Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Yfirlýsine Mladenovs Frjálsar kosningar og afnám valdaeinokunar Petar Mladenov, hinn nýi leið- togi búlgarska kommúnista- flokksins, hét því í gær að frjálsar kosningar skyldu fara fram þar- lendis fyrir lok maímánaðar n.k. og lýsti því jafnframt yfir að stjórnarskrárákvæðið um for- A ustur-Þýskaland Leipzigbúar krefjast sameiningar Um 150.000 manns voru síð- degis í gær samankomnir í mið- borg Leipzig og lá meiri æsingur í loftinu en hingað til hefur verið á útifundum þar. Kröfðust sumir endursameiningar Þýskalands en samtök, sem undanfarnar vikur hafa staðið fyrir kröfum um um- bætur og lýðræði, létu í ljós áhyggjur af rísandi þjóðernis- öldu. Andófssamtökin, sem nú eru farin að búa sig undir frjálsar kosningar í maí n.k., kvíða því að þjóðernissinnar kunni að vaxa þeim yfir höfuð. Liðsmenn sam- takanna og kirkjunnar menn hvöttu fólkið með ávörpum og dreifimiðum að gæta stillingar. Gregor Gysi, sem kjörinn var formaður kommúnistaflokksins á sunnudag, hefur varað fólk við því að hvetja til endursameining- ar. Dagblað í Leipzig birti í gær niðurstöður skoðanakönnunar, sem benda til þess að þrír af hverjum fjórum borgarbúum séu hlynntir sameiningu en fjórðung- ur sé á móti. Reuter/-dþ. ustuhlutverk flokksins í stjórn- málum yrði fellt niður. Tilkynnti Mladenov þetta á fundi miðnefn- dar flokksins, sem hefur það hlut- verk að marka stefnu hans. Talsmaður kommúnistaflokks- ins sagði fréttamönnum að flokk- urinn myndi leggja fyrir þingið frumvarp um að stjórnarskrár- greinin um forustuhlutverk flokksins í stjórnmálum yrði úr gildi numin og gengið frá nýrri stjórnarskrá fyrir lok næsta árs. Hjá Mladenov kom einnig fram að til stæði að halda sérstakt þing með óbreyttum flokksmönnum í mars n.k. og er búist við að þá verði kosin ný og frjálslyndari miðnefnd. í gær komu saman um 12.000 manns með kertaljós í höndum við flokkshús kommúnista í Sofíu og vildu með því minna á kröfur um umbætur. Það er ekki mikið á austurþýskan eða tékkóslóvak- ískan mælikvarða en þó fjöl- mennasti fundur stjórnarand- stæðinga í Búlgaríu til þessa. Tal- ið er að smátt og smátt fjölmenn- ari kröfufundir hafi leitt til þess að Mladenov og hans menn, með augað á atburðum undanfarið í Austur-Þýskalandi og Tékkósló- vakíu, séu nú staðráðnir í að koma á samskonar breytingum og þegar hafa verið ákveðnar í löndum þessum tveimur. Reuter/-dþ. Fjórveldafundur um Berlín Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Sovét- ríkjanna, sem skiptu Þýskalandi milli sín í hernámssvæði í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, héldu með sér fund í gær um framtíð Berlínar þar í borg. Af vesturveldanna hálfu mættu á fundinn.ambassadorar þeirra í Bonn og fulltrúi Sovétríkjanna var ambassador þeirra í Austur- Berlín. Þetta er sá fyrsti af þess- konar fundum fjórveldanna í 18 ár, eða síðan samningur um rétt- indi þeirra og skyldur í Berlín var gerður 1971. Tillögur vesturveld- anna um að gera Berlín að al- þjóðlegri miðstöð fyrir sam- göngur í lofti og á landi voru lagðar fram á fundinum og tók fulltrúi Sovétríkjanna vel í þær. Líklegt er að fleiri fundir verði haldnir í framhaldi af þessum. Aquino fer fram á aukin völd Corazon Aquino Filippseyja- forseti hefur mælst til þess af þinginu að það veiti henni stór- aukin völd til að koma á reglu eftir hermannauppreisnina, sem nú hefur verið bæld niður, og rétta við efnahag landsins, sem er harla bágur. Sjálf segist hún ekki fara fram á herlög, en stjórnarandstæðingar segja að hún sé í þann veginn að verða eins ráðrík og Marcos fyrir- rennari hennar var. Aquino og stuðningsmenn hennar segja áhrifaaðila í stjórn- og efna- hagsmálum hafa staðið á bakvið uppreisnina. í henni voru drepnir að sögn forsetans 119 manneskj- ur, 48 stjórnarhermenn, 25 upp- reisnarmenn og 46 óbreyttir borgarar. Hörð keppni hjá Collor og Lula Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana er lítill munur á fylgi frambjóðenda þeirra tveggja, sem kosið verður á milli í síðari umferð brasilísku forsetakosn- Vinningstölur laugardaginn 9. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 L 1 2.438.224 2. 5 84.769 3. 4af 5 124 5.896 4. 3af 5 4.069 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.298.084 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 inganna, er fram fer eftir tæpa viku. Femando Collor de Mello, sem er hægrisinnaður, er nú spáð 47 af hundraði atkvæða og fram- bjóðanda vinstrimanna, Luiz In- acio Lula da Silva, 44 af hundr- aði. Fréttaskýrendur segja að Lula sé í sókn. Fjölf lokkakerfi í Suður-Jemen Valdhafar í Suður-Jemen, sem til þessa hefur verið einsflokks- ríki, gáfu í gær til kynna þann ásetning sinn að leyfa fjölflokka- kerfi þarlendis. Suður-Jemen varð sjálfstætt ríki fyrir 22 árum, en þar áður voru héruð þau er því tilheyra bresk yfirráðasvæði. Kosnlngasigur sjálfstæðissinna Fyrstu tölur frá byggðastjórna- kosningunum í Eistlandi og Lett- landi, sem fóru fram á sunnudag, benda til þess að róttæk samtök sem vilja lönd þessi sjálfstæð hafi unnið mikinn sigur. Ekki er þó allt ljóst um þetta, því að margir flokksmenn í kommúnista- flokknum eru í framboði fyrir samtök þessi og flokkurinn bauð ekki fram sem slíkur. Vegna flók- ins kjörfyrirkomulags verða endanleg úrslit í kosningunum ekki kunn fyrr en eftir nokkra daga. Tékkóslóvakía Verður Havel Adamec og Dubcek koma til greina. Fyrr- verandi útvarpsfrétta- maður og kyndari utanríkisráðherra Mestar líkur eru taldar á því að næsti forseti Tékkóslóvakíu verði Vaclav Havel leikritahöfundur, helsti forustumaður Borgaravett- vangs. Hafa samtökin þegar út- nefnt hann forsetaefni sitt. Sam- bandsþingið kýs landinu forseta og verður að hafa komið því í verk innan tveggja vikna. Á sunnudaginn sóru ráðherrar hinnar nýmynduðu ríkisstjórnar Tékkóslóvakíu embættiseið sinn frammi fyrir Gustav gamla Husak, og lét hann af forseta- embætti þegar að því loknu, eins og Borgaravettvangur hafði kraf- ist. f nýju stjórninni eru 10 ráð- herrar sem eru í kommúnista- flokknum og 11 sem eru þar ekki, og er þetta fyrsta ríkisstjórnin þarlendis síðan 1948 þar sem kommúnistaflokkurinn er ekki í meirihluta. Forsætisráðherra er Marian Calfa, í kommúnista- flokknum og Slóvaki. Líklegt er að Husak, oddviti kúgunar- stjórnar allt frá innrásinni 1968, hafi ekki verið ýkja kátur við síð- asta embættisverk sitt, því að það var að setja inn í embætti nokkra ráðherra, sem til skamms tíma voru andófsmenn, ofsóttir af stjórnvöldum Husaks. Þeirra á meðal er Jiri Dienstbier utan- ríkisráðherra, sem fór í ráðherra- stól beint úr kyndarastarfi. Hann var útvarpsfréttamaður um stjórnmál á Pragvori en rekinn úr því starfi eftir að Husak og hans menn tóku við og hefur síðan unnið ýmislegt tilfallandi á milli þess að hann hefur setið í fangelsi fyrir andstöðu við stjórnvöld. Líklegt er að kommúnista- flokkurinn bjóði fram til forseta- embættis Ladislav Adamec, sem var forsætisráðherra þangað til hann sagði af sér fyrir skemmstu í mótmælaskyni út af því sem hann kallaði óhóflega kröfuhörku Borgaravettvangs. Alexander Dubcek hefur einnig gefið kost á sér. Reuter/-dþ. Króatískir kommúnistar Vilja fjölflokkakerfi Leggja til að frjálsar kosningar verði í jan. Serbía hefur slitið öllum efnahagslegum tengslum við Slóveníu Stanko Stojcevic, leiðtogi kommúnistaflokksins í Króat íu, lagði til í gær að fjölflokkak erfi yrði tekið upp í lýðvcldinu því næststærsta í Júgóslavíu Jafnframt varð hin stefnumark andi miðnefnd flokksins sammála um tillögu þess efnis, að frjálsar kosningar til þings í lýðveldinu yrðu haldnar í jan. n.k. Þing króatíska kommúnista- flokksins er að hefjast í Zagreb, höfuðborg Króatíu, og á það eftir að samþykkja tillögurnar. Með þeim skipar Króatía sér við hlið Slóveníu, en kommúnistaflokkur þess lýðveldis hefur þegar skuld- bundið sig til að láta fara þar fram kosningar samkvæmt fjölflokk- akerfi í maí n.k. Mikil þykkja hefur lengi verið með Serbum og Slóvenum og fyrr í mánuðinum sleit Serbía öllum efnahagslegum tengslum við Slóveníu. Forusta serbneska kommúnistaflokksins beitir sér hart gegn innleiðslu fjölflokkakerfis. Allmörg stjórnmálafélög af ýmsu tagi hafa sprottið upp í Kró- atíu s.l. tvö ár en ekkert þeirra náð miklu fylgi og munu þar- lendir kommúnistar telja sér sigur vísan í kosningum þegar eftir áramót. Líklegt er auk ann- ars að ótti við Serba dragi að flokknum fylgi. Verulegar líkur eru taldar á að erjur Serba ann- arsvegar og Króata og Slóvena hinsvegar endi með upplausn júgóslavneska sambandslýðveld- isins, en hjá tveimur síðastnefndu þjóðunum gætir nú mjög áhrifa frá lýðræðishreyfingum í Austur- Evrópuríkjum norðar, einkum Ungverjalandi. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.