Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 11
MENNING Liljublátt rökkrið sem ég anda aö mér Magnús Gezzon skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stundir úr lífi stafrófsins, ljóð AB 1989. Þetta er þriðja bók skáldsins og óneitanlega sú vandaðasta og forvitnilegasta að mínu áliti. Ljóðin eru flest stutt og hnitmið- uð, laus við allt óþarfa orðagjálf- ur. Eftir stendur kjarninn tær og skínandi, fólginn í því sem ekki er sagt. Fyrsta ljóðið er gott dæmi um þetta: Þagnir Þögnin greinir frá óþœgindum sem felast í ósögðum orðutn eins vilja orð skýra frá kostum þagnarinnar. Kaflar bókarinnar eru þrír, sá fyrsti, Athugasemdir, segir helst frá nótt, myrkri og vondum veðr- um: Rím Nóttin og óttinn eiga samleið smjúga smurningu hurða rýma saman hús. í þessu ljóði leikur skáldið sér að rími, nóttin - óttinn, og rímar þessi orð við húsin, sem öll eiga það sameiginlegt að fyllast af draugalegu marri á næturnar. Einnig nefni ég þetta brot úr ljóð- inu Langar nætur: „Eflist að vetri/ og óttast ekki meir þær ljósu nætur/ sem fylla brjóst mitt óvæntu lífi.“ Ljóðmælandinn fagnar vetrinum þar sem „Svip- miklir djöflar nætur/ leika á svæfli mínum.“ Annar kafli Staður og stund einkennist af því að ort er um einstaka mánuði, staði, nafn- greint fólk og hversdagsleg atriði, t.d. dauða flugu í snjöllu kvæði sem nefnist Vökuljóð. Kvæðið f Þingholtunum er laglegt tilbrigði við þá þjóðtrú að eilífðarverur hafi ekki skugga og bendir höf- undur á að við nútímamenn gæt- um hæglega verið framliðið fólk á sveimi. Þetta líkist því sem Willi- am Burroughs sagði eitt sinn þeg- ar hann var spurður að því hvort hann tryði á líf eftir dauðann: Veistu nokkuð nema þú sért dauður og lifir framhaldslífinu núna? / Þingholtunum Svo háttar til í mínum húsum að engum skuggum stafar af Ijósum einsog þau berist hvaðanœva Óneitanlega finnst aðkomufólki þetta undarlegt og staldrar stutt við. Þriðji og síðasti kaflinn nefnist Áköll. Þar skiptir um takt; ein- semd, þunglyndi og vetur eru að baki en ást, konur og unaður kynlífsins koma til skjalanna, þótt þeir þættir eigi sínar dökku hliðar eins og fram kemur í kvæð- unum Seinna, Hljóð, Orðsend- ing, Komstu, sem lýsir efanum í ástarlífinu, og Slit, en þar segir: „Okkur hefur lærst að meiða hvort annað með andvörpum/ í stað orða.“ Á síðu 56 breytist tónninn og hefst á þessari draumsæju stemmningu: Dalalœða A mjúkum iljum ferðu yfir þögla mýri slœðurnar á öxlum þér eru tunglbjartar í lygnum vötnum hefurðu þvegið háls og bringu heilsað nykri álfurinn minn. Núna tekur unaðurinn völdin og nálægð líkama sem ljóðmæl- andinn ann, en reynir að forðast: Dans Haltu fast um tnjöðtn mína og hönd úr lófunum streymir von sem ég vil ekki skilja. Auk þess vil ég nefna ljóðin Ást, Kynni, Meðan þú sefur og Rúm við glugga. Hér er á ferðinni bók sem er höfundinum til sóma og sýnir hverju þögn og öguð vinnubrögð fá áorkað. Útlit og frágangur eru til mik- illar prýði. Verðlaunabók eftir Bjarne Reuter Iðunn hefur gefið út Kúbansk- an kapal, spennandi skáldsögu eftir Bjarne Reuter, einn þekkt- asta og virtasta rithöfund Dana. Bjarne Reuter hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast dönsku bók- menntaverðlaunin Gullna lárvið- arsveiginn, sem féll honum í skaut eftir útkomu þessarar bókar fyrr á árinu. Kúbanskur kapall vakti þegar í stað mikla athygli og varð ein söluhæsta bók ársins í Danmörku. Þetta er æsileg saga um afbrot og svikræði, þar sem ekki er allt sem sýnist. Útanríkisráðherrann finnst myrtur og allir forkólfar lögreglu og leyniþjónustu hefja rannsókn á málinu. Á sama tíma eru Johan Klinger og Otto félagi hans að vinna að rannsókn á morði gleðikonu sem fundist hef- ur illa útleikin í höfninni. Getur það verið að einhver tengsl séu á J milli þessara mála? Sverrir Hólmarsson þýddi bók- ina. Stalínskáldsaga Rybakovs Út er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Börn Arbats eftir sovéska rithöfundinn Anatoli Rybakov, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þessi bók hefur vakið mikla athygli á Vestur- löndum að undanförnu og hefur í hugum manna orðið að eins kon- ar tákni Glasnost-stefnunnar, enda eru í henni gerðar upp sak- irnar við ógnir Stalínstímans. Sagan gerist í Arbathverfinu í Moskvu og fjallar um Sasha Pan- kratov og vini hans. f upphafi sögunnar eru þeir um tvítugt, lífsglaðir, ástfangnir og trúaðir á sósíalismann. En skjótt skipast veður í lofti, Sasha er handtekinn og sendur í fangavist til Síberíu. A meðan herðir Stalín tökin í Moskvu og hugsjónamennirnir ungu bregðast við, hver með sín- um hætti. Anatoli Rybakov fæddist árið 1911, er verkfræðingur að mennt, barðist í seinni heimsstyrjöldinni, var handtekinn og sendur til Sí- beríu. Hann mátti bíða þess í tut- tugu ár að Börn Arbats fengjust útgefin. Bókin er 543 bls., prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Hallgrímur Helgason gerði kápu. Shirley McLaine leitar inn á við Bókaforlagið Birtingur hefur nú sent frá sér nýja bók eftir leikkonuna og metsöluhöfundinn Shirley Mclaine. Bókin heitir Leitin inn á við en íslensk þýðing hennar er eftir Önnu Maríu Hilmarsdóttur. í bókarkynningu segir m.a.: I metsölubókum sínum Á ystu nöf og Dansað í Ijósinu lýsir Shirl- ey MacLaine sínu eigin andlegu ferðalagi og deilir með lesandan- um þeim stígum er hún hefur fet- að í leit sinni að innra friði og skilningi. í Leitin inn á við hefur hún sett saman hagnýta bók er leiðbeinir lesandanum um þær aðferðir sem nota má í krafti and- legrar tækni til þess að auka á heilbrigði, hamingju og meðvit- und um heiminn umhverfis okk- ur, jafnt sem hið innra með okkur sjálfum. Leitin inn á við byggir á röð námskeiða sem höfundurinn hélt um gjörvöll Bandaríkin. Shirley MacLaine skýrir fyrir lesandan- um hugmyndir um svokallaða al- heimsorku sem er aflvaki okkar allra. Hún kennir, að með því að stilla orkustöðvar okkar megi minnka streitu, losna við ótta og draga fram bestu kosti okkar. Dulræn reynsla kvenna Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur sent frá sér bókina Dulræn reynsla, Frásagnir af dul- skynjunum sjö íslenskra kvenna eftir Guðnýju Þ. Magnúsdóttur. Hér segja sjö íslenskar konur frá reynslu sinni í þessum efnum. Hvað ber að gera, ef við finnum fyrir auknum dulrænum skynjun- um? Hvers vegna verða sumir miðlar en aðrir ekki? Hvernig líð- ur þeim, sem sjá fyrir óhugnan- lega atburði, eins og slys, áður en atburðirnir gerast? Höfum við lifað áður og þá ef til vill oft? Hvert förum við á milli jarð- vistarskeiða? Hvar er heimurinn „fyrir handan” og hvernig er þessi heimur? Geta heimarnir verið margir? Er rétt að við get- um orðið jafnt fyrir áhrifum illra afla sem góðra? Hvað er hægt að gera til að verjast hinum illu öflum? Eru draumar ferðalög á önnur tilverustig? Um framan- greind atriði og ýmislegt fleira er fjallað í þessari bók. Dulræn reynsla er 192 bls. með myndum. I DAG þlÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Framlög ríkisins til atvinnumála, sam- gangnaog landhelgisgæslu lækka minnst um 1.172.600 krónur. Ný út- gjöld vegna gengisbreytinga og nýrra embætta 500-600 þúsund krónur. Þetta eru svör hinna „virðingarverðu" við kröfum þjóðarinnar um aukna at- vinnu og sparnað á opinberum emb- ættumog bitlingum. 7. desember fimmtudagur 341. dagur ársins, Ambrósíusmessa. Sólin kem- uruppíReykjavíkklukkan 11.01 og sestklukkan 15.35. Viðburðir. Jón Sigurðsson forseti lést þennan dag árið 1879 eða fyrir 110 árum. ÞjóðhátíðardagurFílabeinsstrandar- innar. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 1 .-7. des. er i Apóteki Austurbaejarog BreiðholtsApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekiö er t opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær 5 1 1 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og tyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeiid Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 DAGBÓK daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl.8-17.Síminner 688620. ’ Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • sími21500, símsvari Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaath varf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús'' fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 6. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............. 62.78000 Sterlingspund................ 98.70600 Kanadadollar................. 53.99700 Dönskkróna.................... 9.10510 Norsk króna................... 9.23640 Sænskkróna.................... 9.86490 Finnsktmark.................. 15.01020 Franskurfranki............... 10.34860 Belgískur franki............ 1.68230 Svissneskurfranki............ 39.44710 Hollensktgyllini............. 31.32190 Vesturþýsktmark.............. 35.32920 Itölsk líra................... 0.04798 Austurrískursch............... 5.01740 Portúg. Escudo................ 0.40570 Spánskurpeseti................ 0.54730 Japansktyen................... 0.43678 Irsktpund.................... 93.18100 KROSSGÁTA Lárétt: 1 fornsaga4 kimi6léleg7hama- gangur 9 hljóðar 12 fur- ða14kjaftur15málmur 16 hlýða 18 prik 20 kvæði21 heiti Lóðrétt: 2 gegnsæ 3 lengd 4 bjartur 5 klampi 7batna8málið10fál- maði 11 skakkri 13at- orku17vafa18eyktar- mark Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 labb 4 fold 6 rýr7ergi9ásar12 æskan14lát15úði16 nótan 18sáir20maul 21 ritir Lóðrétt: 2 aur 3 bris 4 fráa5lóa7eflast8 gætnir10snúnar11 reisla13kot17óri18 ami Fimmtudagur 7. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.