Þjóðviljinn - 11.01.1990, Síða 11
FRA LESENPUM
Menningarferð til
Búlgaríu
Dagana 6.-13. nóvember sl.
dvöldu Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir óperusöngkona og Mar-
grét Sigþórsdóttir formaður
Búlgaríufélagsins á íslandi í
Búlgaríu í boði deildarstjóra
óperu- og listadeildar mennta-
málaráðuneytisins, sem einnig er
forstjóri Varna óperunnar og
heitir Kamburov og Damyanov,
sem stjórnar samskiptum vinátt-
ufélaga á vegum menntamála-
ráðuneytisins.
Tilefni þess boðs var það, að
opna átti Varna óperuna eftir
gagngerar breytingar með því að
sýna óperuna Töfraflautuna eftir
Mozart. Óskað var eftir, að full-
trúi frá íslensku óperunni yrði
viðstaddur þennan atburð til þess
að kynnast óperuflutningi í
Varna með þá von í brjósti að
Varna óperan gæti e.t.v. heim-
sótt ísland í næstu framtíð.
Ólöf Kolbrún segir að óperu-
húsið þjóni öllum nútímakröfum
til óperuflutnings og heillaðist
hún mjög af leik- og söngsnilli
búlgörsku listamannanna. Sama
má segja um búninga og leiksvið.
Óperuhúsið í Varna er glæsilegt
hús, sem byggt var á fyrstu árum
þessarar aldar í byggingarstíl
austurríska keisaratímabilsins.
Menningarmálastjóri Varna,
Korenschev, bauð íslensku gest-
unum að hitta sig til þess að
fræðast um menningarmál í
Varna, sem eru mjög fjölbreytt.
Pennavinir
Thierry Monniez
4 imp. de la maladrerie
Duisans 62161 Maroeuil
Frakklandi
19 ára franskur fslandsvinur
vill komast í samband við jafn-
aldra sína, íslenskar fjölskyldur
og jafnvel ferðaskrifstofur því
áhugamál hans er túrismi. Hann
hyggur á íslandsferð og vill geta
gist hjá innfæddum og býður gist-
ingu íFrakklandi ískiptum. Talar
auk frönskunnar ensku og þýsku.
Sylvain Girard
19 Av. Clémenceau
54540 Badonviller
Frakklandi
Sylvain er 31 árs og hefur
áhuga á náttúrunni, miðaldabók-
menntum, ljóðlist, stangveiði,
ljósmyndun og sundi. Hann vill
skrifast á við karla eða konur á
aldrinum 16-35 ára. Undirbýr ís-
landsför, skrifar á frönsku eða
þýsku.
Jocelyn Giraud
6 Square Hoche
94200 Ivry-sur-Seine
Frakklandi
Jocelyn er 22 ára, kann örlitla
ensku og þýsku og er að byrja að
Iæra sænsku og íslensku. Hann
óskar eftir íslenskum pennavin-
konum.
David Lomel
16 Rue des scarabées
56260 Larmor-Plage
Frakklandi
Davíð er 17 ára og er að byrja
að læra íslensku. Hann hefur
áhuga á tónlist og íþróttum, seg-
ist vera góður í bæði ensku og
þýsku og vill skrifast á við stúlkur
á sínum aldri.
Carsten Greitc
St. Wendel-Str. 29
3300 Braunschweig
V estur-Þýskalandi
Tvítugur íslands- og náttúru-
vinur, sem hingað kom í fyrra vill
skrifast á við íslenska jafnaldra
og jafnöldrur. Hefur áhuga á
ljósmyndun, tónlist og mótor-
hjólum, skrifar þýsku og ensku.
Jörg Grzebeta
Poststr. 6
D-4200 Oberhausen 1
Vestur-Þýskalandi
Fertugur íslandsvinur óskar
eftir pennavinum, hefur áhuga á
ferðalögum, jarðfræði og íþrótt-
um. Vill gjarnan fá bréf á ís-
lensku því hana er hann að læra.
Kamburov forstjóri Varna Öperunnar í Búlgaríu ásamt boðsgestunum Margréti
og Ólöfu Kolbrúnu.
M.a. er haldin listahátíð á hverju
sumri, kölluð „Varna-sumar“,
sem haldin var fyrst árið 1926.
Þar fer fram flutningur á óperum,
ballettum og tónleikum, að ó-
gleymdri alþjóðlegri ballettkepp-
ni ungs fólks og er hún sú elsta í
heimi.
Þessir listaviðburðir fara fram í
óperuhúsinu, útileikhúsinu og í
lystigarðinum, menningarhöll-
inni, sýninga- og íþróttahöllinni
og víðar.
Auk þess fara fram eftirtaldir
listaviðburðir: Alþjóðleg kvik-
myndahátíð, sýning á grafík- og
ljósmyndum, leikbrúðusýning,
kórakeppni o.fl. Einnig er
skemmtilegt að segja frá
þjóðlista- (folklore-) skóla, sem
er starfræktur á sumrin í þorpi
nálægt Varna.
Búlgörsk menningaryfirvöld
hafa mikinn áhuga á að fræðast
um menningarmál á íslandi og
voru þær Ólöf Kolbrún og Mar-
grét ósparar á frásagnir um þau.
Að sjálfsögðu voru þær hreyknar
af ýmsu sem gert er í menning-
armálum á fslandi og má þar fyrst
nefna íslensku óperuna, sem
stofnuð var af áhugafólki um óp-
erur.
Kennsla í tónmennt og söng-
starf í landinu töldu þær vera
áberandi í menningarmálum ís-
lendinga.
Seinni hluti heimsóknarinnar
til Búlgaríu var í Sofia. Þar hélt
Damyanov, sem stjórnar sam-
skiptum vináttufélega á vegum
menntamálaráðuneytisins, fund
með þeim stöllum. Þar voru rædd
menningarmál í löndunum tveim
og hvaða möguleikar væru á því
að mynda betri menningartengsl
á milli landanna, einkanlega með
hjálp vináttufélaga.
Að síðustu var íslendingunum
svo boðið að vera á sýningu á
óperunni Vald örlaganna eftir
Verdi í hinu glæsilega óperuhúsi í
Sofia. Ólöf Kolbrún segist sjald-
an hafa heyrt eins góðar raddir í
óperu og nefnir sérstaklega Stef-
ku Evstaievu, sem fór með hlut-
verk Leonoru.
Ferð sem þessi kostar að sjálf-
sögðu peninga og fyrirhöfn, en
hún á áreiðanlega eftir að skila
árangri ef yfirvöld menningar-
mála á íslandi vilja leggja sitt af
mörkum til þess að taka á móti
þeim lista- og menningar-
straumum, sem hægt væri að
þiggja af Búlgörum.
Vonbrigði með Japansmarkað
Til blaðamanns grh. í Þjóðvilj-
anum hinn 29. des. sl. birtist
grein undir fyrirsögninni
„Loftkastalar Halldórs hrundir“.
Þar kemur m.a. fram að sala til
Japans hafi einungis numið um
fjórðungi af því sem til stóð. í
framhaldi greinarinnar koma
fram atriði sem ekki eru réttilega
eftir mér höfð um það að lítil inni-
stæða hafi verið fyrir loforðum
sjávarútvegsráðherra. Hið rétta
er að fyrir tilstilli sjávarútvegs-
ráðuneytisins kom pöntun í um
eina miljón rækjudósa til Japans.
Salan nam hins vegar ekki nema
um 250.000 dósum þar eð þegar
japanskir eftirlitsmenn komu til
landsins var ekki til nægilegt
magn í alla pöntunina. Einnig
skal það viðurkennt að þeir
höfnuðu hluta þeirra birgða sem
til var einkum vegna beyglna og
annarra útlitsgalla á dósum. Þess-
ar dósir höfðu orðið fyrir hnjaski
vegna forfæringa á lager sem varð
óvenju stór vegna sölustopps til
Þýskalands. Eftirlitsmennirnir
japönsku höfðu aðeins umboð til
að taka út birgðir sem voru til, en
ekki að taka út eftirlitskerfið sem
slíkt eins og aðrir kaupendur lag-
metis almennt gera.
í framhaldi af þessari sölu hef-
ur svo komið frarn í samskiptum
við hina japönsku kaupendur að
varan er ekki auðseld í Japan, og
er þá ekki verið að tala um gæði
vörunnar lieldur fyrst og fremst
að því er líkt farið með Japani
sem íslendinga að niðursoðin
rækja höfðar lítt til okkar enda
notum við svo til einungis ferska
eða frysta rækju.
Því urðum við vissulega fyrir
vonbrigðum með japanska mark-
aðinn sem við vonuðumst eftir að
væri framtíðarmarkaður fyrir
niðursoðna rækju.
Garðar Sverrisson
framkvæmdastjóri Sölusamtaka
lagmetis
Pennavinir
í sambandi við ferð íslenska
landsliðsins til Tékkóslóvakíu ný-
lega, þá komu tékkneskir íþrótta-
fréttamenn að tali við Jón Hjalt-
alín Magnússon, formann HSÍ,
og sögðust hafa mikinn áhuga á
að tékkneskir unglingar eignuð-
ust bréfavini á íslandi. Þar sem
ísland væri með í heimsmeistar-
akeppninni, þá væri þetta tilvalið
tækifæri til að efla samskipti ung-
linga og víkka sjóndeildarhring
þeirra. Tékknesku unglingarnir
skrifuðu bæði á ensku og þýsku.
Handknattleikssamband ís-
lands vill eindregið styðja þetta
málefni, og biður alla unglinga
sem hafa áhuga á að eignast
pennavini í Tékkóslóvakíu að
skrifa til HSÍ og gefa upp nafn
sitt, heimilisfang, aldur og helstu
áhugamál. HSÍ mun síðan koma
nöfnum þeirra á framfæri við
samtök íþróttafréttamanna í
Tékkóslóvakíu.
I DAG
þlÓÐVILIINN
FYRIR 50 ÁRUM
5 manna fjölskylda þarf 2.800 kr.
í mat og föt á ári. Útreikningur
Hagstofunnarsannar, að meiri
hluti verkalýðsins lifir við sult
einsog kaup og atvinna er nú.
Togarinn Hafsteinn bjargar
þýskri skipshöfn, 63 mönnum.
Skipið rakst á ísjaka undan Vest-
fjörðum í fyrrakvöld og fórst.
11. janúar
fimmtudagur. 11. dagurársins.
Brettívumessa. Fullttungl. Sólar-
upprásíReykjavíkkl. 11.04-
sólarlag kl. 16.08.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöa vikuna
5.-11. jan. 1990 er í Holts Apóteki og
Laugavegs Apóteki.
Fyrrnetnda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík simi
Kópavogur..............sími
Seltj.nes..............sími
Hafnarfj...............simi
Garðabær...............sími
Slökkvilið og sjúkrabilar:
Reykjavík..............sími
Kópavogur..............sími
Seltj.nes..............sími
Hafnarfj...............sími
Garðabær...............simi
1 11 66
4 12 00
1 84 55
5 11 66
5 11 66
1 11 00
1 11 00
1 11 00
5 11 00
5 11 00
LÆKNAR
Læknavaktfyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virkadaga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingarog tima-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er opin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspitalans: 15-16. Feðratimj 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftlr samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: v'rka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstig opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi:
alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps-
spítalinn:alladaga15-16og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alia daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavik: alladaga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá
kl.8-17. Síminner 688620. •
Kvennaráðgjöfín Hlaðvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •
sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing
ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin ’78. Svarað er i upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Simsvari á öðrum tímum. Siminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hiiaveitu: s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi
21260 allavirka dagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíö 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
10. jan. 1990
kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar.............. 60.56000
Sterlingspund................ 100.70800
Kanadadollar.................. 52.23200
-Dönskkróna..................... 9.34570
Norskkróna..................... 9.34140
Sænsk króna.................... 9.90840
Finnsktmark................... 15.25830
Franskurfranki................ 10.63160
Belgískurfranki................ 1.72650
Svissneskurfranki............. 39.96040
Hollenskt gyllini............. 32.09410
Vesturþýskt mark.............. 36.22010
Itölsklíra.................... 0.04851
Austurrískur sch............... 5.15380
Portúg. Escudo................. 0.41060
Spánskur peseti................ 0.55490
Japansktyen.................... 0.41661
(rsktpund..................... 95.51800
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 buxur4kylfu
6 stækkuðu 7 grind 9
læra 12áleit 14spil 15
nægileg 16kæpan19
magri20ólgaði21
veiðir
Lóórótt: 2 stilli 3 hníf 4
geð 5 hás 7 vitlausri 8
stólpa10stakrar11
hræðsla 13dauði 17
eyri 18bleyta
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 blær4borg6
afl 7 hrak 9 æska 12
Iaust14und15ólm16
nægur19traf20nafn
21 ragan
Lóðrótt: 2 lár 3 raka 4
blæs 5 rík 7 hausts 8
aldnar10stóran11
arminn 13ugg 17æfa
18 una
Fimmtudagur 11. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN ÐA 11