Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýóubandalagið í Kjósarsýslu Félagsfundur Félgsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.30 í félagsheimili AB Kjósarsýslu, Urðarholti 4, 3.h.tv., Mosfellsbae. Dagskrá: Undirbúningur baejarstjórnarkosninga. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundi frestað Áður auglýstum félagsfundi ABR, sem halda átti miðvikudaginn 31. janúar, hefur verið frestaö til þriðjudagsins 6. febrúar. Stjórnin Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Skoðanakönnun Skoðanakönnun vegna bæjarstjórnarkosninganna 1990 fer fram nk. laugardag, 3. febrúar, frá kl. 10-18, að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Rétt til þátttöku hafa allir skráðir félagar. Félagar eindregið hvattir til þátttöku. Uppstillingarnefnd. Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni í Þinghóli, Hamraborg 11. Verið velkomin. Stjórnin Alþýðubandalagið Kóþavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Tríó Þorvaldar Jónssonar og Vordís leika fyrir dansi. Miðaverð sama og í fyrra, 2.500 krónur. Miðarnir seldir á skrifstofu ABK í Þinghóli. Tryggið ykkur miða í tíma. Undirbuningsnefndin MIÐSTJÓRNARFUNDUR Boðað er til fundar í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins dagana 9.-11. febrúar n.k. Fundurinn verður haldinn í Þinghóli, Kópavogi, og hefst hann kl. 20.00 föstu- daginn 9. febrúar. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Föstudagur 9, febrúar Kl. 20.00 1. Setning fundar, kynnt dagskrá og verkefni fund- arins. 2. Almenn stjórnmálaumræða. Breytingar á al- þjóðavettvangi - verkefni í íslenskum stjórnmál- um. Laugardagur 10. febrúar Kl.09.00 3. Sveitarstjórnarmál/ undirbúningur sveitarstjórnarkosninga. Fjárhagsstaða sveitarfélaga og áhrif breyttrar verkaskiptingar Þórður Skúlason, varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjóri á Hvammstanga. Sveitarfélögin, atvinnulíf og byggðaþróun Einar Már Sigurðsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyri og stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Norðlendinga. Félagshyggja að leiðarljósi Heimir Pálsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. UMRÆÐUR 4. Framhald almennra stjórnmálaumræðna Sunnudagur 11. febrúar Kl. 10.00-15.00 Framhald umræðna. Tillögur til miðstjórnar frá landsfundi. Umræður og afgreiðsla mála. Önnur mál. Þeir sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalagsins sem ekki eiga sæti í miðstjórn, eru sérstaklega boðaðir til þessa fundar. Steingrímur J. Sigfússon form. miðstjórnar Menningar- sjóði verði breytt Ályktun stjórnar Banda- lags íslenskra listamanna varðandi Menningarsjóð útvarpsstöðva Þegar leyfi var gefið til útvarps- sendinga frá einkastöðvum, ótt- uðust menn, að hlutfall erlends efnis í dagskrá fjölmiðla mundi aukast. Til þess að sporna við þeirri þróun, var Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva stofnaður. Tekjur hans voru gjald, sem bætt var ofan á verð auglýsinga í útvarpi og sjónvarpi. Hlutverk hans var að styrkja metnaðarfulla dagskrárgerð, og auk þess að greiða hluta af rekstri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Sjóðurinn hefur ekki borið gæfu til að gegna hlutverki sínu eins og vonir stóðu til. Stjórn hans hefur skipt fénu á milli stöðvanna án nægilegs tillits til verðleika umsókna, eða með öðrum orðum skilað fénu inn á stöðvarnar til reglubundinnar dagskrárframleiðslu. En þar á listrænn metnaður og dirfska því miður í vök að verjast fyrir kröf- um um að efni fylli gefinn dag- skrártíma og brjóti ekki þumal- puttareglur um kostnað á mfn- útu. Menningarsjóðurinn var á sín- um tíma stofnaður fyrir baráttu kvikmyndagerðarmanna og Bandalags íslenskra listamanna. Því skorar Bandalag íslenskra listamanna á nýja stjórn sjóðsins og formann hennar, Pál Skúla- son, í samvinnu við menntamála- ráðherra Svavar Gestsson, að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum til þess að sjóðurinn geti orðið hornsteinn skapandi dagskrárgerðar fyrir sjónvarp og útvarp. Þegar hafa verið rofin bein tengsl við dagskrárstjórnir stöðv- anna. Til að stíga skrefið til fulls þarf að gefa listamönnum sjálfum kost á að hafa frumkvæði og sækja beint til sjóðsins án þess að hlíta reglubundinni dagskrár- stefnu stöðvanna eins og hún er á hverjum tíma. Samþykkt á stjórnarfundi 22. janúar 1990. f.h. stjórnar Bandalags íslenskra listamanna, Hjálmar H. Ragnarsson ffl Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í greini- brunna. Verkið felst í gerð og flutningi 60 brunna. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 14. febrúar 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 f Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lagn- ingu stofnlagnar í Kópavog. Verkið nefnist „Kópavogur - Efra kerfi“. Verkið felst í lagningu ca. 1.900 m af pípum, 300 mm og grennri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir- kjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr.15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. febrúar 1990, kl.11.00. INNKAUPÁSTÖFNUN REYKJAVÍKURBGRGAR c Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 — UMFERÐAR RÁÐ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir Helga Ásmundsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. febrúar kl.13.30. Leifur Stefánsson og börn Ásmundur Sigurjónsson Lis Ruth Sigurjónsson Pia Ásmundsdóttir Kjartan Ásmundsson Egill Ásmundsson Stefán Yngvi Finnbogason Hólmfríður Arnadóttir AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍFfTEINA RÍKISSJÓæ FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 1988-1. fl.D 2 ár 01.02.90-01.08.90 01.02.90 kr. 444,31 kr. 173,19 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.