Þjóðviljinn - 18.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Blaðsíða 12
■SPURNINGINi Þjóðviuinn Fimmtudagur 18. janúar 1990 12. tölublað 55. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Sýningargestir virða fyrir sér túlkanir Ehrs. Norrœna húsið Mvnd - Jim Smart. Túlkanir höggmynda LjósmyndirBrunosEhrsafhöggmyndumfimmmyndhöggvaratilsýnis í Norræna húsinu Hvar ertu staddur/stödd í lífsgæðakapphlaupinu? %V Margrét Magnúsdóttir húsmóöir „Ætli ég sé ekki í hringiðunni, eins og allir aðrir. Þetta smitar út frá sér.“ Eyrún Baldvinsdóttir nemi „Ég er nemandi en ég vinn á laugardögum og reyni að afla mér tekna eins og ég get. Það gengur sæmilega." Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri „Ætli ég sé ekki kominn vel yfir rniðju." Ársæll Guðmundsson netagerðarmaður „Ætli ég sé ekki í miðjunni ein- hvers staðar." Ingvar Berndsen járnsmiður „Ég reyni að taka sem minnstan þátt í því. Ég reyni að láta nægju- semina duga.“ Túlkanir - ljósmyndir af högg- myndum, heitir sýning, sem nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins. Pað er sænski ljósmynd- arinn Bruno Ehrs, sem er höf- undur myndanna og eru þær af höggmyndum eftir fimm af þekktustu myndhöggvurum Norðurlanda. Ljósmyndirnar tók Ehrs fyrir tilstilli ritstjórnar listatímaritsins SIKSI, sem er gefið út af Nor- Ástin er himnesk, er yfirskrift Vínartónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en tónleikarnir verða að þessu sinni haldnir þris- var, vegna mikillar aðsóknar undanfarin ár. Verða fyrstu tón- leikarnir í kvöld á Selfossi og hefjast kl. 20:30. Yfirskrift tónleikanna valdi stjórnandinn, Peter Guth, sem nú stjórnar Vínartónleikum Sin- fóníunnar í þriðja sinn. Mun yfir- skriftin vera til komin vegna þess að í verkum þeim sem flutt verða er oftar en ekki fjallað um ástina. Guth er Vínarbúi, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri og tekur sér gjarnan fiðlu í hönd á tónleikum. Það er eftir honum haft að sem rænu listamiðstöðinni í Svea- borg. Ritstjórnin ákvað að helga eitt tölublað þemanu helstu myndhöggvarar Norðurlanda og fékk Ehrs frjálsar hendur um út- færslu myndanna. Fyrir valinu urðu verk Einars Jónssonar, Danans Rudolphs Tegners, nor- ska myndhöggvarans Gustavs Vigelands, Wainö Aaltonen frá Finnlandi og Svíans Carls Milles, en þeir voru allir fæddir fyrir tónlistarmaður frá Vínarborg telji hann sig hafa alvarlegri skyldu að gegna við Vínartónlist- ina. Einsöngvarar verða þau Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og austurríski tenórinn Anton Steingruber. Munu þau ásamt Sinfóníunni og kór Langholts- kirkju flytja aríur og þætti úr óp- erettunum Leðurblökunni, Síg- aunabaróninum og Nótt í Fen- eyjum eftir Jóhann Strauss, Gui- dittu, Paganini og Evu eftir Franz Lehár, Valsadraumnum eftir Oscar Strauss og Greifynjunni Marizu eftir Emmerich Kálmán. Kórstjóri ner Jón Stefánsson. Signý Sæmundsdóttir stundaði aldamót og létust um miðbik þessarar aldar. Bruno Ehrs er fæddur 1953 og hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari frá 1979. Hann hefur haldið einkasýningar í Stokk- hólmi, Helsinki og í París og hélt árið 1988 ljósmyndasýninguna Stokkhólmsröðina í anddyri Nor- ræna hússins. Túlkanir eru 25 svart-hvítar myndir, þær bestu úr myndum Ehrs af höggmyndun- Peter Guth stjórnar Vínartónleikum. framhaldsnám í söng í Vínarborg og lauk þaðan prófi í fyrravor. Hún hefur sungið opinberlega hér á landi og erlendis, fór meðal annars með hlutverk í Ævintýr- um Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu 1988 og söng með Sinfóníunni í tónleikaferð hennar um Vestfirði í fyrrahaust. Anton Steingruber hefur starf- að við söng í áratug. Hann hóf feril sinn með Musica antiqua í um að mati hans sjálfs og hafa þegar verið sýndar í Milles- safn- inu í Stokkhólmi, í Wainö Aaltonen-safninu í Aabo og í Ru- dolph Tegner-safninu og á Gammel Holtegaard í Dan- mörku. Norræna húsið er opið frá mánudegi til laugardags kl. 9-19 og á sunnudögum kl. 12-19. Að- gangur að sýningunni er ókeypis. LG Vín og hefur síðan sungið í fjöl- mörgum óperum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu. Aðrir og þriðju Vínartónleikar Sinfóníunnar verða í Háskólabíói á föstudag og laugardag, og hefj- ast á föstudaginn kl. 20:30 og á laugardaginn kl. 16:30. Miðasala á tónleikana á Selfossi er við inn- ganginn og í Reykjavík í Gimli við Lækjargötu og við inn- ganginn í Háskólabíói. LG Sinfónían Astin er himnesk Sinfóníuhljómsveit íslands heldur Vínartónleika á Selfossi og í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.