Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Slippsiödin Um 130 manns endurráðnir Slippstöðin á Akureyri hefur nú þegar endurráðið um 130 manns af þeim 210 sem sagt var upp störfum fyrr í vetur. Ef ekki rætist úr með verkefni handa skipasmíðastöðinni á næstunni er allt eins víst að uppsagnir 80 starfsmanna komi til fram- kvæmda þann 1. febrúar. Að sögn Sigurðar Ringsted forstjóra Slippstöðvarinnar er þó stefnt að því að til þessara upp- sagna þurfi ekki að koma um næstu mánaðamót. Þar ræður mestu hvort fyrirtækinu tekst að selja nýja skipið sem þar hefur verið í smíðum. Rækjustöðin Meleyri hf. á Hvammstanga vill eignast skipið og er að leita leiða til að fjármagna kaupin eftir að stjórn Fiskveiðasjóðs hafnaði lánsumsókn fyrirtækisins. Ef tekst að selja skipið von bráðar er allt að 4 mánaða vinna við lok- afrágang á því sem ætti að tryggja endurráðningu þeirra sem eftir eru. Að öðru leyti hefur verið nóg að gera hjá Slippstöðinni við stór sem smá viðhaldsverkefni í des- ember og það sem af er þessum mánuði sem reyndar var vitað fyrir áður en gripið var til þess ráðs að segja öllum mann- skapnum upp störfum. -grh Akranes Jóhann hættir Jóhann Ársælsson, skipasmið- ur, sem verið hefur bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið á Akra- nesi undanfarin tvö kjörtímabil, skýrir frá því í viðtali við Vestur- landsblaðið 10. jan. að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu í bæjarstjórn við kosning- arnar í vor. Aðspurður segist Jóhann ekki vera að hætta vegna óánægju með flokkinn og svarar svo: „Eg er ekki í neinni fýlu við félaga mína, hvorki hér né annars stað- ar.“ Jóhann segir ennfremur: „Ég hef átt í miklum önnum í starfi mínu og hef því haft lítinn tíma til að sinna bæjarmálunum. Ég sé ekki fram á að það rætist úr þessu í bráð. Auk þess er ég ekki einn þeirra sem telja sig ómiss- andi.“ Alþýðubandalagið hefur myndað meirihluta með Fram- sóknarflokki á Akranesi á kjör- tímabilinu (og gleymdist þó að geta þess á korti í Þjóðviljanum um daginn), en Alþýðuflokkur- inn að mestu starfað með meiri- hlutanum. Jóhann Ársælsson segist vera bjartsýnn á útkomu Alþýðubandalagsins á Akranesi í komandi kosningum, málefna- staða flokksins sé góð, fjárhags- staða bæjarins ekki slæm og fyrir- tækin standi vel. ÓHT Símsmiðir Laun hækka Samkomulag hefur tekist á milli fjármálaráðuneytisins og Félags íslenskra símamanna um leiðréttingu á launum þeirra símsmiða sem eru í félaginu. Samkvæmt því hækkar óhreinindaálag símsmiða úr 4.332 krónum í 5.143 krónur á mánuði og álag á yfirvinnu nemur 4.114 krónum miðað við 80 tíma yfirvinnu á mánuði. Þessi hækk- un á óhreinindaálagi nær sam- kvæmt samkomulaginu til allra símsmiða í FÍS sem áður náði að- eins til hluta þeirra. -grh Á íslandi kannast hver einasti maður við orðið „byggðastefna“. Þetta hugtak er stjórnmálamönn- um hugleikið og í nafni þess setja þeir lög, reglugerðir og færa til fjármagn, oft við misjafnar undirtektir. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur látið Félagsvísind- astofnun gera fyrir sig þrjár skýrslur um húsnæis- og búsetu- mál, sem byggja á könnunum sem stofnunin gerði sumarið 1988, og voru tvær síðustu skýrslurnar birtar á mánudag. Önnur þeirra sem ber titilinn „Búsetuóskir og fólksflutningar“ er af mörgum talin bera mönnum frekar slæm tíðindi, aðallega vegna þess að fólk í vissum landshlutum virðist una hag sínum frekar illa og hyggst flytja búferlum. Ein helsta breytingin frá fyrri samfélagsháttum yfir í iðnaðar- samfélag nútímans er færanleiki vinnuaflsins. Það er nánast talið forsenda þess að hægt sé að halda iðnaðarsamfélagi gangandi að vinnuafl þjóðfélagsins geti færst á milli landshluta og borga án þess að það sé mikið tiltökumál, allt eftir sveiflum hagkerfisins, stór- um og smáum. Islendingar búa við frekar einhæft efnhagskerfi þar sem ein atvinnugrein er allt í öllu. Þjóðin fær um 70% þjóðar- auðsins á hverju ári frá sjávarút- vegi, sem síðan lýtur lögmálum náttúrunnar. Sveiflurnar hér geta því orðið mun grófari og auðsýnni en þekkist í öðrum iðn- ríkjum. Á tímum mikils atvinnuleysis ráða atvinnutækifærin á hverjum stað sennilega mestu um það hvert fólk flytur. En á góðæris- tímum, þegar næga atvinnu er að fá ráða aðrir þættir, eins og tæki- færi til iðkunar félagslífs af ýms- um toga, sjálfsagt miklu um af- stöðu fólks til þess staðar sem það er á. Vestfirðingar á faraldsfœti í skýrslu Félagsvísindastofnun- ar kemur fram að 32,6% Vestfirðinga vildu búa annars staðar en á Vestfjörðum og 40,4% íbúa á Norðurlandi vestra. Þetta eru háar tölur og þessi tvö landssvæði skera sig algerlega úr hvað þær varðar. Ef Akureyri er borin saman við þessi svæði þá eru ekki nema 7,6% Akur- eyringa sem vilja búa annars staðar en þar. Það einkennir Vestfirði að þaðan flyst árlega mikið af fólki í burtu og mikið af fólki flyst þang- að á móti, þó ekki nái það að jafnast út, þannig að þar fækkaði fólki um 2,5% samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu íslands fyrir árið 1989. Til Vestfjarða flyst helst menntafólk sem kemur þangað til kennslu og annarra starfa að loknu námi og hefur kannski ekki áform um að setjast að á staðnum til frambúðar, ásamt almennu verkafólki sem lengi hefur getað gengið að vísri atvinnu á þessu svæði, þó dregið hafi saman annars staðar. Þetta kemur heim og saman við niðurstöðu Félagsvísinda- stofnunnar. En í skýrslu hennar kemur fram að þeir sem flytja helst í burtu frá svæðum eins og Vestfjörðum er ungt fólk sem ætlar að sækja framhaldsnám og þeir sem hafa að baki háskóla- nám eða verklegt framhaldsnám. Þetta fólk hefur úr fjölbreyttari atvinnutækifærum að velja ann- ars staðar og þá aðallega í Reykjavík og nágrenni. Það hef- ur líka sótt nám sitt til Reykjavík- ur eða enn lengra og vanist lifn- aðarháttum sem fjölmennið hef- ur framyfir fámennið. Það er einnig fróðleg staðreynd að á Vestfjörðum, þar sem 32,6% íbúanna vildu búa annars staðar, vilja 62,5% þeirra sem ekki eru aldir upp í landshlutanum búa annars staðar, á meðan margfalt færri þeirra sem hafa alist þar upp vilja fara, eða 16,7%. Svipaða sögu er að segja um Norðurland vestra þó heldur fleiri heima- manna vilji flytja þaðan en af Vestfjörðum, 30,6%. En þann mun má ef til vill skoða með mis- munandi atvinnuástandi á þess- um svæðum. Þungt í þorpurum íbúar smærri staða, með íbúa- tölu undir 200 einstaklinga og á bilinu 200-1.000 manns reynast vera hvað óánægðastir með sinn hag. Tæp 40% fólks á þessum stöðum segist í könnunum Fé- lagsvísindastofnunar vilja búa annars staðar. En íbúar staða með yfir 10 þúsund íbúa eru mun ánægðari með sinn búsetustað, aðeins 3,8% þeirra vilja búa ann- ars staðar og 9,7% íbúa höfuð- borgarsvæðisins vilja búa annars staðar en þar. Þegar svör þeirra sem hafa flutt eða eru í flutninga- hugleiðingum eru skoðuð, kemur í ljós að atvinnu- og kjaramálin lenda í fyrsta sæti sem ástæða flutninganna. í öðru sæti er fé- lagsleg þjónusta og menning, og félagslíf lendir í þriðja sæti. Ef Vestfirðir eru skoðaðir í þessu samhengi, þar sem menn hafa þóst sjá einna mesta vá í lofti varðandi búferlaflutninga, þá hafa flutt þaðan á undanförnum fimm árum 25% íbúanna, sem svarar til þess að á fimm árum flyttu 25 þúsund Reykvfkingar úr borginni. Á þessu sama tímabili fluttu 17% landsmanna allra á milli byggðarlaga, þannig að Vestfirðingar eru 8% yfir lands- meðaltalinu. Eins og komið hef- ur fram hefur atvinna verið trygg á Vestfjörðum til langs tíma. Fólk er því ekki að flýja atvinnu- leysi þó það gæti verið að flýja litla fjölbreytni í atvinnulífinu. Þá liggur beinast við að skoða þær ástæður sem lentu í öðru og þriðja sæti sem orsök brottflutn- ings; félagslegu þjónustuna og menninguna og félagslífið. Það er varla óvarlegt að áætla að fólk á landsbyggðinni almennt og þá sérstaklega þar sem fámenni er og lítið um þjónustu og félagslíf, óski sér eitthvað af þeim „lífs- gæðum" sem það verður vitni að í gegnum fjölmiðla og ferðalög að standa til boða á fjölmennari stöðum. í þessu samhengi er fróðlegt að skoða mannfjölda- breytingarnar á síðasta ári, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar. Er þetta menningarþorsti? Þá fjölgaði á höfuðborgar- svæðinu, Suðurlandi og Suður- nesjum um 0,6-1,4%. Hólmavík skar sig úr á Vestfjörðum eitt þorpa með fjölgun upp á 3%. En fækkun varð á öllum öðrum minni stöðum á svæðinu: Á Patr- eksfirði 6%, en þar búa nú álíka margir og árið 1960, á Flateyri fækkaði fólki um 12% og Suður- eyri um 5%. Á sama tíma stóð íbúafjöldi ísafjarðar og Bolung- arvíkur í stað, þar sem fjöl- mennið er mest og þjónustan og í BRENNIDEPLI Eins og Reykjavík er lítil London eða París, gœtu Isafjörður og Bolungarvík orðið litlar Reykjavíkur, svona rétt eins og Akureyri félagslífið væntanlega meira þar en á hinum stöðunum. Á undanförnum áratug hefur átt sér stað mikil breyting í lifnað- arháttum landsmanna og þeim kröfum sem þeir gera almennt til lífsins og í daglegu máli eru kölluð „lífsgæði“. Reykjavík hef- ur til að mynda tekið stakka- skiptum, breyst úr frekar fá- breyttum smábæ á alþjóðavísu yfir í netta borg sem býður þegn- um sínum og gestum upp á fjöl- breyttari þjónustu og félagslíf en áður. Þetta þýðir að höfuðborg landsins og eina borg þess, er annar staður en áður og síðan má deila um hvort hann er betri eða verri. En eitt er víst að „lífsgæði" borgarinnar freista margra, ekki bara Reykvíkinga. Nú ætlast sjálfsagt enginn til þess að hægt sé að bjóða upp á sömu þjónustu og sömu „lífs- gæði“ um allt land, jafnt á Kópa- skeri, ísafirði og í Reykjavík. Hitt er hins vegar ljóst að fólk hefur nú aðrar hugmyndir um hvernig það vill eyða dögunum en það gerði fyrir áratug síðan. Það er að sjálfsögðu helst hjá unga fólkinu sem þessi breyting kemur fram, enda er það ein af niðurstöðum Félagsvísindastofn- unnar að það sé unga fólkið sem helst leiti burt úr heimahögunum á landsbyggðinni. Bœttar samgöngur Þær raddir hafa heyrst eftir að samgönguráðherra tók þá ákvörðun að flýta jarðgangagerð á Vestfjörðum, að þeim pening- um yrði illa varið þar sem „eng- inn vildi búa þarna“. Þetta við- horf einkennist af töluvert mikilli skammsýni. í fyrsta lagi geta ís- lendingar illa leyft sér að leggja byggð á Vestfjörðum af vegna þess hvað svæðið liggur vel við gjöfulustu fiskimiðum okkar og svo er það ósköp einfaldlega rangt að „enginn vilj i búa þarna“. Fólk vill búa öðruvísi þarna, þe. það gerir sams konar kröfur til „lífsgæða" og höfuðborgarbúar. Vestfirðir eru það svæði sem orðið hefur útundan hvað varðar ferðamannaþjónustu, ferða- menn erlendir jafnt sem inn- lendir sækja ekki svæðið. Ástæða þess er sjálfsagt margþætt, kynn- ingarstarfsemi og svo framvegis, en samgöngur hafa örugglega ekki hvað minnst áhrif. Með jarðgöngum sem tengja saman þéttbýlisstaði á Vestfjörðum styttast vegalengdir og allur ferðamáti verður mun auðveld- ari, hvort heldur er yfir sumar- tímann eða vetrartímann. Með auknum ferðamannastraum gæf- ust ekki einungis ný og fjöl- breyttari atvinnutækifæri á Vest- fjörðum, helduryrðu menningar- leg áhrif ferðamannastraumsins einnig til þess að lyfta upp félags- lífinu og mannlífinu í heild. Öll þjónusta yrði betri og hag- kvæmari og hægt verður að veita annars konar þjónustu vegna þess að fleiri verða til að njóta hennar og kaupa hana. Eins og Reykjavík er lítil London eða París, gætu ísafjörður og Bolung- arvík orðið litlar Reykjavíkur, svona rétt eins og Akureyri. Það er annað að bregða sér á milli staða á Vestfjörðum í gegnum jarðgöng um vetrarmánuðina en yfir þungfæra fjallvegi, jafnvel þó vegalengdir séu ekki miklar. Fólk setur eðlega fyrir sig mögu- leikann á því að það komist ekki aftur heim til sín, vegna þess að fennt hefur á milli margra metra hárra ruðninga rétt á meðan það skrapp bæjarleið. Það hefur verið stefna nokk- urra ríkisstjórna að auka sjálf- stæði sveitarfélaga. Aukið sjálf- stæði, ásamt samgöngubótum sem tengja staði innan landshluta með öruggarra hætti, er forsenda þess að hægt verði að skapa betra og eftirsóknarverðara mannlíf í einstökum landshlutum og skatt- borgararnir ættu að vera reiðu- búnir að greiða fyrir betra mannlíf. -hmp ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.