Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Aðrar áherslur en á Auðkúlu Nú hafa Sjálfstæðismenn- irnir í borgarstjórn endanlega sýnt hug sinn til Fæðingarheimilis Reykjavíkur meðþví að undirrita samning um leigu á húsnæði heimilisins til lækna, sem ætla að stunda þar ríkistryggðan „einka- rekstur“. Þrátt fyrir staðreyndir eins og fjölgun fæðinga, óhóflegt álag á Fæðingardeild Landspítal- ans og brýna þörf fyrir aukið húsnæði fyrir starfsemi Fæðing- arheimilisins skellir meirihlutinn í borgarstjórn skollaeyrum við öllum rökum og keyrir í gegn vilja fámenns hóps. Mótmæli hundruða undirskrifenda eða viðhorf stjórnar og starfsmanna- ráðs Borgarspítalans hrinu ekki á Sj álfstæðismönnunum. Pólitískar áherslur Sjálfstœðisflokksins Mál þetta er á ýmsan hátt dæmigert fyrir afstöðu og vinnu- brögð núverandi stjórnenda Reykjavíkur. Börn eru hornrekur í reykvíska borgar- samfélaginu. Um það vitnar ástand dagvistarmála, yfirfullir grunnskólar sem ekki geta sinnt börnum á meðan báðir foreldrar vinna utan heimilis, og í sumum hverfum borgarinnar er félagsað- staða stálpuðu krakkanna í •skötulíki eða engin. Þarfir fjöl- skyldna fyrir öryggi og velferð í daglegu lífi virðast ekki ná til skilningarvita borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Nýjasta dæmið um það er aðför þeirra að Fæðingarheimili Reykjavfkur. Þessi aðför vitnar einnig um þá áráttu meirihlutans að hlusta ekki á raddir fjöldans ef frekar þarf að þjóna einstaklingum með sterka stöðu. Meðferð núverandi meirihluta á sameiginlegum fjármunum okkar Reykvíkinga sýnir best pólitískar áherslur Sjálfstæðis- flokksins. Á þessu kjörtímabili er milljörðum varið til þess að reisa glæstar byggingar sem vitna skulu um stórhuginn í steinsteypurúm- metrum. Sumar bygginganna eru þarfaþing. En vitleysan felst í því að æða út í margar rándýrar fram- kvæmdir samtímis sem soga til sín bróðurpartinn af því fé sem svo sannarlega er rík þörf fyrir annars staðar. Vissulega gátu Reykvík- ingar beðið eftir ráðhúsi og ör- ugglega leyst þá „þörf“ á ódýrari hátt en með járnbentu tækni- flækjunni ofan íTjörn. Fáa hef ég heyrt mæla bót ráðstöfun á Hita- veitupeningunum okkar í veiting- ahúsið „Auðkúlu“. Þangað er verið að dæla hundruðum milljóna. Þannig skal hratt og með auðsæjum bægslagangi reisa minnisvarða sem auðvelt er að benda á. Það er svo miklu ein- faldara en að sýna fram á árangur sem mælist í auknu öryggi og vel- líðan reykvískra fjölskyldna. Fyr- irferðarmikil mannvirki sem bæst hafa í ásýnd borgarinnar blasa betur við augum kjósenda en gamalmennin sem komist hafa í öruggt húsnæði eða fengið þá félags- og hjúkrunarþjónustu sem þörf var fyrir. Það sem hefur skort svo rauna- lega í ráðstöfunum Sjálfstæðis- manna er að skapa aðstæður sem auka almennt öryggi í dagsins . önn, aðstæður sem stuðla að betra lífi, þægilegri og skemmti- legri hvunndegi hjá þorra Reykvíkinga. Þjónusta, sem talin er sjálfsögð í nútímaþjóðfélagi, er af skornum skammti, og eykst hvergi í takt við þá miklu fjölgun sem orðið hefur í borginni síðustu ár. Útsvarsgreiðendum fjölgar, ekki síst í hópi barnafólksins, en stór hluti tekjuaukningarinnar fer í minnisvarðana. Einn liðurinn í að tryggja góða þjónustu er að búa vel að því starfsfólki sem á að sinna henni. í Kristín A. Ólafsdóttir skrifar samanburði við önnur sveitarfé- lög lendir Reykjavík víðast hvar á botninum hvað varðar launa- greiðslur til starfsmanna sveitar- félaganna. Á þessu hefur núver- andi minnihluti hamrað og flutt tillögur til úrbóta. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir nýhafið ár verður af- greidd 1. febrúar nk. Á morgun mun meirihlutinn kynna tillögur sínar í borgarstjórn. Áherslurnar eru hefðbundnar. í ráðhúsið fer meira en hálfur milljarður, í stofnkostnað æskulýðsmála 3 milljónir. B-álma Borgarspítal- ans fær úr borgarsjóði 1 milljón og 800 þúsund og öllum fram- kvæmdum við dagvistarheimili eru ætlaðar rúmar 150 milljónir og er þá meðtalið það fé sem kemur frá ríkinu vegna fyrri framkvæmda. Þó er kosningaár, og þarf að opna 3 ný heimili í apríl og maí (kosið 26. maí!), en á ný- liðnu ári var ekkert nýtt heimili opnað. Sameiginlegtfram- boð í Reykjavík Minnihlutinn mun leggja fram sínar breytingartillögur fyrir seinni umræðuna 1. febrúar. Þær verða sameiginlegar eins og 3 undanfarin ár. Eðlilega, því við fjárhagsáætlun eru lagðar meg- inlínur varðandi stefnumótun og í þeim efnum höfum við verið sam- stiga á kjörtímabilinu. í stefnu- mótun minnihlutans birtast aðrar áherslur en í framkvæmd Sjálf- stæðisflokksins. Ég er sannfærð um að fjöldi Reykvíkinga aðhyll- ist þær áherslur fremur en ráð- stöfun meirihlutans á skattpen- ingi borgaranna. Reyndar hef ég þá trú, að sam- einaðir kraftar þeirra, sem sjá fyrir sér manneskjulegra, skemmtilegra og öruggara borg- arsamfélag en það sem Reykvík- ingar byggja í dag gætu hnekkt meirihlutavaldi Sjálfstæðis- flokksins. Það gæti gerst með því að bjóða fram einn skýran val- kost við núverandi stjórnarhætti. Að mínu mati ættu núverandi minnihlutaflokkar ásamt ó- flokksbundnum skoðanasystkin- um í borgarmálum að standa að sameiginlegum lista. Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa ekki lokað dyrum á samfylkingu. Hugmyndin er að í stað þess að þeir bjóði fram hefð- bundna flokkslista, standi þeir að einu framboði ásamt öðru fólki, óflokksbundnu og fólki sem teng- ist öðrum flokkum, vilji það berj- ast fyrir þeim málefnum sem framboðið stendur fyrir. Listinn yrði ákveðinn með prófkjöri sem opið væri öllum þeim sem skráðu sig stuðningsmenn framboðsins. Á þennan hátt mætti ná til áhuga- fólks um betri borg langt út fyrir flokksramma. Ábyrgðarmenn framboðsins gætu orðið margfalt fleiri en ef um hefðbundið flokk- aframboð væri að ræða. Gleymum því ekki að margir hafa brennandi áhuga á stjórnmálum þó þeir séu ekki í flokkunum. Slíkur áhugi er mikill varðandi nánasta umhverfi, en einmitt þar vega sveitarstjórnarmálin svo þungt. Fólk beitir sér t.d. í íbúa- samtökum, foreldrafélögum eða samtökum eldri borgara. Fram- boð af þessu tagi gæti verið val- kostur fyrir fólk til þess að hafa meiri áhrif á umhverfi sitt, - einn- ig fólk sem ekki vill gangast stjórnmálaflokkum á hönd. Augljós kostur er, að atkvæði þeirra sem vilja breytta borgar- stjórn nýtast betur eftir því sem framboðin eru færri. í kvöld verður fjallað um vænt- anlegar kosningar á félagsfundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Þar hlýtur hugmyndin um sameiginlegt framboð að verða rædd ýtarlega. Vonandi sjá sem flestir kostina við að sameina krafta þess fólks sem hugsar svip- að um breytta stjórnun borgar- innar. Stjórnmálaflokkar og framboð þeirra eru pólitísk tæki til að ná markmiðum. Ef annað tæki en hefðbundið flokksfram- boð er líklegra til þess að ná fram þeim breytingum sem flokks- menn Alþýðubandalagsins vilja sjá í Reykjavík, á hiklaust að grípa til þess. Kristín Á. Ólafsdóttir er borgarfull- trúi fyrir Aiþýðubandalagið í Reykja- vík. „Reyndar hefégþá trú, að sameinaðir kraftar þeirra, sem sjáfyrir sér mann- eskjulegra, skemmtilegra og öruggara borgarsamfélag en það sem Reykvíking- ar byggja í dag, gœtu hnekkt meirihluta- valdi Sjálfstœðisflokksins. “ „Fáa hef ég heyrt mæla bót ráðstöfun á Hitaveitupeningum okkar í veitingahúsið „Auðkúlu". Þangað er verið að dæla hundruðum miljóna." Mynd: Þóm. Sameiginlegt framboð lýðræðisafla Ályktun fundar Birtingar í síðustu viku Á félagsfundi Birtingar sl. fimmtudag var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir eindrcgnum stuðningi við sameiginlegt fram- boð lýðræðisafia gegn einsflokks- veldi Sjálfstæðisflokksins. Álykt- unin birtist hér á eftir: „Félagsfundur Birtingar styður eindregið hugmyndir um sam- eiginlegt framboð lýðræðisafla gegn einsflokksveldi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur. Reynslan sýnir að framboð margra flokka er ekki líklegt til að rjúfa þessa valdaeinokun í borginni, en fundurinn telur að auðvelt muni reynast að skapa málefnagrunn fyrir sameiginlegt framboð. Fundurinn tekur undir þau áherslumál sem fulltrúar Birting- ar hafa haldið fram í viðræðum um borgarmálin að undanförnu. - að flokkarnir dragi sig í hlé sem slíkir en beini kröftum félaga sinna að samstarfi með óflokks- bundnu fólki í sjálfstæðu fram- boði, - að grundvöllur að skipan fram- boðslista sé opið prófkjör, - að ákvarðanir um kosningabar- áttuna og væntanlegt samstarf í borgarstjórn séu teknar af áhuga- mönnum og þátttakendum í framboðinu, til dæmis þannig að frambjóðendurnir þrjátíu myndi „borgarmálaráð“ listans. Fundurinn telur að nú ráði af- staða samtaka Alþýðubandalags- manna í borginni úrslitum í þessu máli. Vænlegasta leiðin til að ógna meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn felst í samvinnu þessara afla við óflokksbundna lýðræðissinna og áhugamenn um breytta og betri borgarstjórn. Slík samvinna gæti hæglega orðið til þess að fólk úr öðrum flokkum komi til samstarfs, hvað sem öðru líður afstöðu þeirra flokka nú. Birting, félag jafnaðar- og lýðræðissinna, skorar á ABR, Álþýðuflokksfélögin í Reykja- vík, stuðningsfólk Kvennalista, Framsóknarflokks og annarra fé- laga til að taka jákvæða afstöðu til fram kominna hugmynda um að „vinna saman í vor“.“ Miðvikudagur 17. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.