Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Samfylking eða auður seðill Ari Trausti Guðmundsson skrifar Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og ekki eldri en svo að ég hef náð að verða aðnjót- andi fáeinna áratuga þjónustu Sjálfstæðisflokksins í borgarmál- efnum. Fylgst með skipulagsb- rengli sem felst í því að búa til allt of víðfeðma byggð bútaða niður í svefnþorp, nokkra miðbæi, yfir- fullar samgönguæðar og fyrir- tækjagettó sem eru ófrágengin í áratugi. Horft á offjárfestingu í atvinnuhúsnæði en vanfjárfest- ingar í félagsþjónustu. Búið við vaxandi mengun, lítt nýtanleg útivistarsvæði og séð hvernig yfir- bragð misgamalla (og þéttbýlla) hverfa er skemmt með eyðingu húsa eða ýmsum nýbyggingum úr öllu samhengi við umhverfið. Ég er marxisti sem samsama það hugtak við alþýðuvöld og er hvorki í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur né Birtingu. Kaus Kvennalistann tvisvar. (Þetta er nauðsynleg kynning svo pistillinn verði nú settur undir rétt mæliker - og fái réttar háðsglósur í nafn- lausu dálkum blaðanna). Auðvitað hefur margt nýtilegt flotið með í þróun Reykjavíkur; íslenska stjórnleysið og hittni ein- staklinga eða samtaka hefur gróðursett marga fjóluna í arfan- um sem verður meginuppskeran ef svo heldur áfram sem gengið hefur hingað til. Kjarninn í stefnu þeirra fulltrúa eignafólks og at- vinnurekenda sem ráða borgar- þjónustu Sjálfstæðisflokksins hefur verið: Arðurinn í fyrirrúmi. Starf margs ágætisfólks í fót- gönguliði flokksins á öðrum nót- um breytir engu þar um. Þessi stefna hefur meirihluta atkvæðisbærra Reykvíkinga þótt betri en annað sem ekki hefur arskeið borgarinnar er liðið, og vandamálin hrannast upp, hraðar en áður, fer stór hluti kjósendam- eirihlutans að efast um stuðning- inn við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Svona hugsýn hafnar margur sá sem er í hagsmunatengslum við flokkinn. Hún er samt rétt því félagslegar lausnir í samvinnu þorra borgarbúa geta einar bætt / „Eg er marxisti sem samsama það hugtak við alþýðuvöld og er hvorki í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur né Birtingu. Kaus Kvennalistann tvisvar“ verið látið reyna á - fyrir utan misheppnað samstarf „vinstri“ borgarmálasérfræðinga sem ent- ist varla eitt kjörtímabil. Par skorti fyrst og fremst á samstarf við almenning, raunhæfa stefnu og miklu meiri tíma.. Héðan í frá, þegar örasta vaxt- samgöngur, fimmfaldað dagvist- arrýmið, hreinsað forir, grætt njólaholt, bætt strendur og loft, minnkað vinnuálag, fækkað afbrotum, komið á einsetnum skóla, þétt byggð og tryggt at- vinnu svo eitthvað sé nefnt. Lýð- ræði er meira en kosningar á fjög- urra ára fresti, hverfafundir flokka eða opnir borgarstjórnar- fundir. Lýðræði er tafsamt starf við að hlusta á hugmyndir, móta áætlanir og kröfur með þeim sem eiga að nota áætlanirnar; lýðræði er óþægilegt valdaafsal; lýðræði er áratugalangt ferli. Og ekki að- eins þetta, heldur hefur hugtakið margar merkingar eftir þeim höfuðstéttum þjóðfélagsins sem eiga ólíka hagsmuni. Ef nú flokksmenn, fylgismenn og forystumenn (karlar eða kon- ur) 5-6 flokka eða framboða í Reykjavík ná ekki að búa til eitt öflugt félagshyggjuframboð ger- ist margt. Einhverjir - eins og Borgaraflokksmenn, Framsókn- aroddvitar og landsfundur Kvennalistans - standa eftir með fylgistap og minni æru en áður. Aðrir - eins og kratahluti AB og mest allur Alþýðuflokkurinn fá mark ódugandi íhalds en Birting verður ber að því að lítt rök- studda greiningin um „sögulegt hlutverk lýðræðislegrar jafnaðar- mennsku" er innantóm orð. Auðvitað er slíkt framboð til einskis án skýrrar og vandaðrar stefnu. Kjarni hennar er Sjálfs- tæðisstefna með öfugum for- merkjum í mörgu (alls ekki öllu!) Auðvitað er allt of seint farið af stað. En ekki fullreynt fyrr en all- ir hafa sagt nei aðrir en þeir sem ekki eru spurðir: Alþýða manna í borginni. Flokksleysingjar (tímabundn- ir, vonandi) og obbinn af félags- lega sinnuðu fólki í flokkunum umræddu hljóta að verða fyrir miklum vonbrigðum ef ekki reynir á samfylkingarframboðið. Ég lofa því að verði listamergðin söm og áður og jafnvel þótt kröt- um beggja A-flokka takist að sjóða saman lista „ofanfrá" skila ég auðu. Hvet aðra til að gera það sama. Þá skilst einhverjum alvar- an í borgarmálefnunum. Arí Trausti Guðmundsson er jarðeðl- isfræðingur. Opið bréf til Arna Böðvarssonar Fleira þarf í dansinn en fína skóna Kæri Árni Böðvarsson! Þú varst svo vinsamlegur að senda mér tímarit þitt, Tungutak Nr. 43. Hafðu fyrir það beztu þökk. Auðvitað geri ég ráð fyrir að þú viljir heyra álit mitt á heft- inu; og mun svo eftir ganga. En áður en ég fer medias in res vildi ég beina til þín einskonar inngangsfyrirspurn. í orðabók Menningarsjóðs, sem þú hefir rit- stýrt af mikilli kostgæfni, tekur þú orðið að „knésetja“ og gefur því tvennskonar, í rauninni and- stæða merkingu: 1) að setja ein- hvern á kné sér; 2) að koma ein- hverjum á kné. Nú minnist ég þess, að Árni Pálsson snuprar í ritgerðasafni sínu íslenzka blaðamenn fyrir að greina hér ekki á milli. Prófessor- inn segir: „Dæmi: að knésetjae-n halda þeir (fréttaritarar) að sé sama sem að koma einhverjum á kné“ (Á víð og dreif, bls. 264, Rvík. 1947.) - Mér sýnist það vera contradictio in adjecto, beinlínis mótsögn í sjálfu sér, að láta eitt og sama orð hafa tvær algjörlega andstæðar merkingar: að gera gælur við barn, láta vel að því (sbr. vísuna: Ríðum heim til Hóla, pabba kné er klárinn minn), og svo hinsvegar: að „slá mann niður í skítinn". Sem sagt: að klappa á annan vangann og löðrunga svo hinn. Danska tekur hér af öll tvímæli, því at knæsætte merkir að ættleiða e-n, gera ein- hvern að kjörbarni. Með þessu er táknfræði tung- unnar að engu höfð. Vonandi er það ekki árátta á ykkur málfræð- ingum að viðurkenna ranga orð- myndun eða orðsviðáttu sem rétta, sé hún bara nógu oft og af nógu mörgum ítrekuð. Ekki verður lygin sannleikur, þótt í sí- fellu sé hún endurtekin. Skýr hugsun og gott málfar haldast jafnan í hendur. En því miður eru þeir alltof margir, sem ekki nenna að hugsa. Ærleg hugsun, og enn frekar rökvísleg hugsun, getur verkað truflandi. Makráðir vilja menn njóta neyzluvelferðar, dotta í værugirni fjölhyggjunnar. Þótt veröldin sé á tjá og tundri allt um kring, er lausnarorðið bara: don’t worry, be happy. Til dæmis um annarlegt hug- takahúshald vildi ég geta þess, að ég hefi (á prenti) sætt átölum fyrir að nota orðið að knésetja rétti- lega: að hampa e-m á kné sér, nl. að viðurkenna e-n (Jón Þórarins- son). Margir skripla hér á sköt- unni. Gríska orðið músík (mousiké) hefur verið íslenzkað sem tónlist, hljómlist, sönglist. Með þessu listar-viðhengi er merkingin þrengd til muna; því að músík var upprunalega aðeins hversdagsleg tjáning mannsins, viðbrögð við tilvist hans í margvíslegum mynd- um, jafnvel áður en hann mótaði sér heilsteypt tungumál. Þess- vegna er ekki hægt að ræða um tón-LIST hjá náttúruþjóðum (negrar, indíánar). Tóntjáning þeirra var eingöngu hluti af þeirra eðlislægu náttúru og nátt- úru umhverfis: hún var náttúru- bundin, ekki listbundin; hún var miðill fyrir hugsanir, tilfinningar og þá einnig farkostur tjáskipta. Þannig iðkuðu og íslendingar sína músík um sex alda skeið í rímnakveðskap, sem nær stendur upphafinni framsögn en reglu- legum söng (svipaður flutnings- háttur tíðkaðist meðal Grikkja; kviðurHómers). Listmúsík verð- ur þá fyrst til, en handverksleg kunnátta eflir hugkvæmnisgáfu í fjölradda samstöðu ritaðs tón- bálks. Persónuleiki manns vex ekki, þótt hann skreyti sig með orðum. Músíkin batnar ekki við það að vera kölluð tónlist. Nú er þá líka svo komið, að sérhver maðka- fjörusnáði semur og flytur tónlist á tónleikum með hljómsveit sinni. Hér nær hugtakafölsun hámarki. Tónlist er orðin að slagara sem dægurflugu, tónleikar notaðir sem skiptimynt fyrir meira og minna „fordópaða" unglinga- músík-framleiðslu og þarmeð gefandi í skyn, að hér sé um að ræða konsert. Loks er hugtakið hljómsveit tekið traustataki, en það átti upphaflega að vera þýð- ing á alþjóða orðinu orkestur og skyldi merkja stóran hóp hljóð- færaleikara, 20-80 menn, sem á hljómleikum fluttu sígilda eða klassíska músík, konsertgestum til eyrnayndis og uppbyggingar. Þannig eru grundvallarhugtök þeirrar listgreinar og menningar- arfs, sem við köllum Evrópu- músík um 2500 ára skeið, misnot- uð og rangfærð. Að baki slíkrar brenglunar býr auðvitað blekk- ing. Sístæð orð glata gildi sínu. Þau eru ekki lengur ávísun á þau verðmæti, sem menningarsagan hefur eignað þeim. í rauninni göfug hugtök eru þannig afkynj- uð og dregin niður í svaðið, því miður oftast í fjáröflunarskyni. Undir yfirskini listar, konserts og menningar er reynt að villa mönnum sýn og komast hjá því að greiða stórar skattfúlgur í rík- issjóð. Almennt séð álít ég enga á- stæðu til þess að forkasta orðinu músík, sem allar Evrópu-þjóðir nota og aðrar fleiri. Ég held, að ávinningur okkar sé ekki fólginn í því að vera endilega öðruvísi en allir aðrir. Þótt heilbrigð hrein- tungustefna sé góðra gjalda verð, þá má hún ekki verða að einangr- unarstefnu, sérvizku og útúr- boruhætti. Hún má ekki torvelda mönnum leið til skynsamlegrar og rökréttrar hugsunar. Máske er þá líka falið svolítið sannleikskorn í ummælum norð- lenzka kennarans, að það hefði á íslenzku máli ekki verið hugsað, heldur bara rímað (sbr. hending- arpartinn „ála-bála“, sem er meiningarleysa, til þess að ríma við „mála skála“). Ég lít svo á, að við eigum að fara varlega í það að nota tung- una til of mikillar tilraunastarf- semi, að iðka það sem einskonar „sport“ að smíða allskyns nýyrði, sem oft verða jafnvel torskildari en sjálft upprunaorðið (gjarna al- þjóðlegt), enda þótt nýyrða- myndun sé jafnan heillandi við- fangsefni. Bretadans gefur ekki betri mynd af þeirri dansiðkun en angiaise; eftirsóknarverðast er að fræðast um sporatilhögun dans- ins og sjá hljóðfallsgerð og laglínumyndun í þesskonar dansmúsík (nótnadæmi). Eina tilvísun þýðingar er, að dansinn hafi verið iðkaður (og til orðinn) meðal Englendinga. Svo mætti lengi upp telja. í ritum mínum hefi ég reynt að gera skil ýmsum grundvallarat- riðum á þessu sviði: Almenn tón- fræði (1944), Kennslubók í tón- fræði (1975), Tónmenntir, tvö bindi (1977,1980), íslenzkar tón- menntir (1980), ennfremur í tímaritinu Tónlistin (1941-47), einnig í þýðingu minni: Saga tón- listarinnar (1946). Auðsætt er, að ekki séu öll kurl komin til grafar. Því er athyglisverð hugmynd þín um allsherjaryfirlitsrit, er reki og skýri notkun músíkhugtaka í ís- lenzkum bókmenntum og mæltu máli. Ég sleppi nú frekara niðurlags- þætti eða „koda“ og tylli hér aft- an í fulkomnum alendi á for- hljómi eða dómínant með leiðsögutóni í yfirrödd. Tímaritið sendi ég þér aftur sem „reprise“ með öllum mínum „díalektísku" athugasemdum, svo að þú sjáir, hve grátt það hefir verið leikið með fjölmörgum „krómatískum“ innskotum. Eftir lestur þinn „prima vista“ vænti ég þess að fá þennan krambóleraða ramma- slag endursendan með þinni náð- arblessun eða fordæmingu. Með öllum beztu óskum um gifturíkt ár, hæfilega blandað streituhljómi og blíðskaparómi, þinn einlægur Hallgrímur Helgason Eftirmæli um Sigfús B. Sigmundsson kennara frá Gunnhildargerði Hróarstungu Fæddur 11. apríl 1905 - Dáinn 15. janúar 1990 Nú er Sigfús fallinn frá fyrír dauðans Ijá allir munu harma hann heiðursmann. Öll af prýði verk sín vann veika og snauða gladdi hann þeir sem að hann þekktu best þeir hann trega mest. Að launum fyrir lífsstarf hlýtur að Ijóssins föður elsku nýtur hérvistina honum þökkum huga klökkum. Björgvin Magnússon Miðvikudagur 31. janúar 1990 þjóðVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.