Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ferðatilhögun jafnaðarmanna Um þessi áramót hafa jafnaðarmenn hugsað ráð sitt. Atburðir í Austur-Evrópu lituðu áramótaboðskap og umfjöll- un allra sem við stjórnmál fást. Á (slandi er komin upp sú staða, að svo virðist sem forystumenn í fylkingum jafnaðar- manna sjái á tímum byltingar og endurnýjunar í Austur- Evrópu opnast nýja möguleika í samskiptum og samvinnu flokka sinna hérlendis. Þetta eru mikil tíðindi. Jafnaðarmenn heimsins líta á hugsjón sína um jafnrétti og bræðralag sem ferðatilhögun um landslag möguleikanna. Þeir nota síðan misjöfn farartæki og ólíkar aðferðir. Traktor- ar Sovétríkjanna ætla sér það sama og margar svifflugur Kvennalistans. Tækin eru margvísleg, útbúnaður misjafn, umferðarreglur ólíkar. Markmiðið er þó hið sama og nú hefur gefist í Austur-Evrópu yfirlit um margs konar umferðarslys, farartálma og vonlausa tækni sem varast ber. Andstæðingar jafnaðarstefnunnar fullyrða að hópferða- bílar sósíalismans séu hættir að ganga. Foringjar jafnaðar- manna telja hins vegar að vélarhreinsun sé lokið og fram- undan sé öflugri rekstur en fyrr. Forystumenn íslenskra jafnaðarmanna hafa látið í sér heyra af þessu tilefni nærri áramótum. Formenn Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins rituðu ítarlegar skýringar- greinar í Þjóðviljann og Alþýðublaðið, tímamótaskrif sem hljóta að opna nýja farvegi í íslenskum stjórnmálum. Ára- mótaboðskapur Olafs Ragnars Grímssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar er nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja skilja og taka þátt í mótun samfélags okkar. Fáeinum dögum áður hafði Svavar Gestsson menntamálaráðherra og fyrrum formaður Alþýðubanda- lagsins riðið á vaðið hér í Þjóðviljanum og látið í Ijósi mjög afdráttarlausar skoðanir um breytta tíma í íslenskum stjórnmálum, nýtt pólitískt landslag. Um samstarf Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins sagði Svavar Gestsson: „Ég held að það sé stærsta verkefni minnar kynslóðar í stjórnmálum að ná upp samstarfi vinstrimanna og félags- hyggjufólks og þeirra sem byggja afstöðu sína á því að halda eigi utan um menningarlegt og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar.'1 Svavar ályktaði einnig á þennan hátt: „Menn verða að þora að hugsa hlutina algerlega upp á nýtt og lyfta sér yfir gömlu flokkaskilin, gamla skotgrafahernað- inn, bæði innan flokks og milli flokka." Svavar tekur fram að hann eigi ekki bara við samstarf á nýjum grundvelli við stuðningsmenn Alþýðuflokksins, heldur líka Framsóknar- flokksins og Kvennalistans. Svavar bendir á þá staðreynd að Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu gengur betur að vinna saman nú en áður. Ein skýring hans er þessi: „...við sem erum í forystu þessara flokka erum ekki eins merktir af átökum þeirra og forverar okkar voru." Svavar Gestsson telur að það eina sem „geti spillt fyrir því að þessir flokkar geti náð saman með öðrum félagshyggjuflokkum" sé af- staðan til Evrópusamstarfsins og hversu náin tengsl eigi að skapa við það efnahagssvæði. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, tók afar skýrt til orða í áramótagrein í Þjóðviljanum 30. desember. Þar fjallar hann m.a. um hrun kommúnismans og gjaldþrot lenínismans með þeim hætti að búast má við hugmyndafræðilegri umræðu í kjölfarið. Um samstarf Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags segir Ólafur Ragnar: „Flokkar sem eiga sameiginlegar rætur í evrópskri jafnaðar- hreyfingu munu nálgast hver annan og áhrif fortíðarinnar á samskipti þeirra hverfa smátt og smátt." Ólafur telur af- stöðuna í utanríkismálum hafa skipt íslenskum jafnaðar- mönnum í tvær fylkingar hingað til, en nú verði forsenda þeirrar skiptingar „safngripur líkt og margt annað". Formað- ur Alþýðubandalagsins telur að jafnaðarmenn eigi að leggja niður úrelta merkimiða eins og „kratar" og „kommar" og segir síðan: „Þeir sem eru fangar fortíðarinnar munu fljót- lega verða viðskila við fjöldann í þeirri för sem nú er hafin." Ef til vill verður þessi setning sú afdrifaríkasta sem ís- lenskur stjórnmálamaður lét frá sér á árinu 1989. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Alþýðubandalagið og umheimurinn Einar Heimisson skrifaði við- horfsgrein hér í blaðið rétt fyrir nýár og lagði út af leiðara hér í blaðinu sem fjallaði um efnið „Alþýðubandalagið og um- heimurinn.“ Rauður þráður greinar hans er sá að Alþýðu- bandalagið hefi verið alltof ein- angrað frá umheiminum og að siíkur sambandsskortur hafi ver- ið íslenskum vinstrimönnum mjög til vansa. Og hafi út úr öllu saman komið vitleysa eins og sú, sem hann nefnir með þessum orðum hér: „Það er séríslenskt fyrirbaeri sem tæpast á sér hlið- stæður í Vestur-Evrópu að leið- togar svo stórs vinstriflokks skuli hafa farið í vináttuheimsóknir til austur-evrópskra kommúnista- flokka framundir 1970“. Hér er rangt með farið í tveim greinum. í fyrsta lagi var hér uih að ræða einn flokk, en ekki flokka. Það hljómar hlálega nú, að sá flokkur skyldi hafa verið Kommúnistaflokkur Rúmeníu, en tengist blátt áfram því, að menn ofmátu gildi þess, að Rúm- enar neituðu að taka þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Önnur voru flokkslegu tengslin austur á bóginn ekki. Hitt er svo annað mál, að stórir vesturevr- ópskir vinstriflokkar eins og Kommúnistaflokkur Ítalíu og Sósíaldemókrataflokkur Þýska- lands hafa allar götur gert út nefndir til pólitískra viðræðna við valdsflokkana í Austur-Evrópu, bæði um árgeiningsmál og eitthvað sem þessir aðilar voru sammála um. Vesturþýskir sósí- aldemókratar hafa stundað slík samskipti ekki aðeins sem ríkis- stjórnaflokkar heldur og þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Gott ef þeir höfðu ekki fasta sam- starfsnefnd í gangi með SED, valdsflokkinum í Austur- Þýskalandi. Á bandarískum yfirlitsskrám um flokka á vinstriarmi var Al- þýðubandalagið jafnan merkt sem „óháður“ flokkur eða jafnvel „einangrunarsinnaður“. Það hefur verið allsterk tor- tryggni í flokknum á flokkslegum tengslum út á við, og hún var fyrst og síðast tengd því, að menn töldu sig hafa komið sér upp sér- stöðu sem skipaði þeim hvergi á vísan bás í fylkingum vinstri- flokka. í reynd hefur Alþýðu- bandalagið ekki haft mikil form- leg samskipti við erlenda flokka nema ef vera kynni SF í Dan- mörku, hvað sem nú verður. En það skiptir miklu í þessu sam- bandi, að í upplýsingaþjóðfé- laginu svonefnda eiga menn margra annarra kosta völ til að fylgjast með því sem gerist í heiminum en að reka sendinefnd- ir fram og til baka. Ábyrgðarleysi ritstjórans En þessi sögulegu mál eru smá- munir hjá því sem síðar kemur. Höfuðboðskapur Einars Heimis- sonar snýr að nútímanum, að samskiptum íslands við Evrópu- bandalagið. Og þótt hann tali í þeirri formúlu, að íslendingar þurfi vel og rækilega að athuga sinn gang í Evrópumálum (sem allir eru sammála um að þeir þurfi að gera) þá er meiningin einkum sú að skamma ritstjóra Þjóðviljans fyrir að hann skuli gerast svo djarfur að vara við því að íslendingar séu dregnir hálf- meðvitundarlausir inn undir stofnanir Evrópubandalagsins. Hann segir: „Það er fullkomið ábyrgðar- leysi sem í því felst hjá ritstjóra Þjóðviljans að afskrifa Evrópu- bandalagið sem „eitthvert yfir- þjóðlegt apparat“ sem íslending- um sé hollast að standa utan við. Evrópubandalagið er óefað áhrifamesta stofnun í okkar heimsálfu og myndar strauma á alþjóðavettvangi sem illt getur verið fyrir smáþjóð að ætla sér að stríða gegn. íslendingar verða að gaumgæfa vel hvort sjálfstæði þjóðarinnar sé betur varðveitt með því að standa innan banda- lagsins og hafa þar áhrif ellegar kjósa það áhrifaleysi sem fylgir því að standa utan við það.“ Hér er öllu snúið við, ef satt skal segja. Það væri hið mesta ábyrgðarleysi af ritstjóra eins vin- striblaðs að vera skoðanalaus í þessu stórmáli Eða þá svo glám- skyggn að halda að það sé hægt að „varðveita sjálfstæði íslands“ með því að gangast undir stofn- anir Evrópubandalagsins. Stofn- anir sem eru svo sannarlega yfir- þjóðlegar, hljóta að setja skorður sjálfsákvörðunarrétti þjóðríkja og eiga alls ekki það hól skilið að verða kallaðar lýðræðislegar. Ekki espa ólukku manninn í annan stað er í máli Einars uppi höfð furðuleg nauðhyggja: Evrópubandalgið er svo stórt og voldugt að þangað verða menn að fara, það er einskonar Skugga- Sveinn sem menn mega ekki espa ef þeir eiga ekki að hafa verra af, vonandi heyrir enginn hvað sá ábyrgðarlausi sveinstauli, rit- stjóri Þjóðviljans, er að jarma um þetta mál. Evrópukappið er reyndar svo mikið hjá greinarhö- fundi, að hann virðist gleyma því að fleiri gerast nú syndugir en margnefndur ritstjóri: eða hafa ekki talsmenn allra stjórnmála- flokka verið að lýsa því yfir að það sé reyndar best fyrir ísland að standa utan EB? Um það er víst ekki deilt eins og stendur, heldur um tilhögun nauðsynlegra viðræðna við bandalagið. Einari Heimissyni er hinsvegar svo mikið niðri fyrir að hann fer að tala um viðræður við EB sem einskonar trúnaðarmál í lokuð- um hópi sem smákarlar eiga ekki að skipta sér af. Hann segir: „Það er hlutverk ríkisstjórnar- innar að leggja mat á hugsanlega aðild íslands að Evrópubanda- laginu. Flokkur ritstjóra Þjóð- viljans á aðild að þeirri stjóm og hefur full tök á að taka þátt í því mati. Ritstjóri Þjóðviljans ætti að bíða með slík skrif þar til ríkis- stjórnin hefur komist að niður- stöðu.“ Forræðishyggja Með öðmm orðum: við eigum að bíða eftir því hvað ríkisstjóm- inni þóknast að gera í málum sem miklu varða um framtíð íslensks þjóðfélags - þá fyrst megum við láta uppi okkar skoðun! Evrópu- nauðhyggjan er orðin svo sterk að hún vill kippa lýðræðislegri umræðu úr sambandi að ekki sé talað um þá vinstrimennsku sem vill virkja fólk sem mest til skiln- ings á og afstöðu til þeirra mála sem varða ekki bara efnahag og lífskjör heldur sjálfa framtíð þjóðarinnar í landinu. Styggjum ekki höfðingja í Bmssel með þjóðlegri sérvisku, tmflum ekki ráðherrana með því að hafa eigin skoðanir - þetta er inntak ræð- unnar og satt best að segja hefur maður ekki horft upp í jafn ramma forræðishyggju lengi. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÖmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrif8tofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.