Þjóðviljinn - 24.01.1990, Side 2

Þjóðviljinn - 24.01.1990, Side 2
FRÉTTIR Aldraðir Vistunarþörfin metin Heilbrigðisráðherra kynnir nýjar reglugerðir um málefni aldraðra Guðrnundur Bjarnason heil- brigðisráðherra hefur gefið út fjórar reglugerðir vegna nýrra laga um málefni aldraðra sem gengu í gildi hinn 1. janúar síð- astliðinn. Reglugerðirnar eru um Framkvæmdasjóð aldraðra, vi- stunarmat, dagvist aldraðra og stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Merkust reglugerðanna nýju, að áliti heilbrigðisráðherra, er sú sem fjallar um vistunarmat. Settir verða á fót sérstakir þjón- ustuhópar aldraðra við heilsu- gæslustöðvar úti á landi, en mats- hópur í Reykjavík. í hópum þess- um verður fagfólk í heilbrigðis- og félagslegri þjónustu á hverjum stað. Hlutverk þeirra er að meta vistunarþörf gamla fólksins til að tryggja það að þeir fái notið þjón- ustu sem mest þurfa á henni að halda. Fram að þessu hefur ekk- ert samræmt mat á vistunarþörf verið til. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu, ríkir almenn ánægja meðal starfsfólks stofn- ana fýrir aldraða með nýju regl- urnar. Matshóparnir munu taka til starfa á næstu vikum. Nýju reglurnar um vistunar- mat munu auðvelda mjög yfirsýn yfir raunverulega biðlista á þjón- ustustofnunum aldraðra. Jafn- framt verður virkt eftirlit með því að stofnanirnar fari eftir þeim þegar nýir vistmenn fá þar inni. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur starfað frá árinu 1981. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum var 1982 og hefur nú alls verið úthlut- að úr honum um tveimur miljörð- um króna til framkvæmda fyrir aldraða. Hlutverk sjóðsins breytist með tilkomu nýju lag- anna og meðal nýmæla í reglu- gerðinni má nefna að sjóðurinn getur nú stutt sveitarfélög til að koma á fót heimaþjónustu fyrir aldraða. Þá er sjóðnum ekki heimilt lengur að styrkja bygg- ingu íbúða fyrir aldraða nema ákveðið sé í upphafi að þar verði rekið þjónustuhúsnæði. Reglugerðin um dagvist aldr- aðra kveður á um að dagvistar- gestir taki þátt í greiðslu dagvist- arkostnaðarins. Gjaldið er 500 kr. á dag en skal þó aldrei vera Kvikmyndavorið 10 ára íslenskir kvikmyndagerðarmenn halda upp á það að áratugur er liðinn frá frumsýningu fyrstu ís- lensku kvikmyndarinnar í hinu svokallaða kvikmyndavori á sama tíma og nýjum áratug er heilsað. Föstudaginn 26. janúar verður haldin ráðstefna í Borg- artúni 6 og boðið til hennar þeim sem láta sig kvikmyndagerð varða, s.s. menntamálaráðherra, fjárveitinganefnd Alþingis, út- hlutunarnefnd kvikmyndasjóðs, stjórn kvikmyndasjóðs, kvik- myndaleikurum o.fl. sem unnið hafa við kvikmyndir. Markmið ráðstefnunnar er að árétta kröfur kvikmyndagerðarmanna um stórátak í kvikmyndamálum fyrir þann áratug sem er að hefjast. Ráðstefnan hefst kl. 17. Sögur Halldórs Stefánssonar Halldór Guðmundsson mun tala um sögur Halldórs Stefánssonar á fundi hjá Félagi íslenskra fræða í Skólabæ í kvöld kl. 20.30. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Hrafn Pálsson deildarstjóri kynntu nýjar reglugerðir um málefni aldraðra í gær. Mynd: Kristinn. hærra en 10.853 kr. á mánuði, eða sem nemur grunnlífeyri al- mannatrygginga, ef dvalargestur- inn dvelur á stofnuninni hvern virkan dag. Með reglugerð þessari er ætl- unin að leiðrétta það misræmi að þeir sem búa í íbúðum fyrir aldr- aða sem tengjast dagvist hafa þurft að borga að fullu kostnað vegna þjónustu og matar sem þeir fá. Dagvistargestir hafa hins vegar ekkert þurft að borga. I reglugerð um stofnanaþjón- ustu fyrir aldraða er leiðrétt mis- ræmi í þátttöku aldraðra í greiðslu fyrir dvöl í þjónustu- húsnæði annars vegar, og í hjúkr- unarrými hins vegar. Einstak- lingur í þjónustuhúsnæði hefur fram til þessa tekið þátt í dvalar- kostnaði sínum ef hann hefur haft tekjur umfram svokallað frí- tekjumark. Þegar sami einstak- lingur fluttist síðan yfir í hjúkrun- ardeild, greiddu sjúkratryggingar alfarið dvalarkostnaðinn. Á því verður nú breyting. Þá munu þeir sem fara beint úr heimahúsi inn á hjúkrunardeild taka þátt í kostn- aðinum um leið og bætur al- mannatrygginga falla niður. Greiðslubyrði vistmanns verð- ur aldrei meiri en tæpt 61 þúsund, eða sem samsvarar kostnaði mánaðardvalar í þjónustuhús- næði. Einstaklingur sem býr í þjónustuhúsnæði og hefur eigin tekjur umfram bætur almanna- trygginga heldur þó eftir 15.770 krónum, en vistmaður á hjúkrun- ardeild 13.200 krónum. -gb ísafjörður Rækjuskel til fiskeldís Fjórar rækjuverksmiðjur við Isafjarðardjúp hafa tekið höndum saman með Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík um vinnslu á rækjuskel sem hingað til hefur verið fleygt. Afurðina á síðan að selja fóðurstöðvum í fiskeldi sem þurfa á rauða litnum að halda til fóðurframleiðslu fyrir lax. Að sögn Gunnars Þórðarsonar framkvæmdastjóra eiga rækju- verksmiðjurnar hver sín 10% í fyrirtækinu á móti 60% h'lut Grindvíkinga sem leggja til kunn- áttu og markað en verksmiðjurn- ar hráefnið. Talið er nærri lagi að á ársgrundvelli geti það numið allt að 5 þúsund tonnum. Fyrir kflóið af rækjuskel fá verksmiðj- umar um 15 aura. Búið er að fá lóð undir starfsemina við Sunda- höfn og skammt í það að verks- miðjuhúsið, sem reist verður úr stálgrind, verði tilbúið en hluti þeirra tækja sem þarf til fram- leiðslunnar eru komin vestur. Engin reykmengun mun verða frá verksmiðjunni en við vinnslu er mjölið gufuþurrkað og gufan kæld með sjó. Þá er talið að við vinnsluna á veturna muni ekki vinna nema tveir menn og kann- ski helmingi fleiri á sumrin. „Það er búið að tala lengi og mikið um þessa vinnslu á rækju- skel og því vorum við ekki lengi að samþykkja þetta. Fyrir utan hvað fjörurnar hérna í kringum rækjuverksmiðjurnar verða mun hreinlegri á að líta þegar hætt verður að kasta skelinni eins og hverjum öðrum úrgangi. Síðan er það spurning hvort ekki verður hægt að nýta þann hagnað sem af þessu verður til að kaupa skip,“ sagði Gunnar Þórðarson. -grh Ómladí-Ómlada Þeir Ómar Ragnarsson og Laddi (Þórhallur Sigurðsson) munu vera með skemmtidagskrá í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöldum sem þeir kalla Ómladí-Ómlada, Skemmtisigling á þurru landi. Skútan verður sjósett nk. laugardagskvöld, 27. janúar og er stefnan tekin á stanslaust fjör og haldið með gesti rakleitt suður til Horrimolinos. Meðal farþega eru gleðimennirnir Eddi og Elli, Leifur óheppni, þokkadísin Elsa Lund, Marteinn Mosdal, pokapresturinn fjölþreifni, Magnús og Mundi, HLÓ flokkurinn og síðast en ekki síst maga- dansmær sem iðar í undurfögru skinninu. Þegar á leiðarenda er komið leika Ragnar Bjarnason og hljómsveitin Einsdæmi fyrir dansi fram á rauða nótt. Miðaverð (matur innifalinn) er kr. 3900. Gestum utan af landi er boðið upp á sérstaka helgarpakka með ferðum og gistingu í samvinnu við Flugleiðir og Arnarflug. Upplýsingar í síma 91-29900. 5 menn til hjálparstarfa 5 fulltrúar á vegum Rauða kross íslands fóru til hjálparstarfa í Asíu og Afríku í byrjun janúar. Elín S. Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Kjartan Magnússon skurðlæknir fóru til Thailands til að starfa á sjúkra- húsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í flóttamannabúðunum Khao-I- Dang við Iandamæri Kambódíu. Ellen Þórarinsdóttir hjúkrunar- fræðingur fór til Yerevan í Arm- eníu en þar mun hún starfa í 4 mánuði við endurhæfingarstöð fyrir mænuskaddað fólk. Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur fór til Afganistan til 6 mánaða starfa við heilsugæslu í Herat í vesturh- luta landsins sem skæruliðar hafa að hluta til á valdi sínu og Magnús Hallgrímsson verkfræðingur er nýfarinn til Eþíópíu þar sem hann mun sinna eftirliti með dreifingu matvæla og annarra hjálpargagna í norðurhluta landsins. Áuk þess- ara fimm er Lilja Steingrímsdótt- ir hjúkrunarfræðingur við störf á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða kross- ins í Quetta í Pakistan, en þar er hlynnt að særðum flóttamönnum frá Afganistan. Vertíðin Fer rólega af stað Haugabrim og land- lega í Grindavík. Fáir bátar byrjaðir í Þor- lákshöfn. Lítið að hafa í netin hjá Ólafs- víkurbátum en þokkalegt á línu Bátavertíðin fyrir sunnan og vestan fer heldur rólega af stað og er það aðallega vegna ótíðar. Þeg- ar gefið hefur á sjó hefur afli víð- ast hvar verið þokkalegur bæði í net og á línu. Landlega var hjá Grindavík- urbátum í fyrradag en þar úti fyrir var haugabrim og leiðindasjór. Þar eru aðeins fimm bátar byrj- aðir á netum og hefur ufsi verið aðaluppistaðan í afla þeirra eins og venjulega er á þessum árs- tíma. Áfli þeirra hefur þó verið all þolanlegur í þeim róðrum þeg- ar gefið hefur en þorskurinn fer ekki að gefa sig í netin fyrr en með hækkandi sól á miðum bát- anna. Þorlákshafnarbátar reru í gær en þar eru aðeins fimm bátar byrjaðir á netum og var ágætis kropp á hjá þeim fyrir austan Eyjar. Þá eru draganótabátar ekki enn byrjaðir. Ennfremur hefur verið afar tregt á línu en að sögn Þórðar Eiríkssonar á hafn- arvigtinni hefur ufsinn verið nokkuð góður það sem af er og hið sama má segja um það litla sem línubátar hafa fengið af þorski. „Annars finnst manni menn vera heldur svartsýnir í byrjun vertíðar og mér sýnist aðalhugs- unin vera hjá mörgum að best sé að hætta þessum barningi og selja í staðinn báta og kvóta. Það er síðan spurning hvort menn gera alvöru úr þessu eða ekki,“ sagði Þórður Eiríksson á hafnarvigt- inni í Þorlákshöfn. í Ólafsvík er vertíðin ekki haf- in á fullum krafti fremur á hinum vertíðarstöðunum. Afli netabáta hefur ekki verið neitt sérstakur en verið þokkalegur hjá línubát- um og virðist sem þorskurinn sé sæmilega góður sem veiðst hefur. Svipaður fjöldi af heimabátum er gerður út á vertíðinni og var í fyrra en síðan veltur það á því hvort uppgrip verða í Breiðafirð- inum að bátar frá Norðurlandi láti sjá sig á miðunum eins og svo oft áður. -grh Lyfjanotkun - ofnotkun Félagið Geðhjálp stendur fyrir fyrirlestri á morgun, fimmtudag- inn 25. janúar. Guðjón Magnús- son aðstoðarlandlæknir mun flytja fyrirlestur sem hann kallar Lyfjanotkun-ofnotkun. Fyrir- lesturinn verður haldinn í kennslustofu á 3. hæð Geð- deildar Landspítalans og er að- gangur ókeypis og allir velkomn- Þjónustumið- stöð aldraðra Ný þjónustumiðstöð aldraðra verður opnuð í dag að Afla- granda 40 í vesturbæ Reykjavík- ur. Frá kl. 17-19 í dag verður opið hús fyrir eldri borgara í Vestur- bænum að þessu tilefni. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.