Þjóðviljinn - 24.01.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1990, Síða 5
VIÐHORF Einn lista gegn íhaldinu Guðrún Ágústsdóttir skrifar Mig hefur lengi dreymt um að vinstra fólk í Reykjavík, flokk- arnir og fólk til vinstri utan flokka, félagshyggjufólk innan flokks og utan bæri gæfu til að bjóða fram einn sameiginlegan lista í komandi borgarstjómar- kosningum. Aðstæður em þess- ar: í fyrsta lagi nýtast atkvæði mun betur og möguleikar á því að feila íhaldið aukast, í öðm lagi er slíkt framboð líklegt til að virkja fleira fólk, og í þriðja lagi hefur reynslan undanfarið kjörtímabil og raunar lengur, sýnt okkur að við getum mjög vel starfað saman á grundvelli málefnalegrar sam- stöðu. Segja má að sameiginlegt framboð hafi í raun verið í undir- búningi allt kjörtímabilið og það svifið yfir vötnunum að loks myndi nú takast að koma því í höfn. Undirbúningurinn var og er í því fólginn að Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Kvennalist- inn hafa unnið saman að öllum helstu málum allt kjörtímabilið. Við höfum unnið saman við gerð fjárhagsáætlunar og flutt þar sameiginlegar tillögur og verið þar með allt aðrar áherslur en nú- verandi meirihluti. Þrjá mála- flokka leggjum við áherslu á: 1. aðbúnað aldraðra, 2. aðbúnað barna, og 3. aðbúnað ungs fólks. Aðrir málaflokkar sem við höf- um sameiginlega lagt áherslu á eru umferðaröryggismál, um- hverfismál, skipulagsmál, launamál borgarstarfsmanna, al- menningssamgöngur, verndun gamalla menningarverðmæta og menningarmál. Og fleira mætti telja. Við getum því með lítilli fyrirhöfn útbúið málefnagrund- völl fyrir sameiginlegt framboð og fengið til liðs við okkur það fólk sem ekki hefur tekið þátt í störfum innan flokkanna/sam- takanna, en hefur mjög svipaðar skoðanir og við í ofangreindum málaflokkum. Líklegt er að í þennan hóp gætu bæst mun fleiri en oft áður - fólk sem mislíkar og hefur skömm á ólýðræðislegum og einræðislegum vinnubrögðum Davíðs Oddssonar borgarstjóra og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Við borgarfulltrúamir í minni- hlutanum ræddum þessi mál mikið og lengi og sú aðferð sem oftast var nefnd var að hver flokkur hefði tvo fulltrúa á listan- um og í 1. og 8. sæti yrðu Kvenna- listakonur og sú í 8. sætinu yrði þá jafnframt borgarstjóraefnið. S.l. vor leit út fyrir að af sameiginlegu framboði gæti orðið. Þá kom babb í bátinn, vegna ágreinings um ráðningu í skólastjórastarf í einum af grunnskólum borgar- innar og lýsti Bjarni P. Magnús- son (A) því þá yfir að ekki væri hægt að vinna með Alþýðu- bandalaginu og sameiginlegt framboð með því væri úr sög- unni. Þetta var greinilegt bakslag sem kom mjög illa við alla, ekki síst Kvennalistakonur, sem töldu þetta til marks um það að lítið mætti út af bregða milli flokk- anna. Nú hefur Alþýðuflokkur- inn snúið við blaðinu og óskað eftir viðræðum um samstarf við Alþýðubandalagið og Borgara- flokkinn, eins og kunnugt er. öflugu og frambærilegu fólki til að skipa G-lista, og nógu er stefna okkar skýr í borgarmálum og næg eru verkin sem vinna þarf. í borgarmálaráði ABR hefur ríkt mikill einhugur og málefna- ágreiningur enginn verið, hvorki í borgarmálaráði né milli okkar borgarfulltrúanna. Stefnumála- umræða hófst sl. vor og hefur hópur fólks sem m.a. er í nefnd- um og ráðum unnið vel og dyggi- lega að því að móta áhersluþætti vegna komandi kosninga. í haust hvort við færum fram ein eða með öðrum. Fjórar tillögur komu fram um málsmeðferð en niður- staða fundarins var sú að vinna áfram að samfylkingu gegn íhaldsöflunum hér í borg og bíða þess formlega erindis sem Al- þýðuflokkurinn hafði boðað í fjölmiðlum og samþykkti svo s.l. laugardag. Mál standa því þannig nú að stjórn ABR hefur verið falið að freista þess enn að ná samkomu- lagi um sameiginlegt framboð „Ég er andvíg tilboði Alþýðuflokks um galopið prófkjör með þeim og Borgara- flokki, þar semfélög og hópar, jafnvel andstœðingar framboðsins geta ráðið úrslitum um val áframboðslista eins og dæmin sanna” S.l. haust var haldinn opinn fundur á vegum ABR þar sem fulltrúar flokkanna í stjómarand- stöðunni gerðu grein fyrir af- stöðu sinni til sameiginlegs fram- boðs. Bjarni P. Magnússon (A) lýsti þeirri afstöðu sinni að hann vildi helst sameiginlegt framboð þar sem flokkarnir drægju sig nokkuð í hlé, en lýstu yfír stuðn- ingi við eins konar óháð fram- boð. Hann hafnaði þar með þeirri leið að tveir kæmu frá hverjum flokki. Sigrún Magnús- dóttir (B) hafnaði leið Bjama en upplýsti að Framsóknarflokkur- inn hefði getað hugsað sér upp- haflegu aðferðina. Elín Ólafs- dóttir (V) upplýsti að Kvennalist- inn hygðist bjóða fram eigin lista og við Kristín Á. Ólafsdóttir (G) lögðum áherslu á sameigin- legt framboð og vorum opnar fyrir öllum þeim aðferðum sem um gæti náðst víðtækt samkomu- lag. Síðan þetta gerðist hafa Kvennalistakonur og Framsókn- arfólk lýst því yfir ótvírætt að þau muni bjóða fram eins og áður sinn eiginn lista. Fyrir mig var þetta nokkurt áfall, draumurinn ætlaði ekki að rætast. Þetta var þeirra niðurstaða - því miður. Við þessar aðstæður fannst mér eðlilegt að næsta skref væri að hefja undirbúning G-lista framboðs - við höfum ágæta mál- efnastöðu í borginni, og innan flokksins og meðal stuðnings- manna hans er fullt af góðu, var svo haldinn fundur þar sem starf hópanna var kynnt og þar ríkti mikið hugmyndaflug og ein- drægni. Talað var um að þessi málefnavinna myndi nýtast okk- ur hvort heldur við færum fram ein eða með hinum flokkunum. f borgarmálaráðinu hefur ekki lengi ríkt jafn mikilli eindrægni um áherslur okkar og á s.l. kjör- tímabili, sem auðvitað hefur gert samvinnu við hina flokkana í stjórnarandstöðunni auðveldari. Sundrung í okkar hópi hefði að sjálfsögðu gert samstarfið erfið- ara og það traust sem myndast hefur á milli okkar í minnihlutan- um á m.a. rætur að rekja til þess- arar samstöðu okkar þriggja í stærsta minnihlutaflokknum. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Alþýðuflokkurinn mun bjóða Alþýðubandalaginu, Birtingu og Borgaraflokki að taka þátt í opnu prófkjöri þar sem óháðir kjós- endur geta einnig tekið þatt. Hugmynd Alþýðuflokksins er að flokkarnir dragi sig í hlé, listinn sem kæmi út úr sameiginlegu prófkjöri myndi 30 manna borgarmálaráð og flokkunum yrði síðan boðið að tilnefna 2 full- trúa hver í borgarmálaráð, en þeir hefðu ekki atkvæðisrétt þar. Félagsfundur s.l. miðvikudag Á félagsfundi ABR s.l. mið- vikudag var rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar og allra. Jafnframt þarf að svara Al- þýðuflokknum þegar erindi um viðræður berast og auðvitað hljótum við að ganga til þeirra viðræðna. Að sjálfsögðu. Náist ekki samkomulag um samfylk- ingu allra þá taka við viðræður við Alþýðuflokkinn. í þeim við- ræðum þurfum við að taka af- stöðu til þess hvort við föllumst á tilboð þeirra. Við getum að sjálf- sögðu sett þar fram okkar kröfur og áherslur. Spurningarnar sem við stönd- um þá frammi fyrir eru þessar: 1. Erum við tilbúin til að taka þátt í opnu prófkjöri með Alþýðu- flokknum, Borgaraflokknum og óháðum kjósendum sem lýsa yfir stuðningi við málefnaáherslur flokkanna? Hlíta svo niðurstöðu úr opna prófkjörinu og fela þeim 30 sem skipa framboðslista, ásamt tveimur frá hverjum flokki með áheyrnar- og tillögurétt, meðferð borgarmála næsta kjör- tímabil? 2. Erum við tilbúin til að fara í opið prófkjör með Alþýðu- flokknum og óháðum en án Borgaraflokks? 3. Viljum við að hver flokkur velji sjálfur sína frambjóðendur með sínum hætti á sameiginlegan lista? 4. Viljum við bjóða fram með Al- þýðuflokknum þar sem hver flokkur velur sitt fólk á listann? Hver þessara aðferða sem val- in yrði, yrði aðeins til þess að fækka framboðum í Reykjavík um eitt - þau yrðu fjögur í stað fimm. Mín skoðun Ég er andvíg leið 1, tilboði Al- þýðuflokks um galopið prófkjör með þeim og Borgaraflokki, þar sem félög og hópar, jafnvel and- stæðingar framboðsins geta ráðið úrslitum um val á framboðslista, eins og dæmin sanna. Reynsla Alþýðuflokksins af opnum próf- kjörum sýnir að slíkt getur hæg- lega gerst sbr. síðasta prófkjör, sem fléiri tóku þátt i en kusu list- ann. Samfylking með Borgara- flokki heillar mig ekki heldur, síður en svo. Varðandi þann kost að bjóða fram með Alþýðu- flokknum einum, þá hefur það kosti og galla (eins og raunar allar leiðirnar). Slíkt framboð væri vissulega nýtt en ekki baun ferskt og hæpið að það myndi höfða til fólks úr hinni frægu grasrót. í Alþýðubandalaginu er til bjartsýnisfólk sem trúir því að- enn sé hægt að samfylkja með öllum stjómarandstöðuflokkun- um í sameiginlegu framboði eins lista gegn íhaldinu. Ég er í þess- um hópi og vil freista þess enn einu sinni að ræða það við hina flokkana. Það væri bæði nýtt og ferskt og líklegt til að ná til fjölda fólks utan flokkanna. Slíkar við- ræður em líka í takt við samþykkt síðasta félagsfundar ABR og var rauður þráður í ræðum nær allra fundarmanna. Alþýðuflokkurinn finnur nú fyrir þessum mikla þrýstingi og hefur snúið við blaðinu. Þá er lag til að vinna hina flokkana á okkar band, en Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem aldrei hefur lokað á samfylkingarhugmynd- ina. Það er eins og það á að vera, því Alþýðubandalagið varð til við samfylkingu vinstri manna og hlýtur ávallt að gegna kalli tím- ans. Við höfum skamman tíma en til mikils er að vinna. Hins vegar ef hinir flokkarnir vilja ekki vera með, munum þá, ágætir félagar í Reykjavík, að Al- þýðubandalagið er flokkur með góðan málstað og góða málefna- stöðu. Félagar okkar um allt land munu bjóða fram G-lista eins og mörg undanfarin ár og það gerum við líka að sjálfsögðu, ef sú verður niðurstaðan af við- ræðum okkar við aðra flokka. Það yrði ekki nýtt, en við getum gert slíkt framboð sterkt, ferskt og öflugt ef við viljum og stönd- um saman. Og það hljótum við að gera. Guörún Ágústsdóttir er borgarfulltrúi og aðstoðarmaður menntamálaráð- herra. Hliðstæðumar í Panama og Grenada Don Rojas skrifar Grein þessi er birt til að vekja athygli á umrœðufundi um innrás Bandaríkjanna í Panama er hald- inn verður miðvikud. 24. jan. kl. 20:30 í húsakynnum Pathfinder bóksölunnar að Klapparstíg 26, 2. hœð. Yfirskrift fundarins er: „Bandaríkin burt úr Panama! Fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða í Mið- Ameríku og Karíbahafi. “ Innrásin í Panama kallar aftur fram hroll hjá okkur sem lifðum Umræðufundur verður haldinn um innrás Bandaríkjanna í Panama, í kvöld kl. 20:30 I húsakynnum Path- finder bóksölunnar að Klapparstíg 26, 2. hæð. af innrásina á Grenada fyrir sex árum. Síðustu daga hefur rifjast upp skelfileg og kunnugleg ásjóna stríðsins, einu af öðru sjónvarp- að; dynkir frá stórskotaliði, sund- urslitin hljóð í vélbyssum, lífs- hættulegar þyrlur skjótandi eld- flaugum. Eins og á Grenada: Við sjáum unga og velvopnaða bandaríska hermenn - hvíta menn, blökku- menn og menn af rómansk amer- ískum uppruna - syni verkafólks í kolanámum, jámiðnaði, bflaiðn- „Hliðstæðurnar milli Panama og Gren- ada eru áberandi. Hernaðarlegar, pólit- ískar og diplómatískar hliðar þessara tveggja innrása eru keimlíkar og um leið lœrdómsríkaru aði og bændasyni. Augu þeirra vart greinanleg vegna felulita, tjá ótta og ringulreið. Sumir ráð- villtir vegna fyrirskipana um að drepa dætur og syni vinnandi al- þýðu í Panama, sem þeir áttu ekki í neinum útistöðum við. Aðrir óttuðust að verða drepnir eða særast að þarflausu, í landi er ógnar ekki á nokkum hátt öryggi Bandaríkjanna. ímynd blóðbaðs í nafni kapit- alísks lýðræðis í Mið-Ameríku leiftrar á skjánum. Tilefnislaus dráp íbúa Bandaríkjanna og Pa- nama, samkvæmt fyrirskipun forseta Bandaríkjanna. Manuel Noriega -hershöfðingi neitaði Framhald á bls. 9 Miðvikudagur 24. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.