Þjóðviljinn - 20.12.1989, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.12.1989, Síða 5
BÆKUR Magnús H. Gíslason skrifar Ein og hálf skotthúfa Æviminningar Sigurjóns Rists Hermann Sveinbjörnsson/ Sigurjón Rist Vadd‘ út í Skjaidborg 1989 Einhverntíma fyrir óralöngu sá ég mynd framan á blaði af manni í sjóklæðum. Við nánari athugun reyndist þetta vera Lárus Rist, sund- og leikfimikennari á Akur- eyri. Myndinni fylgdi frásögn af því, að Lárus Rist hefði unnið það afrek að synda í öllum sjó- klæðum af Oddeyrinni og austur yfir Eyjafjörð og hefði afklæðst öllum fötum á sundinu. Þótt langt sé um liðið síðan ég las þessa frá- sögn ,telégmigmuna það rétt, að þetta hafi þótt mikið sundafrek. Löngu seinna kynntist ég svo Lárusi Rist. Pá var hann fluttur suður í Ölfus. Og hugsjónum sín- um trúr beitti hann sér fyrir sund- laugarbyggingu á Reykjum, þar sem hann síðan kenndi sund allmörg næstu árin. Þótt aldurs- munur væri mikill tókst vinátta með okkur Lárusi, enda mun hann hafa verið laginn við að laða að sér ungt fólk. Og enn liðu nokkur ár. Þá var ég eitt sinn staddur hjá Guð- björgu Árnadóttur, þáverandi ráðskonu við Garðyrkjuskólann á Reykjum. Snarast þá þar inn maður, mikill vexti og vörpu- legur og hressilegur í tali. Reyndist þarna kominn Sigurjón Rist, sonur Lárusar. Síðan hef ég nokkuð fylgst með ferli hans, þó lengst af úr fjarlægð. Sigurjón var tæplega fjögurra ára gamall þegar hann missti móður sína. Heimilið var þungt. Lárus var enginn auðmaður. Hugsjónamenn eru það sjaldn- ast. Sigurjóni var komið í fóstur að Torfum í Eyjafirði. Þar naut hann umönnunar góðra fóstur- foreldra, sem hann hélt tryggð við æ síðan. Undi sér vel við að sulla í Eyjafjarðaránni. Var það e.t.v. forboði þess, er koma skyldi? Að menntaskólanámi lolcnu var hann við nám og ýmis störf utan lands og innan. En styrjöldidn batt enda á háskóla- nám ytra. Frá þessu segir í nýútkominni bók Sigurjóns, „Vadd‘ út í“, þar sem hann rekur ýmsar æviminn- ingar sínar. Hermann Svein- björnsson skráði, en Skjaldborg gefur út. Árið 1947 réðist Sigurjón til raforkumálaskrifstofunnar. Þar með hófst hans eiginlega ævi- starf. Rafvæðingin var að ryðja sér til rúms. Menn horfðu til margra smærri virkjana víðsveg- ar um land þar sem enn voru ekki í augsýn möguleikar á því að landið allt gæti fengið raforku frá fáum stórvirkjunum. Á næstu árum mældi Sigurjón rennsli ótal vatnsfalla vítt og breitt um landið. Síðan tóku við mælingar á stórfljótum og jöklum. Þessu fylgdu gjarnan miklar svaðilfarir og harðræði og enda stundum beinlínis lífshætta. Þann 7. apríl 1951 var Sigurjón staddur á Vatn- ajökli ásamt nokkrum mönnum öðrum. Þar rákust þeir á volgru við Eystra-Grímsfjall, sem er snarbratt. Þeir Sigurjón og annar maður til fóru að athuga volgr- una, sem var í lægð, en himinhár bergveggur reis sunnar hennar. Fáeinum augnablikum eftir að þeir félagar fóru frá volgrunni fengu þeir „gust mikinn í bakið og lentum síðan í miklu snjókófi. Frá hinum séð hurfum við ger- samlegasjónum. Stórt snjóstykki hafði fallið úr fjallinu og beint ofan í vökina. Þarna hefðum við borið beinin ef við hefðum verið örfáum mínútum síðar á ferð- inni.“ En oft var gamansemin með í för. Eitt sinn voru þeir Sigurjón, Sigurður heitinn Þórarinsson o.fl. við þykktarmælingar á Mýr- dalsjökli. Þeirgrófu niðurí jökul- inn til þess að finna þykkt vetrar- snævarins og voru komnir 5 m. niður. Þá segir Sigurður, sem auðvitað var með sína frægu, rauðu skotthúfu: „Ég ét húfuna mína ef gryfjan reynist dýpri en það.“ Fór Sigurður síðan ein- hverra erinda niður í Vík. Daginn eftir lauk Sigurjón við gryfjuna og sendi þá Sigurði, sem staddur var hjá sýslumanninum í Vík, svohljóðandi skeyti: „Snjógreftri er lokið. Snjógryfjan reyndist ein og hálf skotthúfa plús 20 sm.“. Svona sögur eru raunar enda- laust hægt að tína til upp úr þess- ari stórfróðlegu og skemmtilegu bók. Þrátt fyrir margvíslega erf- iðleika og mannraunir varð hver ferð að sérstöku og heillandi ævintýri og Sigurjón er mikill frá- sagnameistari. - Fjölmargar myndir eru í bókinni. f eftirmála segir skrásetjarinn, Hermann Sveinbjörnsson, m.a.: „Kynni mín af Sigurjóni hafa ver- ið bæði einkar fróðleg og skemmtileg. Hann er maður, sem mótaðist af erfiðleikum en bug- aðist aldrei. Hann vann úr hverj- um vanda, sigraðist á honum eða fann sér einfaldlega nýjan farveg, eins og fallvatnið, þegar einhver fyrirstaða verður“. Þeir, sem lesa bókina „Vadd‘ út í“, geta áreið- anlega tekið undir þessi orð. -mhg cÍSEENZKA;HESrSÍNS <-Á 2« ÖIíT) elska og óska, því að þú færð það allt saman,“ sagði skáldprestur- inn Sigurður Einarsson í Holti við Guðmund og þau orð kveða við eins og leiðsögustef í þessari skáldsögukenndu sjálfsmynd skáldsins. Kímnigáfa Guðmundar, segir í forlagskynningu, nýtur sín einkar vel þegar hann segir óborgan- legar sögur af skáldvinum sínum og fleira fólki. Um leið gefur frá- sögn hans glögga mynd af mann- inum sem þrátt fyrir amstur og eril missir aldrei sjónar á óska- draumnum, kölluninni til að skrifa. Ættbók íslenska hestsins Ættbók og saga íslenska hestsins, 5. bindi eftir Gunnar Bjarnason er komin út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar. í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr. 964 til 1140 og lýsing á hryssum frá nr. 3500 til nr. 4716. Þá er í bókinni starfssaga Gunnars sem ráðu- nautar til ársins 1973. Segir þar m.a. frá kynningu á íslenska hest- inum í Evrópu og Ameríku og stofnun hestaklúbba erlendis. Bókina prýða myndir af flest- öllum stóðhestum sem lýsing er af. Guðmundur Daníelsson rifjar upp Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Guðmund Daníelsson rit- höfund. Þetta er heimildarskáld- saga, byggð á minningum skálds- ins um vini og samferðarmenn, aldarmynd þar sem alvara og kímni haldast í hendur. „Óskin er hættuleg, því að hún rætist. Það er hættulegt að unna, Fyrir fólk á bílprófsaldrinum Út er komin hjá Bókaútgáfunni Reykholti skáldsagan Lífið er lukkuspil eftir Erling Pedersen. Lísa Lotta, Proffinn og Leifur eru öll á bílprófsaldrinum, eitt þeirra komið með bílpróf, en hin í tímum. Lífið snýst um það sem lífið snýst yfirleitt um hjá fólki á þessum aldri, bfla, skemmtanir, skólann og leitina að sjálfum sér. En svo verður hræðilegur atburð- ur sem breytir lífi þeirra allra... Markmið bókarinnar er að koma á framfæri jákvæðum við- horfum til umferðar. Það er m.a. gert með því að lýsa biturri reynslu ungmenna sem lenda í umferðarslysi. Lýst er áhrifum þessarar reynslu á þau sjálf, fjöl- skyldur þeirra og allt nánasta um- hverfi. Bókin er því einkum ætl- uð ungu fólki sem langar til að kitla bensínið dálítið ótæpilega eða hvetur aðra til þess. Þýðandi bókarinnar er Sigurð- ur Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Bókin er gefin út með styrk og stuðningi Klúbbs 17 - Samtaka ungra ökumanna, SEM - Sam- taka endurhæfðra mænuskadd- aðra, Umferðarráðs og Reykja- víkurdeildar Rauða kross fs- lands. MINNING Magnús Blöndal Sigurbjömsson Fæddur 6. september 1965 - Dáinn 12. desember 1989 Hvað er dauði, ekki get ég svarað því. En eitt veit ég, Maggi Blöndal mun lifa í heimi þeirra sem þekktu hann. Það er ýmis- legt sem hann kenndi okkur sam- ferðafólkinu þó að árin yrðu ekki fleiri. Magnús Blöndal var fæddur 6. september 1965, sonur hjónanna Ernu Magnúsdóttur Blöndal og Sigurbjörns Kristinssonar gull- smiðs. Þau eignuðust tvö börn, Magnhildi sem er viðskiptafræð- ingur, gift Þór Haukssyni guð- fræðingi og eiga þau eitt barn, og Magnús Blöndal sem var við nám í Kennaraháskólanum er hann lést. Ég hef fyglst með Magga frá því hann var smástrákur, þeir voru bekkjarbræður og vinir hann og Sigurður eldri sonur minn. Með sinni glaðværð og hlýja viðmóti varð hann einnig vinur foreldranna. Það var gaman að fylgjast með honum. Það var alltaf svo mikil drift og kraftur í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Strax í barnaskóla stofnaði hann ferðafélagið Garpana. Það er ennþá starfandi. Það voru farnar skíða- og gönguferðir í fylgd kennara. Þetta voru skemmtilegar og eftirminnilegar ferðir fyrir þátttakendur og efldi um leið samheldnina. Það vill oft gleymast að rækta vináttuna í þessu þjóðfélagi hraða og streitu. Fyrir Magga var það ákaflega eðlilegt að taka þátt í gleði og sorg annarra. Maggi var sam- tvinnaður þessu heimili bæði sem vinur eldri sonar míns og þjálfari Stefáns Loga yngri sonar. Það var mikið lán fyrir Val að fá Magga til að þjálfa yngri strákana. Og það var mikið lán fyrir okkur foreldr- ana sem áttum stráka í liði hans. Það er ekki bara það að liðin hans hafi bæði orðið Reykjavíkur- og íslandsmeistarar, heldur miklu fremur hitt hvað hann lagði sig fram við að efla samstöðu strák- anna og félagsþroska. í því eiga foreldrar Magga einnig stóran þátt. Heimili þeirra stóð opið öllum þessum stráka- skara, hvenær sem Magga datt í hug, og var þá komið til skrafs og ráðagerða meðan grillað var eða bornar fram ljúfffengar pizzur. Það er ekkert sjálfsagt að þjálfar- inn geri þetta. En þannig var Maggi. Fyrir tveimur mánuðum mætti hann sárþjáður á fund til að stofna for- eldrafélag fyrir fjórða flokk. Þar var hann að hugsa um hag bæði foreldra og bama, að þau næðu betur saman með því að sýna viðfangsefnum barna sinna áhuga og hvatningu. Maggi kynntist unnustu sinni Margrleti Tómasdóttur í Kenn- araháskólanum þar sem bæði vom við nám. Hún hefur staðið eins og klettur við hlið hans ásamt foreldrum, systur og mági hans í baráttunni við þann sjúk- dóm sem leiddi hann til dauða. Megi minningin um einstakan dreng létta sorg ykkar. Þess óskar fjölskyldan í Boga- hlíð 7. Kristrún Stefánsdóttir Mlðvlkudagur 20. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.