Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 1
Atvinnuleysi
Botninum ekki enn náð
Sigrún Ólafsdóttir áAkranesi: Búin að vera atvinnulaus írúma 13 mánuði og eiginmaðurinnfráþvííbyrjun nóvember.
Niðurdrepandiog sjálfsvirðingin verður nánastaðengu. Félagsmálaráðuneytið: Aðmeðaltali2.100 manns á
atvinnuleysisskrá allt síðasta ár. Hefur bitnað mest á konum
Eg er búin að vera atvinnulaus
frá 30. nóvember 1988 þegar
Akraprjón hætti starfsemi eða
rúma 13 mánuði og svo er maður-
inn minn búinn að vera atvinnu-
laus frá því í byrjun nóvember
1989 en hann vann við Blöndu-
virkjun. Það er varla hægt að lýsa
þeirri líðan í orðum hvernig það
er að vera atvinnulaus svona lengi
og án þess að maður sjái að nein
breyting verði á næstunni. Fyrir
utan það hvað þetta verður
niðurdrepandi með tímanum og
sjálfvirðing manns verður nánast
að engu, sagði Sigrún Ólafsdóttir
sem er ein af þeim fjölmörgu kon-
íslenskir
aðalverktakar
Samninga-
viöræöur
að hefjast
AUar líkur eru á því að samn-
ingaviðræður um kaup ríkisins á
hluta eignarhluta Sambandsins
og Sameinaðra verktaka í ís-
lenskum aðalverktökum hefjist í
þessari viku. Að því er stefnt að
ríkið auki hlut sinn í Aðalverk-
tökum úr 25 prósentum I 52 pró-
sent.
Stefán Friðfinnsson, aðstoðar-
maður utanríkisráðherra og
stjórnarformaður íslenskra aðal-
verktaka, segir að reiknað sé með
því að Reginn hf., dótturfyrirtæki
Sambandsins, selji 9 af 25 prósent
eignarhluta sínum í Aðalverk-
tökum, en Sameinaðir verktakar
selji 18 af 50 prósent eign sinni í
fyrirtækinu.
„Viljayfirlýsingar ganga út á
það að menn séu reiðubúnir að
stuðla að því hver fyrir sig að frá
málinu verði gengið fyrir aðal-
fund. Og aðalfundur hefur venju-
lega verið fyrir lok apríl,“ sagði
Stefán.
Stefán segist eiga von á því að
samningaviðræðurnar gangi
nokkuð liðlega fyrir sig, ellegar
ekki neitt, og engin trygging sé
fyrir því að samkomulag náist.
„Ég vil vona það og er kannski
bjartsýnn, en ég hef ekkert fyrir
mér annað en yfirlýsingu þeirra
um að þeir vilji ræða sölu á sínum
hlut,“ sagði Stefán Friðfinnsson.
Sambandsmenn halda fund um
málið núna fyrir hádegið og er
ætlunin að velja þar fulltrúa í
samninganefnd um söluna.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins, sagði í samtali við
Þjóðviljann að hann vonaðist
eftir að samkomulag næðist.
-gb
um á Akranesi sem hafa verið
atvinnulausar í eitt ár eða meir.
Á hálfsmánaðarfresti fá þeir
sem eru atvinnulausir atvinnu-
leysisbætur sem nema rúmum 17
þúsund krónum eða um 35 þús-
und krónur á mánuði. Ef við-
komandi er samfellt án atvinnu í
260 daga dettur hann út af
atvinnuleysisskránni og fær því
engar bætur næstu 16 vikur.
„Þetta gat verður einhvern veg-
inn að brúa því við verðum að lifa
á einhverju þennan tíma þangað
til við komumst á skrána á nýjan
leik,“ sagði Sigrún.
Á árinu 1989 voru í heild
skráðir 552 þúsund atvinnuleysis-
dagar á landinu öllu samkvæmt
yfirliti Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins um at-
vinnuástandið. Áð mati skrifstof-
unnar jafngildir þetta því að
2.100 manns hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá allt
árið, en sem hlutfall af mannafla
samsvarar það til 1,6% sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
Konur urðu meira fyrir barðinu á
atvinnuleysinu en karlar. 2,2%
kvenna á vinnumarkaði voru án
atvinnu á móti 1,2% karla. Til
samanburðar má geta að skráðir
atvinnuleysisdagar árið 1988
voru 215 þúsund og flestir hafa
þeir áður orðið 385 þúsund árið
1984.
Að sögn Óskars Hallgríms-
sonar forstöðumanns Vinnu-
málaskrifstofunnar er fátt sem
bendir til þess að atvinnuleysis-
botninum sé enn náð sem kemur
heim og saman við spá Þjóðhags-
stofnunar um atvinnuhorfurnar í
ár. En sú spá er byggð á þeirri
atvinnukönnun sem gerð var síð-
asta haust. Samkvæmt Þjóð-
hagsspánni er búist við að eftir-
spum eftir vinnuafli á vinnu-
markaðnum verði að meðaltali
hin sama og var á síðasta ári. Hins
vegar er búist við að atvinnuleysi
fari vaxandi og um 3 þúsund
manns verði atvinnulausir að
jafnaði eða tæp 2,5% af vinnu-
framboði. Mest er talið að
atvinnuleysið verði nú í janúar
eða4% - 5%. Aftur á móti er þess
vænst að yfir sumarið verði
atvinnuleysið um 1% - 2% og nái
síðan lágmarki í haust. Fari síðan
aftur vaxandi út árið þannig að í
lok næsta árs svari atvinnuleysi til
um 3% af vinnuframboði.
-grh
Iðnaðarmenn
Baðstofan endurbyggð
Iðnaðarmannafélagið í Reykja-
vík hefur hafið endurbyggingu
á baðstofu iðnaðarmanna í risinu
á gamla Iðnskólanum við Vonar-
stræti í því formi sem hún var
þegar hún eyðilagðist í eldi 1986.
Meðal þess sem brann voru fal-
legar útskurðarmyndir eftir Rík-
harð Jónsson. Ætlunin er að fá
færustu tréskurðarmenn landsins
til að skera út í furu eftir myndum
og öðrum gögnum um handbragð
Ríkharðs.
„Ég er mjög bjartsýnn á að
okkur takist það. Þetta er mjög
vandasamt verk, en með natni og
yfirlegu verður það hægt,“ sagði
Gissur Símonarson, formaður
Iðnaðarmannafélagsins, í samtali
við Þjóðviljann.
Yfir innganginum í baðstofuna
verður áletrunin „Verkið lofi
meistarann“ grafin með höfða-
Jónas Þór Jónasson verkstjóri
við endurbyggingu rissins í
gamla Iðnskólanum við Vonar-
stræti.
letri, og yfir öndvegi verður út-
skorinn hluti ljóðs eftir Jón
Trausta, meðal annarra verka.
Töluverður fjöldi iðnaðar-
manna vinnur við endurbyggingu
hússins. Það er fyrirtækið ístak
sem sér um framkvæmdirnar.
Gissur Símonarson sagði að
Iðnaðarmannafélagið mundi
nota baðstofuna undir ýmiss kon-
ar félagsstarfsemi. Dómkirkju-
söfnuðurinn mun einnig nýta sér
hana að einhverju leyti, en hann
hefur fengið umráð yfir öðrum
hæðum gömlu skólabyggingar-
innar. Dómkirkjumenn ætla sér
að ljúka við endurbætur á sínum
hluta um hvítasunnuna, en Giss-
ur sagði að Iðnaðarmannafélagið
ætlaði sér meiri tíma í að koma
baðstofunni í upprunalegt form.
Um kostnaðinn við verkið sagði
Gissur að fyrir tveimur árum
hefði verið áætlað að endurbygg-
ing baðstofunnar kostaði um
þrjár miljónir, en hann sagðist
ekki vita hver endanlegur kostn-
aður yrði.
-gb
Verkfall langferðabílstjóra
Verkfal Isbijótar keyra á bíl
Vinnuveitendur kœra verkfallsmenn fyrir að stöðva samgöngutœki ólög-
lega. Halldór Bergsson: Hrœðir okkur ekki
Vinnuveitendasamband íslands
hefur kært verkfallsmenn
Sleipnis fyrir Rannsóknarlög-
reglu ríkisins fyrir að brjóta 179.
grein hegningarlaga og um-
ferðarlög og það að sýna ver-
kfallsbrjótum ofbeldi. Halldór
Bergsson formaður verkfalls-
nefndar segir kæruna falla um
sjálfa sig. Hún sé af sama toga og
þegar verslunarmenn voru kærð-
ir vegna aðgerða gegn Flug-
leiðum og þegar verkfallsmenn
voru kærðir 1984 fyrir að stöðva
kaupskip í siglingum.
I gærmorgun stöðvuðu verk-
fallsmenn skutbíl þvert fyrir
framan Vestfjarðaleiðarútu á
mótum Bústaðavegar og Tungu-
vegar, sem var á leið með starfs-
menn álversins til vinnu. Bflstjóri
rútunnar keyrði inn í hlið skut-
bflsins og ýtti honum á undan sér
nokkra metra og segir Halldór bíl-
inn líklega ónýtan, báðar aftur-
hurðir hefðu skemmst mikið og
toppurinn aflagast. Verkfalls-
brjóturinn hefði síðan ekið af
vettvangi án þess að athuga hvort
menn hefðu slasast.
Að sögn Halldórs voru mörg
verkfallsbrot framin í gær, at-
vinnurekendur reyndu allt hvað
þeir gætu. Ákeyrslan hefði verið
alvarlegasta brotið í gær. Land-
leiðum hefði þó verið gefin und-
anþága til að keyra 4-7 ára börn í
Hofstaðaskóla, vegna beiðni frá
skólastjóra skólans.
í bréfi Vinnuveitendasam-
bandsins til Rannsóknarlögregl-
unnar halda atvinnurekendur
áfram ásökunum sínum um of-
beldi og skemmdarverk og gefa í
skyn að eitthvað sé athugavert
við afskipti lögreglunnar í Hafn-
arfirði af verkfallinu. Fullyrt er
að tectylefni hafi verið sprautað
framan í bflstjóra og dekk og
viftureim skorin.
Halldór sagði allar þessar ásak-
anir úr lausu lofti gripnar.
Engar viðræður hafa farið fram
á milli deiluaðila og sagði Halldór
vinnuveitendur hafa lýst því yfir
að engar viðræður færu fram fyrr
en að verkfalli loknu, en síðasti
dagur þess er í dag.
-hmp