Þjóðviljinn - 17.01.1990, Blaðsíða 7
ERLENT
Comecori
Deiltum
gengismál
Fjármálaráðherrar efnahags-
bandalagsins Comecon komu
saman í Prag í gær til að ræða um
breytingar á gengisskráningu og
verðlagningu í kjölfar breytinga
Austur-Evrópu í átt í til markaðs-
skipulags.
Tékkar hafa hótað að breyta
gengi tékknesku krónunnar ein-
hliða ef ekki verði samþykkt að
hækka það gagnvart öðrum
gjaldmiðlum Austur-Evrópu.
Þeir segja að þeir stórtapi á nú-
verandi gengisskráningu þar sem
gjaldmiðill þeirra sé vanmetinn.
Auk Austur-Evrópuríkja eiga
Víetnam, Mongólía og Kúba að-
ild að Comecon. Viðskipti innan
bandalagsins hafa hingað til aðal-
lega byggst á vöruskiptum. Nú
hefur verið ákveðið að breyta
þessu og taka upp beinhörð pen-
ingaviðskipti þess í stað.
Reuter/rb
Tékkar
banka á
bankadyr
Tékkar sóttu um aðild að AI-
þjóðabankanum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum á mánudag.
Tékkneska fréttastofan CTK
segir að umsóknirnar séu í sam-
ræmi við ákvörðun tékknesku
stjórnarinnar í desember um að
Tékkóslóvakía verði hluti af hag-
kerfi heimsins.
Tékkar voru stofnaðiiar að Al-
þjóðabankanum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum en gengu úr
þessum stofnunum árið 1954.
Meðal Austur-Evrópuþjóða eru
Ungverjar, Pólverjar og Rúmen-
ar með aðild að Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum en einungis Ung-
verjar eiga aðild að Alþjóða-
bankanum. Reuter/rb
Evrópubandalagið
Atvinnu-
leysi minnkar
Atvinnuleysi í Evrópubanda-
laginu er komið undir 9 prósent í
fyrsta skipti frá því árið 1982.
Samkvæmt upplýsingum
bandalagsins lækkaði hlutfall at-
vinnuleysingja úr 9,7 prósentum í
8,9 prósent fyrstu ellefu mánuði
liðins árs. Atvinnuleysið er mest
á írlandi, 16,8 prósent en minnst í
Portúgal 5,6 prósent.
Reuter/rb
Singapúr
Panta
fimmtíu
breiðþotur
Flugfélagið Singapore Airlines
hefur pantað 50 nýjar breiðþotur
frá Bandaríkjunum og Evrópu
fyrir jafnvirði 520 miljarða
króna.
Stjórn félagsins skýrði frá
þessu í gær. Singapore Airlines
tók upp náið samstarf við banda-
ríska flugfélagið Delta Air Lines
fyrir þremur mánuðum og í des-
ember gerði það samkomulag um
samvinnu við Svissair.
Þessi þrjú flugfélög fljúga alls
til 237 ákvörðunarstaða í 64
löndum. Reuter/rb
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
V
STAÐGREÐSIA 1990
SmTHLUTfAU. OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ÁRB1990
ALMENNT SKATTHLUTFALL
ER39,79%
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
fram kemur á skattkorti hans.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
■HHDnflBBHBBHBnHnnHB