Þjóðviljinn - 07.11.1989, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.11.1989, Qupperneq 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Af vinsældum ríkisstjóma ( einni af þessum skoðanakönnunum sem sífellt er verið að efna til, kom það fram að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar nyti lítilla vinsælda um þessar mundir. Rösk- lega fjórðungur þeirra sem spurðir voru reyndust fylgjandi stjórninni, um helmingur var andvígur henni og afgangurinn var hlutlaus. Það var einmitt þessi skoðanakönnun sem fékk Morgunblaðið til að lýsa því yfir, að margt væri líkt með ríkisstjórn íslands og stjórnum í kommúnistaríkjum, eins og rakið er í öðrum pistli hér í blaðinu í dag. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórna á íslandi virðast fylgja tiltölulega einföldu mynstri. Um það leyti sem þær eru myndaðar njóta þær góðs af gróinni trú manna á að nýir vendir sópi best - almenningur virðist tilbúinn til að taka fyrirheit og áform nýrrar stjórnar með velvild. Enda vill sá sami almenningur það helst, að allt það skásta gangi eftir: loforð ráðherranna eru hans óskhyggja. Svo siglir þjóðar- skútan af stað með nýja menn í brúnni og lendir í misjöfnu veðri eins og gengur. Og þá virðist vinsældalögmálið í fáum orðum sagt á þessa leið: Ef að sæmilega gengur, ef vel fiskast til dæmis og ef verðlag er c|Ott (en þetta tvennt ræður náttúrlega meir um velmegun á Islandi en tíu ríkisstjórnir) - ef sæmilega viðrar, þá hefur almenningur tilhneigingu til að vera jákvæður í garð ríkisstjórnar. Ef að hinsvegar þarf að sigla inn í samdráttarskeið og enginn ábyrgur aðili getur lofað fólkinu öllu fögru handan við næstu lægð, þá er stjórn- inni um kennt. Vinsældir hennar hrapa niður í fastan kjarna harðra stuðningsmanna þeirra flokka sem að henni standa. Nú má segja að þetta lögmál umgangist ekki stjórnmála- menn eftir verðleikum þeirra og má það vel til sanns vegar færa. En þeirra sök er þá sú, að þegar vel gengur þakka þeir sjálfum sér vitanlega aukna velmegun og fleira þesslegt: þetta er okkar skynsamlegu stjórn að þakka. Svo að það er vart við öðru að búast en þeir fái skell þegar óbyrlega blæs. Hvað sem því líður: Það má segja þeirri ríkisstjórn sem nú situr það til hróss, að hún hrekkur ekki upp með andfælum við skoðanakannanir eins og fyrr greinir og reynir að slá sér vinsældir út á einhverja ódýra bjartsýni. Talsmenn hennar neita því ekki að þótt vissum björgunaraðgerðum í atvinnulífi eigi að heita lokið, þá sé enn á brattann að sækja - mest vegna þess að við höfum gengið of nærri fiskistofnum okkar á liðnum árum. Með þessu móti sýnir íslensk ríkisstjórn að minnsta kosti mun meiri ábyrgðartilfinningu en þær stjórnir sem nú hafa setið í Bandaríkjunum í forsetatíð Reagans og Bush.Þessar stjórnir hafa haldið uppi töluverðum vinsæld- um með fimlega hönnuðum leikaraskap í fjölmiðlum, þar sem þess var vandlega gætt að sópa sem rækilegast undir teppi opinberrar bjartsýni og bandarískrar sjálfumgleði öllu því sem neikvætt var og erfitt. Auk þess sem sköpuð var fölsk kaupgeta hjá fólki (einkum því sem meðaltekjur hefur haft eða meir) með því að skera niður skatta hjá þeim sem betur eru settir og vísa feiknalegum halla á ríkissjóði og stórfelldri skuldasöfnun á komandi ár, á næstu kynslóðir. Nú síðast er stjórn Bush að reyna að sannfæra sitt fólk með bókhaldsbrellum um að fjárlagahallinn á næsta ári verði „aðeins“ 110 miljarðir dollara - en fréttaskýrendur, m.a. í Time, hafa það eftir fjárlaganefnd þingsins að hann verði í raun 206 miljarðir dollara. Hitt er svo óleystur vandi, hvernig breyta mætti siðum háttvirtra íslenskra kjósenda í þá veru, að þeir séu ekki í sinni afstöðu fyrst og fremst að bregðast við batnandi eða versnandi efnahagsástandi, heldur við þeim valkostum sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða reiða fram. Og það skal viðurkennt, að það er ekki auðvelt verk að fá þá til þess - allra síst í þeim fjölmiðlahasar sem í æ frekari mæli neglir athyglina niður við persónur stjórnmálamanna en síst við það sem þeir hafa fram að færa. íslenskir flóttamenn? Eitt af því sem Morgunblaðið hefur haft mjög á hornum sér í fjölmiðlum er svokölluð saman- burðarfræði. Þá er átt við það, að ekki megi bera saman vandamál sem upp koma í ríkjum þar sem kommúnistaflokkar hafa stjórn- að og þau sem við sjálfir og grannar okkar í landafræði og stjórnskipan eiga við að glíma. Þegar einhver slíkur samanburð- ur skýtur upp kolli, telur Morg- unblaðið þar fara selshaus laumukommúnismans, sem er að reyna að afsaka eða réttlæta ein- hverja óhæfu fyrir austan það fræga járntjald (sem nú er orðið eins og hver önnur gauðrifin sfld- arnót) með því að minna á eitthvað hliðstætt hér heima. Það var því spaugilegt nokkuð að Morgunblaðið féll sjálft í þessa samanburðargryfju á dög- unum. Blaðið birti leiðara um ný- lega skoðanakönnun sem sýndi mikinn stuðning við Sjálfstæðis- flokkinn og þar eftir rýrar vin- sældir stjórnar Steingríms Her- mannssonar. Leiðarinn klykkti út með þessum samanburðar- fræðum hén „Jafn óvinsælir stjórnarherrar og hér finnast nú aðeins í komm- únistaríkjum, þar sem ráðamenn keppast orðið við að skipta um nafn og númer í von um að það auki vinsældir þeirra meðal al- mennings. Þá er sláandi að álíka hátt hlutíáll íslenskra ríkisborg- ara hefurkosiðaðflytjaúrlandi það sem af er árinu og austur- þýskra sem hefur valið þann kost að lýsa andúð á stjórnarháttum kommúnista með því að greiða atkvæði með fótunum og flýja Iand. Er þó vissulega ólíku saman að jafna örbirgðinni í Austur- Þýsícalandi og óstjórninni hér.“ Að flýja til Svíþjóðar Þetta er fróðleg klausa. í fyrsta lagi greinir hún frá því, að svo rammri heift er Morgunblaðið slegið út í ríkisstjórnina að blaðið er reiðubúið til að brjóta eigin boðorð um óleyfilega „saman- burðarfræði". Að vísu er eins og leiðarahöfundur iðrist undir lok- in þegar hann fer að segja að „ólíku er saman að jafna“ - fer síðan að tala um „örbirgð“ í Asutur-Þýskalandi. Sem er reyndar hæpið - eitt er að þar í landi eru lífskjör eða neyslustig lægra en í Vestur-Þýskalandi - allt annað er örbirgð. eins og vik- ið verður að síðar. I annan stað getum við spunnið áfram saman- burðarfræðina í aðra átt: fáum dögum eftir að Morgunblaðið komst að þeirri niðurstöðu að hvergi væru stjórnarherrar jafn óvinsælir og hérlendir - nema þá í kommúnistaríkjum - komu þær fréttir að mikil pólitísk vinkona blaðsins, Margaret Thatcher, væri nú komin með álíka mikið fylgi í sínu landi og hin skelfilega ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar! En snúum okkur aftur að þeim samanburði sem Morgunblaðið gerði. Klippari hafði reyndar heyrt einn vinstrimann benda á þetta áður: það er sambærilegur fjöldi Austurþjóðverja sem fer vestur yfir og þeir íslendingar eru sem nú fara til Svíþjóðar. Hann bætti því svo við að reyndar hefðu menn áður farið til Norðurlanda í stórum stfl að leita sér kjarabóta - ein slík bylgja reis mjög hátt á viðreisnarárunum. Og hann bryddaði upp á spurningu sem sjaldan er á dagskrá: hver er flóttamaður? Eru allir þeir flótta- menn sem fyrst og síðast eru að leita sér að betri lífskjörum? Eða eru þeir einir flóttamenn sem verða að fara að heiman, annars eru þeir í háska staddir? Kjarabætur eða ótti Við erum í rauninni alltaf að blanda þessu tvennu saman í hug- anum. Enda kannski ekki nema von - því að skilin eru ekki alltaf greinileg - „gráa svæðið“ stórt. Austurþjóðverjar sem nú flytja vestur eru ekki pólitískir flótta- menn í þeim mæli sem þeir voru rithöfundar og menntamenn sem fyrir nokkrum árum voru hálf- partinn neyddir til að fara úr landi. Það fólk sem nú fer er sum- part langþreytt orðið á að bíða eftir nauðsynlegum pólitískum umbótum í landinu, sumpart ótt- ast það að þegar að uppgjöri kemur verði átökin harkaleg, jafnvel blóðug - og sumpart er um að ræða ungt fólk og menntað sem er fyrst og fremst að leita að betur launuðum störfum í Vestur-Þýskaiandi. Ef við köllum allt það fólk flóttamenn sem yfirgefur heimkynni sín og vill setjast að í öðrum löndum, þá hljótum við að viðurkenna fyrst af öllu, að flestir eru að leita sér betri kjara og atvinnu. Það á jafnt við um þær miljónir Mexíkana sem fara (flestir ólöglega) yfir landamæri Bandaríkjanna og þá „gistiverka- menn“ úr atvinnuleysishéruðum Suður-Evrópu, sem hafa ráðist í óvinsælli störf í Vestur- Þýskalandi, Frakklandi eða Belg- íu. En þótt margt sé sameiginlegt með öllu þessu fólki má samt segja að ólíkt hafist menn að. Sumir hverfa frá sæmilegum kjörum í von um betri: við höfum enga sérstaka samúð með þeim og veigrum okkur við að kalla þá flóttamenn. Aðrir eru að hverfa frá mikilli örbirgð og allsleysi, og við gerum ekki mikinn mun á þeim í huganum og þeim sem erur að flýja pólitískt ofbeldi, enda verður í reynd stutt á milli þess- ara hópa tveggja. Tyrkneska dæmið Tökum dæmi af Tyrkjum. Tyrkir eru í rauninni eitt stærsta flóttamannavandamálið sem við þekkjum og það sem stendur okkur einna næst. Tyrkir eiga að heita í Evrópu, Tyrkir eru sessu- nautar utanríkisráðherra okkar í Nató. Tyrkir sem hafa flúið land verða taldir í miljónum, og þeir hafa ekki síst lagt leið sína til Vestur-Þýskalands til að vinna ýmisleg „afgangsstörf" í velferð- arríki. Þeir eru af öllum tegund- um flóttamanna. Þar eru sæmi- lega menntaðir menn sem fara með þekkta fomúlu: „það er eng- in aðstaða eða möguleikar heima". Þareru alþýðumenn sem flýja örbirgð og allsleysi fátækra héraða. Og það eru líka sannkallaðir pólitískir flótta- menn sem eru að flýja ofsa og grimmd tyrkneskra yfirvalda - meðal þeirra eru ekki síst Kúrd- ar, sem fá ekki að heita því nafni í landinu heldur eru kallaðir Fjallatyrkir. Og það þarf enginn að efast um að grimmdin og háskinn eru raunveruleg. Amnesty var að senda frá sér skýrslu þar sem fundin voru 500 dæmi um pynt- ingar í tyrkneskum fangelsum nú á yfirstandandi ári einu saman - og hafði tugur manna látið lífið eftir pyntingar. Slíkar fregnir eru ekki áberandi í fjölmiðlum - hvort sem það stafar nú af tillits- semi við sessunauta í Nató eða af einhverju öðru, það er ekki gott að vita. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.)f Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1000 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.