Þjóðviljinn - 04.01.1990, Blaðsíða 12
Hvernig leggst nýja áriö í
Þ'9?
Lára Lúðvígsdóttir
húsmóðir
Bara mjög vel og ég vonast eftir
góðri heilsu og velgengni á árinu.
Rína Þorsteinsdóttir
nemi
Það leagst bara vel í mig. Ég
vona að árið verði eins gott og
síðasta ár en veðrið verði betra.
Guðjón Sigurðsson
á röltinu
Árið leggst ágætlega í mig. Efna-
hagur landsins er á uppleið og
fiskvinnslan er að komast í samt
lag eins og hún á að vera.
Jón Pétursson
nemi
Nýja árið leggst vel í mig. Ég
vona að stjómmálamenn verði
meira ábyrgir gerða sinna á árinu
en þeir hafa verið.
Sigþrúður Ármannsdóttir
skrifstofumaður
Árið leggst vel í mig og ég vona
að allt verði betra en það var á
síðasta ári.
þjómnuiNN
" Fimmtudagur 4. janúar 1990 2. tölublað 55. árgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Rithöfundaverðlaun RÚV
Enginn hörgull
á verkefnum
Hjörtur Pálsson ljóðskáld
hlaut árleg rithöfundaverðlaun
Rikisútvarpsins, sem úthlutað
var á gamlársdag. Hjörtur, sem
hefur helgað sig ritstörfum und-
anfarin 4-5, ár segir verðlaunin
koma sér vel, bæði vegna þeirrar
viðurkenningar, sem í þeim felist,
og eins auðveldi fjárstuðningur-
inn honum að sinna skriftunum
ótruflaður.
Hjörtur hefur gefið út 4 ljóða-
bækur og eitt sagnfræðirit auk
þess sem hann hefur þýtt 18
bækur, þar af 17 í óbundnu máli.
Einu ljóðaþýðingarnar, sem
komið hafi út eftir sig, segir hann
vera úrval úr ljóðum danska
skáldsins Henriks Nordbrandts,
en hann er einn þeirra, sem að
þessu sinni voru tilnefndir til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs.
Mörg orð um það sem hann
vinnur að um þessar mundir vill
Hjörtur ekki hafa, segist þó hafa
verið að vinna að bók undanfarin
misseri og búast við að koma
henni frá sér í haust. Eins langi
sig til að koma frá sér ljóðabók
innan allt of langs tíma. - Pað er
óhætt að segja að það sé enginn
hörgull á verkefnum, segir hann
að lokum. LG
Hjörtur Pálsson segir viðurkenninguna og vinnufriðinn, sem verðlaununum
fylgir, koma sór vel. Mynd - Kristinn.
Sjóður Ásu Wright
Jákvæð viðurkenning og ánægjuleg
Herði Ágústssyni veitt viðurkenning úr verðlaunasjóði Ásu Wright
- Þetta er mjög ánægjulegt,
það er ekki hægt að segja annað,
segir Hörður Agústsson
listmálari, en hann hlaut á föstu-
daginn var viðurkenningu úr
Verðlaunasjóði Ásu Guðmunds-
dóttur Wright fyrir rannsóknir
sínar á íslenskri byggingarsögu
aUt frá Landnámsöld.
- Þetta er fyrst og fremst já-
kvæð viðurkenning og ánægju-
leg, segir hann, - og það sem mér
Hörður: Mikið verk framundan.
Mynd - Kristinn.
er efst í huga er að ég vona að
þessi viðurkenning verði til að
vekja athygli íslendinga á sinni
húsagerðarlist og stuðli að því að
betur verði gætt að slíkum minj-
um hér á landi. Til þess er ég að
þessu.
Hörður vinnur sem stendur að
fjórða bindinu um Skálholt í rit-
röð sinni Staðir og kirkjur, og
fjallar það bindi um staðarhald í
Skálholti, byggingar og það líf,
sem þar hefur verið lifað. Auk
þriggja binda um Skálholt hefur
hann meðal annars lokið 2 bind-
um um Laufás og einu um Mos-
fell, en segir mikið verk framund-
an.
Hann vilji vekja athygli íslend-
inga á því að eins og aðrar Evróp-
uþjóðir höfum við líka átt glæsta
byggingarlist, allt þetta tal um
moldarkofa sé ekki nema hálfur
sannleikurinn. Sama máli segir
hann að gegni um myndlistina;
þótt myndlistararfurinn sé kann-
ski ekki eins merkur og bók-
menntaarfurinn sé óþarfi að
þegja yfir honum eins og gert hafi
verið fram undir þetta. lG
Tónleikar
Bolaa
andlíti tón-
listarínnar
Emil ogAnna Sigga gera sitt
besta til að túlka tónlist
P. D. Q. Bachs á tónleikum í
Norræna húsinu í kvöld
Sönghópurinn Emil ásamt
Önnu Siggu og vel völdum hljóð-
færaleikurum ætla í kvöld að
reyna að gera sitt besta í að túlka
tónlist ættarskammar Bach-
fjölskyldunnar, P.D.Q. Bachs.
Að sögn Emils er listrænum
hæfileikum þessa yngsta og sísta
sonar J.S. Bachs best lýst með því
að segja að það sé hin mesta
Emil og Anna Sigga æfa fyrir tónleikana. Mynd - Jim Smart.
óheppni að latneska orðasam-
bandið „Diabolus in Musica" hafi
verið tekið í notkun á tímum
P.D.Q. því viðurnefnið Tónlist-
ardrísill hefði hæft honum með
ágætum. Bræður hans munu hins
vegar hafa lýst honum sem bólu á
andliti tónlistarinnar.
Emil kveður eftirlifandi af-
komendur Bachs hafa reynt að
afmá öll verksummerki um tilvist
P.D.Q. að honum látnum, en þó
ekki tekist betur til en svo að
bandaríski hljómfræðingurinn og
pédékúristinn Peter Schickele
hafi fundið nokkur handrit af
verkum hans. Ákvað Schickele
að helga líf sitt rannsóknum á lífi
og verkum P.D.Q. Bachs, hefur
nú skrifað ævisögu hans og staðið
að útgáfu og hljóðritunum á
fjölda verka hans.
Emil og Anna Sigga munu í
kvöld flytja nokkur af þessum
verkum í sal Norræna hússins og
hefjast tónleikarnir kl. 20:30.
LG