Þjóðviljinn - 28.12.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Qupperneq 6
VIÐHORF til Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, sjónvarpsþátta umJónasJónsson frá Hriflu Hornbjargsvita um miðjan nóvember 1989 V Sæll vertu nafni. Það hefur óneitanlega oft hvar- flað að mér að senda þér fáeinar línur, eiginlega allt frá því í fyrra, þegar þið hetjurnar, þú og Jón Baldvin, riðuð hér um héruð á rauðu ljósi, í þeim tilgangi að sameina alla „jafnaðarmenn" í einum víðum, breiðum og síðum flokki. Alltaf hefur það þó lent í und- andrætti hjá mér, sumpart vegna þess að fólkið í landinu hafði greinilega lítinn áhuga á að láta sameina sig með þessum hætti og svo vegna þess að póstvesenið á sjaldan leið hér um. Tilefni þessa bréfs er þáttur, sem sjónvarpið lét gera um Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) og framlag þitt til þessarar þátta- smíðar. Ég á hér auðvitað við þáttinn sem sýndur var í tvennu lagi í sjónvarpinu, sunnudagskvöldin 5. og 12. nóvember s.l. undir nafninu „Með sjö sverð á lofti í senn“. Höfundur handrits Elías Snæland Jónsson. Þáttur þessi var að mínum dómi illa gerður og það sem verra var, mjög villandi, gaf kolranga mynd af umsvifum Jónasar Jóns- sonar, valdamesta stjórnmála- mannsins í Konungsríkinu ís- Iandi, mannsins sem skóp valda- kerfis SÍS og Framsóknarflokks- ins, mannsins sem styrkti stórlega ríkisvaldið á íslandi og lagði það upp í hendur afturhaldsins, þess afturhalds, sem hann ungur mað- ur barðist gegn en dreymdi á elli- árum að verða foringi fyrir. Jafn- framt staðfesti þessi þáttasmíð sannindi sem í það minnsta eru Iöngu kunn hér vestra, sum sé að til þess að vekja upp draug svo vel sé, þarf kunnáttumann en ekki kuklara. Þátturinn var: a) selvfölgelig- heder, eins og ættir og uppruni, fæðingardagur og ár, dánardægur o.s.frv. b) tilvitnanir í nokkrar greinar, sem Jónas reit, ungur og róttækur í ýmis blöð og tímarit, Skinfaxa, Rétt, tímarit kaupfél- aganna o.fl. c) upptalning á emb- ættum og störfum, sem hann gegndi, d) hrúgað saman hást- emmdum Iýsingarorðum um manninn og persónu hans og e) vitnaleiðslur, víða í þættinum voru stutt viðtöl við menn (svona líkt og í amrískum sjónvarpsþátt- um um gengnar kvikmynda- stjörnur), sem allir áttu það sam- merkt að vera einlægir aðdáend- ur viðfangsefnisins. í þessum hópi voru m.a. formenn fjögurra stjórnmálaflokka, nokkrir aldnir Framsóknarmenn, einn sendi- herra og tveir hægrisinnaðir höf- undar, allt frá ykkur fóstbræðr- um, þér og Jóni Baldvin og niður í Albert Guðmundsson. Jón Sigurðsson endurborinn, sagði sendiherrann. „Eini hug- sjónamaðurinn, sem ég hef kynnst,“ sagði Indriði G. Segir manni svo sem ekki mikið um Jónas, en þeim mun meira um þá sálufélaga sem Indriðiríiefur átt og á. Stórbrotinn, mikill, stór- menni, hugsjónamaður, skóla- maður, samvinnufrömuður, ég læt þessi sýnishorn nægja. „Og þú líka barnið mitt, Brútus." Ekki sparðir þú hin breiðu spjót oflofs- ins. Gagnrýnislaus persónudýrk- un án nokkurrar tilraunar til að meta hlut Jónasar Jónssonar í þróun mála í þjóðfélaginu og var hann þó, eins og áður sagði, áh- rifamesti maður þess, öll milli- stríðsárin. Álíka skortur á dóm- greind og hjá Jóni Baldvin, sem virðist lítið þekkja til þess kafla í sögu Alþýðuflokksins, sem snýr að Jónasi frá Hriflu, ef marka má framlag hans til þáttarins. (Svo undarlegt sem það kann að virð- ast, þá var það einna helst Þor- steinn Pálsson, sem gat horft á Jónas með tiltölulega glýju- lausum augum.) En nóg um þetta. Með fram- leiðslu glansmyndarinnar af Jón- asi Jónssyni, sem þú tókst fullan þátt í að búa til, er ríkissjónvarp- ið komið út á æði hálan ís í túlkun íslandssögunnar, ekki síst ef haft Vinningstölur laugardaginn 23. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.496.162 2. 9 61.231 3. 4af 5 183 5.194 4. 3af 5 6.061 365 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.210.008 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 68156 - bWKKULÍNA 991002 er í huga að mikill meirihluti þeirra, sem sáu þáttinn var ýmist ófæddur eða í frumbernsku þegar velmektardögum hans lauk. Hugsjónir Jonasar Þessi grein er rituð til að leiðrétta ýmsar þær villur, sem fram komu í þættinum og í trausti þess, að lesendur þessa blaðs vilji, „hafa það heldur, er sann- ara reynist“. Og nú skulum við rifja upp nokkrar af hugsjónum Jónasar Jónssonar og Framsóknarflokks- ins, frá þeim tímum er sól Jónasar var í hádegisstað í íslenskum stjórnmálum. Kosningaárið 1927 var merkis- ár í sögu stjórnmála hér á íslandi. Alþýðuflokkurinn fékk í fyrsta sinn aðstöðu til að hafa áhrif á stjórn landins, m.ö.o. gerð var fyrsta tilraun til vinstra samstarfs á íslandi. Framsóknarflokkurinn mynd- aði minnihlutastjórn með hlut- leysi Alþýðuflokksins og sam- komulag var gert milli flokkanna um framgang ýmissa mála, sem Alþýðuflokkurinn hafði þá á oddinum, s.s. breytingar á kjör- dæmaskipun og stjórnarskrá. Með þessari stjórnarmyndun hófst einnig ráðherradómur Jón- asar Jónssonar frá Hriflu. Svo átti að heita að allir þing- menn væru lýðræðislega kosnir, en vegna ranglátrar kjördæma- skipunar vantaði mikið á að jafnrétti ríkti um kosningarétt. Framsóknarflokkurinn hafði t.d. litlu meira kjörfylgi en Alþýðu- flokkurinn, en margfalda þing- mannatölu á við hann (Framsókn 19 þingmenn, Alþýðuflokkur 5 þingmenn). Misrétti kjördæmaskipunar- innar kom auðvitað harðast niður á alþýðu þéttbýlisins, sjó- mönnum og verkafólki. Sveitakjördæmin gömlu voru hætt að vera í nokkru samræmi við byggðaþróunina í landinu. Þess má og geta að þeir, sem þáðu af sveit eða bæ, höfðu ekki kosningarétt. (Einkar hagstætt fyrir yfirstéttina á krepputím- um). Á þessari ranglátu kjör- dæmaskipun hagnaðist Fram- sóknarflokkurinn, fyrst og fremst. Kjósa átti til alþingis sumarið 1931. Veturinn fyrir þær kosning- ar var hart deilt um kjördæma- málið, bæði utan þings og innan. Enginn þingmaður hélt uppi ákafari vörnum fyrir hið gamla úrelta kerfi en einmitt Jónas Jónsson frá Hriflu, og var þó margur Framsóknarmaðurinn í essinu sínu í þeim umræðum. Samvinnufrömuðurinn og hug- sjónamaðurinn frá Hriflu gaf ekki mikið fyrir samkomulagið um kjördæmamálið, sem hann og flokkur hans gerðu við Alþýðu- flokkinn við stjórnarmyndunina árið 1927. Þegar svo var komið að á næsta leiti var samkomulag með Alþýðu- og Sjálfstæðisflokki um að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi, þar sem kosið væri hlutfallskosningu, biðu Jónas Jónsson og hans kumpánar ekki boðanna, rufu þingið (vorið 1933) og flýttu kosningum. Mannréttindi til handa verka- lýð bæjanna á borð við jöfnun kosningaréttar voru sum sé ekki á listanum yfir hugsjónir Jónasar Jónssonar árið 1931, enda barðist hann gegn þeim „Með sjö sverð á lofti í senn“. Þessum skytajpgamanni tókst, ásamt flokk«SHeÖ0u» sínum, árið 1931, að JM|egþ»fyrstu til- raun til vinstra samstarfs á ís- landi. Sverðin á loft í kosningunum, sem fylgdu í kjölfar þingrofsins fór Framsókn- arflokkurinn hamförum um sveitir landsins til að afla sér at- kvæða meðal þess fólks, sem vildi eindregið halda í ríkjandi kjör- dæmaskipun. Þetta tókst vel, og út úr slagnum kom flokkurinn með hreinan meirihluta á alþingi, 23 þingmenn af 42 og út á svo sem þriðjung atkvæða, eða 36%. Þess má geta hér, að sams kon- ar leik ætluðu þeir þekktu lýð- ræðissinnar Ólafur Jóhannesson og Gylfi Þ. Gíslason, að leika árið 1956, en þá voru þeir leiðtogar Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, með einhverjum siðlaus- ustu hrossakaupum íslenskrar stjórnmálasögu, áætlun um að nota firna rangláta kjördæma- skipun til þess að ná meirihluta á alþingi út á svo sem þriðjung at- kvæða, þegar þeir mynduðu hræðslubandalagið, svonefnda. Eftir kosningasigur sinn 1931 myndaði Framsóknarflokkurinn stjórn og enn varð Jónas Jónsson ráðherra. Sú stjórn varð þó ekki langlíf, tórðiréttárið. Klofningur í liði Framsóknar vegna kjör- dæmamálsins og ofríki Jónasar Jónssonar urðu henni að aldur- tila. Jónas og fylgismenn hans vildu óbreytt ástand kjördæma- skipunarinnar, en meirihluti flokksins kaus að semja við Sjálfstæðisflokkinn um lausn málsins. Til þess að af þeirri samvinnu gæti orðið varð Framsókn að draga Jónas úr ráðherrastóli og mynda samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta var árið 1932 og lauk þá ráðherra- dómi Jónasar Jónssonar í annað sinn og nú að fullu og öllu (ráð- herra 1927-1932). Samsteypustjórnin sat að völd- um í tvö ár eða fram yfir kosning- ar 1934. Þótt Jónas Jónsson hætti ráðherrastörfum var síður en svo að fölskva slægi á „hugsjónir“ hans, öðru nær. Að Ioknum hörðustu stéttaátökum kreppu- áranna, 9. nóvember árið 1932, þar sem verkalýður Reykjavíkur gersigraði fjölmenna lögreglu og hratt um leið launalækkun, sem íhaldsstjóm höfuðstaðarins ætl- aði að koma í framkvæmd í skjóli atvinnuleysis, hóf Jónas „sverð- in“ sín á loft og boðaði (sbr. Tím- ann) nauðsynina á því að láta ríkisvaldið koma verkalýðsfélög- unum á kné, hafa fasta varalög- reglu (varðskipsmenn, tollverði o. fl.) til aðstoðar í kaupdeilum og vinnulöggjöf er byndi hendur verkalýðssamtakanna. Nóvemberslagurinn 1932 dró raunar þann dilk á eftir sér að samsteypustjórn íhalds og Fram- sóknar kom á fót 120 manna varalögreglusveit (hvíta liðinu), sem nota átti gegn verkalýðssam- tökunum í verkföllum. Að auki keypti stjórnin skotvopn og tára- gas handa þessu liði sínu. Þessi her var við lýði fram yfir kosning- ar 1934, en þá fékk Alþýðuflokk- urinn hann afnuminn, enda aldrei notaður til eins eða neins af viti, en kostaði samt ríkissjóð yfír háifa miljón kr., sem var stórfé á þeim tíma. Verkalýðssamtökin bönnuðu félagsbundnum verka- mönnum að vinna með þessu hvítliðahyski og varð ríkistjórnin síðast að kaupa mörgum þeirra aflát, með því að greiða í vinnu- deilusjóð Dagsbrúnar 50 kr. á haus og bættist sú fúlga við áð- urnefndan heaásostnað. 6 SÍÐA - ÞJÓEMCLJINN Fimmtudagur 28. rf wwMhii 1989 í tilefni í kosningunum 1934 vann Al- þýðuflokkurinn umtalsverðan sigur (10 þingmenn), bæði var að flokkurinn jók atkvæðamagn sitt nokkuð og svo hitt að þing- mönnum var fjölgað í 49 úr 42. Flokkurinn myndaði stjórn með Framsókn, undir forsæti Hermanns Jónassonar, „Stjórn hinna vinnandi stétta“, hvorki meira né.minna. „Fyrir tilstyrk hinna vinnandi stétta, alþýðunn- ar til sjávar og sveita, hafa völdin verið tekin af herrum auðvalds- skipulagsins íslenska“, svo vitnað sé til frægrar yfirlýsingar 12. þings Alþýðusambands lslands, frá 25. nóvember 1934. Stjórnar- myndun þessi var jafnframt önnur tilraun til vinstra samstarfs á íslandi. Alþýðuflokkurinn neitaði með öllu að í stjórninni tæki sæti sá mikli hugsjónamaður og alþýðu- vinur Jónas Jónsson frá Hriflu. „Það var gott að vera í návist hans,“ sagði Þórarinn Þórarins- son í sjónvarpsþættinum góða. Það var nú ekki betra en þetta. Án þess að blikna eða blána gengu Framsóknarmenn að þessu skilyrði Alþýðuflokksins. Jónas varð að sætta sig við þessi málalok, en hugði á hefndir. Hann var kosinn formaður Fram- sóknarflokksins þetta ár (1934- 1944) og notaði óspart þá stöðu, margslungin sambönd sín við flokksmenn og aðra, og alla að- stöðu sína til þess að reyna að fleyga sundur og eyðileggja sam- starf Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins í „Stjóm hinna vinnandi stétta". Það eru gömul og ný sannindi að uppskera að hausti stendur að öðru jöfnu í réttu hlutfalli við gæði þess sáðkorns er í akra er sáð að vori. Uppskera Jónasar Jónssonar af akri sundrungarinn- ar brást heldur ekki von>,rn hans, enda vel að vorverkum :> .ðið. Árið 1937 kom Jónas Jónsson og flokkur hans, ásamt Sjálfstæð- isflokknum auðvitað, í veg fyrir að hið alræmda útgerðarfyrirtæki „Jensenssona“ (Ólafur Thors og bræður hans) Kveldúlfur, væri tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda, en Alþýðuflokkurinn (Héðinn Valdimarsson) flutti til- lögu á þingi þess efnis. „Á þeim degi gerðust þeir Heródes og Pflatus vinir". Deilumar um Kveldúlf urðu til þess að kosið var til alþingis árið 1937 (í stað 1938) en „Stjóm hinna vinnandi stétta“ lafði þó áfram við völd, að nafninu til. Jafnframt uxu kærleikar með Jónasi Jónssyni og leiðtoga í- haldsins, Ólafi Thors, hröðum skrefum. Árið 1938 dró Jónas Jónsson og flokkur hans hnífinn um barka stjórnarinnar með því að sam- þykkja með Sjálfstæðisflokknum gerðardóm í kaupdeilu togara- sjómanna og útgerðarmanna. Ráðherra Alþýðuflokksins var dreginn út úr stjóminni og „Stjórn hinna vinnandi stétta“ heyrði sögunni til. En vel að merkja, árið 1938 sundraði Framsóknarflokkurinn með Jón- as Jónsson í broddi fylkingar, annarri tilraun til vinstra sam- starfs á íslandi. Þótt Alþýðuflokkurinn ætti ekki lengur aðild að stjórninni sat hún áfram, en nú sem minni- hlutastjórn Framsóknarflokks- ins. Vorið 1939 var svo mynduð samsteypustjórn Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Sjálfs- tæðisflokks, stjórn sem gaf sjálfri sér nafnið „þjóðstjórn“. Engjnn einn maður átti meiri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.