Þjóðviljinn - 06.01.1990, Qupperneq 5
Kíkt í risa-
buddumar
Fjölmiðlarnir dæla talnaflóði svo örtyfir mann-
skapinn aðfólk getur varla sett upphæðirnar ísam-
hengi og borið saman að gagni
Ólafur H. Torfason skrifar
Tilb. Landsb. I Samv.banka des. ‘89
Tilb. Landsb. I Samv.banka des. '89
Hlutabréfasala á Isl. 1989
Hagnaöur Isl. jámblendifél. 1989
Þjóöarþotan
Hlutafó Stöövar 2
Skattgreiöslur ISAL 1989
Vegafrkv. Amameshæö
Dýpkun Sandgeröishafnar (3 ár)
Viögerö Bessastaöastofu
Rikisáb. launa v. gjaldþr. 1989
Endumýjun Hótels Loftl.
Tilb. Rvíkur I Vatnsendaland
Útfl. aaöardúnn 1990
Þrotabú ReiÖhallarínnar
Hlutabréfasala 29.des. 1989
Hönn.kostn. Þjóöl.hússviög.
Verö á laxv.kvóti GraBnl./Fær. hámark
Holræsi v. Ægissíöu, Rvfk
Verö á laxv.kvóti Grænl./Fær. lágmark
I 828
1605
1600
1500
■■438
| 405,5
1400
Hve margar
milljónir?
ÞJÓÐVIUINN / ÓHT
200 þús. tonna álvet
Heildarskuld fsl. erfendis
Fjárfög 1990
Veröm. útfl. fiskafuröa 1989
Tryggingar 334 skipa 1989
Verömæti afla upp úr sjó 1989
Eign landsm. f sparísk. rfkissj.
Afb. & vext. af erl. lán. 1990
Verömæti ftota Flugleiöa
Jólasalan f versl. 1989
Hagnaöur ISAL 1989
Viöskiptahalli v. útl. 1989
Jákv. vöruskiptajöfn. 1989
Lánv. Atv.trygg.sjóðs 1989
Fjárlagahalli 1990
Jarögöng undir Kópavog
Viögerö Þjóöleikhúss
Skuldir Stöövar 2
I 200
1150
I 95,2
Hve margir
milljarðar?
ÞJÓOVUINN/ÓHT
Einu alþjóðamálin sem duga
eru tónlistin og stærðfræðin.
Tákn þeirra skiija allar þjóðir og
gildi þeirra er alls staðar eins.
Hins vegar gengur afar misjafn-
lega að festa sér jafnt tóndæmi
sem talnadæmi í minni. Fjölmiðl-
ar demba yfir fólk daglega úr
talnatunnum. Erfiðlega gengur
að finna raunverulegt samhengi
og fá raunhæfan samanburð.
Fjárhæð sem slegið var upp í
gær kann aö vera mun lítilfjör-
legri en sú sem leynist milli lína í
dag. Þess vegna er hollt að staldra
við og bera sumar þessar tölur
ögn saman í ró og næði.
Berum saman
milljarða
Skoðum nú til dæmis ýmsar
tölur úr nýlegum fréttum sem
hátt hefur borið. Skuldir Stöðvar
2 eru sagðar 1,2 milljarður. Með
því að líta hér á súluritið „Hve
margir milljarðar“ má sjá, að
þetta er smáræði borið saman við
aðrar milljarðatölur sem skotið
hafa upp kollinum nýlega.
Þrándur
spáirí
spilin
í þessum fyrsta pistli ársins er
við hæfi að slást í för með
stjórnmálaforingjum og völvum,
og spá í spilin fyrir árið. Þrándur
er bjartsýnismegin á vogarskál
spádómanna en herdeild hag-
fræðinga, sem engin verðmæti
þekkir önnur en þau sem mæld
verða í einhverjum hraksmánar-
legasta gjaldmiðli heimsins, sér
að venju um svartsýnina.
Fyrst af öllu virðist Þrándi ljóst
að ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar muni lifa að minnsta
kosti fyrst um sinn, jafnvel allt
árið ef stjórnarandstaðan lofar,
sem hún gerir að venju sinni.
Þetta verður að vísu ekkert sæld-
arlíf á köflum. Þó er bót í máli að
allt mun fara saman, löngun ráð-
herranna til að sitja, lempni
verkalýðsforystu og atvinnurek-
enda við að halda í henni lífinu,
og þægilegt viðmót stjórnarand-
stöðunnar.
Stjórnarandstaðan, sem áfram
situr á Kvennakaupþingi hægri-
mennskunnar, mun aftur á móti
eiga góða daga og baða sig í hug-
myndaleysi Sjálfstæðisflokksins,
athugunarleysi Kvennalistans og
tilgangsleysi Frjálslyndra hægri
manna. Þegar líða tekur á árið
mun að vísu renna upp fyrir
Álver af þeirri stærð sem nú er
helst rætt um er dýrasta fyrirbæri
sem íslendingar taka sér í munn,
kostar um 200 milljarða, eða
rúmlega tvöföld fjárlögin 1990.
Ríkisrekstursreikningurinn fyrir
þetta ár stendur nefnilega í kr.
95.231.513 á blöðunum hjá fjár-
málaráðuneytinu.
Heildarskuld íslendinga er-
lendis nemur nú um 150
milljörðum, eða rúmlega tvö-
földu verðmæti útfluttra fiskaf-
urða í fyrra, 57,5 milljörðum
króna. Athyglisvert er að það er
næstum sama fjárhæð og flotinn
er tryggður fyrir, 57 milljarðar.
Þar er um að ræða alls 334 skip og
báta.
Jólasalan í verslunum 1989 er
talin hafa numið um 13
milljörðum króna. íslendingar
hefðu næstum getað keypt allan
flugflota Flugleiða, 7 þotur, fyrir
þessa upphæð, en reyndar þurft
að sleppa varahlutunum. Fjár-
festing Flugleiða f þessu f heild
nemur 16,7 milljörðum.
ÍSAL hagnaðist árið 1989, í
fyrsta sinn í langan tíma segja
þeir, og nam gróðinn 7,6
stjórnarandstöðunni að hún á að
vasast í pólitík rétt eins og stjórn-
arliðið. í vetrarlok veldur þetta
henni nokkurri undrun, skrekk í
þingbyrjun næsta haust og endur-
nýjuðum móðgunum undir jól.
í millitíðinni verða aftur á móti
sveitarstjórnarkosningar. Þá
verður nú margur standandi
hissa, einkum þó í höfuðborg-
inni. Á útmánuðum kemur í ljós
að stjórnarandstaðan í höfu-
ðstaðnum getur aðeins komið sér
saman um eitt: að hún eigi ekki
nógu margt sameiginlegt til að
geta boðið fram saman gegn Da-
víð og vinum hans. Hún mun
heldur ekki geta ákveðið fyrr en á
síðustu stundu í hve mörgum
hollum hún á að vera í kosninga-
baráttunni. Fjöldi stjórnarand-
stöðuframboða er í dálítilli þoku
ennþá en flest bendir til að þau
verði á bilinu sjö til tíu. Á síðustu
stundu kemst stjórnarandstaðan
að þeirri niðurstöðu að hún verði
því trúverðugri sem hún er sund-
urlausari og málflutningur henn-
ar ruglingslegri. Meðal annars
þess vegna verður hún mjög
undrandi yfir úrslitum kosning-
anna, og ekki orð um það meir.
Ríkisstjórnin glímir áfram við
efnahagsvandann sem breiðfylk-
ing hagfræðinga hefur fundið
upp. Þjóðin mun að vísu verða
meðal þeirra ríkustu í heimi, hér-
lendir sjómenn verða enn einu
sinni aflakóngar veraldarinnar,
fiskvinnslufólk heldur áfram að
búa til dýrðlegar máltíðir fyrir
auðuga sælkera vesturlanda, og
næstum allir sem vettlingi valda
munu vinna lengstu vinnuviku
allra vesturlandabúa, en allt
verða það jafn óskiljanleg auka-
atriði fyrir sérfræðinga í efna-
hagsmálum og hingað til.
milljörðum. Til samanburðar má
nefna að hagnaður Grundartang-
averksmiðjunnar, þ.e. íslenska
járnblendifélagsins, nam um
hálfum milljarði á sama tíma.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa
verið roggnir með þá staðreynd,
að vöruskiptajöfnuður okkar á sl.
ári var jákvæður um 6,8
milljarða. Hins vegar var við-
skiptahallinn í heild 7,6
Smátt og smátt rennur upp
fyrir þjóðinni að hún kann að
eiga skilda skárri ríkisstjórn, en
þess háttar stjórn stendur því
miður ekki til boða fyrst um sinn,
og alls ekki á meðan Sjálfstæðis-
flokkurinn lýtur forystu þeirra
sem eru jafn illa að sér í þjóðar-
bókhaldinu og raun ber vitni.
Kvennalistinn mun aftur á móti
ná sæmilegum sáttum við al-
menna skynsemi, og sambúðin
við Sjálfstæðisflokkinn fer þar af
leiðandi hríðversnandi þegar líð-
ur á næsta vetur. Þá hefst létt og
saklaust daður milli núverandi
stjórnarflokka og Kvennalistans,
sem vel getur endað með því að
eftir næstu þingkosningar verði
margur ekki bara standandi
hissa, heldur beinlínis forviða.
Hjá stjórnarflokkunum verður
flest við það sama. Framsóknar-
mönnum mun halda áfram að
þykja varaformaðurinn traustari
en formaðurinn. f Alþýðubanda-
laginu mun hins vegar bara
sumum þykja varaformaðurinn
traustari en formaðurinn og í Al-
þýðuflokknum verður varafor-
maðurinn fyrst um sinn aukaatr-
iði, hvað sem síðar kann að
verða, þegar öllum markverðum
afmælisboðum er lokið á þeim
bæ. Samtökum um jafnrétti og
félagshyggju vegnar vel, og hafa
enga þörf fyrir varaformenn.
Framtíð Borgaraflokksins er
óljósari, en þar sem spá Þrándar
er á bjartsýnu nótunum verður
það mál ekki rætt frekar.
Af framanrituðu sést, að hin
íslenska þjóð á gleðiríka daga
framundan hvað sem hagspek-
ingar Seðlabanka og Þjóðhags-
stofnunar kunna að segja. Gleði-
legt nýár!
Þrándur.
milljarðar, sem náttúrlega er öllu
verra. Lánveitingar Atvinnu-
tryggingasjóðs eru ekki langt frá
þessari stærðargráðu, voru alls
6,4 milljarður.
Metum svo
milljónir
Hæsta milljónatalan sem við
setjum hér á samanburðarmynd-
ina „Hve margar milljónir" er til-
boð Landsbankans í 52% hlut
SÍS í Samvinnubankanum í
haust: 828 milljónir. Síðan lækk-
aði tilboðið reyndar um sem svar-
ar vegaframkvæmdunum á Arn-
arneshæð, en þær eru taldar
kosta um 225 milljónir.
Þjóðarþotan svokallaða, sem
ríkissjóður seldi Arngrími Jó-
hannssyni og félögum í Atlanta-
flugfélaginu um daginn, var
metin á 438 milljónir. Hagnaður
Járnblendifélagsins 1989, 500
milljónir, hefði dugað fyrir
henni, en hins vegar ekki skatt-
greiðslur ÍSAL 1989, sem námu
um 400 milljónum.
Hér skulum við nefna þrenns
konar dæmi sem virðast kosta
eitthvað svipað:
1. Dýpkun Sandgerðishafnar
næstu3 árin er áætluð kosta 210
milljónir.
2. Ríkisábyrgð á launum vegna
gjaldþrotafyrirtækja 1989 nemur
um 200 milljónum.
3. Viðgerðakostnaður við
Bessastaðastofu siglir hraðbyri í
200 milljónir, sem er ferföld upp-
hafleg áætlun. Allar endurbætur
á Bessastöðum voru upphaflega
áætlaðar mundu kosta um 300
milljónir, og ef allt fjórfaldast
þarf að snara fram rúmum
milljarði í þetta.
Við getum nefnt fleiri sýnis-
horn af sambærilegum fjárhæð-
um. Til dæmis samþykkti Borg-
arráð Reykjavíkur að greiða
sömu fjárhæð fyrir Vatnsenda-
land og Flugleiðir vilja verja til
endurbóta á Hótel Loftleiðum:
170 milljónum króna.
Og enn birtast samstæður:
Hlutabréfasala í einn dag, 29.
desember síðastliðinn, nam
hvorki meira né minna en 90
milljónum króna, en það er ná-
kvæmlega sama fjárhæð og hönn-
unarkostnaður við endurbætur á
Þjóðleikhúsinu er sagður vera.
Nokkrir ofurhugar vilja að
keyptur verði upp allur laxveiði-
kvóti Grænlendinga og Færey-
inga í Norður-Atlantshafi.
Meiningin er sú að þá veiðist bet-
ur í íslenskum stangveiðiám á
næstunni. Fyrir þetta eru menn
reiðubúnir að punga út sem svar-
ar einu holræsi við Ægissíðu,
nánar tiltekið 70 milljónum. En
það er hámark. Laxveiðimenn-
irnir telja sig geta náð kvóta
grannþjóðanna fyrir 37 milljónir
ef allt gengur að óskum.
Til hvers?
Hvers vegna eru menn að
flækja ólíkum fjárhæðum fyrir
óskyld verkefni saman í eina
bendu eins og hér er gert? Fyrst
og fremst er það nú gert til gam-
ans. En hugsanlega finnst ein-
hverjum gagn að því að hugleiða,
að blessaður æðarfuglinn gefur af
sér meira á einu ári en sem svarar
öllu þrotabúi Reiðhallarinnar
hf., meira en hönnunarkostnaði
vegna viðgerða Þjóðleikhúss.
Gjaldeyristekjur af sölu æðar-
dúns 1989 voru hvorki meira né
minna en 100 milljónir, og þenn-
an búskap er enn hægt að stór-
efla. Hugsanlega að gera vöruna
verðmætari.
Og ef til vill er rétt að huga að
því, þegar mönnum ofbýður að
greiða 13 milljarða í vexti af er-
lendum lánum þjóðarinnar 1990,
að þetta er nákvæmlega sama
upphæð og fróðir menn áætla að
þjóðin hafi eytt í jólagjafir 1989.
Gísli Guðmundsson
leiðsögumaður og kennari frá Tröð
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. janú-
ar kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Landgræðslusjóð.
Anna M. Guðjónsdóttir
Jón H. Gíslason
Brandur Gíslason
Guðmundur T. Gíslason
Atli Gíslason
Ásmundur Gíslason
Guðrún Gísladóttir
Valgerður Guðmundsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Marta Hauksdóttir
Jóhanna Vigfúsdóttir
Unnur Jónsdóttir
Rannveig Hallvarðsdóttir
Laugardagur 6. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN -• SÍÐA 5