Þjóðviljinn - 18.01.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Farandfólk íslands Lengi vel var hægt að ræða um stjórnmál og félagsmál á íslandi með slagorðaglamrinu einu saman, því rann- sóknir og raunverulega yfirsýn vantaði. Á síðari árum hefur orðið gerbreyting á möguleikum þeirra sem vilja taka þátt í vitrænni og nytsamlegri umræðu. Þeirgeta nú í æ ríkari mæli stuðst við áreiðanlegar kannanir og stað- reyndir um hag fólks og fyrirtækja, þróun og óskir íbúanna. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur öðlast traust fyrirtækja, stofnana og almennings í kjölfar viða- mikillar og vandaðrar þjónustustarfsemi af þessu tagi. Ekki leikur vafi á að stofnunin hefur átt þátt í merkilegri þróun með fDessu móti, bæði með því að tengja Háskólann þjóðlífinu með ýmsum hætti og með því að beina umræðu og framtaki inn á heillavænlegar brautir. Félagsvísindastofnun hefur nú unnið fyrir Húsnæðis- stofnun eitt af þessum þörfu verkefnum, sem gera okkur auðveldara að átta okkur á samfélaginu og taka ákvarð- anir. Hér er um að ræða kannanir á húsnæðis- og búset- umálum hérlendis. í þessari viku hefur umræða skapast um þær niðurstöður sem birtar eru í skýrslunni „Búsetu- óskir og fólksflutningar“. í Ijós kemur, að íbúar lands- byggðarinnar, ekki síst aðfluttir, hafa margir hverjir áhuga á að flytja þaðan og til stærri þéttbýlisstaða, helst Reykja- víkur. Allmikil tíðindi eru hér á ferð. Óánægja fólks á lands- byggðinni gæti virst yfirþyrmandi. Til dæmis getur hvorki meira né minna en tæpur þriðjungur Vestfirðinga hugsað sér að flytja af heimaslóðum. Mikill áhugi á búferlaflutn- ingum er hjá íbúum á Austfjörðum og Norðurlandi vestra. Sáttastir við hlutskipti sitt eru hins vegar Akureyringar, en þar á eftir Reykvíkingar. En hvers vegna vill fólkið á landsbyggðinni flytja? í Brennidepli Þjóðviljans í gær er ágætlega gerð grein fyrir ýmsum ástæðum þess. Atvinnu- og kjaramál vega þyngst segja aðspurðir, síðan þjónusta og menning, en félagslíf í þriðja sæti. Almennt má draga orsökina saman í eitt orð: Lífsgæði. Þetta er samt bara hálfur sannleikurinn. Lífsgæði stær- stu þéttbýlisstaðanna eru hreinlega auglýst betur en lífs- gæði mesta dreifbýlisins. Fjölmiðlar og listafólk á íslandi er oftast of ónýtt að miðla og túlka þá fjársjóði mannlífs og menningar sem í dreifbýli finnast. Sem dæmi um gleði- lega undantekningu má benda á málverkasýningu Sigur- jóns Jóhannssonar í Listasafni ASÍ um þessar mundir, þar sem fólkið og vinnan í síldinni á Siglufirði hefur magnast í fjölskrúðugt listrænt veldi. íbúar á landsbyggðinni hafa verið svo duglegir að kvartaog kveina í réttlætisbaráttu sinni, aðfólkið, ekki síst það yngsta, er farið að trúa því að eitthvað sé í grundvall- aratriðum bogið við það að búa „úti á landi“. Fyrst eftir að útvarp, sjónvarp og dagblöð komu upp föstum fréttamið- stöðvum á Akureyri skall flóðbylgja neikvæðra frétta af Eyjafjarðarsvæðinu á almenningi, þótt ástandið hefði ekkert breyst og væri raunar allt hið bærilegasta. Hins vegar fékk þjóðin það ranglega á tilfinninguna að Akureyri og nágrannabyggðir væru á hausnum. Það vekur líka efasemdir margra um að lífsgæðin séu í raun betri í þéttbýlinu, að víða í dreifbýli þar sem fólk er á förum ef færi gefst, er mikil og vel launuð atvinna, fjörugt félags- og menningarlíf. Þar við bætist sú staðreynd, að íslendingar hafa flust búferlum um þetta land sitt linnu- laust allt frá landnámi og telja sumir fræðimenn það ein- mitt skýringu þess að hér hafa ekki þróast neinar hérað- amállýskur að gagni, þrátt fyrir stórt land og margar mjög einangraðar sveitir. ÓHT KLIPPT OG SKORIÐ „Ef þú hefur enga skoðun, þá hafa aðrir bara skoðun fyrir þig.“ í Bæjarins besta á ísafirði í síð- ustu viicu er langt viðtal við Har- ald L. Haraldsson sem hefur ver- ið bæjarstjóri þar í níu ár en ætlar að láta af störfum eftir kosningar í vor. Hann er opinskár um starf sitt og skoðanir, og þegar blaða- maður segir honum að hann hafi verið misvel þokkaður af bæjar- búum og ásakaður fyrir um- deildar ákvarðanir segir hann: „í svona starfi gengur oft á ýmsu og ég held að það hljóti að vera lélegur bæjarstjóri sem öllum líkar vel við, því að það þarf að taka ákvarðanir og sumum líkar vel við þær en öðr- um ekki.“ Blaðamaður nefnir þá að Har- aldur hafi þótt „of pólitískur" í starfi sínu þar sem hann sé fram- kvæmdastjóri bæjarsjóðs en ekki bæjarfulltrúi - og Haraldur ansar að bragði: „Hvað er pólitík? Hún getur verið flokksleg og hún getur líka verið að hafa skoðanir á hlutun- um. Ég tel að í bæjarmálefnum skipti flokkspólitík engu máli. Við hljótum öll að vera sammála um að hér eigi að vera góð þjón- usta, gott velferðarkerfí og gott gatnakerfi. Menn skiptast ekki í flokka eftir þessum málum, hins vegar er spurningin hvað á að vera númer eitt og hvað númer tvö. Ef það er pólitík þá hefur maður náttúrulega pólitfskar skoðanir. Ég held líka að í starfi eins og mínu þá verði maður að hafa skoðanir, því annars er mað- ur bara leiddur áfram og örugg- lega í ógöngur." Eiginlega flokkast þetta frem- ur undir heilbrigða skynsemi en skoðanir og betur að satt væri að allir væru sammála um að hafa gott velferðarkerfi. Skynsemi í framkvæmdum Haraldur vill líka að heilbrigð skynsemi fái að ráða í bæjarmál- unum: „Ég hef lengi haldið því fram að stefna bæjarstjórnar ætti að vera sú að miða lántökur þannig að þær verði aldrei meiri en helm- ingur af afborgunum á hverjum tíma. Segjum sem dæmi að borga þurfí 40 milljónir í afborganir; þá verði lántökur ekki hærri en 20 milljónir og framkvæmdir verði látnar stjórnast af því. Með þessu móti ætti að vera hægt að ná skuldum niður í viðunandi ástand á einu kjörtímabili. Það ætti hreinlega að setja það í lög að sveitarfélög megi ekki fara yfir ákveðið mark í lántökum og sé þess þörf þá þurfí þau að sækja sérstaklega um það til félags- málaráðuneytisins ... Til þess að bæta upp þann sam- drátt sem verður að vera í fram- kvæmdum til að lækka skuldirnar bendi ég á að leggja ætti meginá- herslu á að fegra umhverfið. f>ar er hægt að ná verulegum árangri án verulegs tilkostnaðar og allir yrðu ánægðir. Mér finnst núna að bæjarfulltrúar bæði meiri og minnihluta séu farnir að átta sig á þessu. Hins vegar er vandamálið þessar flokkspólitísku línur. Á meðan þær eru ríkjandi er alltaf mjög erfitt að stíga á bremsuna. ... Það skiptir ekki máli hvort hér er vinstri eða hægri meirihluti í bæjarstjórn, allt þetta fólk hefur mjög gaman af að standa í fram- kvæmdum.“ Hér telur bæjarstjórinn upp ýmsar framkvæmdir sem honum þóttu sumar ótímabærar og segir síðan: „Hér á ísafirði stöndum við mjög framarlega með svo til alla þjónustu sem sveitarfélög veita í dag og fá þeirra geta hæit sér fyrir það sem við bjóðum upp á, og menn verða að gera sér grein fyrir þessu. Þær nýframkvæmdir sem ég taldi upp áðan kosta annað eins og skuldastaða bæjarfélags- ins er í dag og fólk getur bara spurt sjálft sig hvaða skynsemi er í þessu. Ég held að núverandi flokkar í bæjarstjórn ættu að taka saman höndum og marka ein- hverja stefnu út úr þessum erfið- leikum fremur en að fara af stað með kosningaloforð um ein- hverjar nýjar framkvæmdir.“ Alþýöubanda- lagsmenn góðir í samstarfi Hvar stendur þú í flokkspólit- íkinni? spyr blaðamaður Harald, og hann er hreinskilinn sem fyrr: „Ég hugsa að ég standi hægra megin við miðju en ég tel mig nú ekki sjá verulegan mun á t.d. „vinstri sjálfstæðismönnum“ og „hægri kröturn". Og ef maður lítur á Alþýðubandalagsmenn sem eru til hægri í þeim flokki í dag þá má segja að eini munurinn á þeim og krötum sé utanríkis- stefnan. Aður en þú komst til að taka þetta viðtal þá var ég einmitt að velta því fyrir mér hvernig mér hefur gengið að vinna með bæjar- fulltrúunum. Og að öllum öðrum ólöstuðum þá finnst mér að ég hafi átt í gegnum tíðina einna bestu samskipti við bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins. Hvaða skýringar eru á því veit ég ekki u Það er freistandi að halda því fram að Alþýðubandalagsmenn séu líka hallir undir heilbrigða skynsemi. Enn af heil- brigðri skynsemi Jón Ásbergsson í Hagkaupum skrifar utanríkisráðherra opið bréf í Morgunblaðinu í gær um íslenska aðalverktaka og banda- ríska herinn á Miðnesheiði. Þar segir m.a.: „Á meðan allir stjórnmála- flokkar hafa svarið og sárt við lagt að aldrei skyldi þjóðin leggj- ast svo lágt að þiggja greiðslu fyrir dvöl varnarliðsins hér á landi hafa þeir allir sem einn snú- ið blinda auganu að þeim ofsa- gróða sem Islenskir aðalverk- takar sf. hafa haft af varnarlið- inu. Sá gróði er auðvitað það gjald sem Kaninn hefur greitt fýrir dvöl sína hér. En greiðslan hefur bara ekki gengið til þjóðar- innar heldur aðeins til nokkurra útvaldra meðal okkar. Og nú eiga þessir útvöldu innistæður í bönkum og ríkisskuldabréf sem nema a.m.k. 5 milljörðum króna. Er annar eins auður ekki til í landinu. Þessu vilt þú nú breyta með því að láta ríkið kaupa fyrirtækið. Láta okkur skattborgarana borga dýru verði það sem við í raun hefðum alltaf átt að eiga. Það er lítil sanngirni í slíku. Einhvern tímann hefði maður líka haldið að fjármálaráðherra úr röðum Alþýðubandalagsins - maður sem þar að auki hefur fengið er- lend friðarverðlaun - teldi skatt- peningunum betur varið í annað en „hermangið“.“ Jón stingur svo upp á lausn á málefnum íslenskra aðalverk- taka og framkvæmdum fyrir her- inn í þrem tölusettum liðum, og verður ekki annað sagt en þar stýri heilbrigð skynsemi penna. Að öðru leyti en því að hann stingur ekki upp á hinu augljósa: að herinn verði sendur úr landi strax. Ólyginn laug Kvikmyndageddan á þessu blaði brosti út í annað að frétt í DV í fyrradag þar sem þeim var blandað saman í einn graut leikkonunum Shirley Temple og Shirley MacLaine, þótt ólíkar séu, undir nafni og mynd af þeirri síðarnefndu: „Shirley MacLaine var eitt sinn fræg barnastjarna en þegar hún eltist hneig frægðarsól hennar til viðar. Þá sneri hún sér að pólitík og andatrú. Shirley hefur nú snú- ið sér að kvikmyndaleik á nýjan leik... “ Nýi blaðamannaskólinn þarf að láta annað eins og þetta til sín taka. SA Ólyginn j sagði... Shirley MacLaine var eitt sinn fræg bamastiarna þJÓÐUILJINN Síðumúla 6 -108 Reykjávík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgofandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóif: Siguröur Á. Friöþjófsson. Aðrir bia&amenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur RúnarHeiöarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inovarsson (Ijósm.), UljaGunnarsdóttir, ÓlafurGfslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrtfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrtfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgrsiðslustjóri: Guörún Gísladóttir. Afgrsiðsia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhsimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prsntun: Blaöaprent hf. Vsrð í lausasöiu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN FlmmtucUgur 18. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.