Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJOÐMAL Námslán Stjórnarmenn fylgi ráðhemim Svavar Gestsson: Nauðsynlegt að breyta lögum um setu ríkisstjórnarfulltrúa ístjórn LINsvo skœru- hernaði Sjálfstæðismanna linni. Þriðjungur ráðstöfunarfjár LÍNfer ívexti og afborganir af lánum Svavar Gestssoh menntamála- ráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþíngi um að fulltrú- ar mennta- og fjármálaráðuneyt- is sitji ekki lengur í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna en þeir ráðherrar sem skipuðu þá sitja í ráðherrastólum. Svavar segir frumvarpið lagt fram vegna þess að látlaus skæruhernaður hafí ríkt af hálfu fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í stjórn LÍN gegn honum, frá því að núverandi rík- isstjórn var mynduð. Það hafi gengið svo langt að hann hafi tvisvar þurft að neyða þá til að hækka námslánin, fyrst með reglugerð og síðan með tilskipun. Kvennalistinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ekki séð ástæðu til að skipa fuUtrúa í sérstaka nefnd sem ræða á framtíðar- skipan mála LÍN. I samtali við Þjóðviljann sagði Svavar að það gengi auðvitað ekki að hann ætti í stöðugu stríði við fulltrúa ráðuneytisins í stjórn LÍN, sérstaklega þegar horft væri til þess að sjóðurinn hefði nær 4 Erlend skip Breyting löndunar- leyfa Eykur vináttu íslend- inga, Fœreyinga og Grænlendinga Á Alþingi er nú tU meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um rétt til fiskveiða i landhelgi Islands. Flutningsmenn leggja tU að við 3. grein laganna bætist málsgrein sem undanþiggi fiski- skip frá Færeyjum og Grænlandi hömlum sem settar eru á landanir erlendra skipa í íslenskum höfniim. En ráðherra þarf að veita sérstakt leyfi fyrir löndun- um erlendra skipa í íslenskum höfnum eins og lögin eru í dag. Þingmennirnir segja málið varða samskipti okkar við næstu nágranna. Samskipti íslendinga við Færeyinga og Grænlendinga hafi stóraukist undanfarin ár, en hafi verið lítil fyrir um áratug. Þótt samanlagður íbúafjöldi þessara landa sé tæpur helmingur íbúatölu íslands, hafi komið í ljós að í þessum löndum sé að finna mikilvæga markaði fyrir íslenskar iðnaðarvörur, vegna þess að vin- átta þjóðanna sé einlæg og þær velji viðskipti við íslendinga frek- ar en aðra að öðru jöfnu. í lok greinargerðar með frum- varpinu segir að afli færeyskra og grænlenskra skipa og þjónusta við þau, geti skapað aukna at- vinnu í íslenskum sjávarþorpum og einhliða aðgerð af þessu tagi af okkar hálfu sé til þess fallin að auka vináttu þjóðanna og auka viðskipti á öllum svið, þjóðunum í hag. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ólafur Þ. Þórðarson (Frsf.l), Árni Gunnarsson (Alþfl.), Matt- hías Bjarnason (Sjstfl.), Alex- ander Stefánsson (Frsfl.), Krist- inn Pétursson (Sjstfl.), Hreggvið- ur Jónsson (Frlhm.) og Geir Gunnarsson (Alþbl.). -hmp miljarða til ráðstöfunar á næsta ári. Ávinningur þess að koma nýrri skipan á stöðu fulltrúa ráð- uneytanna í stjórn LÍN væri, að hægt verði að koma á eðlilegu samstarfi á milli menntamálaráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og stjórnar LÍN. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem hefur það stóra verk- efni að koma á þjóðarsátt um LÍN. Kvennalistinn og Sjálfstæð- isflokkurinn hafa tilkynnt að þeir muni ekki tilnefna fulltrúa í nefndina. Svavar sagði að mál- efni LÍN sneru aðallega að náms- mönnum og stjórnvöldum hverju sinni. Hitt væri síðan auðvitað at- hygli vert að þessir flokkar skipuðu ekki fulltrúa í nefndina, og neituðu sér þannig um að hafa áhrif á tillögugerð sem gæti ráðið úrslitum hvað varðaði hag náms- manna næstu árin eða áratugina, ef vel til tækist. Að mati Svavars er augljóst að núverandi skipan mála LÍN sé með þeim hætti, að það markmið laganna um sjóðinn að endur- greiðslur til hans standi undir nýj- um lánum, náist ekki í bráð. Meginástæðan væri hve skuldug- ur lánasjóðurinn væri, sem sæist best á því að á næsta ári ætti sjóð- urinn að greiða 1,1 miljarð króna í vexti og afborganir af lánum sem hann hefði tekið. Þetta væri nær þriðjungur af ráðstöfunarfé LÍN. „í þessu sambandi er þó rétt að geta þess að endurgreiðsluk- erfið skilaði meiru á þessu ári en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, eða á bilinu 90-100 miljónum um- fram áætlun. Þannig að kerfið er farið að virka betur," sagði Svav- ar. Menn þyrftu síðan að svara því af hve mikilli sanngirni væri hægt að ætlast til að LÍN bæri þær skuldir sem á sjóðnum hvíldu. Hann væri þeirrar skoðunar að yfirtaka þyrfti skuldir LÍN með einhverjum hætti að hluta. Svavar sagðist enn þeirrar skoðunar að ekki bæri að leggja vexti á námslán. Vextir myndu ekki leysa nokkurn vanda fyrir LÍN, að ákveða slíkt væri bara að stinga höfðinu í sandinn. Hann vildi hins vegar skoða hvort ekki mætti breyta endurgreiðsluregl- um sjóðsins, þannig að þeir efna- meiri greiddu skuld sína við LÍN hraðar upp en aðrir. Þannig mætti bæta raunstöðu LÍN. En sú almenna regla gildir nú að náms- menn greiða námslán upp á 40 árum. Vegna skrifa ýmissa fulltrúa Vöku í Stúdentaráði vildi ráð- herrann taka fram, að ráðstöfu- narfé LÍN yrði 41% meira á næsta ári en það var á þessu ári, á meðan verðlagshækkanir í fjárl- agafrumvarpi væru 16%. Þvíværi um verulega raunaukningu á ráð- stöfunarfé sjóðsins að ræða. Framlag rfkissjóðs til LÍN hækk- aði einnig um 37%. „Ég vil líka benda á að kaupmáttur námslána hefur hækkað um 10% frá því að ég kom í menntamálaráðuneytið fyrir rúmu ári," sagði Svavar. Á sama tíma hefði hins vegar átt sér stað ákveðin kaupmáttarskerð- ing í þjóðfélaginu. Rökin fyrir þessari hækkun sagði menntamálaráðherra að væru auðvitað þau, að lán náms- manna hefðu verið skert umfram laun á góðæristímanum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skar niður námslánin. Námsmenn hefðu því ekki rokið upp fyrir aðra þegar til lengri tíma væri litið en þeir hefðu gert það á þessu tiltekna tímabili miðað við laun annarra. Hitt væri svo annað mál, að til þess að ná því sem hann hefði ásett sér, að bæta að fullu skerð- ingu Ragnhildar Helgadóttur og Sverris Hermannssonar, þyrfti að ná inn í framfærslugrunn náms- lána rúmlega 6% hækkun á næsta ári. Til að þetta megi gerast, sagði ráðherrann að tvennt þyrfti að koma til. Annars vegar breyting- ar á öðrum þáttum námslána en framfærslu, sem lúta að skóla- gjöldum, ferðakostnaði og öðru slíku, sem þó tækju aldrei gildi fyrr en haustið 1990. í annan stað hefði verið ákveðið að fram færi skuldbreyting á skuldum LÍN á næsta ári, sem myndi gerbreyta stöðu sjóðsins. Ráðherrann sagði að vinna þyrfti að því að sátt ríkti um LÍN hjá almennu verkafólki, því sjóðurinn væri jöfnunartæki sem í raun væri sett á laggirnar börnum almenns verkafólks til hagsbóta. íhaldinu hefði tekist að etja námsmönnum og verkafólki saman á sínum tíma og það mætti ekki endurtaka sig. Eitt stærsta málið varðandi LÍN er að mati Svavars að draga úr því reglugerðarvaldi sem menntamálaráðherra hefði varð- andi málefni LÍN. í dag gæti ráð- herra með geðþóttaákvörðun til að mynda ákveðið að sérskóla- nemar ættu ekki rétt á námslán- um. Hann vildi að lagabreytingar þyrfti til slíkra breytinga. -hmp Nýr þingmaður Launajöfnuður mál málanna Unnar Þór Böðvarsson hefur verið virkur ístarfiAlþýðu- bandalagsins alltfrá 1966 en situr nú á Alþingi ífyrsta sinn Nýr þingmaður Alþýðubanda- lagsins tók sæti á Alþingi fyrir rúmuni háifuni mánuði. Unnar Þór Böðvarsson heitir maðurinn og kemur hann inn á þing sem varamaður Margrétar Frímanns- dóttur sem nú situr allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Unnar er skólastjóri í Reykholti í Biskup- stungum þar sem hann hefur búið í 9 ár. Aður en Unnar kom í Reykholt var hann kennari á Vestfjörðum, en hann er fæddur og uppalinn á Barðaströndinni. Mál málanna í dag er að launa- jöfnuður náist í landinu og Unnar segist hafa reynt að vinna að þeim jöfnuði i starfi sínu með Alþýðu- bandalaginu í gegnum árin. En hvaða væntingar hafði varaþingmaðurinn áður en hann tók sæti á þingi? „Ég er búinn að vasast það lengi í stjórnmálum, eða allt frá því 1966 þegar við stofnuðum Al- þýðubandalagsfélag fyrir vestan og jafnvel þar áður," sagði Unn- ar. Hann hefði því gert sér nokk- uð rétta mynd af gangi mála á Alþingi, þannig að stutt seta á þingi hefði hvorki vakið með honum vonbrigði né önnur við- brögð. Hann hefði velt því fyrir sér að undanförnu hvaða áhrif það hefði að vera kjörinn þing- maður en ekki varaþingmaður sem sæti á þingi tímabundið. Ekki væri nokkur vafi á að hann myndi sitja með allt öðru hugar- fari á Alþingi, ef hann ætti fram- undan fjögurra ára setu þar. Það færi eftir því hvaða máls- varar það væru sem sætu á þingi, hvort það breytti miklu ef styrkur Alþýðubandalagsins væri meiri á þingi en nú er, að mati Unnars. Hann óttaðist að stefna flokksins yrði önnur ef þingmönnum hans fjölgaði mikið og stefnan yrði kannski minni vinstristefna. „En að sjálfsögðu er ég sannfærður um að það skipti máli að fólk eins og nú fyllir þingflokk Alþýðu- bandalagsins sé fleira á þingi," sagði Unnar. ' Unnar sagðist vilja sjá að mál málanna á Alþingi í vetur yrði launajöfnun, þe. hækkun lægstu launa. „Og þá er ég ekki að tala um 2-3 þúsund króna hækkun eins og í kjarasamningum undan- farið, heldur að það verði tekið stórt stökk og stopp sett á hækk- un viðunandi launa," sagði Unn- ar. Það hefði verið baráttumál og hans aðaláhugamál að þetta gæti gerst. Hann væri sannfærður um Unnar Þór Böðvarsson situr nú á Alþingi fyrir Margréti Frímannsdóttur þingmann Alþýðubandalagsins. Launajöfnuður og bættar samgöngur innan landshluta eru honum efst (huga. Mynd: Kristinn. að ástandið í launamálum væri eins og það er, vegna sundurþyk- kju launafólks og að samtök launafólks komi sér ekki saman um launastefnu. Stjórnmála- menn skorti síðan þrek til að taka á þessum vanda. í byggðamálum sagði Unnar að það skipti höfuð máli að bæta samgöngur innan einstakra svæða og landshluta. Allt of mikið hefði verið horft til þess að bæta samgöngur frá einstökum stöðum til Reykjavíkur. En bætt- ar samgöngur innan td. lands- hluta gætu haft úrslitaáhrif á lífs- skilyrði á landsbyggðinni og það að Island þróaðist ekki í átt til borgríkis. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.