Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.01.1990, Blaðsíða 11
LESANDI í því landi búa 400.000 konur og 1.200.000 karlar Ég er að lesa „Svo kvað Tóm- as“ viðtalsbók sem Matthías Jo- hannessen skrifaði með Tómasi Guðmundssyni, og hef gaman af. Þar fyrir utan glugga ég í stóra sögu-atlasinn sem Times gaf út. Þar eru saman komin bæði fróðleg kort og góður texti í veg- legri bók. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Ég les mjög sjaldan í rúminu. Mér finnst þægilegast að lesa sitj- andi við borð. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Maður las yfirleitt allt sem maður komst í, en ég var mjög hrifinn af Lfnu langsokk og myndskreyttum ævintýrum H. C. Andersens sem Setberg gaf út. Það voru 2-3 ævintýri í hverri bók, og ég á einar fjórar svona bækur, sem ég kíki reyndar enn- þá í. Hvers minnistu helst úr Bib- líunni? Það er ýmislegt fallegt í þeirri bók og sumt ljótt. Ég man ekki í svipinn eftir neinu sem ég tek fram yfir annað. En þegar ég var strákur las ég í 3. Mósebók, því það var það eina sem ég fann þar sem skrifað var um homma. Nú þarf enginn að lesa Biblíuna á þennan hátt, vegna þess að tím- arnir eru breyttir og auðveldara að fá staðfestingu á því að fleiri eru til. Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Ég er búinn að sjá bæði Ljós heimsins og Höll sumarlandsins í Borgarleikhúsinu og var ánægður með báðar sýningarnar. Að vísu þurftum við að sitja uppi í litla salnum og þótti það miður. Mað- ur sá ekki allt sem fram fór á svið- inu og þar af leiðandi var erfitt að fylgjast með á stundum. Eina myndin sem ég hef séð í kvikmyndahúsunum er Pelle sigurvegari. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum f út- varpi og sjónvarpi? Ef ég kem því við hlusta ég á Dagskrá á Rás 2 og fylgist með fréttum í útvarpi. Er eiginlega al- veg ónæmur fyrir sjónvarpi. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Nei, ég held að ég hafi kosið fimm mismunandi flokka. Ertu ánægður með frammi- stöðu þess flokks sem þú kaust síðast? Nei, eiginlega ekki. Ég sé samt ekki eftir því, hann hefur gert gagn og er listi sem á rétt á sér. En ég býst eins við að ég kjósi hann ekki aftur. Er jafnaðarmönnum að fjölga á Islandi, eða er fólk loks að átta sig? Islendingar eru upp til hópa jafnaðarmenn, sama í hvaða flokki þeir eru. Þeir vilja borga skatta og fá fjölbreytta þjónustu fyrir. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og -konur? Já, þeir eru til. Viltu nafngreina þá? Nei. Er landið okkar varið land eða hernumið? Landið okkar er náttúrlega hluti af varnarkerfi Banda- ríkjanna, og þeir myndu kannski þess vegna verja okkur. Að því leyti erum við varið land. En þeir færu ekki héðan þótt við skipuð- um þeim það. Að því leyti erum við hernumið land. Nú virðist sem íbúar austan- tjaldsríkjanna fái aukin mannréttindi. Hefur fólk á Vest- urlöndum fullnægjandi mann- réttindi? Nei, það finnst mér ekki, og það sem skortir mest á er að fólk á Vesturlöndum átti sig á að það hefur ekki full mannréttindi. Ég myndi vilja sjá að fólk flykktist í félög um ýmis mannréttindamál- efni, það er af svo mörgu að taka. Þannig er hægt að opna augu al- mennings og fá fylgi við úrbætur. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Engan sem ég man eftir. Hvaða eiginleika þinn flnnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Hvað ég get verið fljótur að taka ákvarðanir. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst allur matur góður. Held reyndar alltaf upp á rjúpur og silung. Það eina sem ég borða lítið af eru kökur, og ég er ekki hrifinn af sætum mat. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Ég gæti hugsað mér að prófa að búa á meginlandi Evrópu, frá Frakklandi norður um til Vestur-Þýskalands. Þar er stutt í alla hluti og samt ekki svo ólíkt því að vera á íslandi. Hvernig flnnst þér þægilegast að ferðast? Ég ferðast mikið á hjóli sem er kannski ekki þægilegasti ferða- mátinn. Annars slaka ég alltaf vel á hvort sem ég ferðast með flug - vél, lest eða skipi. Líkar sennilega síst að ferðast í einkabíl. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég hefði ekkert á móti því að ferðast aftur um Ítalíu og Spán og svo langar mig dálítið til Suður- Ameríku. En þá þyrfti ég að eiga nóg af peningum og hafa góðan tíma, því ég myndi vilja fara í slíka ferð á eigin vegum. Ég ferð- aðist í Asíu fyrir rúmu ári og það var fróðleg ferð. Á leið okkar austur komum við við f Samein- uðu Arabafurstadæmunum og fyrir Hagstofumann er það merkilegt land að því leyti, að þar búa 400.000 konur en aftur á móti 1.200.000 karlar. Umfram- mennirnir eru sem sagt farandverkamenn frá Pakistan. Indlandi, íran og fleiri löndum. I Víetnam urðum við aftur á móti varir við það, sem með réttu kall- ast óðaverðbólga. Um áramótin ‘87-‘88 kostaði dollarinn 80 dong, en þegar við vorum þarna á ferð í nóvember ‘88 kostaði dollarinn aftur á móti 3.600 dong. Þegar ég ætlaði að skipta 50 dollurum í anddyri hótelsins, svona til að hafa vasapeninga, þurfti stúlkan hreinlega að setjast niður; þetta var sama upphæð og hún hafði í árslaun. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Þröngsýni og hugsunarleysi. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Þegar á reynir eru þeir mjög hjálpsamir. Hverju vildir þú breyta í ís- lensku þjóðfélagi? Auka opinbera umræðu um þjóðmálin og hún ætti ekki að vera tengd flokkapólitík. Við höfum dregist aftur úr nágranna- löndunum á ýmsum sviðum, eða aldrei fylgt þeim, og ef við viljum ná þeim er aukin þjóðmála- umræða ein af forsendunum. Húsnæðismál og ýmis réttinda- mál til dæmis eru í lamasessi, og ef fólk á að vilja búa hér í framtíð- inni verður að koma þeim í betra horf. Hvaða spurningu hef ég gleymt? Ég veit það ekki, en þú mátt spyrja mig seinna þegar þú manst eftir henni. Guðrún VIKUNNAR Hvað ertu að gera núna, Guðni? Ég vinn á Hagstofu íslands við að búa til tölur sem aðrir geta síðan notað á ýmsan hátt. Eins og er erum við að vinna úr mann- fjöldatölum ársins 1989. Einnig er að hefjast undirbúningur fyrir kosningar í vor. Það þarf að búa til tölur í sambandi við þær, bæði á undan og eftir. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Vinna við það sama. Sjálfur var ég að undirbúa ferð til Spánar og Hollands sem ég fór í mars það ár. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég hjóla mikið og syndi, svo les ég talsvert. Yfirleitt er það útlent efni sem ég les, bæði tímarit og skáldskapur. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Guðni Baldursson deildarstjóri. Mynd: Jim Smart þlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Mestallur verkalýður íslands býr við skort. Samt þröngva valdhaf- arnir enn kosti hans - eins og nú meðkjöthækkuninni. Einaráðið gegn þessari sívaxandi dýrtíð er að verkalýðsfélögin brjóti kauphækkunarbannið með verk- falli. Hitler ræðst heiftarlega á Breta. Ræða hans í gær kom er- lendis mjög á óvart. Sovétflu- gvélargerafjölda loftárása á her- stöðvar Finna. I DAG 30. janúar miðvikudagur. 30. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.11 -sólarlag kl. 17.12. Viðburðir Fyrsta útvarpssendingin á ís- landi 1926. Verkamannafélagið Farsæll á Hofsósi stofnað árið 1934. Flugvélin Glitfaxi ferst á leið f rá Vestmannaeyjum árið 1951. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 26. jan.-1. febr. 1990 er í Lyfjabergi og Ingólfs Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ' Reykjavik sími Kópavogur..............sími Seltj.nes..............sími Hafnarfj...............sími Garðabær...............sími Slökkviliö og sjúkrabílar: Reykjavík..............sími Kópavogur..............slmi Seltj.nes..............sími Hafnarfj...............sími Garöabær...............simi 1 11 66 4 12 00 1 84 55 5 11 66 5 11 66 1 11 00 1 11 00 1 11 00 5 11 00 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráöleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akurey ri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kefíavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. v 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknaqtímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alla daga 1 b-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en f oreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítall Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf tyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álaridi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, ; fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22. sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- ■23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hiíaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími ’1260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveitt i síma 11012 millikl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opiðhús” krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða ogsjúka og aðstandendurþeirra. Hringiðísíma91- 22400 alla virka daga. GENGIÐ 30. jan. 1990 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.............. 60.17000 Sterlingspund.............. 101.35900 Kanadadollar.................. 50,68000 Dönsk króna.................... 9.30700 Norskkróna..................... 9.29840 Sænsk króna.................... 9.84780 Finnsktmark................... 15.26190 Franskurfranki................ 10.59140 Belgískur franki............... 1.71950 Svissneskurfranki............. 40.66910 Hollenskt gyllini............. 31.92470 ! Vesturþýskt mark............. 35.97610 j Itölsklira.................... 0.04835 Austurriskursch................ 5.11040 Portúg. Escudo................. 0.40850 Spánskurpeseti................. 0.55580 Japansktyen.................... 0.41976 Irsktpund..................... 95.26400 Hafirðu smakkað vúi - láttu þér þá AUDREI detta í hug að keyra! IFERÐAR Miðvikudagur 31. janúar 1990 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.