Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 12
iSPURNINGINi Hefur þú farið á skíði í vetur? Sverrir Ögmundsson sölumaður Nei, ég hef ekki farið vegna þess hve illa hefur viðrað. Veðrið var að vísu ágætt um helgina en ég hafði ekki tíma til að fara þá. Þröstur Guðmundsson sölumaður Nei, en ég fer alveg örugglega í vetur. Ég reyni að komast 10-20 sinnum á hverjum vetri og þá að- allega í Bláfjöllin eða Skálafell og svo hef ég líka farið í Kerlingafjöll. En ég er líka í hestamennskunni og það fer mikill tími í það. Daði Nei, ég hef aldrei farið á skíði og renn frekar á rassinum en á skíðum. í gamla daga notaðist maður þó við tunnustafina. Eima Helgadóttir verslunarmaður Nei, ég fer aldrei á skíði. En ég fór einu sinni á skíði fyrir mörgum árum. Valgeir Helgason nemi Já, ég hef farið einu sinni á skíði í vetur. Ég reyni að fara á skíði nokkrum sinnum á vetri og finnst gaman. ÞlÓÐVILIINN Miðvikudagur 31. janúar 1990. 21. tölublað 55. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Frá kynningarfundinum í Tæknigarði. Rögnvaldur ölafsson framkvæmdastjóri Tæknigarðs er í pontu en fremst til vinstri sést Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskólans. Mynd: Jim Smart. Háskóli íslands Niður úr fflabeinstuminum Áherslan eykst stöðugt á hagnýtar rannsóknir og tengsl Háskóla íslands við atvinnulíflandsmanna. Fiskeldi, EB-mál, stóriðja og Fossvogsdalur meðal verkefna háskólamanna Lönguin hefur sú ímynd af Há- skóla íslands verið ríkjandi, og jafnvel alið á henni í vissum herbúðum, að þar séu rykfallnir prófessorar í filabcinsturni sem fáist við að kryfja hinstu rök til- verunnar og annað ámóta fánýtt og fjarri veruleika alþýðu manna. Umhverfis þá leiki sér svo hjörð óábyrgra námsmanna, sólundi tjármununi þjóðarinnar og hæð- ist að vinnandi fólki, þá sjaldan þeir komist í kallfæri við það. Þessari ímynd hefur núverandi forystusveit Háskóla íslands lagt sig fram um að breyta og liður í þeirri viðleitni var kynningar- fundur sem boðað var til í gær með fréttamönnum í Tæknigarði. Sú bygging er raunar tákn þeirrar stefnu sem nefnd var því þar blómstrar samvinna háskóla- manna og sjálfstæðra tækni- og vísindamanna, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Auk starfsemi Háskólans eru þar 13 fyrirtæki í leiguhúsnæði, einkum fyrirtæki sem starfa að tölvu- og raf- eindaframleiðsiu eða þjónustu. Fiskeldi og Fossvogur Á fundinum voru kynnt nokk- ur þeirra mörg hundruð verkefna sem hverju sinni er unnið að við Háskóla Islands. Þetta voru ólík verkefni en áttu það sammerkt að tengjast öll þjóðfélagsfyrirbær- um sem mjög hafa verið í fréttum á undanförnum mánuðum og árum. Fossvogsdalurinn og deila stjórnvalda í Reykjavík og Kópa- vogi um vegarlagningu í honum hefur til að mynda verið mikið í fréttum. Á fundinum greindi Jónas Elíasson verkfræðiprófess- or frá verkefni sem hann stjórnar og er unnið að beiðni skipulags- stjóra ríkisins og í samvinnu við fjölmargar stofnanir. Þar vinna þrjár stofnanir Háskólans, Verkfræðistofnun, Raunvísinda- stofnun og Líffræðistofnun, að athugun á skipulagi daisins, en einkum og sérílagi mengunar- áhrifum bflaumferðar. Sagði Jón- as að það hefði komið mest á óvart í þessari vinnu að það skuii engar rannsóknir hafa verið gerð- ar áður á þessu sviði, fyrir vikið sé mjög erfítt að hagnýta sér saman- burð við erlendar rannsóknir. Logi Jónsson dósent í lífeðlis- fræði skýrði frá ýmsum rann- sóknum sem eru í gangi og hafa þann tilgang að bæta árangur í fiskeldi hér á landi. Þar má nefna athuganir á „sjóþroska“ göngu- seiða en hann getur skipt sköpum um það hvort þau dafni í sjónum og skili sér aftur í stöðvarnar í góðum holdum. Framleiðsla geldfisks er annað verkefni, eldi stórseiða sem gæti stytt verulega vaxtartíma fisksins, sjúkdóma- rannsóknir, kynbætur og gæða- eftirlit. Síðast en ekki síst nefndi Logi markaðsverkefni sem felst í því að kynna íslenskan fisk sem heilsufæði vegna þess hve mikið hann inniheldur af fjölómettuð- um fitusýrum. Þær framleiðir fiskurinn til að mæta kuldanum sem hann elst upp í. Hvaða leið á að fara? Gunnar Helgi Kristinsson lekt- or í stjórnmálafræði kynnti rann- sókn sem hann vinnur að í Félags- vísindastofnun og lýtur að stefnu- mótun íslendinga gagnvart Evr- ópubandaiaginu. Felst verkefnið í að athuga þá möguleika sem fyrir hendi eru í Evrópumálun- um, meta kosti og galla þeirra þriggja leiða sem um er rætt, þe. að sitja hjá, fara EFTA-leiðina eða sækja um fulla aðild að EB. f þessu skyni hefur verið gerð könnun á viðhorfum almennings til EB og hefur hennar að nokkru verið getið í fjölmiðlum. Loks greindi Þorsteinn I. Sig- fússon sem titlaður er prófessor íslenska járnblendifélagsins við HÍ frá starfsemi samstarfshóps um orkufrekan iðnað. Hefur hann unnið að athugunum á þeim möguleikum sem eru hér á landi fyrir orkufrek iðnfyrirtæki. Það er ma. tilgangur starfsins að efla innlenda þekkingu á sviðum sem snerta framleiðslu málma og melma. í því skyni hafa ýmsar athuganir verið gerðar uppi á Grundartanga, ma. á nýju efni sem hefur hlotið heitið Steindalít eftir Leifi Steindal starfsmanni að Grundartanga. Það hefur þann eiginleika að halda hörku sinni þótt það sé hitað upp í 1700 gráðu hita. Af þessum fundi fór undirrit- aður með þá tilfinningu að hafi einhvem tíma verið reistur ffla- beinsturn suður á Melum þá sé hann ekki lengur tii. Þvert á móti hafi Háskólinn tekið frumkvæði í þjóðfélagsþróuninni, að því leyti að minnsta kosti að hann vill skaffa okkur þá þekkingu sem er nauðsynleg svo hægt sé að spá í framtíðina af einhverju viti. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.