Þjóðviljinn - 04.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR
Valið kunngjört í dag
Samtök íþróttafréttamanna
hafa valið íþróttamann ársins
fyrir árið 1989. Valið verður
kunngjört ki. 20.30 í kvöld en
Jjóst er hverjir urðu tíu efstu
íþróttamennirnir í kjörinu.
Ekki eru miklar breytingar á
lista tíu efstu manna og síðustu
ár, því nær allir á listanum hafa
komið áður þar við sögu. Þeir eru
Alfreð Gíslason, Arnór Guð-
johnsen, Ásgeir Sigurvinsson,
Bjami Friðriksson, Einar Vil-
hjálmsson, Kristján Arason,
Ragnheiður Runólfsdóttir, Sig-
urður Einarsson, Þorgils Óttar
Mathiesen, Þorvaldur Örlygs-
son. Greinilegt er á þessari upp-
talningu að erfitt er að segja til
um hver hreppi hnossið. -þóm
Opnað með lúðraþyt og stjömuljósum
íslandsbanki opnaði með mættikl. átta í bítið í gær og hlust- bauð starfsmenn velkomna. Því
lúðraþyt, stjömuljósum og flug- aði á lúðrablástur og svo flutti næst var merki bankans tendrað
eldasýningu við aðalstöðvar Jón Sigurðsson viðskiptaráð- og bankaráð settist á fund. Kl.
bankans í Húsi verslunarinnar í herra stutt ávarp. Ásmundur 9.15opnaðibankinnsvofyrirvið-
gærmorgun. Starfsfólk bankans Stefánsson formaður bankaráðs skiptavini. Mynd Jim Smart.
Höfuðborgarsvœðið
Dýrkeypt íbúaþróun
Byggðastofnun: Áframhaldandifólksflutningarfrá landsbyggðinni og
suður mun hafa í för með sér meiri kostnað en tekjur
Ymislegt virðist benda til þess
að ef áframhald verður á
fólksflutningum frá landsbyggð-
inni og suður muni það hafa í för
með sér meiri kostnað en tekjur
fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta
er meðal þeirra niðurstaðna sem
fram koma í nýútkominni skýrslu
Byggðastofnunar um kostnað
þéttbýlismyndunar og áhrif fólks-
flutninga á höfuðborgarsvæðið.
Samkvæmt framreikningi
Byggðastofnunar á fólksfjölgun
og fólksflutningum í landinu á
næstu 20 ámm eða fram til ársins
2010 mun íbúum á höfuðborgar-
svæðinu fjölga um 20 þúsund
manns án þess að tekið sé tillit til
aðflutninga fólks. Lætur nærri að
það sé samanlagður fjöldi þeirra
sem búsettir vom þann 1. des-'
ember árið 1989 á Vestfjörðum
íþróttamaður ársins
FasUr
liðir
og á Norðurlandi vestra. Sé hins
vegar miðað við þá búferlaflutn-
inga sem verið hafa frá lands-
byggðinni og suður á undanföm-
um ámm mun íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu fjölga um allt að
50 þúsund næstu tvo áratugina.
Meðal þess kostnaðar sem
fyrirsjáanlegur er að muni aukast
ef fram fer sem horfir með íbúa-
þróun á höfuðborgarsvæðinu
næstu 20 árin er að Rafmagns-
veitur Reykjavíkur þurfa að
hraða framkvæmdum við upp-
byggingu aðdreifikerfis síns sem
og Hitaveitan við framkvæmdir
og rannsóknir vegna aðflutning-
anna. Gera má ráð fyrir hratt
vaxandi lóðakostnaði og eins
mun kostnaður við sorphirðu
aukast. Þá er fyrirsjáanlegt að
leggja þurfi út í mikinn kostnað
bæði í viðhaldi og nýfjárfesting-
um í gatnakerfi svæðsins, jafn-
framt því sem auka þarf og bæta
heilsugæsluna og fjölga sjúkra-
rúmum. Bæði ríki og sveitarfélög
mega búast við hækkandi kostn-
aði við skólahald og mikil
aukning verður í eftirspum eftir
plássi á dagvistun. Þá mun hús-
næðiskostnaður aukast og einnig
félagsleg vandamál. Hins vegar
eru ekki nein fyrirsjáanleg
vandamál í vatnsbúskap á höfuð-
borgarsvæðinu vegna aðflutning-
anna.
Hvað tekjuhliðina varðar
munu skattgreiðslur fjölskyldna
og fyrirtækja sem flytja til
svæðsins aukast. Þá munu öflugri
markaðir á höfuðborgarsvæðinu
skapa meiri tekjumöguleika fyrir
fyrirtækin en á landsbyggðinni.
Hins vegar mun fjárfestingar- og
rekstrarkostnaður þeirra verða
meiri.
-grh
Atthagasamtök
Héraðsmanna
Félgsmenn Átthagasambands
Héraðsmanna sem og aðrir Hér-
aðsmenn, vinir og kunningjar,
ætla að hittast í Bláa salnum Hót-
el Sögu laugardaginn 6. janúar
kl. 20.30.
Nýr opnunar-
tími Listasafns
Opnunartima Listasafns íslands
hefur verið breytt. Framvegis
verður safnið opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 12 til 18.
Veitingastofa safnsins er opin á
sama tíma. Nú stendur yfir sýning
á íslenskri myndlist 1945 - 1989 í
eigu safnsins. Aðgangur er
ókeypis, svo og að auglýstum
leiðsögnum.
Nýtt útibú
Borgarbókasafns
Á föstudag opnar nýtt útibú frá
Borgarbókasafhinu, Grandaúti-
bú, en það tekur við af útibúinu
sem var til húsa að Hofsvallagötu
16 í rúm 50 ár. Grandaútibú er til
húsa að Grandavegi 47 og hefur
þar til umráða 90 fermetra hús-
næði en gamla útibúið var í 30
fermetra húsnæði þannig að öll
aðstaða breytist. Otibúið er að-
gengilegt hreyfihömluðum, þá er
í safninu sérstök barnadeild og
lítil tímaritadeild. Fyrst í stað
verður bókasafnið opið á sama
tíma og var á Hofsvallagötunni,
þ.e. frá 16-19 mánudaga til föstu-
daga, en stefnt er að því að lengja
opnunartímann fljótlega. Davíð
Oddsson borgarstjóri mun opna
Grandaútibúið formlega kl. 16 á
föstudag.
Samið um
orlofsferðir
launafólks
Samtök launafólks, Samvinnu-
ferðir-Landsýn og Flugleiðir
undirrituðu á þriðjudag sam-
komulag um orlofsferðir launa-
fólks sumarið 1990. Samið var
um 4.500 flugsæti til allra helstu
áfangastaða Flugleiða og verða
ferðimar á mjög hagstæðum
kjömm. Sala ferðanna hefst
snemma á þessu ári og verður
hún á vegum félaganna og Sam-
vinnuferða-Landsýnar. í tengsl-
um við ferðimar bjóða Sam-
vinnuferðir-Landsýn sumarhús
og bflaleigubfla víða í Evrópu á
sérstökum vildarkjörum. Verka-
lýðsfélögin sem í hlut eiga eru
ASÍ, BSRB, VR, KÍ, BHMR,
FFSI og BÍ. Nánari upplýsingar
um söludaga ferðanna veita
verkalýðsfélögin.
Fyrir skömmu luku fjórtán nem-
ar í Reykjavík og Hafiiarfirði
sveinsprófum í stálsmíði, vél-
smíði og málmsteypu. Skírteini
vom afhent við hátíðlega athöfn
sem Félag málmiðnaðarmanna
og Félag jámiðnaðarmanna
gengust fyrir. Við það tækifæri
var þeim Svavari Sigmundssyni
og Heimi Haukssyni veittar
viðurkenningar fyrir að hafa
skarað framúr. Á myndinni em
nokkrir hinna nýútskrifuðu jám-
iðnaðarsveina og í fremri röð
halda þeir Svavar og Heimir á
viðurkenningunum.
Sögusjóður
stúdenta
í febrúar verður veittur árlegur
styrkur úr Sögusjóði Stúdenta í
Kaupmannahöfn að upphæð
7.000 danskar krónur. Sjóðurinn
veitir styrki til verkefna er tengj-
ast sögu íslenskra námsmanna í
Kaupmannahöfn, verkefna sem
að einhverju leyti tengjast sögu
íslendinga í Kaupmannahöfn og í
sérstökum tilfellum til annarra
verkefna sem tengjast dvöl ís-
lendinga í Danmörku, er stjóm
sjóðsins telur ástæðu til að
styrkja. Umsóknir um styrkinn
Kvóti 1990
Halldór
gefur línuna
Sjávarráðuneytið hefurgef-
ið út þrjár reglugerðir um
stjórnfiskveiða. Heildar-
þorskaflinn um 300þúsund
tonn og grálúðuafli um 45
þúsund tonn
Nýútkomin reglugerð sjávarút-
vegsráðuneytisins um stjórn
botnfiskveiða í ár gerir ráð fyrir
þvi að heildarþorskaflinn geti
orðið allt að 300 þúsund tonn og
grálúðuaflinn um 45 þúsund
tonn. Af öðrum botnfisktegund-
um verður heimilt að veiða 65
þúsund tonn af ýsu, 90 þúsund
tonn af ufsa og 80 þúsund tonn af
karfa.
Að öðru leyti eru þær reglur
sem gilda um botnfiskveiðar á ár-
inu í aðalatriðum þær sömu og
giltu í fyrra með þeirri unda-
ntekningu þó, að þar sem kvóta-
lögin gilda aðeins til ársloka er
óheimilt að veiða umfram úthlut-
un ársins af aflaheimildum næsta
árs. Þá verða sóknardagar togara
aðeins 230 í stað 245 og þeim
fækkar einnig hjá skipum í öðrum
útgerðarflokkum og um 15 hjá
þeim flokkum báta sem flesta
sóknardaga höfðu, en um færri
daga hjá öðrum.
Ennfremur hefur ráðuneytið
gefið út reglugerð um veiðar á
úthafsrækju sem eru að mestu
leyti sömu reglur og giltu í fyrra
og er viðmiðunaraflinn einnig
hinn sami eða 23 þúsund tonn.
Eins og undanfarin ár geta loðnu-
skip valið á milli rækjuveiðileyfa
og almenns botnfiskleyfis.
Þriðja og síðasta reglugerðin
sem sjávarútvegsráðuneytið hef-
ur gefið út er um veiðar smábáta.
Þær reglur eru óbreyttar frá fyrra
ári að öðru leyti en því sem leiðir
af lækkun heildarafla í þorski. Á
næstu dögum mun ráðuneytið
senda útgerðum báta 10 brúttó-
rúmlestir og stærri valbréf þar
sem gerð verður grein fyrir kost-
um þeirra í aflamarki og sóknar-
marki. Einnig fá þeir aðilar sem
leyfi fengu til veiða á báti undir 10
lestum bréf þar sem skýrðir verða
veiðikostir þeirra jafnframt því
sem þeir fá einnig sent umsóknar-
eyðublað um veiðileyfi. -grh
skulu hafa borist stjóm sjóðsins
fyrir 17. febrúar 1990.
gks hf. stofnað
Skömmu fyrir jól var stofnað nýtt
fyrirtæki í húsgagnaiðnaði gks hf
með sammna tveggja gróinna
fyrirtækja í greininni, Gamla
Kompanísins og Kristjáns Sig-
geirssonar. Þróunarfélag íslands
er einnig stofnaðili að fyrirtækinu
en Félag íslenskra iðnrekenda
aðstoðaði við undirbúninginn. í
fréttatilkynningu frá gks segir að
tilgangurinn með sameiningunni
sé að koma á fót einu öflugu fyrir-
tæki sem á arðsaman hátt byggi á
hönnun, kaupum og sölu á hús-
gögnum, innréttingum svo og
öðram skyldum vöram og þjón-
ustu. Hlutafé nýja fyrirtækisins
er ákveðið 82,5 miljónir króna og
era þegar fengin hlutafjárloforð
fyrir um 75 miljónum. Afgangur-
inn 7,5 miljónir verður seldur á
næstu vikum á opnum markaði.
Velta fyrirtækisins í ár er áætluð
um 250 miljónir króna. Allir
starfsmenn í framleiðslustörfum
fyrirtækjanna tveggja sem að
nýja fyrirtækinu standa hafa ver-
ið endurráðnir en þeir era rúm-
lega 50 talsins. Megináhersla
verður lögð á skrifstofu- og stofn-
anahúsgögn. Á næstu tveimur
mánuðum verður starfsemin öll
flutt að Bfldshöfða 18, í húsnæði
Gamla Kompanísins.
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúar 1990