Þjóðviljinn - 20.12.1989, Qupperneq 3
FRETTIR
Vinnutími
Lengist á ný
Vinnutími hefur aukist á ný eftir niðursveiflu
undanfarin misseri. Ari Skúlason: Niður-
stöðurnar koma á óvart
rátt fyrir samdrátt í atvinnu-
lífi síðustu misseri jókst vinn-
utími fólks í fullu starfi á fyrsta og
öðrum ársfjórðungi á þessu ári.
Að sama skapi hækkaði meðaltal
heildarlauna frá öðrum ársfjórð-
ungi í fyrra úr tæplega 78 þúsund
krónum á mánuði í 92 þúsund,
eða um um 17,7%, samkvæmt
fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar. Á sama tíma hækkaði
framfærsluvísitalan um 21% og
því hefur kaupmátturinn lækkað
um liðlega 3% á tímabilinu.
„Pessar niðurstöður koma
nokkuð á óvart vegna samdráttar
í atvinnulífi. Launabreytingar
eru meiri en reiknað var með og
vinnutíminn hefði frekar átt að
minnka einsog undanfarin ár,“
sagði Ari Skúlason hagfræðingur
ASÍ um niðurstöðurnar. Meðal-
fjöldi vinnustunda á viku var 47,3
á öðrum ársfjórðungi þessa árs en
var 46,5 á sama tíma í fyrra.
„Hugsanleg skýring er að í þeirri
hagræðingu sem orðið hefur í
atvinnulífi hefur fólk ýmist hætt
störfum eða verið sagt upp og
þeir sem eftir sitja hafa orðið að
bæta við sig vinnu. En annars
eykur orlofsuppbótin sem greidd
var sl. sumar óvissu í niðurstöðu-
num,“ sagði Ari ennfremur.
í niðurstöðum Kjararannsókn-
arnefndar kemur einnig fram tal-
sverður munur á heildarlaunum
karla og kvenna. Þannig eru
heildarlaun skrifstofukarla um
120 þúsund á mánuði en laun
skrifstofukvenna aðeins 81 þús-
und. Karlar í afgreiðslustörfum
fá tæplega 92 þúsund en konur 70
þúsund og verkakonur tæplega
71 þúsund á móti 89 þúsundum
verkakarla. Þessar tölur má þó
ekki taka of bókstaflega því ekk-
ert er getið um yfirvinnu, starfs-
aldur ofl.
-þóm
EFTA-EB
Markmið
ewópsks
efnahagssvæðis
skilgreind
Ráðherrafundur EFTA-EB í Brússel ákveður
formlegar samningaviðrœður á grundvelli
EB-sáttmálans og sameiginlegrar löggjafar og
stjórnarstofnana
Sameiginlegur ráðherrafundur
EFTA- og EB-ríkja um fyrir-
hugað evrópskt efnahagssvæði
fór fram í Brússel í gær. Fundin-
um stýrðu þeir Jón Baldvin
Hannibalsson formaður ráðherr-
aráðs EFTA og Roland Dumas
utanríkisráðherra Frakklands,
formaður EB-ráðsins. Á fundin-
um var ákveðið að hefja form-
legar samningaviðræður svo
fljótt sem auðið er á fyrri helm-
ingi næsta árs.
í yfirlýsingu ráðherranna segir
að samhljóma skilningur hafi ver-
ið á umfangi og efnisþáttum
endurnýjaðs samskiptaramma
EFTA og EB. Þeir telja að um
leið og samskiptaramminn eigi að
tryggja óhindruð vöruviðskipti,
þjónustuviðskipti, fjármagnsvið-
skipti og atvinnu- og búseturétt-
indi, eigi hann að tryggja aðilum
fullt sjálfsforræði við töku á-
kvarðana.
Undanþágur, sem réttlættar
eru með hliðsjón af grundvallar-
hagsmunum einstakra þjóða, svo
og tilhögun á aðlögunartíma geta
samkvæmt yfirlýsingu ráðherr-
anna orðið samningsatriði.
í markmiðslýsingu væntan-
legra samninga segir að þar skuli
gert ráð fyrir aðferðum sem
tryggja á skilvirkan hátt að sjón-
armið beggja aðila séu tekin til
greina til þess að auðvelda sam-
hljóða niðurstöður við ákvarð-
anatöku. Þá skuli samskipti aðiia
færð í það form er tryggi bein
réttaráhrif sameiginlegrar lög-
gjafar, umsjón með framkvæmd
hennar sem og réttarlegt eftirlit.
Ráðherrarnir lýstu sameigin-
lega yfir ánægju með vönduð
vinnubrögð í könnunarviðræðun-
um hingað til og létu í ljós óskir
um að samningunum yrði lokið
sem fyrst.
Jón Baldvin Hannibalssson
ávarpaði fundinn fyrir hönd
EFT-ríkja og sagði þar m.a. að
samkomulag hefði náðst um að
fella samskiptareglur EB-
ríkjanna inn í hið nýja samkomu-
lag sem sameiginlegan lögform-
legan grundvöll. Jafnframt væri
stefnt að myndun sameiginlegs
lagalegs úrskurðarvalds um á-
greiningsefni. „Myndun raun-
verulegs sameiginlegs ákvörðun-
arvalds að formi og innihaldi er
frumforsenda þess að pólitísk
samstaða náist um samkomu-
lagið og að það verði lögformlega
virkt“, sagði ráðherrann. Hann
lagði einnig áherslu á að semja
þyrfti um sérstakar undanþágur
og aðlögun út frá grundvallar-
hagsmunum einstakra ríkja. Jón
Baldvin sagði að stefnt væri að
endanlegu samkomulagi fyrir lok
næsta árs. Sameinuð gætu Evróp-
uríkin 18 betur stuðlað að lýð-
ræðislegri og efnahagslegri fram-
þróun í austanverðri álfunni.
-ólg
Miðvikudagur 20. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Svartur blettur á íhaldinu
Asíðasta fundi borgarstjórnar
var felld tillaga frá minnihlut-
anum þess efnis að þegar verði
hafist handa við að leysa úr
húsnæðis- og umönnunarvanda
þeirra aldraðra, sem verst eru
staddir og eru á biðlistum hjá ell-
imáladeild borgarinnar. Það er
skemmst frá því að segja að Sjálf-
stæðismenn vísuðu tillögunni frá
með þeim rökum að ástandið sé
síður en svo slæmt. Þetta er unda-
rleg afstaða í Ijósi þeirra staðr-
eynda sem við blasa.
Yfir 1300 gamalmenni eru á
biðlista í Reykjavík eftir húsnæði
eða sjúkrahúsvist og sífellt lengist
biðlistinn og engar líkur eru á að
hann styttist á næstunni, nema þá
af náttúrlegum orsökum, fólk ein-
faldlega deyr áður en það fær úr-
lausn sinna mála.
Frá því að dvalarheimili aldr-
aðra við Seljahlíð var tekið í
notkun, á vordögum 1986, hefur
engin ný sérhönnuð leiguíbúð
fyrir aldraða verið tekin í notkun
í Reykjavík. Keyptar hafa verið
rúmlega 30 notaðar íbúðir fyrir
aldraða víðs vegar um borgina á
þessu tímabili, þar af eru 9 íbúðir
enn á byggingarstigi. Fyrirhugað
er að byggja íbúðir fyrir aldraða
við Lindargötuna. Enn eru fram-
kvæmdir ekki hafnar og björtustu
vonir manna gera ráð fyrir að
fyrstu íbúðirnar geti verði tilbún-
ar 1993, en upphaflega var gert
ráð fyrir að þær yrðu teknar í
notkun á árunum 1991 og 1992.
Af þeim rúmlega 1300 einstak-
lingum sem eru á biðlistanum eru
um 450 í brýnum forgangshópi,
fólk sem þarf á úrlausn sinna
mála að halda nú þegar eða innan
12 mánaða. Þar af eru 30 til 40
manns sem búa við algjört
neyðarástand, er húsnæðislaust
og býr á hótelum eða gistiheimil-
um eða inni á heimilum ættingja
eða annarra í þeirra óþökk.
Á síðasta borgarstjórnarfundi
lögðu fulltrúar minnihlutans, frá
Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og Kvenna-
lista, fram tillögu þess efnis að nú
þegar verði hafinn undirbúningur
að úrbótum í húsnæðismálum
aldraðra. Lagt var til að skipuð
yrði nefnd, sem í sætu fulltrúar
frá félagsmálaráði og byggingar-
nefnd aldraðra ásamt embættis-
mönnum, sem falið yrði það
verkefni að finna fljótar og skjót-
virkar leiðir til að leysa húsnæðis-
og umönnunarvanda þeirra sem
verst eru staddir. f þeim tilgangi
er lagt til að nefndin kanni m.a.
kaup á íbúðum í nálægð þjónust-
ukjarna, kaup eða leigu á hent-
ugu húsnæði fyrir sambýli aldr-
aðra og möguleika á húsa-
kaupum eða leigu á stóru hús-
næði, sem nýst gæti þeim öldruðu
sem þurfa mikla umönnun. Jafn-
framt þessu gerir tillagan ráð fyrir
að framkvæmdum við Lindar-
götu verði hraðað eins og kostur
er.
Eins og áður sagði vísuðu Sjálf-
stæðismenn tillögunni frá. f rök-
stuðningi þeirra er fjallað um að
meirihluti aldraðra í Reykjavík
búi í eigin húsnæði og svo er að
sjá sem vandi þeirra sem er á bið-
listum sé alls ekki borgaryfirvöld-
um að kenna, heldur núverandi
nkisstjórn. Þeir telja fráleitt að
tala um neyð þess hóps fólks sem
ellimáladeild hefur metið að
þurfi úrlausn sinna mála nú þegar
eða eigi síðar en innan 12 mán-
aða.
- f frávísunartillögu Sjálfstæð-
isflokksins birtist fullkomið skiln-
ingsleysi á högum aldraðra í þess-
ari borg og einhvers konar flótti
fráraunveruleikanum. Sjálfstæð-
ismenn neita að horfast í augu við
þá staðreynd að 450 einstaklingar
á efri árum eru í húsnæðishrakn-
ingum og brýn þörf er á að leysa
vanda þeirra án tafar. Þetta er að
mínu mati svartasti bletturinn á
ferli íhaldsins í borginni, sem á
nóg af peningum eins og allir vita,
sagði Guðrún Ágústsdótttir, full-
trúi Alþýðubandalagsins í borg-
arstjórn.
Eitthvað virðast Sjálfstæðis-
menn hafa fengið bakþanka eftir
þessa snautlegu meðferð á tillögu
minnihlutans í borgarstjórn, því á
fundi félagsmálaráðs sl.
fimmtudag lagði Árni Sigfússon
fram tillögu þess efnis að borgin
kanni möguleika á kaupleiguí-
búðum til að leysa vanda þeirra
30 til 40 einstaklinga sem óum-
deilt er að búi við neyðarástand.
- Ég lít á þessa tillögu Árna
sem svar við málflutningi minni-
hlutans í borgarstjórn og fagna
þeirri stefnubreytingu sem kem-
ur fram hjá Sjálfstæðismönnum
nú. Við styðjum þessa tillögu
heilshugar og lítum á hana sem
mikilvægan, en langt því frá nægi-
lega stóran, áfanga í rétta átt,
sagði Guðrún.
Málefni aldraðra er einn af
þeim málaflokkum sem minni-
hlutaflokkarnir í borgarstjórn
hafa sameiginlega unnið að til-
löguflutningi og þrýstingi á meiri-
hluta Sjálfstæðismanna. Málið er
afar brýnt þegar litið er til þess að
miklar breytingar eru að verða á
aldursthlutfalli borgarbúa. Ein-
staklingum yfir 67 ára aldri hefur
fjölgað jafnt og þétt undanfarin
ár og þeim mun fara fjölgandi á
í BRENNIDEPLI
ífrávísunartillögu Sjálf-
stœðisflokksins birtist
fullkomið skilningsleysi
þeirra á högum aldraðra í
þessari borg og einhvers
konar flóttifrá raunveru-
leikanum. Sjálfstœðis-
menn neita að horfast í
augu við þá staðreynd að
um 450 einstaklingar á
efri árum eru íhúsnœðis-
hrakningum og brýn þörf
er á að leysa úr vanda
þeirra nú þegar. Þetta er
að mínu mati svartasti
bletturinn áferli íhaldsins
íþessari borg, sem á nóg
afpeningum eins og allir
vita.
næstu árum. Á sama tíma hefur
verið dregið úr uppbyggingu á
leiguhúsnæði og annarri þjónustu
við þennan aldurshóp og eðlileg
afleiðing af þessu tvennu eru
lengri biðlistar. Verði ekki gripið
til neinna aðgerða er engin von til
þess að stór hluti þeirra sem þeg-
ar eru komnir á biðlista njóti
nokkurn tíma þeirra þjónustu
sem þeir eru að bíða eftir. Hinir
efnameiri eiga þó heldur meiri
von en aðrir því stefna núverandi
borgarstjórnarmeirihluta hefur
verið sú að byggja söluíbúðir nær
eingöngu. Nýverið voru þannig
teknar í notkun 26 íbúðir við
Vesturgötuna, sem allar voru
seldar, og þóttu ekki ódýrar. Al-
þýðubandalagsmenn fluttu tví-
vegis tillögu um það í borgar-
stjórn að þessar íbúðir yrðu
leigðar en ekki seldar, til þess að
húsnæðið nýttist ekki eingöngu
þeim sem eiga umtalsverðar fast-
eignir fyrir. I samræmi við stefnu
meirihlutans voru þær tillögur
felldar. Við Lindargötuna er nú
fyrirhugað að reisa 93 íbúðir fyrir
aldraða. Enn flutti fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í borgarstjórn
tillögu um að þessar íbúðir yrðu
leigu- og hlutdeildaríbúðir, þann-
ig að eignarhluti íbúa gæti verið
allt niður í 10%. Þessi tillaga var
líka felld. Hins vegar náðist þó sá
árangur með málflutningi minni-
hlutans að ákveðið var að hluti
þessara 93 íbúða verða leiguíbúð-
ir. Með tilkomu íbúðanna á Lind-
argötu styttist 1300 manna bið-
listinn eitthvað en vandinn felst í
því að framkvæmdir við bygging-
una ganga heldur hægt, svo ekki
sé meira sagt. Enn er ekki farið
að grafa grunninn svo ljóst er að
upphafleg áætlun um að taka hús-
ið í notkun á árunum 1991 og
1992 getur ekki staðist. í fyrsta
lagi er raunhæft að áætla að hluti
íbúðanna verði tekinn í notkun á
árinu 1993. Þá verða 7 ár liðin frá
því að síðustu leiguíbúðir voru
teknar í notkun sem byggðar hafa
verið á vegum borgarinnar. Á
þessum 7 árum skorti borgina
hins vegar ekki fé til að reisa ýms-
ar aðrar byggingar, svo sem snot-
urt ráðhús í tjörninni, en ein-
hvernveginn geta margir borgar-
búar ekki varist þeirri hugsun að
ef til vill hefði ekki verið óvitlaust
að snúa forgangsröðinni við.
'Þ