Þjóðviljinn - 04.01.1990, Blaðsíða 6
Líbanon
Fatah stillir
til friðar
Amal og Hizbollah
höfðu baristsíðan á
Þorláksmessu
Bardagar sem staðið hafa yfir í
Suður-Líbanon síðan á Þorláks-
messu milli sjítaflokkanna Amal
og Hizboliah lognuðust út af í gær
er herflokkar Fatah, heistu sam-
taka í Frelsissamtökum Palestínu
(PLO), tóku sér stöðu milli stríðs-
aðila. Yfir 70 manns hafa verið
drepnir i bardögum þessum og
um 260 hafa særst.
Amal og Hizbollah berjast um
völdin yfir Líbanonssjítum, sem
kváðu vera um 1,3 miljón talsins
og búa flestir í suðurhluta lands-
ins. Hizbollah, sem nýtur stuðn-
ings írans, vann heldur á í bar-
dögunum og tók nokkur þorp.
Flokkur þessi er ekki ýkja vin-
veittur Arafat PLO-leiðtoga,
sem einnig er leiðtogi Fatah, og
mun Fatah hafa skorist í leikinn
til að koma í veg fyrir að Hizboll-
ah næði á vald sitt palestínskum
flóttamannabúðum í Suður-
Líbanon, sem eru helsta vígi
stuðningsmanna Arafats þar.
Hvorugur stríðsaðila vildi skjóta
á Fatahmenn, ekki heldur Hiz-
bollah, enda var íransstjóm vin-
ur þeirra nýbúin að setja ofan í þá
fyrir bræðravígin.
Amal náði völdum í Suður-
Líbanon í apríl 1988 og rak Hiz-
bollah þaðan, en Hizbollah
hefndi þeirra ófara með því að
reka Amal úr Suður-Beirút mán-
uði síðar. í jan. 1989 komu íran
og Sýrland á friði með flokkun-
um, en allt fór í bál og brand á
milli þeirra á ný er Amal neitaði
að hleypa Hizbollah inn í Suður-
Líbanon.
Reuter/-dþ.
Kontrar
myrða nunnur
Tvær nunnur, bandarísk og
níkaragvönsk, vom skotnar til
bana í fyrradag er liðsmenn
kontra réðust á bíl þeirra á vegi
norðarlega á Miskítóströnd í Ník-
aragva. fskotárás þessari særðust
einnig en sluppu lífs af bandarísk-
ur biskup, Paul Schmitz að nafni
frá Wisconsin, og prestur og
nunna, bæði níkaragvönsk.
ERLENDAR FRETTIR
Svíbióð
Þjóðkirkja gegn
flóttamannalögum
Stjórnvöld segja að ekki verði
Um 50 Tyrkir frá Búlgaríu
flýðu í gær úr flóttamanna-
búðum í Malmö, eftir að yflrvöld
höfðu ákveðið að vísa þeim úr
landi, og haft er eftir presti þar í
borg að þeim hefði verið boðið að
leita hælis í kirkju í borginni. Þús-
undir útlendinga, sem lýsa sig
flóttamenn, og innlendir stuðn-
ingsmenn þeirra hafa í samráði
við presta í hinni lúthersku þjóð-
kirkju Svíþjóðar efnt til setumót-
mæla í um 20 kirkjum.
Sænsk stjómvöld hafa til þessa
verið með eindæmum gestrisin
við útlendinga, sem leita hælis
þarlendis sem flóttamenn, en ný-
lega gengu í gildi lög, sem tak-
marka möguleika útlendinga á að
fá landvistarleyfi í Svíþjóð á þeim
grundvelli. Var hert á flótta-
mannalögunum vegna mikils og
vaxandi aðstreymis, er hefur
aukist jafnframt hertum reglum
annarra Vestur-Evrópuríkja um
þetta efni. Á síðustu sex mánuð-
um nýliðins árs leituðu um 20,000
manns landvistar í Sviþjóð á þeim
forsendum að þeir væm flótta-
menn, á móti um 19,000 allt árið
1988. Um fjórðungur þessara
20,000 em Búlgaríu-Tyrkir, en
meðal hinna em fjölmennastir
Líbanir, Albanir frá Kosovo og
gefið eftir
Kúrdar frá írak.
Um 2200 Búlgaríu-Tyrkir,
komnir til Svíþjóðar, hófu
mótmælaföstu 18. des. eftir að
nýju flóttamannalögin höfðu ver-
ið tilkynnt, en hættu henni eftir
viku. Bertil Werkström, erki-
biskup Svíþjóðar, lýsti í fyrradag
yfír stuðningi við mótmælaað-
gerðir gegn lögunum og hvatti
stjórnina til að afnema þau en
Maj-Lis Lööw, innflytjendamál-
aráðherra, sagðist að vísu vel
mega heyra erkibiskups boðskap
um málið, en ekki myndi það
breyta neinu, lögunum nýju yrði
framfylgt. Reuter/-dþ.
,
.
• .
Herinn enn á verði gegn Ceausescusinnum - hermaður I ríkmannlega búnu svefnherbergi í Búkarestaðsetri einræðis-
herrans fallna.
Kynt í Rúmeníu
Vasile Ionel, aðstoðarvam- hálfu liðsmanna Securitate, ör- kvað herinn hafa misst 196 menn
armálaráðherra í hinni nýju yggislögreglu Ceausescus, væm fallna og um 450 særða í bar-
Rúmemustjóm, sagði í gær að þó ekki útilokuð enn. Væri her- dögum við Ceausescusinna, aðal-
allt væri nú með kyrrum kjömm inn því vel á verði. Ráðherrann, lega liðsmenn Securitate, í upp-
þarlendis, en hermdarverk af sem er generalofursti að tign, reisninni,
Bandaríkin
Jackson fordæmir Panamaiimrás
Bandaríski blökkumannaleið-
toginn og demókratinn Jesse
Jackson fordæmdi i gær árás
Bandaríkjanna á Panama, gaf i
skyn að árásarherinn hefði valdið
miklu manntjóni meðal óbreyttra
borgara með sprengjuárásum og
kvað árásina hafa stórspillt fyrir
Bandaríkjunum á alþjóðavett-
vangi. Þar að auki hefði Banda-
rikjaher orðið sér til skammar
með þvi að gera húsleit hjá amb-
assador Níkaragva í Panama-
borg.
Jackson, sem tvívegis hefur
reynt að komast í forsetaframboð
fyrir demókrata, lét að því liggja
að hann hefði heimildir fyrir því
að um 600 óbreyttir borgarar
hefðu verið drepnir í Panama-
borg meðan barist var þar, enda
hefðu Bandaríkjamenn gert
sprengjuárásir á þéttbýl hverfi að
næturlagi. Hefðu fréttamiðlar
verið heldur fáorðir um það. Að
vísu, sagði Jackson, hefði tekist
að steypa Noriega af stóli, en það
hefði kostað of mörg mannslíf.
Virðing Bandaríkjanna hefði og
orðið fyrir áfalli, þau hefðu brot-
ið alþjóðalög og samninga og
rómanskamerísk ríki væru þeim
reið og ef til vill ófúsari en áður til
stuðnings Bandaríkjunum í bar-
áttunni gegn eiturlyfjum. Við
þetta bættist svo að Bandaríkja-
mönnum hefði mistekist að ná
Noriega sjálfum.
Reuter/-dþ.
40 fórust
Um 40 manns er saknað eftir
að brú yfír síki í Punjab, Pakist-
an, brast í gær. Tahð er að þeir
hafi drukknað. Slysið varð er ver-
ið var að taka brúna í sundur og
hafði fjöldi manns troðist upp á
hana til að horfa á.
Gerhard Schröder látinn
Á nýársdag lést Gerhard
Schröder, fyrrum utanríkisráð-
herra Vestur-Þýskalands, á heim-
ili sfnu á eynni Sylt, 79 ára að
aldri. Hann var einn stofnenda
Kristilega demókrataflokksins og
einn þeirra síðustu eftirlifandi af
helstu samstarfsmönnum Konr-
ads Adenauer fyrstu ár þýska
sambandslýðveldisins.
Schröder var áhugasai ur um
bætt samskipti við Varsjárbanda-
lagsríki og fór með því stundum í
taugar annarra ráðamanna flokks
síns. Sem utanríkisráðherra
1961-66 kom hann því til leiðar að
viðskiptasendinefndir voru gerð-
ar út til Póllands, Rúmeníu, Ung-
verjalands og Búlgaríu og höfðu
þær síðan fast aðsetur í löndum
þessum. Hann studdi einnig
„austurpólitík“ Willys Brandt.
Hann var auk annars innanríkis-
og varnarmálaráðherra í stjóm-
um kristilegra demókrata, hugð-
ist taka við af Ludwig Erhard sem
sambandskanslari 1966 en tapaði
þá fyrir Kurt Kiesinger.
Reuter/-dþ.
Schröder-studdi „austur-
pólitík" Brandts.
Vígaferli
bófaflokka
Franskur bófaforingi, Jean-
Baptiste Cruciani nefndur, var
skotinn til bana við stýrið á bíl
sínum í Marseille í gær. Tveir
menn á bifhjóli unnu á honum og
komust báðir undan. Lögregla
telur þá hafa verið flugumenn
bófaflokks í keppni við klíku er
Cruciani heyrði til og er þetta
fyrsta morðið í Marseille þetta
árið í hefðbundnum og stöðugum
erjum bófaflokka þar. S.l. ár
voru um 20 menn drepnir í Mars-
eille í þeim vígaferlum, flestir
þeirra melludólgar og smá-
krimmar sem höfðu með fjár-
hættuspil að gera.
Martröð
fyrir Laóta
Útvarpið í Vientiane, höfuð-
borg Laos, sagði í yfirliti um at-
burði liðins árs að það hefði orðið
alger martröð fyrir sósíalismann,
vegna atburðanna í Austur-
Evrópu. Hélt útvarpið því fram
að ólgan þar væri alfarið að
kenna gagnbyltingaröflum, sem
hefðu fært sér í nyt erfiðleika og
ringulreið. Tekið var fram að
Laótar hefðu, allir sem einn,
áhyggjur af þessu en trú þeirra á
sósíalismann og bjarta framtíð
stæði óhögguð. I Laos ríkir
kommúnistastjórn, sem hlynnt er
Víetnam.
Sjillúkar
hrannmyrtir
Yfir 180 blökkumenn, flestir af
Sjillúkþjóðflokknum í Suður-
Súdan, voru drepnir 28. f.m. í el-
Jebelein, bæ við Hvítu Níl í mið-
hluta landsins, í fylki sem við það
fljót er kennt. Tugir hlutu þar að
auki sár. Bar þetta svo til að ís-
lömskum bónda og sjillúskum
vinnumanni hans lenti saman í
deilu út af lengd jólafrís hins
síðamefnda, en Suður-Súdanir
eru kristnir. Fóm svo leikar með
þeim að vinnumaður drap bónda.
Er það spurðist réðist mikill
múgur múslíma, vopnaður byss-
um, á skúrahverfi við el-Jebelein,
þar sem suðursúdanskt fólk býr,
drap alla er til náðist og eirði
hvorki konum né börnum.
Botha í Ung-
verjalandi
Pik Botha, utanríkisráðherra
Suður-Afríku, kom í gær til Ung-
verjalands í opinbera heimsókn
og mun þetta vera í fyrsta sinn,
sem svo háttsettur Suður-
Afríkumaður heimsækir Austur-
Evrópuríki, a.m.k. frá því að ap-
artheid var innleitt í Suður-
Afríku og alræði kommúnista-
flokka í Austur-Evrópu. Fyrir
aðeins ári hefði slík heimsókn
verið óhugsanleg. Eitt erinda
Botha kvað vera að hvetja
Austur-Evrópumenn til að flytj-
ast til Suður-Afríku, þar sem
mikill skortur er á faglærðum
verkamönnum, sérstaklega í
námugreftri.
Olíuslys
við New York
Allmikið magn af hitunarolíu
hefur runnið úr leiðslu út í sundið
á milli Jersey City og Staten Is-
land á austurströnd Bandaríkj-
anna. Óttast bandaríska strand-
gæslan að um tvær miljónir lítra
af olíu hafi runnið þama í sjóinn,
eða tíu sinnum meira en upphaf-
lega var álitið. Umhverfisvemd-
armenn segja olíubrákina, sem er
orðin 18 km löng, ógna fuglalífi.
Leiðslan sem lak er í eigu Exxon,
sama fyrirtækis og átti tankskipið
er olli olíuslysinu mikla við Al-
aska í mars s.l.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN