Þjóðviljinn - 24.01.1990, Side 1
Miðvikudagur 24. janúar 1990 16. tölublað 55. árgangur
Reykjavík
A-flokkamir til í viðræður
Stjórn ABR skiparþrjá menn til viðrœðna við aðra minnihlutaflokka um sameiginlegtframboð.
Stefanía Traustadóttir: Viljum reyna tilþrautar hvortsamfylking allra minnihlutaflokkanna nœst. BirgirDýrfjörð:
Opið prófkjör hornsteinninn. Borgarar hafna samfylkingu
Afundi stjórnar ABR sl. mánu-
dag var skipuð þriggja manna
nefnd til þess að annast viðræður
við fulltrúa annarra minnihluta-
flokka í borgarstjórn Reykjavík-
ur um hvort unnt verði að ná
samstöðu þessara flokka í borgar-
stjórn um sameiginleg málefni og
framboðslista við borgarstjórn-
arkosningarnar í vor.
Það eru þau Arthúr Mortens,
Stefanía Traustadóttir og Svavar
Gestsson sem munu annast við-
ræðurnar fyrir hönd stjórnar
ABR, en í gær voru send erindi til
hinna minnihlutaflokkanna um
að þeir taki þátt í tilraun til að ná
samstöðu og ræði við fulltrúa
ABR um það hvort, og með
hvaða hætti, það megi verða.
Stefanía Traustadóttir formað-
ur ABR sagði við Þjóðviljann í
gær að ákveðið hefði verið að
reyna til þrautar hvort samfylk-
ing allra minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn náist, en í samþykkt
félagsfundar ABR frá 17. janúar
er því lýst yfir að ABR muni
áfram vinna að því að sameina
alla íhaldsandstæðinga fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar.
Fyrir stjórnarfundi ABR á
mánudag lá bréf frá Birgi Dýr-
fjörð íormanni Fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna í Reykja-
vík, þar sem kynnt var niðurstaða
fundar fulltrúaráðsins sl. laugar-
dag. Par var samþykkt að heimila
stjórn fulltrúaráðsins að vinna að
samkomulagi milli Alþýðuflokks
annars vegar og Alþýðubanda-
lags, Borgaraflokks, Birtingar og
óháðra kjósenda hinsvegar.
í samþykkt fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksins eru tilgreindar
fjórar forsendur fyrir slíku sam-
eiginlegu framboði. f fyrsta lagi
að opið prófkjör verði við val á
frambjóðendum. í öðru lagi er
samkomulag um flokkslega óháð
borgarmálaráð. í þriðja lagi að
samkomulag náist um verkefna-
skrá en að borgarfulltrúar hafi
frjálsa afstöðu til mála utan verk-
efnaskrárinnar. Og í fjórða lagi
að óháðum frambjóðendum sé
boðin aðild með auglýsingu.
„Opið prófkjör er undirstaðan
ef það á að nálgast óháða kjós-
endur,“ sagði Birgir Dýrfjörð við
Þjóðviljann í gær og bætti því við
að það skipti sig engu máli hvað-
an þeir kæmu sem fólkið veldi til
verka, ef þeir hinir sömu gætu
komið í veg fyrir verk einsog t.d.
lokun Fæðingarheimilisins.
Stjórn kjördæmisráðs Borg-
araflokksins í Reykjavík hafnaði
á mánudagskvöldið öllum hug-
myndum um samfylkingu með A-
flokkunum og öðrum og ákvað
að vinna að sjálfstæðu framboði í
vor.
Stjórn ABR hefur ákveðið að
halda félagsfund miðvikudaginn
31. janúar og er stefnt að því að
þá liggi fyrir hvort grundvöllur sé
fyrir samfylkingu allra minni-
hlutaflokkanna. Sá fundur mun
svo væntanlega kveða upp úr um
hvort ABR gengur til sameigin-
legs framboðs með öðrum.
Ingibjörg Hafstað starfsmaður
Kvennalistans ítrekaði þá af-
stöðu Kvennalistans í Þjóðviljan-
um í gær, að yfirgnæfandi meiri-
hluti Kvennalistans í Reykjavík
væri andvígur hugmyndum um
sameiginlegt framboð. Þá hefur
Framsóknarflokkurinn tekið þá
afstöðu að bjóða fram eigin lista
og ekkert bendir til að breyting
verði þar á. Málið virðist því snú-
ast um það hvort ABR er tilbúið í
sameiginlegt framboð með Al-
þýðuflokknum, Birtingu og
óháðum kjósendum, en það ætti
að skýrast eftir félagsfundinn
eftir viku.
Ljóst er hinsvegar að kratar
munu ekki hætta við að bjóða ó-
flokksbundnum kjósendum aðild
að framboðslista hver sem af-
staða ABR verður, heldur munu
efna til opi.ns prófkjörs með aðild
óháðra frambjóðenda hafi þeir
áhuga. -Sáf
í nýju Ijósi. Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson á enborgarhliðið og rofinn Berlínarmúrinn í bakgrunni gæti Ólafur verið
opnum umræðufundi Birtingar á Hótel Sögu í gærkvöld, þar sem að benda Jóni á svarið í Herald Tribune.
reifuö var spurningin Kalda stríðið búið - hvað tekur við? Með Brand- Mynd: Jim Smart.
Samningar
Verða aldrei samþykktir
Óánœgja í röðum Dagsbrúnar með tilvonandi samningsgerð. ÞórirKarl
Jónasson: Samþykkjum aldrei tryggingu lágmarks kaupmáttar. Enn fundað í Karphúsi
cssir samningar fara aldrei í
gegn hjá okkur, enda er bara
verið að verðtryggja botninn á
kaupmættinum. Þetta endar með
því að fólkið í félögunum tekur
völdin í sinar hendur,“ sagði Þór-
ir Karl Jónasson í samtali við
Þjóðvijjann, en hann á sæti i trún-
aðarráði Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
Nú þegar samningar ASÍ og
VSÍ virðast vera í sjónmáli er
helsta hindrunin að fá samning-
ana samþykkta í verkalýðsfélög-
unum. Óánægjuraddir hafa
heyrst í einstökum félögum, en
þær virðast vera hvað mestar í
röðum Dagsbrúnarmanna. Að
sögn Þóris Karls eru margir í
trúnaðarráðinu ósáttir við þann
ramma sem þegar hefur verið
settur „og verður verkalýðsfor-
ystan dregin til ábyrgðar fyrir
þessa samninga.“
í gær héldu fundir áfram í húsi
sáttasemjara þarsem unnið var í
hópum að ramma samningsgerð-
ar.
Talsverð vinna erennóunnin,
en möguleiki er á að henni verði
lokið fyrir helgi. Fyrir fundina í
gær héldu Ásmundur Stefánsson
og Guðmundur J. Guðmundsson
á fund Ögmundar Jónassonar
formanns BSRB og kynntu hon-
um stöðuna, en samtökin hafa
samráð um leiðir í samningum.
-þóm
Háhyrningarnir
Innflutningur
kærður
Grænfriðungar og náttúru-
verndarsamtök sem kenna sig við
Hróa hött, íhuga að kæra Cotc d
‘Azur safnið í Nice, sem flutti ný-
iega inn tvo háhyrninga frá Is-
landi.
Samtök þessi telja innfluttn-
inginn á háhyrningunum brot á
samningum Evrópubandalags-
ríkjanna. Samkvæmt þeim þarf
að uppfylla mjög ströng skilyrði
um vísindalegar rannsóknir til
þess að fá að flytja inn sjávar-
spendýr til Frakklands.
Náttúruverndarsamtökin hafa
kannað það hjá vísindaráði EB
hvort leitað hafi verið eftir heim-
ild til innflutnings háhyrninganna
frá íslandi en þar kannast enginn
við þennan innflutning.