Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Garðabær Vatnsendi Varað við yfirgangi Meirihluti Sjálfstœðismanna í bœjarstjórn Garðabæjar felldi ályktun þarsem varað er við yfirgangi borgarstjórnarmeirihlutans íReykjavík í Vatnsendamálinu Sjálfstæðismenn í bæjarráði Garðabæjar hafa fellt ályktun sem fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks lögðu fram í bæjarstjórn 18. janúar sl. þar sem varað er við þeim yfirgangi og þeirri óvirð- ingu sem borgarstjórn Reykja- víkur sýndi Kópavogi með kauptilboði sínu í Vatnsenda, sem er innan bæjarmarka Kópavogs. í ályktuninni segir að bæjar- stjórn Garðabæjar vari alvarlega við því að borgaryfirvöld skuli leyfa sér í krafti fjármagns og stærðar að troða á minna sveitarfélagi einsog gerðist í Vatnsendamálinu, þar sem bæjaryfirvöld í Kópavogi eru beitt óeðlilegum þrýstingi um kaup á landi sem ekki er áætlað að nýta næstu áratugi. „Með þessu undarlega uppá- tæki borgaryfirvalda að ætla sér að sölsa undir sig lendur sem að fornu fari hafa tilheyrt öðru bæjarfélagi og breyta þar með lögsagnarmörkum þeirra, er ver- ið að efna til sundurlyndis með sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu á sama tíma og fjölmörg sameiginleg verkefni bíða úr- lausnar," segir orðrétt í ályktun- inni. Ályktuninni var vísað til bæjar- ráðs af meirihluta Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Garðabæj- ar, þegar það kom fyrir bæjar- stjórnarfund 18. janúar. Álykt- unin var svo ekki á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs en var tekin á dagskrá 30. janúar. Þá var henni vísað frá af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. „Við erum mjög óánægðir með þessa málsmeðferð,“ sagði Hilm- ar Ingólfsson við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að með þessari ályktun væri lögð áhersla á að bæ- jarstjórn Garðabæjar stæði vörð um hagsmuni Garðabæjar, því ef Reykjavík kæmist upp með þetta í krafti stærðar sinnar ættu bæði Kópavogur og Hafnarfjörður að geta komist upp með þetta gagnvart Garðabæ og sölsað undir sig land sem tilheyrði lög- sögu Garðabæjar. -Sáf Forsvarsmenn Siglingamálastofnunar skýra árangur öryggiseftirlits í tilefni 60 ára afmælis Skipaskoðunar ríkisins. Sjóslys Fækkun bana- slysa Banaslysum á íslenskum fiski- skipum hefur fækkað verulega síðustu 20 ár og dregið hefur mjög úr eldsvoðum síðustu 5 ár. Samkvæmt fréttabréfi Siglinga- málastofnunar Islands urðu 37 dauðsföll á fiskiskipum á fimm ára tímabili 1985-89, en á fjög- urra ára tímabili 1971-74 voru banaslysin 82. Stofnunin heldur um þessar mundir upp á 60 ára afmæli fyrirrennara síns, Skipa- skoðunar ríkisins. Á íslandi eru nú unnin um 6 þúsund ársverk á fiskiskipum og því voru ársverkin rösklega 30 þúsund síðustu fimm ár. Tíðni Ibyrjun ársins sendi Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri Stöðvar 2 bréf til flestra aðila sem Stöðin hefur átt viðskipti við og er í bréfinu sagt að Stöð 2 greiði enga reikninga nema þeim fylgi beiðni með samþykki Jóns. Þjóðviljinn hefur undir hönd- um eitt slíkt bréf en í því segir að rekstur íslenska myndversins og Mynd: Kristinn dauðsfalla er jafnan miðuð við hver 10 þúsund ársverk, en sam- kvæmt þessu má sjá að þau eru nú 12 á hver 10 þúsund ársverk. Það er nokkuð svipað því sem þekkist frá Noregi en árið 1984-85 fórust þar 14 sjómenn á fiskiskipum miðað við 10 þúsund ársverk. í upphafi áttunda áratugarins voru íslenska sjónvarpsfélagsins hafi verið sameinaður undir nafni ís- lenska sjónvarpsfélagsis. „Það eru fyrirmæli okkar að út- tekt hjá fyrirtæki yðar verði ekki afgreidd í nafni okkar, nema fyrirfram liggi beiðni um vöru- eða þjónustuúttektina með sam- þykki undirritaðs. Sé um að ræða eftirlit, þjónustu, viðhald eða hinsvegar 40,6 dauðaslys á 10 þúsund ársverk á íslenskum fiski- skipum. Verulega dró úr eldsvoðum í skipum í kjölfar alvarlegra elds- voða árið 1985, en eftir það voru settar reglur um auknar eldvarn- ir. Árin 1978-84 urðu alls 103 eldsvoðar í skipum en 52 á árun- greiðslu viðgerðir er ófrávíkjanlegt að láta staðfesta vinnuna með kvitt- un starfsmanns ISF á vinnuseðli. Reikningar verða því aðeins greiddir að þeim fylgi beiðni með samþykki undirritaðs." Undir bréf þetta ritar Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri en bréfið er dagsett 3. janúar í ár. -Sáf um 1985-88. Á fyrra tímabilinu létust þrír menn af þessum völd- um en enginn það seinna og tjón- abætur á hvert ár hafa minnkað úr 86,9 miljónum í 23,9 miljónir á verðlagi 1989. Bótaskyldum slys- um fjölgaði hinsvegar jafnt og þétt úr 415 árið 1984 í 619 árið 1988. Ástæðan fyrir þessri þróun er einkum talin batnandi skrán- ing vinnuslysa með breyttum reglum. Auk öryggismála sjómanna eru helstu verkefni Siglingamála- stofnunar á sviði mengunar- varna. Finna þarf aðrar leiðir til að farga úreltum skipum en að sökkva þeim í sjó og bæta þarf aðstöðu til móttöku olíuúrgangs frá skipum. Talið er að olíuúr- gangur frá skipum sé um 2000- 3500 tonn á ári en árið 1988 bár- ust 15-1600 tonn í land. Þess má geta að í sumar verður haldin al- þjóðleg ráðstefna hér á landi um mengunarmál sjávar. -þóm Stöð 2 Samþykki Jóns fyrir Kópavogur hafnar for- kaupsrétti Bœjarstjórnin andvíg eignarnámsheimild til Reykjavíkur Bæjarstjórn Kópavogs hafnaði þvi á fundi sínum í fyrrakvöld að ganga inn í tilboð Magnúsar Hjaltested bónda á Vatnsenda um forkaupsrétt á jörð hans. Meiri- hluti bæjarstjórnarinnar telur að ekki sé tímabært að taka afstöðu til forkaupsréttarins á jörðinni. Hann byggir á því áliti Lagastofn- unar Háskóla íslands að samkomulagið milli Reykjavík- urborgar og bóndans á Vatnsenda sé ekki eiginlegur kaupsamningur. Minnihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn lagði fram tillögu um að Kópavogur gengi inn í sam- komulag Reykjavíkur og Vatnsendabónda og neytti for- kaupsréttar síns. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn fimm. Áður höfðu Sjálfstæðis- menn borið fram tillögu um að höfð yrði samvinna við Reykja- víkurborg um yfirtöku á landinu. Sú tillaga var hins vegar dregin til baka. Bæjarstjórnin var einhuga í andstöðu sinni gegn því að Al- þingi veitti Reykjavíkurborg heimild til eignarnáms í landi innan lögsögu Kópavogs. Bæjar- stjórnin mótmælti einnig öllum breytingum á lögsögu Kópavogs og Reykjavíkur, án sasmþykkis beggja aðila. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri í Kópavogi sagði í samtali við Þjóðviljann að Reykjavíkur- borg ætti næsta leik í málinu og hann væri sá að fara fram á það við Alþingi að fá heimild til eignarnáms. „Við trúum því ekki að slíkt verði látið yfir okkur ganga,“ sagði Kristján. -g*> Leiðrétting Sá misskilningur var í mynda- texta í gær um Græna húsið við Tjarnargötu 5b að það var ekki rifið heldur hefur það verið flutt í Skerjafjörðinn. Það leiðréttist því hér með. Vernd þrítug Félagasamtökin Vernd fanga- hjálp eru 30 ára í dag, 1. febrúar. Frá upphafi hefur tilgangur Verndar verið að leitast við, í samvinnu við stjórnvöld, stofn- anir og einstaklinga, að aðstoða fólk sem gerst hefur brotlegt við refsilöggjöf landsins. Aðalbíiasaian við Mikiatorg Aðalbílasalan hefur verið opnuð aftur við Miklatorg eftir eins árs hlé á meðan á framkvæmdum við torgið stóð. Aðalbflasalan er elsta bflasala borgarinnar, en hún hefur verið starfrækt f 35 ár. Að- albflasalan er opin alla daga vik- unnar nema sunnudaga. Sendiherra Danmerkur látinn Hr. Hans Andreas Djurhuus, sendiherra Danmerkur á íslandi, lést í Reykjavík í gær. Möguleikar á vaxtalækkun kannaðir Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem gera á at- hugun á mögulegum aðgerðum' bankakerfisins og ríkisstjórnar- innar í því skyni að tryggja að vaxtalækkanir til samræmis við átak til þess að ná fram ört lækk- andi verðbólgu fái staðist til frambúðar. Þetta er m.a. gert til þess að greiða fyrir gerð samn- inga sem nú eru á lokastigi og fela í sér miklu minni hækkun launa í peningum en tíðkast hefur und- anfarin ár. Björn Friðfinnsson verður formaður starfshópsins. Húsnæðisdagar fyrir norðan Byggingaþjónustan efnir til Húsnæðisdaga á Akureyri 3. fe- brúar og á Ólafsfirði daginn eftir, 4. febrúar, en þetta er í fyrsta skipti sem Húsnæðisdagar eru haldnir utan Reykjavíkur. Þessir Húsnæðisdagar eru haldnir með það í huga að ná saman á einn stað sem mestum og bestum upp- lýsingum fyrir almenning um hvaðeina sem snertir húsnæðism- ál og hverskonar byggingarfram- kvæmdir. Sveitarfélög kynna drög að aðalskipulagi eða sam- þykkt deiliskipulag af byggingar- svæðum framtíðarinnar, stofnan- ir, fyrirtæki og félagasamtök kynna starfsemi sína um leið og veittar eru gagnlegar upplýsing- ar, leiðbeiningar og ráðgjöf. Húsnæðisdagurinn á Akureyri verður á Hótel KEA á laugardag- inn kl. 10-16, og á Ólafsfirði f Fél- agsheimilinu á sunnudaginn kl. 13-15. Tölvukerfi framtíðarinnar Tölvuháskóli Veslunarskóla ís- lands heldur ráðstefnu sem nefn- ist Tölvukerfi framtíðarinnar á morgun, föstudaginn 2. febrúar. Á ráðstefnunni verða haldin er- indi um tölvukerfi sem saman standa af nettengdum gagnamiðl- ara og vinnustöðvum. Ýmsir aðil- ar sem hafa unnið á þessu sviði hér á landi munu flytja erindi. Einnig verða kynningar á hug- búnaði sem vænta má frá fram- leiðendum. Ráðstefnugestir geta skoðað lokaverkefni útskrifaðra. nemenda úr Tölvuháskólanum en í haust útskrifuðust 17 kerfis- fræðingar. Ráðstefnan verður í hátíðasal Verslunarskólans og hefst kl. 13. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skrifstofu skólans og er þátttökugjaldið kr. 1500. Nýja-Sendibíla- stöðin fertug Á morgun, föstudaginn 2. febrú- ar, eru fjörtíu ár liðin frá stofnun Nýju-Sendibflastöðvarinnar. Af því tilefni verða húsakynni stöðv- arinnar að Knarrarvogi 2 opin viðskiptavinum og almenningi frá kl. 9-17. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. Þriðjudaginn 6. febrúar munu bflstjórar Nýju- Sendibflastöðvarinnar gefa laun sín fyrir akstur þann dag í fjár- söfnun til styrktar S.E.M. hópn- 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Fimmtudagur 1. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.