Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 9
Árni Árnason höfundur Óvæntrar heimsóknar. Anna Cynthia Leplar höfundur mynda. Nýr höfundur Óvænt heimsókn HEIMSOKN Árni Árnason Nýtt útgáfufyrirtæki, Barnabókaútgáfan, gefur út œvintýrið Óvœnt heimsókn eftir Arna Arnason, myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar etta er aevintýri fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára en auk þess ættu allir aðrir sem varðveita barnið í sér að geta haft gaman af þessari bók, sagði Árni Árnason um bókina Ovænt heimsókn, sem hann hefur samið í samvinnu við myndlistarmanninn Önnu Cynt- hiu Leplar. Auk þess sem Árni semur text- ann hefur hann jafnframt forræði Barnabókaútgáfunni, en það er nýtt útgáfufyrirtæki sem mun sér- hæfa sig í útgáfu og gerð bóka handa börnum. Árni þekkir vel til útgáfu barnabóka því hann hefur um- Myndbandsupptökuvél til sölu. Sony handy cam. m/ fylgihlutum í tösku. Vel með farin. Verðhugmynd 65.000.-. Uppl. í síma 621859 eftir kl. 17.00 virka daga. Til sölu tveir pelsjakkar, tvær svampdýnur, alveg nýtt litasjónvarp, símaborð með tveim stólum, gylltir kertastjakar á vegg, mjög falleg ný kápa og stórt veggteppi á blindramma. Sími 34931. Hreingerningar Við erum tvær skólastelpur og tökum að okkur að þrífa í heimahúsum. Erum vanar og vandvirkar. Uppl. í síma 36718, Sara eða 35206, Hrafn- hildur. Tapast hefur vínrautt Iðnaðarbankaveski með skil- ríkjum. Finnandi vinsamlegast hringi í Björgu í síma 82345, fundarlaun. Sjominjar Áttu sjóminjar eða veistu um minjar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn Islands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- bandísíma 91-52502 ámilli kl. 14-18 alla daga. - Sjóminjasafn íslands. f Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 621170 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportið - alltaf á laugardögum. Til sölu vél, gírkassi, drif og öxlar í Suzuki ’81. Uppl. í síma 84006. sjón með slíkri útgáfu hjá Náms- gagnastofnun. Þá hefur hann skrifað tvær bækur fyrir börn sem eru að læra lestur. Óvænt heimsókn greinir frá því hvernig hallarbúar í Skugga- björgum hrökkva upp við það að Hugi kóngssonur hefur horfið á dularfullan hátt. Frá örófi alda hafa þeir búið um sig innan múra hallarinnar í þeim tilgangi að verjast hugsanlegum óvinum. Sagan fjallar um leitina að Huga og hvað gerist þegar brotist er úr einangruninni, en umfram allt er þetta saga Huga og hvernig gerð- ir hans verða til þess að koma Til sölu ísskápur, Husquarna, tvískiptur, 165 cm á hæð, nýyfirfarinn. Verð kr. 15.000. Einnig stofugardínur, verð kr. 5.000. Uppl. í síma 34879. Eldavél Noti'ð eldavél til sölu, breidd 70 cm, 4 hellur, 2 bakarofnar. Verð ca. 10.000. Uppl. í síma 34252 eftir kl. 17.00. Grátt filtteppi ókeypis 60 fm af gráu filtteppi ásamt svamp- undirlagi fæst gefins gegn því að vera sótt. Uppl. í síma 29402 eða 33422 eftir kl. 18.00. Vetrardekk óskast Negld vetrardekk undir Lödu, helst á felgum, óskast. Uppl. í síma 75042 seinnipart dags. Tvöföld hurð Vill einhver losna við tvöfalda hurð (vængjahurð - franska hurð)? Ef svo er hef ég áhuga á að kaupa slíka. Uppl. í síma 21764 eftir kl. 17.00. Vill einhver bjarga köttunum mínum? Eins og tveggja ára læður, fallegarog vel vandar, teknar úr sambandi, verða að fara vegna brottflutnings. Uppl. í síma 25958 og 11017 á kvöld- in. VIII elnhver þiggja notaðan svefnbekk með rúmfatageymslu undir? Ef svo er þá hafið samband í síma 681333. Til sölu hjónarúm svart járnrúm með rimlagöflum. Anna Karen, sími 685762. Tll sölu Sem ný „tweed“kápa nr. 40-42. Verð kr. 4.000. Sími 46117. ráðamönnum ríkisins í samband við annað fólk. Vandaðar litmyndir Önnu Cynthiu Leplar prýða hverja opnu bókarinnar en hún starfaði sem myndmenntakennari til skamms tíma. Þá hefur hún áður fengist við myndskreytingar á bókum m.a. fyrir Mál og menn- ingu og fyrir Námsgagnastofnun. Samvinna þeirra Árna og Önnu við að ganga frá bókinni í endanlegri mynd var mjög náin. Fyrst gekk Árni frá handriti að bókinni sem hún hafði svo frjáls- ar hendur með að myndskreyta. Hún kom svo með sínar tillögur Vetrardekk til sölu Fjögur 15 tommu vetrardekk (Volkswagen/Saab). Uppl. í síma 681748. MC Colt '81 Til sölu í góðu standi. Ekinn 89 þús. km. Verð 110 þús. staðgreitt. Sími 77136. Pennavinir um vtða veröld Miss Dorothy Ani Abban 25 ára R NO D 56/3 Coronation st. 983 Cape district Ghana - W-Africa Miss Joyce Norrison 24 ára P. O. Box 117 Oguaa c/r Ghana Mr. Harbo P. O. Box 820 Rancho Cordova California 95741 USA Miss Susanne Hofbauer 23 ára Am Lindenberg 15 D- 8783 Hammelburg West-Germany Mr. Philip N. Sirnmons 338 Village Baxter Baxter, Victoria Australia 3911 Rehiodi Rafik Chaz Zerarka Mo- hamed 20 ára 21 Rue azah Sid-ahmed Birkhadem 16330 Algeries (Alsír) Annegret May Rekheide 36 4504 S M Hulte V-Þýskalandi Annegret er 39 ára kennari með mörg áhugamál. Miss Masako, Ikeda 164-8 Kamekuma Makabe-Machi Ibaraki, 300-44 Japan. Ikeda er 28 ára með áhuga á rokki, tölvuleikjum, matseld og frímerkja- söfnun. og var þá textinn lagaður að þeim. „Við reyndum að láta texta og myndir vinna sem nánast saman til þess að heildarmyndin næði sem best til lesenda," sagði Árni. En hvað er Barnabókaútgáf- an? „Barnabókaútgáfan ætlar ein- göngu að einbeita sér að því að gefa út bækur fyrir börn. Barna- bækur krefjast sérstakrar fram- setningar og þær verða að vera vandaðar svo þær þjóni tilgangi sínum sem best. Aldurshóparnir eru mjög ólíkir að þroska og því verður að skoða hvern hóp út af fyrir sig og bæði höfundur og myndlistarmaður verða að taka mið af þroska hópsins þegar þeir vinna verkið. Útgáfufyrirtæki sem starfar bara á þessu sviði ætti að geta náð meiri árangri en aðr- ir. Þetta er enginn dómur yfir þeirri útgáfu sem stunduð hefur verið hér fyrir börn. Þar hefur oft tekist vel til og margar yndislegar barnabækur litið dagsins ljós. Mér hefur reyndar fundist að ís- lensk útgáfufyrirtæki hefðu mátt hafa meira frumkvæði að vinnslu alíslenskra barnabóka í stað þess að þýða erlendar barnabækur, þótt það sé einnig góðra gjalda vert. En það er tímafrekt að setja saman barnabók og því skiljan- legt að útgáfur sem leggja áherslu á að sinna öllum láti slíkt kannski sitja á hakanum. Tilgangurinn með Barnabókaútgáfunni er að gera útgáfu fyrir börn markviss- ari,“ sagði Árni Árnason. -Sáf ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld veröur í Þinghól Hamraborg 11 mánudaginn 6. nóv- ember klukkan 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 11.nóvemberkl. 13íGaflinum Hafn- arfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný stjórn kjörin. 3. Fulltrúar á landsfund kjörnir. 4. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi í Hafnarfirði ræðir um sveitarstjórnarmál og samstarf við Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins og Geir Gunnars- son alþingismaður mæta á fundinn og gefst fundarmönnum tæki- færi til að ræða stjórnmálaviðhorfið á komandi vetri. Stefnt er að því að fundi verði lokið kl. 18.00. Kl. 20.00 er kvöldverður og kvöldvaka. Félagar sýna á sér hina hliðina. Einar Guðmundsson leikur undir borðhaldi og Heimir Pálsson syngur. Leynilögreglan kemur á staðinn. Veislustjóri er Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélagsins. Skyndihappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Dregin verður út utanlandsferð að eigin vali fyrir 50 þúsund krón- ur, auk margra annarra góðra vinninga. Allir félagar í Alþýðubandalaginu og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Undirbúningur undir landsfund Undirbúningsfundur undir landsfund Alþýðubandalagsins verður haldinn á Hverfisgötu 105 fimmtudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30. Landsfundarfulltrúar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Stjórnln FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.