú stefna væri svik
við sannan sósíalisma. En þá
gerðist það líka sem nú er í fullum
gangi: menn bara breyttu skáld-
sögunum þegar þeir voru að
skrifa kvikmyndahandritin.
Frægt dæmi er til um reyfara einn
breskan, sem fjallar um tékk-
neska njósnara sem stela bresk-
um kjarnorkusérfræðingum fyrir
Rússa og hafa upp úr þeim með
djöfullegum aðferðum öll þeirra
leyndarmál - og eyðileggja í þeim
heilann um leið. Þegar sagan var
kvikmynduð var svo mikil hláka í
lofti, að það varð að breyta um
skálka: í myndinni voru það al-
banskir diplómatar sem unnu
illvirkin fyrir Kínverja!
Eitthvað leggst
þeim til
Það fer svo ekki mörgum sög-
um af þeim hugprúðum kvik-
myndamönnum sem ganga gegn
hinni „pólitísku pöntun" og búa
til verk sem ganga þvert á það
sem stjórmálaforingjarnir eru að
bauka hverju sinni. Hinsvegar
gerist það svo æ oftar, að afþrey-
ingariðnaðurinn kemur sér hjá
hugsanlegu og mögulegu fjár-
hagstjóni vegna breytilegrar áttar
í pólitík með því blátt áfram að
forðast hina pólitísku landafræði
sem mest. Þá eru skálkarnir ekki
Rússar eða Kínverjar, heldur
einhverjir dularfullir yfirþjóð-
legir hermdarverka- og glæpa-
hópar, sem eru alillir í sjálfum
sér.
Þessir Óvinir eru náttgúrlega
ekki ættlausir í tilverunni þótt
þeir eigi sér ekki beinar pólitískar
fyrirmyndir. annarsvegar sækja
þeir sér forfeður í trúarlegar tví-
hyggjuhugmyndir: aðalfólið er
einskonar útskryppi frá Satan
sjálfum, dæmt til djöfullegra
verka og til að ögra köppum hins
góða til að sýna hvað í þeim býr.
Þar fyrir utan er óvinurinn dular-
fulli skyldur þeim Mafíum veru-
leikans sem sanka að sér feikna-
gróða af smygli, vopnasölu,
vændi og eiturlyfjum. Maður
kemur í manns stað.
ÁB
þJOÐVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavik
Sími:681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim
Smart (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars-
son (íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbroið8lu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr.
Askriftarverð á mánuði: 1ÍXK) kr.
4 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 2. nóvember 1989