Þjóðviljinn - 20.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR I DAG Reynir Jónasson organisti Hvað ertu að gera núna Reynir? Ég er að æfa sjálfan mig, orgel- ið í Neskirkju og kórinn fyrir jól- in. Og síðan er mikið að gera hjá mér við að spila í glöggpartíum. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég í sama starfi í sömu sókn, en kenndi líka tónmennt í Álftamýrarskóla. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég syndi daglega og skokka þar að auki. Þegar snjórinn kem- ur fer ég á skíði. Það er held ég ekkert eins yndislegt og að svífa niður brekkur á svigskíðum. Ég hef líka verið á gönguskíðum en svigið finnst mér skemmtilegra. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Ég var að enda við bók eftir Vigdísi Grímsdóttur sem heitir Tíu myndir úr lífi þínu. Ég er al- veg heillaður af bókinni. Svo er ég rétt að byrja á bókinni hans Thors Vilhjálmssonar, Fljótt, fljótt, sagði fuglinn. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Það er undir hælinn lagt, en oftast les ég þó ljóð í rúminu, og þá helst Stefán Hörð Grímsson. Ljóðin hans virka vel á mig; sum þeirra eru einföld, öðrum botna Mynd: Kristinn. Hernám hugans ég ekkert í, en öll eru þau spenn- andi. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Það var gömul kona sem kenndi mér að lesa þegar ég var u.þ.b. 5 ára og kennslubókin var Dísa ljósálfur. Kára bækurnar eftir Stefán Júlíusson fékk ég svo í jólagjöf og þær gat ég lesið sjálf- ur. Þær voru dásamlegar og ég hélt mikið upp á þær. Seinna fékk ég miklu magnaðri bækur sem heita: Þegar drengur vill og í út- legð. Þær eru eftir erlendan höfund sem ég man ekki hvað heitir, en sagan gerist á Korsíku og þetta voru miklar spennubæk- ur. Hvers minnistu helst úr Bibl- íunni? Það er hluti af Fjallræðunni; Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta eru uppáhalds- orðin mín úr þeirri bók. Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Ég hef ekkert farið í leikhús í vetur, en ætla að sjá Ljós heimsins og Höll sumarlandsins þegar sýningar hefjast aftur. Ég er búinn að sjá Pella sigurvegara og það var ógleymanlegt. Fylgistu með einhvcrjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Ég set mig ekki úr færi að sjá Derrick. Gaman að fá að sjá ein- hverja mynd af Þýskalandi og líf- inu þar. Derrick er líka alltaf spennandi. Ég horfi stundum á Spaugstofuna, og þeim tekst oft ansi vel upp. í útvarpi er ekkert sérstakt sem ég hlusta á fyrir utan fréttirnar. Það er ósköp þægilegt að hlusta á þær með kvöldmatn- um. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Nei, ekki alltaf. Ertu ánægður mcð frammi- stöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? Ekki alls kostar. Það þarf að reka herinn burt. Eru til hugrakkir stjórnmala- menn og konur? Ég geri ráð fyrir því. Viltu nafngreina þá? Hjörleifur Guttormsson er hug- rakkur. Er landið okkar varið land eða hernumið? Svo sannarlega er það hernum- ið, og það í tvennum skilningi; hernám hugans er það versta. Það lýsir sér t.d. í því hve ótrú- lega margir íslendingar eru sam- mála því sem Bandaríkjastjórn ákveður í utanríkismálum. Hvert gæti svar vesturs verið við því sem nú er að gerast í austri? Bandaríkjamenn gætu hætt af- skiptum í Mið- og Suður- Ameríku, og leyft þjóðum þar að verða sjálfráða. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Ég neita að svara þessari spurningu. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Ég held að ég sé dálítið smá- munasamur, en ég met það sjálf- ur til kosta í flestum tilfellum. T.d. við að stjórna kór eða spila. En þetta leggst ákaflega misjafn- lega í fólk. Hvað borðarðu aldrei? Ég get borðað allt sem manna- mat má telja. Það er ósiður að fúlsa við mat sem manni er boð- inn. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Ég myndi vilja dveljast um skeið í Mið- eða Suður-Evrópu og fá tækifæri til að kynnast þeim þjóðum betur. Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? Það fer eftir því hvert ég er að ferðast. Ef almenningsvagna- kerfið væri betra hérna í Reykja- vík myndi ég alla jafna ferðast með þeim hér innanbæjar. En fyrir utan það vil ég helst ferðast með lystiskipum. Ég fór einu sinni með Gullfossi til Kaupmannahafnar, og í þeim túr drakk ég dús við Jón Leifs og borðaði hafragraut og rjóma með Halldóri Laxness. Hvert langar þig helst til að ferðast? Mest langar mig til Suður- Ameríku. Hvaða bresti landanst áttu erf- iðast með að þola? Óstundvísi og skort á biðraða- menningu. Jafnframt langar mig til að ítreka það sem ég sagði áðan um hernám hugans. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Þeir eru músíkalskir og við eigum marga góða listamenn. Hvernig líst þér á framtíð ís- lands? Ég er svartsýnn á framtíð okk- ar. T.d. ef núverandi stefnu í utanríkismálum verður haldið. Erum við sem sagt ekki á réttri leið? Málin eru orðin svo marg- slungin en einhvern veginn finnst mér eins og þetta hafi byrjað með Viðreisnarstjórninni og það virð- ist erfitt að finna nýja átt. Við höfum t.d. alls ekki efni á öllu þessu frelsi sem mörgum verður svo tíðrætt um. Ertu ánægður með Þjóðvilj- ann? Mér þykir auðvitað vænt um málgagnið mitt, en hann mætti að sjálfsögðu vera öðruvísi. Aðal- lega vil ég sjá hann stækka. Nýtt Helgarblað er oftast gott en ekki alltaf. í heild finnst mér Þjóðvilj- inn hafa batnað undanfarið. Hvers óskarðu þér í jólagjöf? Ég myndi vilja fá nýtt orgel á nýjan stað í kirkjuna mína. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Reynir? Nei, ég held þú sért búin að spyrja mig spjörunum úr. Guðrún þJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Fátt merkilegratíðindagerðist á Alþingi ígær. í neðri deild voru framfærslulögin til fyrstu um- ræðu og var þeim vísað til ann- arrar umræðu og nefndar. Ann- arsfórmesturtími þingmannaí að ræða um eyðingu hrafns og svartbaks og virtust þingmenn hafa stórum meiri áhuga fyrir þeim málum en vandamálum þeimersnertafólkið. 20. desember miðvikudagur. 354. dagurársins. Imbrudagar. Mörsugurbyrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.21 -sólarlagkl. 15.30. Viðburðir Eldgos í Eyjafjallajökli hefst árið 1821. Eldgos í Leirhnjúki hefst 1975. Tímaritið Samstaða, gefið út af Vietnamnefndinni hefur göngu sína 1972. Seinnatók Baráttuhreyfing gegn heims- valdastefnu yfir útgáfuna. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 15.-21. des. er í Laugarnesapóteki og Árbæjarapóteki. Fyrrnefnda apótekiö eropið um helgar og annasf næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnef nda apótekið er ( opiöákvöldin 18-22 virkadagaogá laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN ' Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. .1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öidrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeiid: heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjukrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathyarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga f rá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • sími21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplysingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvariáöðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 18. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............ 61.65000 Sterlingspund................ 99.01300 Kanadadollar................. 53.10800 Dönskkróna.................... 9.22210 Norsk króna................... 9.25680 Sænsk króna................... 9.86080 Finnsktmark.................. 15.10660 Franskurfranki............... 10.48650 Belgískur franki............ 1.70390 Svissneskurfranki............. 40.01430 Hollenskt gyllini............ 31.75460 Vesturþýskt mark.............. 35.84200 Ítölsklíra.................... 0.04803 Austurrískur sch.............. 5.08980 Portúg. Escudo................ 0.40800 Spánskur peseti............... 0.55380 Japansktyen.................... 0.42737 írsktpund..................... 94.4450 KROSSGÁTA Lárétt: 1 band4spýja 6 heiður 7 hviða 9 vond 12hluta14eðja15 planta16órói19hyski 20hræddist21 glatar Lóðrétt: 2 spil 3 varö- veita 4 vind 5 yfirbragð 7 þröngi 8 hresst 10 þvær 11 saddir 13 stilli 17þykkni 18askur Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 gróf4gögn6 úða 7 viss 9 feit 12 kafli 14svo 15ger16rekur 19næði 20nafn21 akkar Lóðrétt:2rói3fúsa4 gafl5gái7visinn8 skorða 10 eigrar 11 túr- Ínn13fák17eik18 Una Miðvikudagur 20. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.