Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Samvinnubankinn
Tekinn upp í skuld
Landsbankinn lækkar tilboð sitt í Samvinnubankann. Engin útborgun en skuldir afskrifaðar
I' tilboði sem bankaráð Lands-
bankans samþykkti sl. föstudag
f 52% hlut Sambands íslenskra
samvinnufélaga í Samvinnubank-
anum, felst 430 mifjóna lægra
mat á verðmæti bankans en fólst í
samningsdrögum Sverris Her-
mannssonar bankastjóra Lands-
bankans og Guðjóns B. Ólafs-
sonar forstjóra sambandsins frá
1. september. Sverrir segist
reikna með að SÍS taki tilboði
Landsbankans og að um lokaboð
sé að ræða að hálfu Landsbank-
ans, þar sem hann reiknaði ekki
með að bankaráð skipti um
skoðun.
í tilboði því sem bankaráð varð
sammála um að gera í 52% hlut
SÍS í Samvinnubankanum, er
gert ráð fyrir að greiða 605 milj-
ónir fyrir hann. En f samningi
Sverris og Guðjóns í september
var þessi sami hlutur metinn á 828
miljónir. Þetta þýðir að bankinn í
heild var metinn á 1.593 miljónir í
september en 1.163 miljónir nú.
Ekki er gert ráð fyrir því að
Landsbankinn greiði neinar fjár-
hæðir út til SÍS við kaupin, heldur
verði grynnkað á skuldum SÍS
hjá Landsbankanum, sem
skuldar Landsbankanum hátt á
þriðja miljarð króna, samkvæmt
heimildum Þjóðviljans. Þetta
þýðir með öðrum orðum að
hlutur SÍS í Samvinnubankanum
yrði tekinn upp í skuld af Lands-
bankanum.
Einn stærsti hluthafi í Sam-
vinnubankanum er Essó olíufé-
lagið. Sambandið á 47% í Essó og
sagðist heimildarmaður Þjóðvilj-
ans telja að þessi hlutir SÍS í Essó
fylgdi með í kaupunum ef Lands-
bankinn keypti 52% hlut í Sam-
vinnubankanum, þar sem SÍS
hefði handveðsett hlut sinn í Essó
vegna skulda SÍS við Samvinnu-
bankann. Þá mun áfram unnið að
því að afla viðbótartrygginga
fyrir skuldum Samvinnubankans
við Landsbankann.
Sverrir Hermannsson sagðist
reikna með að tilboð Landsbank-
ans væri lokatilboð. Hann sagðist
ekki geta rætt einstaka þætti til-
boðsins en í þeim efnum yrðu
menn að taka allt með í reikning-
inn. í núverandi tilboði væru eng-
ir fyrirvarar en í fyrra tilboðinu
hefðu verið fyrirvarar fyrir veru-
legum fjárhæðum. Þá mátti skilja
á Sverri að starfsfólk Samvinnu-
bankans myndi njóta sömu líf-
eyrisréttinda og starfsfólk Lands-
bankans. Sverrir sagðist ekki trúa
öðru en SÍS gengi að tilboðinu
þar sem einungis væri bitamunur
á því og fyrra tilboði en ekki fjár-
hagslegur munur. SÍS verði laust
allra mála með tilboðinu og þyrfti
ekki að eiga von á bakreikning-
um.
Bankastjórinn sagðist ekki
hræðast að eitthvað ætti eftir að
koma upp á yfirborðið sem leiddi
í Ijós verri stöðu Samvinnubank-
ans. Hann teldi Samvinnubank-
ann frekar vel rekinn banka og sú
stefna væri óbreytt að Lands-
bankinn stefndi að því að eignast
Samvinnubankann allan. Að
sögn Sverris yrði Samvinnubank-
inn fyrst um sinn rekinn sem sér
eining en útibúum fækkað þar
sem báðir bankanrnir hafa útibú.
Allt yrði gert af sem mestri mýkt
og tillit tekið til starfsfólks og
reynt að fækka því með því að
ráða ekki í störf þeirra sem hættu
vegna aldurs osfrv.
Ekki náðist í forystumenn SÍS í
gær, en þar á bæ héldu menn
framkvæmdastjómarfund og
stjórnarfundur verður að öllum
líkindum boðaður á föstudag, þar
sem afstaða verður tekinn til til-
boðs Landsbankans.
-hmp
Fjölmiðlun
Stöð 2 til sölu
Eignarhaldsfélag Verslunarbankans mun út-
vega meirihluta hlutafjár í Stöð 2
II lutaJTjáraukning í Stöð 2 kem- varpsstöðinni.
II ur Islandsbanka ekki við og Hvorugur aðilinn hefur ákveð-
hann mun alls ekki eiga þessi
hlutabréf. Eignarhaldsfélag
Verslunarbankans mun sjá um
sölu á þeim, en hinsvegar verður
íslandsbanki viðskiptabanki
Stöðvar 2, sagði Tryggvi Pálsson
bankastjóri íslandsbanka um það
hvort íslandsbanki eignaðist hlut
í Stöð 2 eftir að Verslunarbank-
inn gekk í hann.
Á hiuthafafundi í íslenska
sjónvarpsfélaginu á gamlársdag
var gerður samningur á milli þess
og Eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans til að mæta þungri skuld-
astöðu Stöðvar 2. Þar var ákveð-
ið að auka hlutafé hennar um 400
miljónir króna og mun Eignar-
haldsfélagið útvega 250 miljónir
en fyrri eigendur 150 miljónir.
Áður en það tekst á Eignar-
haldsfélagið því meirihluta í sjón-
Tónleikar í
Listasafni Sigurjóns
Þeir Christian Giger sellóleikari
og David Tutt píanóleikari halda
dúótónleika í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar nk. fimmtudags-
kvöld. Þeir munu flytja sónötur
fyrir selló og píanó eftir Debussy
og Rachmaninoff. Þeir David og
Christian hafa áður leikið á ís-
landi og komu m.a. fram á tón-
leikum í Norræna húsinu haustið
1988 á vegum Háskólatónleika.
Tónleikamir hefjast klukkan
20.30.
Arnarnesvegur
rofinn
Amamesvegur var rofínn á Am-
arneshæð í Garðabæ í gær. Þetta
er gert vegna framkvæmda við
Hafnarfjarðarveg á Arnames-
hæðinni, en þar á að byggja brú
yfir Hafnarfjarðarveg og er stefnt
að því að vígja bað mannvirki í
september í ár. Á meðan á þessu
stendur verður ekki hægt að
beygja úr Amamesi á Hafnarf-
jarðarveg til norðurs, né heldur
úr suðri inn í Arnames og ekki er
heldur hægt að beygja af Hafnar-
fjarðarvegi úr norðri inn á Arn-
arnesveg til austurs. Til að leysa
úr þessum vanda hafa verið gerð-
ið hverjir munu eignast hlutafé í
sjónvarpsstöðinni. Uppi hafa
verið raddir um að Magnús Hjalt-
ested bóndi á Vatnsenda fyrir-
hugi sölu á jörð sinni og þannig
muni fyrri eigendur ná nægjan-
legu hlutafé. Magnús sagði þessa
sögu „alveg út í himinblámann.
Þetta er algjör þvæla og hefur
sennilega komið upp vegna þess
að ég er mágur Ólafs H. Jóns-
sonar og konan mín vinnur hjá
Stöð 2. En ég er pípari og bóndi
og fjölmiðlar em ekki mín deild
þannig að allar slíkar fyrirætlanir
eru tilbúningur einn,“ sagði
Magnús.
Magnús sagði reyndar við-
ræður um sölu á sjötta hluta jarð-
arinnar vera á framstigi. Reykja-
víkurborg hafi áhuga á jörðinni
og það sé vel til umræðu að selja
þennan hluta hennar á 180-200
ar U-beygjur á Hafnarfjarðar-
vegi, annarsvegar norðan Arn-
arneslækjar og hins vegar nálægt
bæjarmörkum Kópavogs.
Nýr
ráðuneytisstjóri
Árni Gunnarsson skrifstofustjóri
háskóla- og menningarmálaskrif-
stofu menntamálaráðuneytisins
hefur tekið við sem ráðuneytis-
stjóri menntamálaráðuneytisins
af Knúti Hallssyni, sem hefur
verið veitt orlof frá starfi um eins
árs skeið. Stefán Stefánsson
deildarsérfræðingur mun gegna
starfi skrifstofustjóra háskóla- og
menningarmálaskrifstofu. Und-
anfarið hefur verið unnið að at-
hugun á skipuiagi ráðuneytisins
og í framhaldi af því hefur verið
ákveðið að stofna skrifstofu í
ráðuneytinu er nefnist „almenn
skrifstofa“ og fjalli um rekstur
ráðuneytisins og sameiginlega
þjónustu. Staða skrifstofustjóra
almennu skrifstofunnar verður
auglýst laus til umsóknar á næst-
unni.
Nýtt
jafnréttisráð
Nýtt jafnréttisráð hefur verið
Jón Óttar verður áfram sjónvarpsstjóri á Stöð 2.
miljónir. „En ég ætla alls ekki að
selja borginni frekar en Kópa-
vogi sem hefur forkaupsréttinn.
Hafi þeir áhuga á hlutanum mun
ég að sjálfsögðu selja þeim en
ekki Reykjavíkurborg, en þaðan
er kjaftasagan eflaust komin,“
sagði Magnús Hjaltested.
Á hluthafafundinum var stjóm
íslenska sjónvarpsfélagsins einn-
ig stokkuð upp og hefur Eignar-
haldsfélagið þrjá menn af fimm í
henni, enda með rösklega 60%
hlutafjár. Jónas Aðalsteinsson
verður formaður stjómarinnar í
stað Hans Kristjáns Ámasonar,
sem þó verður áfram í stjóminni.
Aðrir í stjóm verða Þorvarður
Elíasson, Þorvaldur Guðmunds-
son og Orri Vigfússon. Jón Óttar
Ragnarsson verður hinsvegar
áfram sjónvarpsstjóri og Jón Sig-
urðsson framkvæmdastjóri, en
þeir munu ásamt Jónasi Aðal-
steinssyni skipa framkvæmdaráð.
-þóm
Helgi Jóhannesson íþróttamaður ársins í Kópavogi tekur við
eignarbikar af Snorra S. Konráðssyni formanni iþróttaráðs.
íþróttamaður ársins í Kópavogi
Helgi Jóhannesson karatemaður úr Breiðabliki var kjörinn íþrótta-
maður ársins 1989 á íþróttahátíð Kópavogs fimmtudaginn 21. desemb-
er sl. Helgi er landsliðsmaður í karate og varð íslandsmeistari 1989 í
Kumite 80 kg. karla, jafnframt náði hann þeim frábæra árangri að
hreppa silfurverðlaun á síðasta Norðurlandameistaramóti. Þá heiðraði
íþróttaráð Kópavogs Elísabetu Hannesdóttur íþróttakennara sérstak-
lega fyrir árangursnkt brautryðjandastarf í þágu íþrótta fyrir aldraða í
Kópavogi.
skipað en í því eiga sæti: Ragn- son alþingismaður skipaður af
hildur Benediktsdóttir, skrif- félagsmálaráðherra, varafor-
stofustjóri, skipuð af Hæstarétti, maður, Þórunn Sveinbjörnsdótt-
formaður ráðsins, Árni Gunnars- ir formaður starfsmannafélagsins
Lífeyrissjóðir
Miljarðar
í skuldabréf
Lífeyrissjóðirnir
kaupa skuldabréfaf
Húsnœðisstofnun
fyrir20-25 miljarða á
nœstu tveimur
árum
Samtök lífeyrissjóða hafa
undirritað samkomulag við
fjármálaráðuneyti, félagsmála-
ráðuneyti og Húsnæðisstofnun
ríkisins um vaxtakjör á skuldab-
réfum sem sjóðirnir kaupa af
Húsnæðisstofnun ríkis á þessu ári
og næsta. í tilkynningu frá fjár-
rnálaráðuneytinu segir að hér sé
um að ræða stærsta lánasamning
á innlendum lánsfjármarkaði en
lífeyrissjóðirnir munu kaupa
skuldabréf fyrir 20-25 miljarða á
tímabilinu.
í lánsfjáráætlun fyrir árið 1990
er áætlað að sjóðimir kaupi
skuldabréf af Húsnæðisstofnun
fyrir 11 miljarða króna og hús-
bréf fyrir 2,5 miljarða. Skulda-
bréfin geta borið tvenns konar
vexti. Þau bréf sem keypt eru
með innlendri verðtryggingu
bera vexti í samræmi við vaxta-
kjör spariskírteina ríkissjóðs og
eiga að bera 0,1% lægri vexti en
þau bréf, eða 5,9% til að byrja
með. Lífeyrissjóðirnir geta keypt
allt að 35% skuldabréfanna með
gengistryggingu miðað við evr-
ópsku mynteininguna ECU og
bera þá erlenda vexti og verða
vextir hvers bréfs fastir út gildistí-
mann sem er 15 ár. Nafnvextir
þessara bréfa era nú 9,6% en
endanlegir raunvextir ráðast af
verðbólgu í Evrópubandalag-
slöndunum
Til að sjóðfélagar fái fullan
lánsrétt hjá Húsnæðisstofnun
verða lífeyrissjóðimir að kaupa
skuldabréf af stofnuninni fyrir
55% af ráðstöfunarfé sínu. Sjóð-
unum er þó heimilt að uppfylla
þessi skilyrði með því að kaupa
húsbréf fýrir allt að 10% af ráð-
stöfunarfé, en þetta hlutfall verð-
ur tekið til endurskoðunar á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs,
segir í tilkynningu fjármálaráðu-
neytisins.
-hmp
Sóknar, skipuð af ASÍ, Sigurveig
Sigurðardóttir hjúkranarfræð-
ingur, skipuð afBSRB, Ingibjörg
Magnúsdóttir húsmóðir, skipuð
af Kvenfélagasambandi íslands,
Guðrún Árnadóttir skrifstofu-
stjóri skipuð af Kvenréttindafé-
lagi íslands og Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir lögfræðingur skipuð af
VSÍ.
Könnun á
fullorðinsfræðslu
Nú um áramótin hefur mennta-
málaráðuneytið farið af stað með
könnun á fullorðinsfræðslu og
sent spumingalista til um 200 að-
ila. Spurt er um námsframboð og
fjölda þátttakenda á árinu 1989,
skipt eftir kynjum, aldri og bú-
setu. Einnig er spurt um kostnað
og hvemig hann skiptist á hina
ýmsu aðila. Könnun þessi er liður
í aukinni áherslu ráðuneytisins á
fullorðinsfræðslusviðið en í nóv-
ember var ráðinn starfsmaður í
fullt starf til að sinna þessu sviði.
Svör við spumingalistanum eiga
að berast ráðuneytinu fyrir 12. fe-
brúar í ár og er vonast til að niður-
stöður liggi fyrir með vorinu.
Nánari upplýsingar veitir Guðný
Helgadóttir deildarstjóri í ráðu-
neytinu.
2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. janúar 1990