Þjóðviljinn - 11.01.1990, Side 4

Þjóðviljinn - 11.01.1990, Side 4
þJÓDVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Átak 1990 Nú viö upphaf Átaks 1990, stærsta verkefnis í upp- græðslu með aðstoð almennings hingað til, verður sú spurning enn áleitnari, hverjar aðferðir hafi reynst áhrifa- mestartil að spilla flóru íslands og hvaða spor séu heppileg- ust til að þétta gróðurkápuna á ný. Og hvort yfirleitt sé ástæða til að lita hér alla mela, holt og sanda. Illa rökstuddir sleggjudómar í þessum efnum fæla ekki aðeins frá, heldur geta valdið röngum áherslum í átökunum. Ljóst er td. að vinnuaðferðir sumra eldhuga í skógrækt fyrr á öldinni gerðu ekki einasta margan bóndann afhuga heldur töfðu skynsamlega uppgræðslu og leiddu áhugafólk á ófrjó- ar villigötur. Fólk sem heldur að sauðlaust ísland muni springa jafn- harðan út af hvönn og blágresi, hefur líka verið svikið um réttar upplýsingar. Grösug heimalönd eyðibýla, gegnsmog- in taði, villa mörgum sýn. Friðun og beitarstjórn eru hins vegar lífsnauðsynleg miklu víðar en nú tíðkast. Hugsanlega enn brýnna verkefni en útplöntun, áburðargjöf og sáning. Þessar sárafáu ær liðinna tíma komust minnst á afrétti. Þær voru mjólkaðar heima eins og gimbillinn mælti, þetta er mjólkurkyn og þarf að kynbæta það sem fyrst með erlendum stofnum, td. Texel, ef meiningin er að nota það í alvöru til hagkvæmrar kjötframleiðslu í framtíðinni. Sauðfjárbeit hefur því ekki reynst öflugasta tæknin til að skemma ísland. Féð hafði hreinlega hvorki fjöldann né aðstöðuna til að rótnaga fjöllin. Aðrar orsakir ollu, þótt rollur nútímans hafi víða tafið bata. Tötrar Fjallkonunnar blöstu næstum jafn skýrt við Ara fróða á 12. öld, samkvæmt íslendingabók, eins og Ómari Ragnarssyni loftkappa núna. Á 250 árum frá landnámi höfðu forfeður okkar tætt trjávið og hrís úr sverðinum. Næstu 7 aldirnar var gróðureyðingin af mannavöldum það gjald sem þjóðin borgaði fyrir að komast af. Eldsneyti til rauðablásturs, denginga og annars heimilishalds bættist við vetrarbeit stórgripa. Reginöfl náttúrunnartil lofts, láðs og lagar minntu örlítið á sig við suðurströndina um daginn, hvolfdu sandinum enn á ný yfir Vík í Mýrdal og sundruðu veggjum og vegum. Þeir sem ekki átta sig á áhrifum slíkra firna á yfirborð íslands, þegar ælur eldfjalla og frostbit bætast við, geta varla skipu- lagt endurheimt landgæða að gagni. Alla þessa öld hefur íslenskt hugsjónafólk leitað leiða til að borga gróðurskuld þjóðarinnar við land sitt. Hugsanlegt er að ársins 1990 verði ekki síst minnst fyrir þær sakir á íslandi, að þá hafi landsmenn tekið höndum saman í stærsta landgræðsluverkefni þjóðarinnar og snúið vörn í sókn. Þeir aðilar sem standa að Landgræðsluskógum - Átaki 1990 - hafa nú forgöngu um stórtækari aðferðir í uppgræðslu en áður hafa þekkst hér. Um leið er reynt að virkja sem flesta landsmenn og efla þekkingu og virðingu æskunnar fyrir umhverfi og náttúru. Forseti okkar, Vigdís Finnbogadóttir, sem hefur í orði og verki sýnt lifandi áhuga sinn á umhverfismálum og upp- græðslu, er verndari Ataks 1990. Ráðist er í það í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands. Skógræktin, Land- græðslan, landbúnaðarráðuneytið og fjölda margar aðrar stofnanir og fyrirtæki eru þátttakendur og stuðningsaðilar. Nú kemur að almenningi að sýna hug sinn. Á þessu ári býðst tækifæri til árangursríkra sjálfboðaliðastarfa í upp- græðslu gróðursnauðra, friðaðra svæða. Sérfróðir menn hafa valið 73 staði til upphafsframkvæmda. Dreift verður einni og hálfri miljón blrkiplantna til áhugahópa um land allt. Ennfremur verða til ráðstöfunar fræ og plöntur af öðrum tegundum. Ástæða er til að hvetja fólk til að fylgjast með upplýsingum og fræðslu sem á næstunni mun birtast á vegum Ataks 1990 og leggja því lið með fjárframlögum og vinnu. Á vori kom- andahefstsjálftgróðursetningar-og sáningarstarfið. Handa- verkin eru mikilvæg, en efling uppgræðslu-andans þó brýnust. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ Dætur rauðsokkanna Fyrir viku birtist í danska blað- inu Information grein sem heitir „Hvernig skyldi veslings rauðsokka-dætrunum ganga?“ Hún er eftir rithöfundinn, mynd- listarmanninn og rauðsokkinn Bente Schwartz og er skrifuð í tilefni af því að henni var fyrir skömmu boðið á sérkennilegt þing í Bandaríkjunum. Pað héldu konur á þrítugsaldri og umræðu- efnið var „femínísk framtíð“. En látum þingið bíða aðeins, greinin hefst á þessa leið: „Börnin mín hafa aldrei þurft að velkjast í vafa um hvort kyn- ferðislegir fordómar væru í til- teknum sjónvarpsþáttum. Mamma þeirra hefur rætt þá út í hörgul og útlistað vandlega fyrir þeim. Ævinlega. Og mér finnst það satt að segja engin goðgá. Börn rauðsokka eru mörg hver afskaplega vel lukkuð. Þau hafa átt áhugasamar mæður sem tölu- ðu við þau og fylgdu máli sínu vel eftir ... og það er alls ekki það versta sem mæður gera. En fjölmiðlar hafa meira gam- an af hinum sögunum, tárvotum frásögnum af því hvað rauðsokk- arnir hafi verið hryllilegar mæður sem bara hugsuðu um að „finna sjálfar sig“ og steingleymdu móð- urhlutverkinu. Ég er ekkert hissa á þessu, það hefur alltaf verið vinsælt að níða rauðsokka. En það skiptir ósköp litlu máli þegar maður sér hvað hugmyndir og starfsaðferðir rauðsokka hafa víða verið teknar upp - og þegar maður horfir á dætur vinkvenna sinn vaxa úr grasi, nýjar konur og öðruvísi en konur hafa verið, sterkar og fallegar. Hvað skyldu fjölmiðlarnir segj a ef þeir fréttu að þessar ungu konur, dæturnar sem hafa mátt líða svo lengi fyrir kvenrembu mæðra sinna, væru byrjaðar að hópa sig saman undir femínískum formerkjum? En það er lóðið, að minnsta kosti í Bandaríkjunum.“ Pær gerðu uppreisn Bente segir svo frá að á þinginu hafi komið saman 400 ungar kon- ur. Og þær buðu með sér eldri ráðgjöfum, rauðsokkum af kyn- slóð mæðranna, til að hlusta á þær segja frá baráttumálum sín- um á sjöunda og áttunda áratugn- um og því sem þær teldu sig hafa komið til leiðar. En því miður voru það einmitt þessi erindi ráðgjafanna sem eyðilögðu þing- ið: „Þau voru allt of löng. Og allt of mörg. Ungu konurnar fengu ekkert ráðrúm til að ræða sín eigin baráttumál og baráttuað- ferðir sem hæfa næstu öld. Þær þoldu við í tvo daga, hlýddu á ræður og strjálar spurn- ingar úr sal sem var svarað í óhóf- lega löngu máli ... Á þriðja degi gerðu þær uppreisn. Þær gátu ekki notað þetta fundarform.“ Skuldinni var vitanlega skellt á mæðurnar hjá stofnuninni sem sá um þingið, þeim var kennt um að hafa skipulagt þingið allt of ná- kvæmlega, valið ómögulegan fundarstað sem var lúxushótel í Washington DC og jafnvel þegið styrki frá fyrirtækjum sem þekkt eru að öðru en bera virðingu fyrir konum. En þrátt fyrir uppreisnina komust ungu konurnar ekki að því hvernig skipulag þær vildu hafa, þingið var of langt komið, tíminn rann út og allir fóru heim. En þær rifust þó opinskátt, segir Bente. „Þær þjáðust ekki af þeirri nauðhyggju mæðranna að láta umfram allt líta svo út sem allar konur séu eins og sam- mála.“ Loks veltir Bente Schwartz fyrir sér hvort ungar danskar konur kæmu á þing sem þetta, og er á því. „Það étur hver eftir öðr- um að umræðunni um jafnrétti kynjanna sé lokið og femínism- inn dauður,“ segir hún. „Þó sjáum við að jafnréttisbaráttan er orðin óafmáanlegur hluti af starfi launþegasamtaka, vinnustaðafé- laga og menntastofnana ... Og líf fólks er að breytast - sambýli, skipulag frístunda, fjölskyldum- unstur og vinna, allt er f örri þró- un. Við erum að skapa réttlátara samfélag, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Það er á leiðinni!“ Mikið væri það gott. Við erum búin að bíða svo lengi. III örlög f sama númeri af Information segir frá því að kanadíski dag- blaðarisinn, fyrirtækið Hol- linger, sem rekur um 200 dagblöð víðsvegar um heim, hafi tekið við rekstri Jerusalem Post í ísrael um áramótin: „Þegar maður opnaði Jerusal- em Post í morgun datt manni fyrst í hug að þetta væri vitlaust blað,“ segir í fréttinni. „Við fyrstu sýn er það svipað blaðinu í gær, en strax og farið er að lesa sést að það er ekki mikið eftir af efninu sem oftast var í blaðinu og ekkert er sjáanlegt eftir fasta fréttamenn og greinahöfunda þess. Þetta er allt annað blað. Og það er engin furða því nýr framkvæmdastjóri, Jehuda Levy, er búinn að reka 20 helstu rit- stjóra og fréttamenn blaðsins. Je- huda þessi er fyrrum liðsforingi í hernum og hefur líka gert það gott í ferðamálabransanum." Nú er hann fulltrúi Hollinger- fyrirtækisins sem er þekkt fyrir annað en vandaða blaða- mennsku. Ástæðan fyrir eignaskiptunum er auðvitað sú að blaðið hefur ekki gengið nógu vel, það hefur verið rekið með tapi og nú á að gera úr því „fjárhagslega heilbrigt fyrirtæki", eins og segir í fréttinni, „með því að sveigja stefnuna til hægri og gera skír- skotun þessvíðari. Voninersú að blaðið seljist þá betur í Banda- ríkjunum ... Frá og með síðustu helgi er blaðið líka með helgarút- gáfu í lit sem ekki á að koma ná- lægt pólitík." Ekki voru þó þeir sem reknir voru einslitir í skoðunum, þvert á móti. En þeir höfðu reynt að fá framkvæmdastjórann ofan af því að skipta sér af ritstjórnarstefnu blaðsins, og þegar það tókst ekki skrifuðu þeir nýjum yfirmönnum bréf og kvörtuðu undan því að þeir hefðu ekki lengur ritfrelsi og jafnvel ekki frelsi til að hugsa. Fjórtán þeirra sem undirrituðu bréfið voru reknir á staðnum og beðnir að hypja sig út úr húsinu áður en hálftími væri liðinn. Hin- ir fengu bréf. Jerusalem Post er eitt af mörg- um ísraelskum dagblöðum og tímaritum sem erlendir aðilar hafa keypt undanfarið. En mönnum finnst sérstaklega raunalegt fyrir Jerusalem Post að breytast í blað sem stílar ein- göngu upp á sölu vegna þess að það var í miklu áliti erlendis. In- formation vitnar í varaformann ísraelsku fjölmiðlanefndarinnar sem segir að því miður hafi landar hans lítinn áhuga á frelsi press- unnar. Mörgum er illa við blöðin og vilja múlbinda þau - og það er hættuleg þróun að hans mati. Hinir brottreknu blaðamenn hafa þó í hyggju að setja á fót nýtt dagblað. SA þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri:HallurPállJónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstof ustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33& 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.