Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. desember 1989 213. tölublað 54. árgangur / Atvinnuleysi Aldrei meira í seinni tíð Félagsmálaráðuneytið: Fyrstu 11 mánuði ársins hafa verið skráðir 495 þúsund atvinnuleysisdagar. Meira en þekkst hefur frá upphafi skráningar sem hófst árið 1975. Jafngildirþvíað2.100 manns hafiað meðaltali veriðánatvinnuþaðsemaferárinu. ÓskarHallgrímsson: Afleiðing hins almenna samdráttar í efnahagslífinu Aþeim ellefu mánuðum sem li'ðnir eru af árinu hafa verið skráðir 495 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu. Þetta er meiri fjöldi atvinnuieysisdaga en þekkst hefur hér á landi frá því skráning atvinnuleysisdaga var tekin upp árið 1975. Þetta jafngildir því að 2.100 manns hafi að jafnaði verið á atvinnuieysiskrá það sem af er árinu eða sem samsvarar 1,6% af mannafla á vinnumarkaði. Samkvæmt yfirliti Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins um atvinnuástandið á öllu landinu í nóvember kemur í ljós að þá voru skráðir 47.400 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu og skiptust þeir þannig á milli kynja að hjá konum skráðust 27 þúsund atvinnuleysisdagar en 20.400 hjá körlum. Þetta svarar til þess að 2.200 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysi- skrá í mánuðinum en það jafngildir 1,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Að mati Vinhumálaskrifstof- unnar leiðir þessi fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í nóvember í ljós að skráðum atvinnuleysis- dögum hefur fjölgað á landinu í heild um 18,5% frá mánuðinum á undan og voru auk þess nú nær helmingi fleiri heldur en í sama mánuði í fyrra. Aukningin á miili mánaða nú er þó minni bæði tölu- lega og hlutfallslega en var á milli sömu mánuða árið 1988. Vinnu- málaskrifstofan telur að þar valdi mestu um hve veðurf ar hefur ver- ið hagstætt víða um land og því ekki dregið að marki úr útivinnu enn sem komið er. í nóvember fækkaði skráðum atvinnuleysisdögum aðeins á tveimur skráningarsvæðum frá fyrra mánuði og var það á Suður- nesjum og á Austfjörðum. Á öðr- um svæðum var um aukningu að ræða. Mest á Norðurlandi eystra um 2.500 daga, á höfuðborgar- svæðinu um 2.400 daga og á Suð- urlandi um 1.700 daga. A öðrum svæðum var aukningin minni. Fækkun atvinnuleysisdaga á Austfjörðum og Suðurnesjum má rekja til síldarvertíðarinnar en að öðru leyti er ekki þar um neina breytingu að ræða til batn- aðar sem byggja má á í nánustu framtíð. Athyglisvert við þessar háu atvinnuleysistölur er að ekki er hægt að rekja ástæður þeirra til rekstrarstöðvana hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum sökum kvótaleysis hvað sem síðar kann að verða. Kveikt á Oslóartrénu - Á sunnudag var kveikt á jólatrénu sem Oslóarbúar gefa Reykvíkingum og stendur á Austurvelli. Mikill fjöldi safnaðist á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og var unga kyn- slóðin í meirihluta, enda mættu jólasveinarnir og skemmtu. Einsog sjá má skein eftirvænting úr svip krakkanna því nú nálgast jólin óðfluga. Mynd Jim Smart. En desember og janúar eru þeir mánuðir sem vænta má árstíða- bundins atvinnuleysis hjá fisk- vinnslufólki og þegar er farið að segja upp fastskráningarsamn- ingum þess á einstaka stöðum. Á höfuðborgarsvæðinu, Norð- urlandi eystra og á Suðurlandi er ástæðan fyrir aukningu atvinnu- leysisdaga áframhaldandi sam- dráttur í verslunar- og þjónustu- greinum auk þess sem fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota ss. á Akur- eyri. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar forstöðumanns Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins er þetta mikla atvinnu- leysi hrein og klár afleiðing hins almenna samdráttar sem verið hefur og er í efnahagslífinu sem sífellt vindur æ meira upp á sig og hefur keðjuverkandi áhrif. Óskar sagði að sér virtist sem töfra- lausnir atvinnurekenda til lausnar rekstrarvanda fyrirtækja sinna fælust í því að fækka fólki mánuð eftir mánuð og að sínu mati leiddi það hugann að því hversu atvinnuöryggi launa- manna væri lítið þegar á reyndi. Og í flestum tilvikum er ástæðan endurskipulagning og samruni fyrirtækja. „Fyrir ári gat það fólk sem þá var sagt upp störfum fengið aðra vinnu sökum áhrifa frá þenns- lunni árið 1987. Nú er öldin önnur og flestar ef ekki allar dyr lokaðar. Þannig að þegar á heildina er litið er ekki hægt að leyfa sér neina bjartsýni í þá veru að atvinnuástandið batni til hins betra í einni svipan frá því sem það er nú. Það vill nefnilega þannig til með atvinnuleysi að það er erfiðara úr að komast en í," sagði Óskar Hallgrímsson. -grh Opinberir starfsmenn Sama stéttarfélag Fjármálaráðherra leggurframfrumvarp sem heimilar opinberum starfsmönnum að vera áfram ísama stéttarfélagiþráttfyrirflutning á milli stofnana vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram frumvarp á Alþingi í gær, sem heimilar opinberum starfsmönn- um að vera áfram í sama stétt- arfélagi þótt þeir flytjist yfir til ríkisins sem vinnuvcifanda frá sveitarfélögum, með lögum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Töluverðir ann- markar hafa komið fram á lögun- um frá þyí að þau voru samþykkt og segir Ögmundur Jónasson for- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, bandalagið leggja mikla áherslu á að enginn glati réttindum né fari niður í kjörum við kerfisbreytinguna. í frumvarpi fjármálaráðherra er einnig gert ráð fyrir því að starfsmenn sem komi til starfa eftir 1. janúar 1990 í störf sem lögin um breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga taki til, geti valið hvort þeir verði áfram félagsmenn í hlutaðeigandi bæjarstarfsmannafélagi eða hvort þeir tilheyri því félagi ríkis- starfsmanna, sem þá hefur sam- kvæmt lögum samningsumboð fyrir þá. Samkvæmt frumvarpinu verða bæjarstarfsmannafélögin að tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. janúar ár hvert, hvaða starfsmenn það eru sem þau fara með samningsumboð fyrir gagnvart ríkinu. I greinargerð frumvarpsins er vakin athygli á því að mikil and- staða hafi komið fram af hálfu BSRB gegn því að starfsmenn sem flyttust yfir til ríkisins á grundvelli laganna, yrðu þving- aðir til að skipta um stéttarfélag. Hefði komið fram ótti um það á landsbyggðinni að þessi þróun myndi leiða til hruns bæjarstarfs- mannafélaganna, sérstaklega þegar fyrirhugaðar breytingar á sviði heilbrigðismála væru komn- ar til framkvæmda. Ögmundur Jónasson sagði Þjóðviljanum að þetta frumvarp væri í samræmi við þær viðræður sem farið hefðu fram á milli við- ræðunefndar BSRB og fulltrúa ríkisins. Hvort það leysti síðan allan vanda ætti eftir að koma í ljós. Þeir hjá BSRB vildu sjá launahlið þessa máls í höfn. Þá væri heldur ekki búið að ganga frá lífeyrismálunum og æviráðn- ingarmálum hvað þessa kerfis- breytingu varðaði, en mál mál- anna væri að tryggja rétt hvers og eins. Sagðist Ogmundur hafa skrifað bæði heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf, þar sem hann legði á það áherslu að hvorki kjör né réttindi mættu skerðast við breytinguna. Formaðurinn sagði að menn hefðu ákveðið að hlaupa í þessa grundvallarbreytingu á verka- skiptingunni en gleymt að innan kerfisins starfaði fólk. Á undan- förnúm vikum og mánuðum hefði hins vegar verið unnið að því af heilindum af beggja hálfu að leysa þessi mál. -hmp 12 dagartiljóla Stekkjastaur mættur Stekkjastaur kemur til byggða í dag. Hann er fyrstur af sveinunum 13 sem heimsækja okkur fram að jólum. Það var hún Helga Ólafsdóttir, 5 ára, sem teiknaði sveininn. Hún segir að hann sé nýbúinn að gefa f skóinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.