Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1989, Blaðsíða 12
Stella Ólafsdóttir, matráöskona Ja, ég hef bara ekki myndað mér skoðun á því. Ég hef ekki hugsað út í það. Gréta Konráðsdóttir, nemi Já, mér finnst það. Ég mundi halda að það gæti gengið betur að halda uppi löggæslu í borginni en auðvitað væri hætta á ósam- ræmi í löggæslu í landinu. hspurningin. Telur þú að Reykjavíkur- borgætti aðyfirtaka löggæsluíborginniog sjá um á eigin spýtur? Hörður Þormóðsson, sölumaður Mér er alveg sama hver sér um löggæsluna, svo iengi sem hún er í lagi og það er passað upp á fólkið. En það er enginn vafi á að löggæslan er ekki í lagi í dag. Kristinn Jónsson, slökkviliðsmaður Ja, borgin var með löggæsluna fyrir nokkrum árum síðan og það væri örugglega ekkert verra. Það gæti verið betra þótt ég geti ekki gert mér fullkomna grein fyrir því. Guðmundur Guðmunds- son, bankamaður Já, mér finnst það alveg rétt. Ef ríkið getur ekki sinnt þessu sómasamlega þá verðum við að gera það. Hvort upp kæmi ósam- ræmi í löggæslu í landinu hef ég ekki hugsaö út í. þlÓÐVILIINN _________ Fimmtudagur 7. desember 1989 210. tólublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Skeifur Hestar meö höggdeyfa Slitsóli semframleiddur er úr seigu efni dempar höggslátt hófsins allt upp í80% þegar hann skellur íjarðveginn. Fyrsta skeifan eða hófhlífin er talin vera upprunnin í Grikklandi um 740fyrir byrjun tímatals okkar í gær hófst námskeið fyrír járnamenn hjá fyrirtæki einu í Kópavogi að Vesturvör 22 þar í bæ um notkun Sleipnis Sports skeifukerfisins sem samanstend- ur af grunnskeifu með skiptan- legum slitsóla. Grunnskeifan er járnuð á hófinn á sama hátt og vepjuleg járnskeifa. Síðan er sá slitsóli sem valinn er festur inn í skeifuna á einfaldan og auðveldan máta. Slitsólinn er framleiddur úr seigu efni sem dempar höggslátt hófsins allt upp í 80% þegar hann skellur í jarðveginn. Þar af leiðandi dregur úr höggkraftin- um sem annars mundi leiða upp eftir fótum hestsins. Á sama hátt helst eðlileg hreyfing hestsins óbreytt. Hann hefur mjúkar hreyfingar og dregið er úr á- reynslu á fæturna sem kemur í veg fyrir meiðsli á liðum, sinum og vöðvum. Slitsólarnir eru fram- leiddir með mismunandi grip- mynstri og getur knapinn fljótt og auðveldlega skipt um sóla til þess að mynstrið hæfi jarðveginum, mjúkum, hörðum, hálum og svo framvegis. Allt þetta er talið auka traust hestsins og eykur íþróttamöguleika viðkomandi hests. Þegar bornar eru saman að- stæður villtra hesta sem eru frjálsir úti í náttúrunni og hesta sem notaðir eru til íþróttaiðkana sést að það er ekki bara aukið álag á hreyfikerfið heldur líka aukið slit á hófunum sem gerir aðstæður þeirra frábrugðnar. Náttúrlegur vöxtur villtra hesta heldur í við slit hófsins. Þegar maðurinn byrjaði að nota hestinn slitnaði horn hófsins óeðlilega mikið. Náttúrlegur vaxtarliraði hófsins var ekki nægur. Þetta olii því að fætur hestsins urðu aumir og hófurinn varð næmur fyrir bólgu og ígerðum. Breytingar á lifnaðarháttum og vinnuaðstæð- um hestsins gerðu því skeifuna nauðsynlega. Fyrsta skeifan eða hófhlífin er talin upprunnin í Grikklandi um 740 árum fyrir tímatal okkar. Samskonar hlíf hefur einnig fundist í rómverskum rústum frá sama tímaskeiði. Hófhlífinni er best lýst sem ákveðinni tegund sandala sem bundinn er með leð- urólum við hófinn. Það var svo ekki fyrr en 1400 árum síðar eða í kringum árið 700 eftir byrjun tímatals okkar að fyrsta nothæfa hestaskeifan sem negld er við hófinn uppgötvast hjá Keltum í Frakklandi. Þessi skeifutegund hefur verið nefnd keltneska skeifan og er sú járnskeifa sem þekkt er í dag og sem er í öllum aðaldráttum nákvæmlega eins og þessi 1300 ára gamla skeifa. Að Grunnskeifan í Sleipnir Sport skeifukerfinu slitnar ekki á sama hátt og venjuleg járnskeifa segja þeir brosmildu félagarnir í Kópavoginum. Þeir eru f.v. Hilmar Þórarinsson, Ágúst Eyjólfsson og Michael Junker frá Danmörku. Mynd: Kristinn. vísu hafa framleiðsluaðferðirnar þróast í aldanna rás og á sama tíma er vitað miklu meira hvemig lögun skeifunnar styrkir fætur hestanna og stig þeirra. Á sama hátt hefur vinna jám- ingarmannsins að sjálfsögðu einn- ig breyst í gegnum árin. í flest- um tilvikuin ferðast hann eða járnsmiðurinn í dag á milli hest- húsa og reiðskóla þar sem hann járnar á staðnum með verksmiðj- uframleiddum skeifum. Við nú - tíma iðnaðarframleiðslu á skeifum verður að reikna með þeirri staðreynd að skeifan þarf að þola að mæta samtímis þeirri þörf að hún sitji rétt á hófnum þannig að framhluti hennar fylgi hóflöguninni. Alveg eins og Skeifur og fleiri skeifur. Mynd Kristinn. breyttir lifnaðarhættir hestsins kölluðu fram þörfina á skeifu fyrir mörg hundruð árum, þá kallar áreynsla og álag á íþrótt- ahestinn í dag fram þörfina á skeifu sem ekki aðeins verndar hófinn heldur og líka einnig hreyfikerfi hestsins. Hesturinn er í dag fyrst og fremst notaður til íþróttaiðkana hvort heldur þær eru iðkandan- um einum til yndisauka eða með keppni að markmiði. Áður fyrr spannaði notkunarsvið hestsins frá hernaði til flutninga og land- búnaðarstarfa. Kröfurnar sem gerðar voru til hestsins á þeim tíma voru aðrar en þær sem gerð- ar eru til hans í dag. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.