Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Kaupum ekki subur-afrískar vörur Styðjum baráttu blökkumanna! Eftir Gylfa Pál Hersi Gúmmíkúlur, svipuhögg, Iög- regluhundar, byssukúlur, kylfur og táragas. Þetta eru vopnin sem lögreglan í Suður-Afríku notar til þess að berja á verkfalls- mönnum, skólabörnum, mót- mælendum og námsmönnum er tekið hafa þátt í óhlýðniherferð- inni gegn apartheid undanfarna fjóra mánuði. Friðsamlegum að- gerðum er mætt með ofbeldi. Stjórnvöld hafa neyðst til að gera ákveðnar tilslakanir en eiga nú orðið færri og færri möguleika á slíku. Óhlýðniherferðin er hófst í byrjun ágúst beinist gegn aðskiln- aði kynþátta m.a. á sjúkrahús- um, baðströndum, í strætisvögn- um og skólum. Hvatt var til þess strax í upphafi að læknar og ann- að heilsugæslufólk annaðist alla sjúklinga, óháð litarhætti. Svo fór að hundruð blökkumanna fengu umönnun í þessum spít- ölum. Þá var gerð atlaga að bað- ströndum við Höfðaborg, er ein- ungis voru ætlaðar hvítum. Hinn 19. ágúst lokaði lögreglan bað- strönd með gaddavír og flaug yfir á þyrlum með þeim afleiðingum að sandur þyrlaðist í augu bað- strandargesta. Lögreglu var sigað á mótmælendur og þeir barðir með svipum og bareflum. Þegar mótmælendur snéru aftur næsta dag skaut lögreglan á þá og not- aði táragas. Desmond Tutu, erk- ibiskupi varð að orði: „Það er með ólíkindum að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að nota vopn gegn fólki sem langar að fara í nestisferð.“ Á sama tíma söfnuðust skóla- börn saman til að mótmæla apart- heid í Höfðaborg. Þau voru barin með svipu og lögreglan skaut á þau gúmmíkúlum. Hinn 3. september röðuðu 10.000 mótmælendur sér eftir strandlengjunni við borgina Dur- ban, en ströndin er einungis ætl- uð hvítum. Alls voru 58 manns handteknir. Hinn 16. nóvember neyddust stjórnvöld til að gefa eftir og leyfa öllum að fara í strandferðir, óháð litarhætti. Svo var baráttu frels- issinna að þakka en ekki góðsemi de Klerk, forseta landsins eins og hefði mátt ætla af fjölmiðlum hérlendis. Annars staðar hafa blökku- menn notað strætisvagna, ein- ungis ætlaða hvítum, farið í nest- isferðir í garða, einungis ætlaða hvítum og sungið frelsissöngva sem eru bannaðir, í lestum, þar sem aðskilnaður er við lýði. Foreldrar svartra bama skipu- lögðu átak undir yfirskriftinni: „Allir skólar fyrir öll börn.“ Það á m.a. annars að beina sjónum að því að ríkisreknum skólum á að loka, í stað þess að opna þá fyrir allt námsfólk. Mikið öngþveiti ríkir í skólum blökkumanna þannig að á síðasta ári varð að vísa 3.000 börnum í Soweto frá námi vegna skorts á plássi. í kosningunum í Suður- Afríku, 6. september síðastliðinn kusu 6% íbúanna sér forseta. Meirihlutinn notaði daginn til mótmæla og verkfalla. Um 3 milljónir verkafólks mættu ekki til vinnu. Þennan dag fóru fram stærstu fjöldaaðgerðirnar í sögu Suður-Afríku. Yfirstandandi uppreisn á sér enga hliðstæðu í sögu frelsisbar- áttunnar í Suður-Afríku og er henni hvergi nærri lokið. Minni- hlutastjórnin hefur neyðst til að leyfa sífellt fleiri mótmæli og kröfugöngur. Uppgangstímamir í frelsisbaráttunni er hófust fyrir 13 ámm, tóku á sig nýja mynd eftir að hilla tók undir sjálfstæði Namibíu. En það gerðist eftir að Suður-Afríka beið hemaðaró- sigur fyrir sameinuðum sveitum Angólu, skæruliða SWAPO og kúbönsku alþjóðasinnanna við smábæinn Cuito Cuanavale í syðrihluta Angólu í ársbyrjun 1988. Allar götur frá því er Albert Lutuli, þáverandi forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) hlaut frið- arverðlaun Nóbels árið 1960, hafa frelsissamtökin í Suður- Afríku hvatt til alþjóðlegs við- skiptabanns á landið og gegn ap- artheid. Undir þessa kröfu hafa nágrannaríki Suður-Afríku tekið, þótt flest þeirra eigi óhægt um vik þar sem efnahagur þeirra grundvallast á viðskiptum við Suður-Afríku, en það er arfleifð frá nýlendutímanum. Apartheid-andstæðingar í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu hafa einbeitt sér að því að sett verði viðskiptabann á Suður- Afríku og allar fjárfestingar Framhald á bls. 6 „Nœstkomandiföstudag, 8. desember klukkan 16:00 boða Suður- Afríkusamtökin gegn apartheid til mótmœla gegn innflutningi á suður- afrískum vörumfyrir utan Hagkaup við Laugaveg“ Valur Arnþórsson bankastjóri og fyrrverandi stjórnarformaður Laxárvirkjunar flutti miðstjórn Framsóknarflokksins merkilegan boðskap á dögunum. Hann segir nokkurn veginn þetta: Öllum sem vilja vita á að vera ljóst að Akureyringar samþykktu sam- einingu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar gegn því að næsta stóriðjuver yrði reist í Eyjafirði. Nú vill svo til að á þeim tíma sem hér um ræðir (1978-1982) átti ég sæti í bæjarstjóm Akureyrar fyrir Alþýðubandalagið ásamt Soffíu Guðmundsdóttur. Við störfuðum í meirihluta með fram- sókn, krötum og samtökum frjálslyndra og vinstri manna. í meirihlutanum voru 8 af 11 bæjarfulltrúum, íhaldið var í minnihluta með 3 fulltrúa. Það fer því ekki á milli mála að vinstri meirihlutinn bar sameiginlega ábyrgð á þeirri raforkumála- stefnu bæjarstjórnar sem fólst í sammna Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar, og tók endan- lega gildi 1. júlí 1983. Ég tel af þessum ástæðum óhjákvæmilegt að koma á fram- færi mótmælum mínum við þeim skilningi bankastjórans að við norðanmenn höfum verið að selja Laxárvirkjun fyrir stóriðju- ver. Sé það hins vegar svo að samningamennirnir, með Val Amþórsson í fylkingarbrjósti, hafi sóst eftir (og talið sig hafa fengið), loforði um að næsta stór- iðjuver yrði í Eyjafirði þá þögðu þeir yfir slíkum „samningi" þegar um málið var fjallað fyrir norðan. Hafi afstaða samningamann- anna verið sú, sem Valur eignar norðanmönnum almennt, hafa þeir verið að selja stórgróðafyrir- tækið Laxárvirkjun fyrir heldur ómerkilegan vonarpening; loforð af hendi viðsemjenda, Reykja- víkurborgar og ríkisins, um að setja niður fyrirtæki fyrir norðan sem viðsemjendurnir höfðu enga vissu fyrir að standa myndi til boða, þaðan af síður að þeir hefðu nokkra möguleika á að halda slíkt loforð. Ég á erfitt með að ímynda mér hallærislegri viðskipti en þessi. Um hvað var samið? Helgi Guðmundsson skrifar Laxárvirkjun, þó lítil væri saman- borið við Landsvirkjun, malaði gull á þessum tíma. Árið 1982, síðasta heila árið sem fyrirtækið starfaði sjálfstætt, var hagnaður af rekstrinum langleiðina í 200 milljónir (verðlag í desember 1989). Næstu ár stefndi í enn betri afkomu og kæmi mér ekki á óvart sem fært hefði orðið og notað hagnaðinn heima fyrir. Hversvegna vorufyrir- tækin þá sameinuö? Ég skal játa að á lokastigi voru farnar að renna á mig tvær grímur aðlögunartíma sem liðinn er. Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur versnað vegna mikillar hækkunar á dollaralánum, geng- isbreytinga og vegna mjög mikil- lar hækkunar af vöxtum af dollar- alánum, auk þess sem orkuverð til stóriðju er allt of lágt. Einnig hefur staða Landsvirkjunar „Ég tel afþessum orsökum óhjákvæmilegtað koma áframfæri mótmœlum mínum við þeim skilningi bankastjórans að við norðanmenn höfum verið að selja Laxárvirkjunfyrir stóriðjuver. “ þó að fyrirtækið hefði grætt eins og eitt skuttogaraverð á ári. Hagnaðurinn 1982 svaraði til nál. fimmtungs af öllum tekjum bæ- jarsjóðs Akureyrar s.á., en Ak- ureyrarbær átti 65% í Laxárvir- kjun. Ef Norðlendingar hefðu ætlað sér að nota Laxárvirkjun í því skyni eingöngu að skjóta sterkari stoðum undir atvinnulíf svæðisins hefðu þeir áreiðanlega fundið aðra og fljótvirkari leið til þess en að láta fyrirtækið renna inn í Landsvirkjun. Hina góðu af- komu hefði mátt nota til að lækka orkuverð til fyrirtækja, eða þá að stofna til fjárfestinga á svæðinu sem skiluðu beinharðari pening- um en loðin loforð um stóriðju. Þeir hefðu væntanlega reynt að þumbast við, skotið samruna fyrirtækjanna á svo langan frest um ágæti sameiningarinnar. Hagnaðurinn freistaði. Þrátt fyrir þetta ákváðum við í Alþýðu- bandalaginu að standa að sam- einingunni, þar sem við töldum það þjóna langtímahagsmunum. Okkur var ljóst að gróði Laxár- virkjunar var m.a. til kominn vegna samninganna um orkuverð tilISAL og vorum í aðalatriðum sammála Val Amþórssyni er hann sagði í viðtali við blaðið Dag á Akureyri, 11. júlí 1983: „Það kann vel að vera, að í þessu máli togist á skammtíma- sjónarmið og langtímasjónar- mið. Þegar þessir samningar voru undirritaðir og stefnan mörkuð með hinu upphaflega samkomu- lagi, þá horfði þetta mál allt öðm vísi við. Þá stóðu Laxárvirkjun og Landsvirkjun nokkuð jaftifætis hvað varðar lausafjárstöðu. Hins vegar hefur staðan breyst á þeim versnað vegna þess að hún hefur lent í slæmum vatnsárum, nú á síðustu árum, sem hafa verið þurr og köld. Einnig hefur Landsvir- kjun iiðið fyrir hallarekstur um langt árabil. Þá hlóðst upp skuld- ahali sem nú verður að taka inn í orkuverðið. Þetta hefur orðið til þess að Landsvirkjun hefur þurft að hækka taxta sinn verulega mikið. Laxárvirkjun hefur fylgt á eftir án þess að hafa sömu þörfina. Af þeim sökum hefur Laxárvirkjun safnast nokkurt fé. Þeir fjár- munir em þó ekki miklir miðað við þær miklu eignir sem Lands- virkjun hefur í rekstri sínum.“ Orkumál em þess háttar að menn mega ekki láta stjórnast af skammtímahagsmunum eða sérgæsku sjónarmiðum. Hvort við sem studdum sameiningu orkufyrirtækjanna höfðum rétt fyrir okkur eða ekki verður tím- inn að leiða í ljós. Nokkurorð umstoriöju og politík Til að árétta frekar þá skoðun mína að þau sjónarmið sem Val- ur Arnþórsson hefur sett fram voru alls ekki skoðanir norðan- manna í heild er rétt að minna á að stóriðja í Eyjafirði var á þeim árum í hæsta máta umdeild, og ég geri raunar ráð fyrir að svo sé enn. f Alþýðubandalaginu vom skoðanir einnig skiptar. Ýmsir félagar voru í grundvallaratriðum andvígir stóriðju, einkum álveri, í Eyjafirði. Aðrir, og ég var í þeim hópi, sögðu sem svo: Við erum andvíg stóriðjunni vegna þess að við teljum þá kosti sem standa til boða ekki uppfylla þau skilyrði sem við teljum nauðsyn- legt að setja fyrir slíkum atvinnu- rekstri. Aftur á móti leggjumst við ekki gegn því að kannað verði hvort hægt sé að uppfylla þau, þ.e. að stóriðjufyrirtæki lúti ís- lensku forræði og dómstólum, orkuverðið sé viðunandi og síðast en ekki síst að vissa fáist fýrir því starfsemi þess valdi ekki mengun í firðinum. Þetta þýddi að við létum ekki af andstöðu okkar við stóriðjuna nema við væmm sannfærð um að skilyrðin yrðu uppfyllt. Helgi M. Bergs fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og núver- andi forstjóri Kaffibrennslu Ak- ureyrar hefur tekið undir sjón- armið Vals. Ef þeir félagar halda okkur, andstæðinga stóriðjunnar sem studdum sameiningu fyrir- tækjanna, slíka pólitíska óvita að við höfum samþykkt sameining- una út á blankan stóriðjuvíxil, þá eru þessir fyrrum samstarfsmenn mínir og góðu kunningjar glám- skyggnari en réttlætanlegt getur talist af mönnum sem tekið hafa að sér að sýsla með víxla þjóðar- innar eða að mala ofan f hana kaffi. hágé Helgi Guðmundsson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri. Fimmtudagur 7. desember 1989 jÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.