Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Jarðgöng Múlagöng tilbúin að ári Verktakar í Ólafsfjarðarmúla búast við að verða komnir í gegn í byrjun mars. Göngin verða tilbúin nœsta haust Þetta hefur gengið nokkurn veginn eftir áætlun, sagði Björn Harðarson staðarverk- Tónleikar Hamflett kíósett- skrímsli Smekkleysukvöld í Keisaranum I kvöld halda hljómsveitirnar Ham og Bootlegs tónleika í kjall- ara Keisarans. Tónleikarnir eru eitt af alræmdum Snickkley.su- kvöldum og eru haldir í tilefni þess að Bootiegs hefur nýlega sent frá sér sína fyrstu plötu, Klósett- skrímslin, en hljómsveitin hefur lagt lag sitt við svo kallað „speed metal", eða hratt þungarokk. Ham er nýkomin úr tónleikaferð með Sykurmolunum um Bret- landseyjar. Ham hefur einnig nýlega sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Buffalo Virgin", og hefur af- kvæmið fengið góða dóma í bresku popppressunni að sögn Smekkleysu. NME gaf plötunni 8 stig af 10 mögulegum og Sounds gaf henni 4 stig af 5 mögulegum. Útgáfa sveitarinnar á gamla Abbalaginu „Voulez Vous", er það lag sem greiðastan aðgang hefur átt að eyrum skríbenta. Aðgangur að tónleikunum er krónur 650. -hmp fræðingur Vegagerðar ríkisins á Ólafsfirði en hann hefur umsjón með gerð jarðganganna í gegnum Ólafsfjarðarmúlann. Alls verða göngin 3.140 metrar að lengd en nú er búið að bora 2.400 metra, þar af 300 Dalvíkur- megin. „Verktakinn telur sig verða kominn í gegn í byrjun mars, en þá er heljarmikið verk eftir við frágang," sagði Björn. Hann sagði að bergið í Múlan- um hefði reynst auðvelt viður- eignar nema hvað það var heldur laust í sér fyrstu metrana Dalvík- urmegin. Það skánaði þó þegar innar dró og hefur verið svipað og menn áttu von á. ólafsfjarðarmegin er búið að steypa forskála ganganna en það er eftir Dalvíkurmegin. Stefnt er að því að ljúka vegagerð að göng- unum næsta sumar en öllu verk- inu lýkur væntanlega í október eða nóvember að ári. Að sögn Björns vinna um 50 manns við jarðgangagerðina þeg- ar mest er en yfir veturinn eru þeir aðeins 25-30. Að undan- förnu hefur verið unnið á þrí- skiptum vöktum allan sólarhring- inn. aðra hvora viku en í vetur verður heldur hægt á fram- kvæmdum enda verkið frekar á undan áætlun en eftir. Yfirverktaki við göngin er fyr- irtækið Krafttak sem er sameign norska fyrirtækisins Aker og Ell- erts Skúlasonar í Njarðvíkum. Ellert er svo sjálfur í vegagerð- inni en Fjölnismenn á Akureyri sjá um vegskálana. Jarðganga- gerðin hefur skapað nokkra vinnu á Ólafsfirði þar sem heima- menn reka steypustöð auk þess sem iðnaðarmenn hafa fengið verkefni við göngin. -ÞH Það var heldur kaldranalegt um að litast við munna jarðgangnanna Dalvíkurmegin þegar blaðamaður Þjóðviljans var þar á ferð á dögun- um. Við blasti kolsvart gímald og grýlukertin voru ógnandi. Eins og sjá má á eftir að gera forskála og leggja veg að munnanum en hann er þar sem vegurinn fyrir Múlann sækir á brattann. Mynd: -ÞH. Ríkisendurskoðun Röng endur- skoðun Iðntæknistofnun þefur gert at- hugasemdir vegna Skýrslu Ríkis- endurskoðunar um rekstur stofn- unarinnar en Ríkiséndurskoðun segir Iðntæknistofmin hafa farið 85,3 miljónir fram úr fjárlögum árið 1988. Þetta segir Iðntækni- stofnun að sé rangt. Bent er á að tekjur Iðntæknistofnunar séu annars vegar sértekjur sem aflað sé með sölu á þjónustu til atvinnu- lífsins og hins vegar ríkisframlag. í fjárlögum fyrir 1988 hafi verið gert ráð fyrir að stofnunin fengi 65 miljónir króna í ríkisfrainlag. Þetta hafi þýtt verulegan niður- skurð miðað við árin á undan. Þá sagði í tilkynningu frá Iðn- tæknistofnun að í fjárlögum árs- ins í ár hefði komið fram að fjár- veiting til stofnunarinnar hefði verið vanáætluð 1988. Enda hefði 18 miljóna leiðrétting komið 1988 og fjárveiting þess árs því hækkað í 83 miljónir króna. Sért- ekjur hefðu verið 101,3 miljónir og heildartekjur því 184,3 milj- ónir. Rekstargjöld voru 186,6 miljónir samkvæmt tilkynningu Iðntæknistofnunar, eða 2,3 milj- ónir umfram tekjur. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að heildargjöld til stofnun- arinnar hafi verið 85,3 miljónir umfram fjárlög eða 31%. Þetta segir Iðntæknistofnun að sé rangt. Hið rétta sé að um áramót 1988-1989 hefði skuld stofnunar- innar við ríkissjóð numið 7,7 miljónum króna, eða 9,25% af fjárveitingu. Þessi skuld hafi þeg- ar verið gerð upp. -hmp SJAVAR STUNDASKRÁ Sjávarstundaskrá Samvinnubankinn hefur látið gera stundaskrá fyrir skólanem- endur landsins og er hún hlaðin upplýsingum um nytjafiska ís- lendinga og fiskimiðin í kringum landið. Við ísland hafa aðeins fundist 207 fisktegundir af um 20 þúsund tegundum sem þekktar eru í heiminum og af þeim teljast aðeins um 30 til nytjafiska. Það er norski teiknarinn Roif Sörby sem hefur myndskreytt stundaskrána. Almanak Háskólans 1990 Út er komið Almanak Háskólans fyrir árið 1990. Þetta er 154. ár- gangur ritsins en það hefur komið út samfellt síðan árið 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur hefur reiknað alman- akið og búið það til prentunar. Ritið er 96 síður að stærð en auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik s.s. yfirlit um hnetti himingeims- ins, mælieiningar, skrá um veður- met og töflu sem sýnir sólarátt og sólarhæð á mismunandi tímum. Þá er þar að finna stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á íslandi og kort sem sýnir hvað klukkan er hvar sem er á jörð- inni, ásamt yfirliti sem lýsir þeim fjölbreyttu reglum sem gilda um sumartíma. Háskólinn annast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kem- ur út í 7500 eintökum en auk þess eru prentuð 2500 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sfnu almanaki með leyfi Háskólans. Hvöt mótmælir Félagsfundur í Hvöt, félagi Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, mótmælir þeim hugmyndum fé- lagsmálaráðherra að flytja dag- vistarheimili undir félagsmála- ráðuneytið. Verðlækkun á lambakjöti í gær gekk í gildi verðlækkun á lambakjöti frá haustinu 1988 en sú verðlækkun kemur í kjölfar á- kvörðunar ríkisstjórnarinnar um að veita fé til verðlækkunar á þessu kjöti. Verður verðlækkun- in í gildi út nóvembermánuð. Hér er um að ræða lækkun frá 5 til 16%. Hér er um að ræða kjöt í úrvalsflokkum og verður það ein- ins, raunverulegri og tilbúinni verði velt yfir á almennt launa- fólk. Fundurinn krefst þess að innan hverrar stofnunar verði greidd sömu laun fyrir sömu vinnu óháð stéttarfélagi," segir einnig í ályktuninni. 991000 Símaþjónusta Miðlunar og Pósts og síma gekkst fyrir samkeppni um nafn á sameiginlegan rekstur á upplýsingasímunum 991000-991005, en fram til þessa hefur þjónustan gengið undir nafninu 991000 eftir upp- kallsnúmerinu. Ýmsar tillögur bárust m.a. símvarp, gróa, alvitur, ari fróði og bella símamær. Einnig bárust tillögur um að þjónustan bæri áfram heitið 991000 og var ákveðið að taka þann kost og dregið úr tillögum þess efnis. Upp kom nafn Júlíusar Baldurssonar, Alftamýri 30 í Reykjavík og hlaut hann í verðlaun ferð fyrir tvo til Lundúna með gistingu á úrvalshóteli. Á myndinni sést Júlíus taka við vinningnum. göngu boðið í hálfum skrokkum og snyrt á sama hátt og í sumar en með nýrri niðurhlutun. í pokun- um verður súpukjöt, hálfur hryggur, grillrif og læri í heilu. Þá er einnig annað kjöt á boðstólum sem selt verður til verslana. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna þessa getur numið allt að 40,5 miljónum króna. Herlúðrasveit í Kringlunni Lúðrasveit konunglega breska landgönguliðsins undir stjórn Peter Rutterford liðsforingja mun leika í Kringlunni í dag frá kl. 17-18.15. Kaupmáttur verði tryggður Fundur BSRB félaga á ísafirði sem haldinn var á þriðjudag á- lyktaði einróma að kaupmáttur almenns launafólks yrði aukinn og tryggður. „Ekki verður lengur unað við, að kreppu þjóðfélags- Linda Pótursdóttir með Sony myndbandstæki. Flugleiðir fá viðurkenningu Sony fyrirtækið hefur veitt Flug- leiðum sérstaka viðurkenningu fyrir þjónustu um borð í flugvél- um félagsins á sérstakri sýningu sem æfluð er fyrirtækjum í frí- hafnarþjónustu, í Cannes í Frakklandi. Fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu fyrir sér- staklega vel heppnaða notkun á Sony GV 8 myndbandstækjum um borð í flugvélum á Norður- Atlantshafsleiðum. Þetta er í fyrsta skipti semj þessi viður- kenning er veitt. '2 SÍÐA - ÞJÓÐVJUINN Fimmtudagur 2. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.