Þjóðviljinn - 24.01.1990, Page 9
ALÞÝPUBANDALAGIP
Alþýðubandalagið Akureyri
Félagsfundur
Almennur félagsfundur veröur haldinn í Alþýðubandalaginu Akur-
eyri fimmtudaginn 25. janúar kl. 20 í Lárusarhúsi.
Fundarefni:
1. Undirbúningur framboðs.
2. Staða bæjarmála og kosningabaráttan.
3. Önnur mál.
Alþýðubandalagið ísafirði
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 28. janúar kl. 16 á
Hótei ísafirði.
Dagskrá:
1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga.
2. Önnur mál.
Félagar mætum öll. Stjórnin
Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 27.
janúar kl. 14.
Dagskrá: Bæjarstjórnarkosningar í vor. Uppstillingarnefnd
Miðstjórnarfundur
Sveitarstjórnarmenn sérstaklega hvattir til að sitja fundinn
Boðað er til fundar í miðstjórn Alþýðubandalagsins dagana 9. -
11. febrúar 1990 í Þinghóli, Kópavogi. Nánari tímasetning verður
auglýst síðar.
Fundarins bíða mörg mikilvæg verkefni, en aðalefni nanss verða:
1. Stjórnmálaástandið.
2. Sveitarstjórnarmálefni
3. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Fundarboð og dagskrá verða send miðstjórnarmönnum í næstu
viku. Mikilvægt er að miðstjórnarmenn mæti sem best. stjórnin
AB Kópavogi
Þorrablót
Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í
Þinghóli Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar kl. 19.
Nánar auglýst síðar.
Laugardagsfundir ABR
Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur opinn umræðufund laugar-
daginn 27. janúar, kl. 11 að Hverfisgötu 105, efstu hæð
Atburðirnir í Austur-Evrópu og barátta sósíalista.
Málshefjendur: Arni Bergmann, ritstjóri
Jórunn Sigurðardóttir, leikari
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir
Eftir stuttar framsögur verða fyrirspurnir og umræður.
Umræðustjóri verður Ragnar Stefánsson,
Alþýðubandalagið í Reykjavik
'f _ígjjp(S&Ég|j|* $
Ámi Bergmann Jórunn Sigurðar- dóttir Sveinn Rúnar Hauksson
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Spilakvöld
Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur annað spilakvöld í þriggja
kvölda keppni mánudaginn 29. janúar klukkan 20.30 í Þinghól
Hamraborg 11.
Allir velkomnir. Stjórnin
Margrét
Alþýðubandalagið Hveragerði
Opið hús
Opið hús í sal Verkalýðsfélagsins Boðans,
Austurmörk 2, Hveragerði, laugardaginn
27. janúar kl. 10-12.
Margrét Frímannsdóttir ræðir landsmála-
pólitíkina og Ingibjörg Sigmundsdóttir bága
stöðu bæjarins og komandi kosningar.
Heitt á könnunnin.
Stjórnin
Ingibjörg
Akureyri og nágrenni
Almennur
stjórnmálafundur
Akureyri og nágrenni.
Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og
samgönguráðherra og Svavar Gestsson
menntamálaráðherra verða á almennum
stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu Akureyri,
sunnudaginn 28. janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Fundarboðendur
Svavar
VIÐHORF
Framhald af bls. 5
fyrir nokkrumárum að fallast á
áætlanir Bandaríkjastjórnar um
að kollvarpa byltingunni í Nicar-
agua og hélt uppi rétti Panama-
búa til að stjórna skurðinum sín-
um. ímynd ráðastéttarinnar í
Bandaríkjunum, er stendur ein-
huga bak við forseta sinn og styð-
ur þessa ólöglegu innrás.
Það var átakanlegt að endur-
lifa þessa ásýnd ríksrekinna
hryðjuverka. Að sjá enn á ný,
eins og við gerðum á Grenada,
sorg og þjáningar, svipmót
hryggðar og örvilnunar greypt í
andliti mæðra og eiginkvenna,
þeirra er misst höfðu syni sína,
eiginmenn, bræður og feður, sem
og heimili sín og fátæklegar eigur
í þessu síðasta sóðalega stríði
bandarísku heimsvaldastefnunn-
ar í þriðja heiminum.
Endurminningin, er við vorum
reknir frá heimilum okkar undir
byssukjöftum bandarískra her-
manna 28. október 1983, vaknar
þegar horft er á Bandaríkjaher
handtaka panamíska ættjarðar-
sinna. Við vorum fluttir í fanga-
búðir er komið var upp til bráða-
birgða og yfirheyrðir klukkutím-
um saman, riflum beint að
höfðum okkar. Rétt eins og
bræður okkar og systur í Panama,
voru ættjarðarsinnar á Grenada
bundnir og sjónin byrgð. Sumir
okkar voru settir í búr eins og
dýr. Lýðræðisleg réttindi voru
fótum troðin af innrásarher
heimsvaldasinna.
Okkur er í fersku minni hvað
það merkir að vera fórnarlamb
innrásar. Alveg eins og í Panama,
gerði Bandaríkjaher engan
greinarmun á hemaðarlegum og
borgaralegum skotmörkum.
Sprengjum var varpað á spítala
og þeir eyðilagðir. Eldflaugum
dúndrað og skotið úr vélbyssum á
heimili fólks, þar á meðal heimili
Maurice Bishops.
Ráðastéttin í Bandaríkjunum
segir að líf bandarískra ríkis-
borgara í Panama og á Grenada
sé ómetanlegt og það beri að
vernda, hvað sem það kostar.
Lífum Panamabúa og Grenada-
búa má fórna, þau eru ekki jafn
mikilvæg, ekki jafn verðmæt.
Þannig er siðferðismat heims-
valdasinna tvískipt.
Hliðstæðurnar milli Panama
og Grenada eru áberandi. Hern-
aðarlegar, pólitískar og diplóm-
atískar hliðar þessara tveggja
innrása eru keimlíkar og um leið
lærdómsríkar.
1 fyrsta lagi var um að ræða
gífurlegan mannlegan harmleik,
framinn af hinni heimsvaldasinn-
uðu bandarísku ráðastétt gegn fá-
mennum og aflvana þjóðum.
Eini „glæpurinn“ er þær drýgðu
var að verja þjóðlegt sjálfstæði
sitt, fullveldi, félagslega ávinn-
inga og óafsalanlegan rétt sinn til
sjálfsákvörðunar.
Eins og á Grenada 1983 urðum
við vitni að því hvernig þjóð
blökkumanna er fótum troðin,
hvernig ráðist er á varnarlaust
fólk sem hafði þann styrk til að
bera að snúast gegn heimsvalda-
sinnum. Og sýndi samstöðu með
frændþjóðum um alla Ameríku.
Því það eiga þessar innrásir
sammerkt með innrásinni í Dóm-
inikanska lýðveldið 1965, að
öllum þjóðum í Karíbahafi og
gjörvallri Rómönsku Ameríku er
ógnað.
Árásin á Panama var sex sinn-
um stærri en árásin á Grenada.
Hún var brot á rétti sjálfstæðs
ríkis, vanvirðing á landamærum
þess, brot á alþjóðalögum sem
sett eru niður í sáttmála Samein-
uðu þjóðanna og einnig andstæð
samkomulaginu um Panama-
skurðinn frá 1977.
ATH.: Framhald þessar greinar
verður birt síðar.
Don Rojas var upplýsingafull-
trúi Maurice Bishops, forsætis-
ráðherra Grenada á árunum
1979-1983. Bandaríkjastjórn
gerði innrás á eyjuna 1983, er rík-
isstjórn hans hafði verið steypt af
stóli. Don Rojas vann um skeið
sem talsmaður fjölþjóðlegra
samtaka um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða við Karíbahaf, en er í dag
dálkahöfundur í New York.
Hann skrifar reglulega í viku-
blaðið Militant og er greinin sem
hér birtist þýdd þaðan, örlítið
stytt. Þýðendur eru Gylfi Páll
Hersir og Sigurlaug S. Gunn-
laugsdóttir.
Opið hús
í þjónustumiðstöð aldraðra
að Aflagranda 40
Miðvikudaginn 24. janúar verður opið hús
eldri borgara í Vesturbænum, sunnan
Hringbrautar.frá kl. 17.00-19.00 í tilefni af
opnun þjónusturýmis þar.
Boðið verður upp á kaffiveitingar og
skoðunarferð um þjónustumiðstöðina.
Reykjavíkurborg
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara
fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda,
en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum
liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir
eftirtöldum gjöldum:
Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr.
45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir
10.-12. greiðslutímabili með eindögum 15.
hvers mánaðar frá nóvember 1989 til janúar
1990.
Reykjavík, 22. janúar 1990
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
HAFNARBORG
Rekstur kaffistofu
Stjórn Hafnarborgar, menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarðar auglýsir eftir tilboðum í
rekstur kaffistofu hússins. Nánari upplýsingar
gefur forstöðumaður.
Tilboð þurfa að berast skrifstofu Hafnarborgar,
Strandgötu 34, Hafnarfirði fyrir 10. febrúar nk.
Stjórn Hafnarborgar
KVENNA
ATHVARF
Munið félagsfundinn í Hlaðvarpanum á morg-
un, fimmtudag 25. janúar, kl. 20.15.
Samtök um kvennaathvarf
Kærar þakkir færum við öllum sem heiðruðu minningu
Gríms M. Helgasonar
og sýndu okkur vinarþel og samkennd við fráfall hans.
Hólmfríður Sigurðardóttir,
Vigdís Grímsdóttir,
Sigurður Grímsson,
Anna Þrúður Grímsdóttir,
Helgi Grimsson,
Grímur Grímsson,
Hólmf ríður Grfmsdóttir,
Kristján Grímsson,
og barnabörn.
Vigdís M. Grímsdóttir,
Birna Þórunn Pálsdóttir,
Sigurþór Hallbjörnsson,
Ása Magnúsdóttir
Birgir Hákonarson,
Lára Helen Óladóttir
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9