Þjóðviljinn - 11.01.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1990, Síða 1
Fimmtudagur 11. janúar 1990 7. tölublað 55. árgangur SH/SÍS Góðæri í fiskútflutningi HeildarútflutningurSölumiðstöðvarhraðfrystihúsanna árið 1989 á frystum sjávarafurðumjókstum20% miðað viðfyrra ár, að verðmœti tœplega 15 miljarðar króna sem eraukning um 37%. SÍS: Útflutningur jókst um 15,6% ásíðasta ári miðaðvið 1988fyrirrúman 9,1 miljarð króna sem er aukning um 41,4% Umtalsverð aukning varð á síð- asta ári í sölu sjávarafurða á vel flestum mörkuðum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar Sambands- ins, bæði hvað snertir magn og verðmæti miðað við árið 1988. Rúm 70% af gjaldeyristekjum Is- lendinga fást fyrir útflutning sjá- varafurða. Síðasta ár reyndist vera þriðja stærsta útflutningsár að magni til í sögu SH frá stofnun þess árið 1942. Aðeins á árunum 1979 og 1980 var flutt út meira af frystum sjávarafurðum. Heildarútflutn- ingur SH árið 1989 nam 96 þús- und tonnum sem er um 20% magnaukning miðað að við árið 1988, að verðmæti tæplega 15 Símsmiðir í trassi við ríkið Fjármálaráðuneytið viðurkennir ekki verkfall símsmiða. PállÞorkels- son: Grundvallar mannréttindi. Svanfríður Jónasdóttir: Slœm reynsla affleiri en einu stéttarfé- lagi á vinnustað Símsmiðir hafa boðað verkfall frá 16. janúar en fjármálaráðu- neytið hefur ekki viðurkennt verkfallið. Meirihluti símsmiða sagði upp störfum og gekk úr BSRB yfir í Raflðnaðarsamband- ið, sem ráðuneytið viðurkennir ekki sem samningsaðila fyrir símsmiði. „Krafa okkar er að Rafiðnað- arsambandið verði viðurkenndur samningsaðili okkar og liggja fé- lagslegar ástæður þar að baki. Við viljum samræma okkar menntunarmál og teljum Rafiðn- aðarsambandið betri vettvang til þess, en þetta snýst um þau grundvallar mannréttindi að geta valið sér stéttarfélag,“ sagði Páll Þorkelsson í samtali við Þjóðvilj- ann. Svanfríður Jónasdóttir aðstoð- armaður fjármálaráðherra segir að miðað við fyrri reynslu sé það ekki æskilegt að símsmiðir séu í mörgum félögum. „Beiðni þeirra hefur verið hafnað því það er betra að semja við aðeins einn aðila. Fleiri viðsemjendur á sama vinnustað hefur oft þýtt misræmi í launum sem kostað hefur úlfúð og óánægju á vinnustað. Annars hefur þessi afstaða ríkisins ekkert með launamál að gera,“ sagði Svanfríður um kröfu símsmiða. -þóm miljarðar króna sem er 37% verðmætaaukning í krónum tal- ið. Til Bandaríkjanna, sem skila að staðaldri hæsta fiskverði fyrir framleiðsluvörur SH, jókst magnið úr tæplega 24 þúsund tonnum 1988 í rúmlega 27 þúsund tonn árið 1989. Frystur fiskur seldist til Bandaríkjanna fyrir 4.063 miljónir króna árið 1988 en í fyrra fyrir 5.885 miljónir sem þýðir 45% verðmætaaukningu. Hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins nam heildarút- flutningur á síðasta ári alls 53.710 tonnum á móti 46.480 tonnum árið á undan sem þýðir magn- aukningu um 7.230 tonn frá árinu 1988 eða um 15,6%. í verð- mætum talið nam heildarút- flutningurinn alls rúmum 9,1 miljarði króna en nam árið 1988 rúmum 6,4 miljörðum króna. Verðmætaaukningin á milli ára er því rúmir 2,6 miljarðar króna eða um 41,4%. Jafnframt varð um aukningu að ræða í öllum afurðaflokkum hjá Sjávarafurða- deildinni nema frystum hrogn- um. Minnst varð aukningin í frystum heilum humri eða um 3% en mest í frystum loðnuhrognum eða um 113%. Frystar sjávaraf- urðir frá Sambandinu til Banda- ríkjanna námu á síðasta ári 14.100 tonnum á móti 11.200 tonnum árið þar á undan. Aukningin er 2.900 tonn eða 26%. Sömuleiðis varð aukning á öðrum mörkuðum þess svo sem í Vestur-Evrópu og Austur-Asíu. Hins vegar varð samdráttur í sölu til Sovétríkjanna á síðasta ári. Þá varð einnig veruleg sölu- aukning hjá SH í Vestur-Evrópu og jókst magnið úr 30 þúsund tonnum árið 1988 í 36 þúsund tonn í fyrra sem er 20% aukning og verðmætaaukning úr 3.341 miljón króna í 4.766 miljónir í fyrra sem er 43% aukning. Til Asíu voru flutt út 24 þúsund tonn í fyrra á móti tæplega 18 þúsund tonnum árið 1988. Verðmæta- aukning á milli ára var 37% en árið 1988 seldi SH fyrir 1.653 miljónir króna og í fyrra fyrir 2.272 miljónir. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri markaðsdeildar SH segir að söluaukninguna megi skýra með mjög markvissu og auknu söiustarfi og nánu samspili söluskrifstofa SH í Bandaríkjun- um, Vestur-Evrópu og Japan við markaðs- og framleiðsludeildina hér heima. Þá hefur verðmæta- aukning fengist með sölu á meira unnum fiskflökum og vaxandi innlendri vinnslu og sölu fullunn- inna sjávarafurða í smápakkn- ingum og neytendapakkningum. -grh Fm blóma- tímum kjötfarsins Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur kynntu í gær fyrir- hugaða frumsýningu á nýju leikriti eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leikritið heitir Kjöt og ger- ist í kjötverslun í Reykjavík á ár- unum eftir 1960, blómatímum kjötfarsins, þegar margt var að gerast í íslensku þjóðlífi og ýmis- legt gerjaði undir yfirborðinu. Kynningin fór fram í Kringlunni, við kjötborðið í Hagkaup, þar sem Elva Ósk Ólafsdóttir sýndi hádramatísk tilþrif í hlutverki af- greiðslustúlku, en Árni Pétur Guðjónsson og Stefán Jónsson skemmtu sér í hlutverkum að- stoðarmanna í versluninni. Kjöt verður frumsýnt föstudaginn 26. janúar, leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir. Mynd: Jim Smart. Vestfirðir Gerð jarðganga flýtft Samgönguráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að gerð þeirra verðiflýtt um þrjú ár og þau tekin í notkun um miðjan áratuginn. Þingeyri: Fögnum tillögu ráðherrans innilega essari tillögu samgönguráð- herra fögnum við Vestfirðing- ar af heilum hug enda okkur kappsmál að jarðgöngin verði gerð sem fyrst til að spyrna meðal annars við þeirri ískyggilegu íbú- aþróun sem verið hefur á síðustu árum hér á norðanverðum Vest- fjörðum, sagði Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri. Á ríkisstjórnarfundi í fyrradag lagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra fram tillögu um að flýta gerð jarðganga í gegnum Breiðadalsheiði og Botnsheiði um allt að þrjú ár. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst þau að mikið hefur verið um fólksflutninga frá þéttbýlisstöð- um á norðanverðum Vestfjörð- um síðustu árin sem mikilvægt er talið að sporna gegn eins og kost- ur er til að halda þeim í byggð. Samkvæmt tillögu Steingríms er gert ráð fyrir að byrja fyrr á verk- inu og vinna það hraðar en upp- hafleg áætlun gerði ráð fyrir og unnið verði að gerð þeirra á tveimur stöðum samtímis. Ann- ars vegar ísafjarðarmegin og hins vegar frá Önundarfirði. Ef tillaga ráðherrans nær fram að ganga yrði öll forvinna við jarðganga- gerðina unnin strax í ár og ef að líkum lætur ættu Vestfirðingar og aðrir landsmenn að geta ekið um þau í ársbyrjun 1995 og jafnvel fyrr ef vel gengur. Að sögn Árna Þórs Sigurðs- sonar í samgönguráðuneytinu var tillögu ráðherra vel tekið í ríkis- stjórninni en engar ákvarðanir teknar um málið. Það þarf m.a. að kynna fyrir samgöngunefnd- um Alþingis og fjárveitinganefnd því ljóst er að taka þarf lán til þessara framkvæmda. Að sögn Helga Hallgrímssonar forstjóra tæknideildar Vegagerðar ríksins er ekkert af hálfu stofnunarinnar sem mælir gegn því að fram- kvæmdinni verði flýtt nema síður sé. Þá segir Hreinn Haraldsson jarðfræðingur hjá Vegagerðinni að samkvæmt þeim borunum sem gerðar hafi verið á svæðinu séu berglögin þar eðlileg og ekkert varðandi verkið sem sé óyfir- stíganlegt. Með tilkomu jarðganganna myndu tengjast saman stærstu byggðakjarnar Norður-ísafjarð- arsýslu, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri við Súgandafjörð, Isa- fjörður, Bolungarvík og Súðavík, með þeirri hagræðingu sem því fylgir. í því sambandi má nefna skóla, heilsugæslu, flugvelli og hafnir að ógleymdri vinnslu sjá- varafurða. Með tilkomu brúar yfir Dýrafjörð, sem væntanlega verður tekin í notkun á næsta ári, verður vegalengdin frá Þingeyri til ísafjarðar aðeins um 50 kflóm- etrar. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.