Þjóðviljinn - 06.01.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 06.01.1990, Side 11
I VIKULOKIN í DAG Förum nýjar slóðir Haraldur Bessason: Náin samvinna verður höfðviðaðrar menntastofnanir hér- lendis og erlendis sem og ýmsar rannsóknastofnanir í sjávarútvegi Háskólinn á Akureyri hefur nú starfað í þrjá vetur þó ekki hafl verið sett um hann endanleg lög- gjöf fyrr en vorið 1988. Á fímmtudag var mikil stund í stuttri sögu skólans þegar sjávar- útvegsdeild hóf göngu sína við há- tíðlega athöfn. Haraldur Bessa- son rektor Háskólans á Akureyri bindur miklar vonir við deildina og deilir þar skoðun með mörgum öðrum. Þjóðviljinn ræddi stutt- lega við Harald í tilefni þessara tímamóta. Hvernig sérðu hlutverk nýju sjávarútvegsdeildarinnar í fram- tiðinni? í framtíðinni verður sjávarú- tvegsdeildin ein af höfuðdeildum skólans í tengslum við aðrar deildir ásamt rekstrardeild, þar sem meðal annars er farið í iðn- rekstrarfræði. Það má reikna með mikilli samnýtingu á milli þessara deilda. Það má annars segja um þenn- an skóla að flestir sem hafa kynnst honum sjái hann sem við- bót við það háskólanám sem þeg- ar er á Islandi. Ýmsir sjá skólann sem byggðastefnumál og að hann verði til þess að hingað norður komi fólk til starfa við skólann og þeir sem brautskráist frá honum finni sér starfsvettvang hér og í nágrenninu. Þar styðjast menn við reynslu norrænna þjóða og annarra. Það er heldur enginn vafi á að með skólanum skapast nýjr möguleikar fyrir íslenska stúd- enta til náms að vissu leyti. Ég geri ráð fyrir að næsta ára- tuginn verði lögð höfuðáhersla á að byggja upp þær deildir sem við höfum núna. Ég hef ekki trú á að við förum út í að byggja upp nýjar deildir alveg á næstunni. Én það girðir ekki fyrir að skólinn gangist fyrir námskeiðum ýmis konar og endurmenntun. Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri. Þá er það mín skoðun að sér- staka rækt beri að leggja við allar rannsóknir og stefna beri að því að skólinn komist að doktors- námi í öllum greinum sem hann býður upp á. Ég tel að við verð- um að stefna að því ef skólinn á að standa undir nafni. Háskólinn á Akureyri mun einnig leitast við að hafa gott samband við aðrar menntastofn- anir hér á landi og erlendis. Við stefnum ekki að því að bjóða hér upp á sama nám og Háskóli ís- lands, heldur stefnum við að því að fara nýjar slóðir. Það er ljóst að við höfum bæði stuðning ríkisstjórnarinnar og heimamanna og þó ég hugsi nú ekki mikið um pólitík, þá hef ég orðið var við stuðning allra flokka. Það er til dæmis fróðlegt að skoða störf menntamála- ráðherranna. Þó ég hafi ekki starfað hérna lengi hef ég samt verið við skólann í tíð þriggja menntamálaráðherra. Þeir hafa allir verið mjög stefnufastir í okk- ar málum, hvað sem líður ólíkum pólitískum skoðunum, og það verður að segjast eins og er að núverandi menntamálaráðherra hefur unnið dyggilega að málefn- um Háskólans á Akureyri. Það er einnig mjög mikilvægt að sjávarútvegsráðherra lýsti hér á hátíðarsamkomunni yfír ein- dregnum stuðningi sínum við sjávarútvegsdeildina. Einnig er mikilvægt fyrir deildina að hafa náið samband við Hafrannsókna- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Nú þegar er af- ráðið að húsnæði Kaupfélagsins muni hýsa bæði rannsakendur frá háskólanum og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins. Einnig var það tilkynnt á hátíðarsamkomunni að útibú Hafrannsóknastofnunar á Húsavík verði flutt til Akureyrar. Þannig að hér á Akureyri verða þrjár stofnanir sem lúta að sjávarútvegi. Ég tel þetta fyrir- komulag mjög skynsamlegt vegna þess að það er ómögulegt að háskólinn standi einn og ein- angraður. Skólinn gegnir kannski þrenns konar hlutverk umhverfíslega séð. Hann hefur hlutverki að gegna fyrir sitt nánasta umhverfi, fjórðunginn, landið allt og ef til vill umheiminn allan, því með sjávarútvegsbrautinni förum við inn á svið alþjóðlegra rannsókna. í sumar munum við gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu og við eigum von á fjölda þátttakenda frá Kananda, Skotlandi og Bandaríkjunum. Við vonumst líka til að geta fengið fyrirlesara og kennara frá öðrum löndum til skólans í framtíðinni. Auðvitað koma peningar þar við sögu en það er alltaf til nóg af þeim eins og Fjölnismenn sögðu, þó þeir ættu aldrei neina peninga sjálfir. -hmp Að klóra í bakkann Það eru allir að meika það nema við, sagði afgreiðslu- maðurinn í sjoppunni beint á móti vídeóleigunni, þegar ég kom við hjá honum til að kaupa einn pilsner til að skola niður með spólunni seinna um kvöldið þegar ró myndi færastyfirheimilið. Þessi afgreiðslumaður hefur þá áráttu og þörf að verða að tjá sig um allt milli himins og jarðar við kúnnann sem yfirleitt er á hraðferð og má ekkert vera að því að setja sig í pælingar manna sem koma honum ekkert við. Fyrir mér var hann bara afgreiðslumaður og mín ósk heitust að hann hagaði sér sem sllkur, væri með ólundarsvip og þögull sem gröfin nema þegar hann væri búinn að leggja saman upphæðina sem vörurnar kostuðu. En því er ekki að heilsa. Við verðum samt að klóra í bakkann og vona að spáin hans Steingríms rætist, að í lokársins birti yfir. Hann mun víst hafaorðiðfyrir vitrun áfjallstindi. Skáldlegtog fagurt einsog Steingríms er von og vísa. Strengdirðu annars áramótaheit á þessum tímamótum? spurði hann, opnaði kælinn og náði í pilsnerinn. Djöfuls hnýsni er þetta í manninum hugsaði ég en kunni ekki við að segja það og umlaði því eitthvað um að halda áfram að klóra í bakkann einsog hann hafði sjálfur sagt að þjóðin yrði að gera. Spurði svo hvað pilsnerinn kostaði og var að vona að hann hefði lækkað í verði vegna virðis- aukans hans Ólafs Ragnars. En afgreiðslumaðurinn var ekkert á þeim buxunum að sleppamérstrzixheldurhélthann þéttingsfast um dósina ogsagði: Klóra í bakkann. Hvaða helvítis barlómur er þetta í upp- hafi nýs áratugar, síðasta áratugar aldarinnar. Þótt langlundargeð mitt væri á þrotum og ég sæi fram á að koma heim í kaldan mat með hlandvolgan pilsner úr krumlum afgreiðslumannsins, hafði hann nú bryddað upp á slíku viðkvæmnismáli að ég varð að leggja eitthvað til málanna. Skítt með það þótt ég væri á hausnum einsog 70% þjóðarinnar, ég myndi hvorteðer halda áfram að klóra í bakkann. En þetta með áratuginn gat ég ekki leitt hjámér. Það er ekkert til sem heitir núll, sagði ég. Ha, sagði hann og virtist sleginn út af laginu, því hann vissi augljóslega ekki hvert ég var að fara. Áratugurinn er alls ekki búinn, hélt ég áfram. Honum lýkur ekki fyrr en um næstu áramót, sama hvaö þú og flestir aðrir telja, sama þótt dagblöðin hafi flest verið að kveðja áratuginn, að ekki sé talað um sjónvörpin og út- vörpin og péturog pál og biskupinn. Stjörnufræðingar segja að áratugurinn sé ekki búinn fyrr en tugurinn sé liðinn og tugurinn er ekki liðinn fyrr en í lok ársins 1990. Ja hver asssvítinn, sagði afgreiðslumaðurinn. Ég vissi ekki að það væru til menn sem væru svona staðfastir á skoðun sinni. Svo þú ætlar bara að sitja í fýlu þegar þjóðin kveður öldina eftir 10 ár. Nú þykir mér tíra. En skítt með það... Það er ekkert skítt með það. Þjóðin virðist vera það mikið gengin af göflunum að hún er meira að segja búin að glata tímaskyni sínu. Nú var ég sjálfur búinn að gleyma tímaskyninu, gleyma því að soðningin kólnaði heima og pilsnerinn volgnaði á milli fingra afgreiðslumannsins, gleyma því að ég vissi ekkert verra en kaldan fiskbita með volgum pilsner, gleyma því að ég vissi fátt leiðinlegra en afgreiðslumenn sem eru að kássast upp á mann óviðbúinn. Áratugurinn er mitt hjartans mál. Mér er skít sama um flest annað, fyrir löngu búinn að gef ast upp á því að hafa skoðun á f lestu öðru en því að áratugurinn er áratugur en ekki níu ár. Það er mitt síðasta hálmstrá í þessum heimi á hverfanda hveli þar sem allt sem áður sneri upp snýr nú niður. Ég hangi í því hálmstrái og klóra í bakkann. Og hvaða spólu á að sjá í kvöld? spurði hann og benti á plastpokann minn, rétti mér pillann og tiltók hvað hann kostaði (hann hafði ekki lækkað við upptöku virðisaukask- attsins). Ég náði aftur jarðsambandi, borgaði þegjandi og hélt út í rigninguna án þess að Ijóstra því upp hvað ég ætlaði að horfa á þessa kvöldstund. -Sáf þJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Alþingi slitið í gær. Versta þing í manna minnum. Það mun í endurminningunni lifasem þing Viðbufðir ríkislögreglunnar.sveitaflutning- anna, harðvítugri tollalaga og hegningarlaga, - þing þyngstu fjárlaganna og verstu kaupþrælkunarinnar, - þing menningarfjandskapar og spill- ingardýrkunar... 6. janúar laugardagur. 6. dagurársins. Þrettándinn. 6. vikavetrarbyrjar. SólarupprásíReykjavíkkl. 11.13 -sólarlag kl. 15.55. Skúli Thoroddsen fæddur árið 1859. Tómas Guðmundsson skáld fæddur árið 1901. Eduard Bernsteinfæddurárið 1850. Upphaf Spartakus uppreisnar- innar í Berlín árið 1919. Verka- lýðsfélagið Skjöldur á Flateyri stofnað árið 1934. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 5.-11.jan. 1990eríHoltsApótekiog Laugavegs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN 1 Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............simi 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............sími 5 11 66 Garðabaer............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj.............sími 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum alian sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgaispítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- spítalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SJúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húslð Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfrsðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Alandi 13. Opiövirkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. • Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, ■ simi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21— 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hifaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem viija styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga GENGIÐ 5. jan. 1990 kl. 9.15. _ . .. Sala Bandarikjadollar........... 60.96000 Sterlingspund.............. 99.54500 Kanadadollar............... 52.53600 Dönsk króna................ 9 26440 Norskkróna.................. 9’29690 Sænsk króna................. 9.86570 Finnsktmark................ 15.14910 Franskur franki............ 10 57510 Belgískurfranki............ 1.719500 Svissneskurfranki.......... 39.53310 Hollensktgyllini........... 32.00420 Vesturþýsktmark............ 36.13520 Itölsk líra................ 0.048100 Austurrfskursch............. 5.13890 Portúg. Escudo.............. 0.40860 Spánskur peseti............ 0 55750 Japansktyen.................. 0.42282 Irsktpund................... 95.1620 KROSSGÁTA 7 ■ZB 17 |t« :É Lárétt: 1 styrkja4 haf 6 planta 7 verst 9 fljótan 12 krafti 14 eðja 15 eyði 16hafna19örk20 gagnslaus 21 skakka Lóðrétt: 2 leyf i 3 tómt 4 ein 5 reykja 7 heystæði 8 gremst 10 rumana 11 sindur13fæði17el- legar 18band Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 slæm 4 fork6 eir 7 kast 9 ásar 12 ætl- un14enn15efi16 skáli 19 iðka 20 óður 21 aldna Lóðrétt: 2 lóa 3 mett 4 fráu 5 róa 7 kremið 8 sænska 10 sneiða 11 reiðri 13 Ijá 17 kal 18 lón Laugardagur 6. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.