Þjóðviljinn - 04.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Vatnsendi Klippt á Kópavog Reykjavík vill kaupa hluta Vatnsendafyrir 162 miljónir. Eigandi vill aðeins selja 100 hektara sem gerir landið mjög dýrt. Heimir Pálsson: Viljum halda landinu í eigu Kópavogs ið ræðum þetta fram og aftur ■ þessa dagana og þetta er eins- og í fornsögunum, við höfum þrjá eða fjóra kosti og enginn góður, sagði Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs um kauptilboð Reykjavíkurborgar í hluta Vatnsenda og hvort Kópa- vogur muni beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaupin. Borgin hefur gert landeiganda til- boð í þann hluta jarðarinnar sem næstur er Reykjavík en landið er allt innan marka Kópavogs. „Það er hreint ekki ánægjuleg tilhugsun að landið verði í eigu Reykjavíkur, enda þótt við mun- um ráða skipulagningu á svæð- inu. Annars vonumst við að leyst verði úr þessu foma deilumáli á farsælan hátt og mun það væntan- lega skýrast á næstu dögum,“ sagði Heimir ennfremur. Vatnsendalandið er í aðalskipu- lagi Kópavogs til 2008 og er þar gert ráð fyrir íbúðabyggð, versl- un og þjónustu, útivistar- og iðn- aðarsvæðum, auk landbúnaðar- svæðis við býlið. Vatnsendi er í eigu Magnúsar Hjaltested og einsog hann sagði í Þjóðviljanum í gær hefur hann hug á að selja um 100 hektara landsins, sem er alls 800 hektar- ar. Borgin gerði hinsvegar tilboð í 350 ha svæðisins fyrir 162 milj- ónir króna en Magnús vill ekki selja nema 100 hektara fyrir sömu upphæð. Kaupi borgin að- eins 100 hektara er þetta land greinilega orðið mjög dýrt, eða 162 krónur á fermetra. Sam- kvæmt tilboði borgarinnar yrði útborgun 12 miljónir en eftir- stöðvar greiddar á 15 ámm. „Við emm alls ekki að setja Kópavogsbæ stólinn fyrir dymar með þessu tilboði. Þeim er heim- ilt að ganga inn í kaupin - taki eigandi því - og tilboðinu er hag- að þannig að vilji Kópavogur kaupa landið ætti það ekki að reynast erfitt vegna hve útborgun er lág,“ sagði Davíð Oddsson um tilboð borgarinnar. Hann taldi borgina hafa fulla þörf fyrir þetta svæði í framtíðinni en Kópavog hinsvegar eiga mun stærra lands- Séð yfir hluta þess lands sem Reykjavík vill kaupa en Kópavogur hefur forkaupsrétt á. Mynd: Jim Smart. svæði fyrir sig annars staðar. Borgarstjóri sagði ekki tímabært að skipuleggja svæðið að svo stöddu en þar væri með mjög góðu móti hægt að koma fyrir 7-8 þúsund manna byggð og jafnvel allt að 15 þúsund manna byggð. Svæðið sem um ræðir liggur nokkuð vestan við Elliðavatn, rétt fyrir neðan útvarpsstöðina á Vatnsenda. Þar búa um 250 manns og í viðtölum Þjóðviljans við nokkra þeirra kom fram megn óánægja þeirra með fyrir- huguð kaup borgarinnar. „Til- boð borgarinnar er dæmigert fyrir yfirgang hennar og hef ég ekki trú á að stjóm hennar verði vinsælli fyrir næstu kosningar með þessum hætti,“ sagði einn íbúi á svæðinu sem reyndar vildi ekki láta nafns síns getið. Heimir Pálsson taldi ólíklegt að tilboð borgarinnar væri hluti af kosningarbaráttu Sjálfstæðis- flokksins. „Þetta er heldur lang- sóttur leikur fyrir kosningar og má mikið vera ef ekki em mörg eitmð peð þar innan um,“ sagði Heimir Pálsson. -þóm Utanríkisráðherra Fer hvenji Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tilkynnti stjórnvöldum í ísrael á þriðjudag að hann hefði ákveðið að fresta opinberri heimsókn sinni til ísra- els, sem hefjast átti í gær, um ó- ákveðinn tíma vegna óvissuást- ands í landinu, eins og það var orðað í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Engar nánari skýringar era gefnar í tilkynningu utanríkisráð- uneytisins á því hvaða „óvissu- ástands“ er vísað til. En ráðu- neytið hafði boðað á þriðjudag að ráðherrann myndi gefa frá sér yfirlýsingu vegna frestunar heimsóknarinnar seinnipartinn sama dag. Þetta var síðan dregið til baka en yfirlýsing boðuð á miðvikudag. Utanríkisráðherra sætti nokkr- um ámælum þegar ljóst var að umrædd heimsókn stæði fyrir dyram, vegna hryðjuverka stjórnvalda í ísrael gagnvart ó- breyttum borguram á herteknu svæðunum. Ekki er ljóst á yfirlýs- ingu Jóns Baldvins hvort þetta varð til þess að hann frestaði heimsókn sinni eða stjómar- kreppa sem yfirvofandi var í f sra- el vegna brotttreksturs vísinda- málaráðherrans úr ríkisstjóm- inni. En sú kreppa leystist á þriðjudag. -hmp Símsmiðir Komnir í öimur störf Páll Þorkelsson formaður ný- stofnaðs Félags símsmiða, segir simsmiði nú hafa fullnægt þeim skilyrðum sem samninga- nefnd ríkisins setti þeim fyrir ári tU að verða fullgUdur samnings- aðUi, en þá bregði svo við að rfldð neiti að ræða við þá. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjár- málaráðherra segir ráðuneytið stöðugt vera að ræða við sím- smiði. Félag íslenskra síma- manna sé með lausa samninga og við þá sé rætt í samninganefnd og undirnefndum. Um áramótin lögðu 70 sím- smiðir niður störf þar sem upp- sagnir þeirra tóku þá gildi. Páll Þorkelsson segir 30 símsmiði til viðbótar hafa sagt upp störfum og á mörgum stöðum á landinu séu engir símsmiðir við störf og á ein- um stað séu þeir allir komnir út á sjó eða í önnur störf. Páll sagði símsmiði hafa sótt um aðild að Rafiðnaðarsambandi íslands í fyrra en það hefði ekki gengið vegna andstöðu ríkisins. Nú væru símsmiðir komnir í Raf- iðnaðarsambandið og hefðu stofnað þar eigið félag og þeir hefðu átt tvo fulltrúa í samninga- nefnd við gerð síðustu kjara- samninga í október. Á samninga- fundum þá hefði komið fram að ríkið væri ekki tilbúið til að viður- kenna kröfur símsmiða vegna þess að Félag íslenskra síma- manna, þar sem símsmiðirnir vora áður, væri enn með samning í gildi. Nú væru samningar lausir og símsmiðir hefðu sagt upp störfum til að fullnægja öllugi skilyrðum til stofnunar nýs félags en þá vildi ríkið ekki ræða við þá. Áð sögn Páls hafa yfirmenn Pósts og síma sýnt símsmiðum vissan skilning í þeirra baráttu en virtust samt algerlega ráðþrota gagnvart þeim vanda sem nú væri kominn upp, þrátt fyrir að sím- smiðir hefðu rætt við þá sín mál fyrir mörgum mánuðum. Rafiðn- aðarsambandið stæði heilt að baki símsmiða og hefði skorað á sína félagsmenn að ganga ekki í störf þeirra. Á meðan engar við- ræður færu fram héldi ástand í símamálum áfram að versna og bilunum fjölgaði. Viðgerðar- og flutningsbeiðnir hefðu þegar ver- ið orðnar um 300 seinnipartinn í desember. Svanfríður Jónasdóttir sagði ríkið ekki tilbúið að viðurkenna hvaða félag sem væri fyrir hvaða hóp sem væri. Félagafrelsið gæfi mönnum ekki sjálfkrafa rétt gagwart ríkinu. Þó til að mynda einhver hópur innan Kennara- sambands Islands sætti sig ekki við gerða samninga gæti hann ekki gengið í Rafiðnaðarsamb- andið og ætlast til að samið verði við þá á þeim vettvangi. Ríkið ætti nú í samningaviðræðum við símsmiði í gegnum Félag ís- lenskra símamanna. —hinp sís Langlundargeðið brast Kjartan P. Kjartanssonfjármálastjóri Samhandsins létfyrirvaralaust afstörfum á gamlársdag. Kjartan: Ég kann enga skýringu ámismuninum á kauptilboðunum í hlut Sambandsins í Samvinnubankann Kjartan P. Kjartansson fjár- málastjóri Sambandsins lét af störfum hjá Sambandinu á gaml- ársdag eftir að Landsbankinn gerði Sambandinu gagntilboð um hlutabréf þess í Samvinnubank- anum. Kjartan hefur starfað hjá Sambandinu í á fjórða áratug, þar af tuttugu ár sem fram- kvæmdastjóri. Þjóðviljinn hafði samband við Kjartan í gær og spurði hann um' ástæður þess að hann hættir hjá Sambandinu. „Ég er búinn að vera í þessum samningum frá því snemma árs og hef talið mig vera búinn að ljúka þeim í stærstum drögum þegar minnisatriðin vora undir- rituð 1. september; annars hefði maður ekki skrifað undir. Þá var meiningin að ljúka þessu fyrir októberlok. Ég taldi á þeim tíma að ég væri að ljúka þessu fýrir hönd Sambandsins og að banka- menn væra að ljúka þessu fyrir hönd Landsbankans. Síðan kem- ur í ljós að það sem ég taldi að verið væri að semja um gekk ekki í gegn, það náði ekki staðfestu hinumegin. Þegar maður er bú- inn að standa í þessu mánuðum saman og stendur allt í einu and- spænis því að það koma ný boð og ný tilmæli frá bankaráði sem situr síðasta fund sinn í lok ársins, þau boð ganga þvert á það sem búið er að vera að klappa saman á undangengnum vikum, þá hlýtur einhversstaðar að bresta lang- lundageð í þessu.“ Bitnar það ekki á röngum að- ila? Það er bankaráð Landsbank- ans sem kemur með nýtt tilboð, en ekki stjóm SÍS sem hleypur frá fyrra tilboði. Samt segir þú upp hjá Sambandinu. Hvemig kemur það heim og saman? »Ég er að semja við æðstu menn bankans og starfandi menn og hlýt því að þurfa, sem fram- kvæmdastjóri Sambandsins að eiga við þá viðamikil samskipti áfram. Ég taldi að ég væri ekki heppilegasti maðurinn fyrir Sam- bandið til þess að eiga áframhald- andi samskipti við bankann svo snurðulaust væri.“ Það er ekki laust við að manni finnist sömu reglur vera famar að gilda í viðskiptalífinu og í stjómmálunum. Nú verður for- stjóra á og þá skal fjármálastjóri vflcja. Hverju svararðu því? „Nei, það er af og frá. Guðjón átti ekki nokkum hlut að þessu. Hann fól mér alfarið val og veg- semd af samningunum. Ég gerði honum og stjóminni að sjálf- sögðu grein fyrir viðræðunum, en hann bar ekki á nokkum máta ábyrgð á þeim, öðravísi en að hann hefði að sjálfsögðu orðið að helga samningana þegar þar að kemur. Ef mér mistekst þau skylduverk sem ég á að sinna og ef ég rapportera þau öðravísi, bara eftir bestu vitund, heldur en raun verður á, þá verð ég að sjálf- sögðu að bera ábyrgð á því. Hitt er annað mál að það er ákaflega sjaldgæft að menn vilja bera ábyrgð á sínum gjörðum hér á íslandi. Þeir vilja skjóta sér ein- hversstaðar á bak við aðra.“ Þú lítur semsagt á þetta sem mistök af þinni hálfu? „Ég vil ekki endilega kalla þetta mistök. Ég vil segja að sú trú sem ég hafði og það mat sem ég lagði á samningana, það reyndist ekki rétt vegna afstöðu þeirra sem ég var að kljást við. Ég ætla ekki að ásaka þá, að minn skilningur sé réttari en þeirra.“ Það ber mjög mikið á milli þessara tveggja tilboða, þess sem gengið var frá 1. september og þess sem kom núna. Tilboðið nú er um þriðjungi lægra en fyrra tilboðið. Kanntu skýringu á því? „Nei. Ég kann enga skýringu á því. Ég var með kröfugerð um sölu bankans sem var töluvert hærri en við féllumst á 1. sept- ember, en það gerðum við í því augnamiði að ná saman við þjóð- bankann á eins farsælum Únum einsog hægt var, þannig að þetta yrði ekki mikið þóf. Ég var með töluvert hærri fjárhæðir en þá var ákveðið að sættast á við, sem hefði gefið okkur 825 miljónir.“ Að lokum, Kjartan: Hvað tekur nú við hjá þér? „Þegar maður tekur svona ákvörðun væra það óheilindi ef maður væri búinn að baksa við að tryggja sér starf eða stöðu ein- hversstaðar annarsstaðar. Þá væri maður að nota einhverja tylliástæðu. Ég hef engum slíkum störfum að hverfa að núna.“ En þú ert alfarið hættur hjá Sambandinu? „Um leið og ég vék úr starfinu, þá vék ég úr starfinu. Það þýðir að þá vék ég úr starfi hjá Sam- bandinu." -Sáf Fimmtudagur 4. janúar 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.