Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Fíkniefni Atvinnuleysingjar fjölmennastir Fíkniefnalögreglan lagði haldá62 vopnífyrra, munfleirienl988. Málum hefur heldur fœkkað Útflutningur Batnandi samkeppnis- staða Atvinnuleysingjar og verka- menn eru langstærstu hópar þeirra sem komu við sögu hjá fíkniefnalögreglunni á síðasta ári. Heildarfjöldi grunaðra á árinu var 439. Þar af voru atvinnu- leysingjar 159 en verkamenn 126. Þriðji stærsti hópurinn var nem- endur, alls 29. Fjöldi grunaðra var heldur minni en árið 1988, en þá var hann 473. Hinir grunuðu voru flestir á aldrinum 22-25 ára, eða 100. Næst fjölmennastur var aldurshópurinn 26-29 ára, eða 88. Fjöldi þeirra sem voru yfir 37 ára aldri var 42. Málafjöldinn hjá fíkniefnalög- reglunni í fyrra var 205, sem er 16 málum færra en árið á undan. Lögreglan lagði hald á efni í 146 tilvikum. Við innflutning var lagt hald á efni 29 sinnum en fíkniefn- in komust í dreifingu 121 sinni. Efni fundust á kærðum við hand- töku í 153 tilvikum og í húsnæði Skáís Þriðjungur óákveðinn Ef kosið yrði núna til alþingis mundi Sjálfstæðisflokkurinn fá 26,7% atkvæða, Framsókna- rflokkurinn 9,6%, Alþýðubanda- lagið 6,1%, Alþýðuflokkurinn 5,3%, Kvennalistnni 5% en aðrir flokkar minna. Um 30,8% að- spurðra voru óákveðin í sinni af-, stöðu. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem Skáís gerði en alls voru þátttakendur 832. Sé hins vegar tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 49,7% at- kvæða, Framsókn 17,9%, Al- þýðubandalagið 11,3%, Alþýðu- flokkurinn 9,9% og Kvennalisti- inn 9,3%. Aðrir flokkar mun minna. Ennfremur var spurt um stuðn- ing við ríkisstjórnina. Nei sögðu 55,6%, jásögðu 27,7% en 15,3% voru óáicveðin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 66,8% nei og 33,2% já. -grh kærðra í 73 tilvikum. Fíkniefni voru tekin af 45 flugfarþegum, þrisvar sinnum í vörusendingum, sjö sinnum á tollpóststofu og innvortis hjá tveimur einstak- lingum. Sautján voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefna- misferlis á síðasta ári í samtals 361 dag, sem er ríflega 40 dögum fleira en árið á undan. Vopnafjöldinn sem fíkniefna- lögreglan lagði hald á í fyrra var heldur meiri en árið á undan. r Eg hef ekki komið heim í viku frá því óveðurskaflinn byrj- aði. Enda hef ég kannski lítið þangað að sækja því vegna snjó- flóðahættu er mér meinað að fara í íbúðina mína við Ólafstún sem ég keypti fyrir fjórum árum, sagði Jón Fr. Jónsson flugvallar- vörður á Flateyri. Byssufjöldinn var hinn sami, fjórar, en hnífum fjölgaði úr 28 í 58. Lagt var hald á 199 skot í fyrra, en 665 árið 1988. Lögregl- an hafði einnig nokkurt fé upp úr krafsinu, alls 385 þúsund krónur. Fíkniefnalögreglan fram- kvæmdi 141 húsrannsókn, þar af 88 þar sem ekki þurfti að leita eftir úrskurði dómstóla. Röntgenrannsóknir voru 25, þar af aðeins ein þar sem viðkomandi gekkst ekki sjálfviljugur undir hana og leita þurfti úrskurðar. heim Enn hœttuástand í gær geisaði enn hið versta veður í Onundarfirði og seinni partinn í gær fór rafmagnið af þorpinu. Svipað veður var þá einnig á ísafirði; þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. Síð- ast var flogið til Flateyrar á sunnudag en þar á undan 22. jan- úar. Athygli vekur í yfirliti frá fíkni- efnalögreglunni að sprautunotk- un virðist hafa minnkað milli ára. í fyrra komust 19 manns í kast við lögregluna vegna sprautunota en árið á undan var fjöldinn 30. Af öllum þeim sem fíkniefna- lögreglan hafði afskipti af 1989 höfðu 242 komist í kast við hana áður, en 197 manns í fyrsta skipti. Síðarnefndi hópurinn var heldur fjölmennari en 1988, en sá fyrr- nefndi mun fámennari. í viku Eins og gefur að skilja hafa línu- bátar lítt getað róið og togarinn Gyllir, sem og aðrir togarar á norðanverðum Vestfjörðum, hefur lítið getað verið við veiðar sökum óveðurs. Því hefur lítið verið að gera í fiskvinnu á svæð- inu. -grh Seðlabankinn.Meðalverð sjáv- arafurða erlendis komið upp úr þeirri lægð sem það var í árið!988. Meðalgengi er- lendra gjaldmiðla hækkaði á síðasta ári um tæplega 31% sem jafngildir 23,6% gengis- lækkun krónunnar Umtalsverð raunlækkun krón- unnar á síðasta ári ásamt veru- legri gengislækkun hennar miðað við erlenda gjaldmiðla leiddi til þess að samkeppnisstaða útflutn- ingsgreina batnaði til muna. Þannig er meðalverð sjávaraf- urða erlendis að komast á svipað stig og í ársbyrjun 1987 og er þar með komið úr þeirri lægð sem það var á árinu 1988. Þetta kemur fram í Hagtölum mánaðarins fyrir janúar sem Hagfræðideild Seðlabanka ís- lands gefur út. Þar kemur fram að meðalgengi erlendra gjaldmiðla samkvæmt viðskiptavog hækkaði um tæplega 31% á árinu 1989 sem jafngildir 23,6% gengislækkun krónunnar. Til samanburðar má nefna að á árinu 1988 féll gengi krónunnar um 17,9%, árið 1987 var gengisfallið 1,9% og 5,4% árið 1986. Á milli áranna 1988 og 1989 féll meðalgengi um 20% samanborið við um 18% gengis- fall frá 1987 til 1988. Vísitala fyrir raungengi krón- unnar er mælikvarði sem sýnir af- stöðu verðlags eða launakostnað- ar hér á landi og í helstu viðskipt- alöndunum mælt í sömu mynt. Verðlag erlendrar framleiðslu hækkaði í krónum talið um tæp- lega 37% á árinu 1989, það er margfeldi gengisbreytinga og er- lendrar verðbólgu, samanborið við um 24% hækkun á framfærs- luvísitölu. Þetta jafngildir því, að mati Hagfræðideildar Seðla- banka að raungengi krónunnar á mælikvarða verðlags hafi fallið um 9,5% á síðasta ári. Á sama hátt má reikna raungengi á mæl- ikvarða launakostnaðar og er niðurstaðan þá að raungengi krónunnar hafi lækkað um tæp- lega 18% á árinu 1989. Um- skiptin eru enn meiri þegar litið er á hlutfallslegan launakostnað og er áætlað að raungengi á þenn- an mælikvarða hafi verið tæplega 20% lægra í árslok 1989 en að jafnaði á árinu 1988. -grh -gb Græna húsið rifið. Búið er að rífa húsið við Tjarnargötu 5b sem gekk undir nafninu Græna húsið en þar höfðu AA-samtökin aðstöðu til fundahalda. Mynd: Jim Smart. Flateyri Brautskráning á Akranesi 47 nemendur fengu burtfararskírteini sín afhent á svonefndri Þorláks- vöku sem venja er að halda í skólanum í lok haustannar fyrir jól. Af þessum nemendum sem burtskráðust í desember voru 34 stúdentar, 9 luku prófum af tæknisviði og 4 luku verslunarprófi. 10 nemendur hlutu viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur. Bestum árangri stúdenta náðu Einar Gunnar Einarsson, Ingi Steinar Ingason og Jón Tryggvi Njarðarson, allir af eðlisfræðibraut. 150 íslenskir fjárhundar Aðeins eru skráðir 150 íslenskir fjárhundar á landinu öllu, segir í fréttatilkynningu frá Hundavina- félagi íslands, hinsvegar mun ís- lenski hundurinn vera kominn í ræktun víða um lönd þar sem hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar vegna fjölhæfni sinnar. í Noregi og Danmörku fjölgar ís- lenskum fjárhundum mun meira en hér á landi. S1 sunnudag var haldin ráðstefna um ræktun ís- lenska fjárhundsins á vegum ræktunardeildar hans í Hunda- vinafélaginu. Þar var einkum fjallað um uppruna hundsins og aðferðir við ræktun hans og vandamál í ræktuninni. „íslenski fjárhundurinn er þjóðargersemi sem ekki má glatast og það er skylda allrar þjóðarinnar að varðveita hann til frambúðar með aukinni áherslu á ræktunar- starfinu og bættum aðbúnaði ís- lenska fjárhundsins í landinu," segir í fréttatilkynningunni. Stjórnmálasam- band við Maldiveyjar Ríkisstjórnir íslands og Maldiv- eyja hafa tekið upp stjórnmála- samband. Ekki hefrir verið ákveðið hvenær skipst verður á sendiherrum. Skógræktarmenn segja frá Sovétferð Laugardaginn 3. febrúar verða þeir Sigurður Blöndal fyrrver- andi skógræktarstjóri ríkisins og Arnór Snorrason skógfræðingur áætlunarfulltrúi Skógræktar rfkisins gestir MÍR í félagsheimil- inu Vatnsstíg 10, kl. 14 síðdegis.. Þar munu þeir greina frá kynnis- för til Sovétríkjanna sem þeir fóru í sl. sumar. Þeir komu m.a. til borgarinnar Arkangelsk við Hvítahaf í norðurhluta Rússlands og skoðuðu tvö skógræktarsvæði þar í héraðinu. Þeir munu segja frá ferð sinni, heimsókn á skógar- svæðin og viðræðum við sovéska kollega og sýna jafnframt lit- skyggnur teknar í ferðalaginu. Kaffiveitingar á boðstólum. Anglia endurvakin Starfsemi félagsins Anglia hefur verið endurvakin, en fyrsti fund- ur félagsins var sl. mánudags- kvöld. Breski sendiherrann, Mr. Richard Best kom á fundinn en aðal ræðumaður kvöldsins var prófessor Alan Boucher, fyrrum formaður Anglia. Breski sendi- herrann fagnaði endurvakningu félagsins, en tilgangur þess er að viðhalda og efla bresk-íslensk tengsl. Sigrún ekki með Þjóðviljanum hefur borist bréf frá dr. Sigrúnu Stefánsdóttur og Gísla Reynissyni vegna auglýs- ingar þar sem Sigrún er sögð skólastjóri Fjölmiðlaskóla Is- lands. Það mun ekki rétt vera heldur hefur hún ákveðið að hafa engin afskipti af skólanum. Hún mun hafa ætlað að vera forstöðu- maður skólans í byrjun en vegna mikilla anna sá hún sér það ekki fært. Þá var hún ráðin ráðgjafi til skólans, en áður hafði hún unnið að drögum að uppbyggingu námsins í tímavinnu. Síðan segir orðrétt: „Vegna þeirra óþæginda sem Sigrún Stefánsdóttir hefur orðið fyrir vegna þeirra villandi upplýsinga sem komu fram í fyrr- greindum auglýsingum hefur hún ákveðið að hætta sem ráðgjafi skólans og kennari." 2 SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 31. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.