Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Borgarstjómarkosningar Undirbúningur þátttöku Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn- arkosningum virðist helst hafa verið fólginn í því til þessa að metast á um hverjir eigi að vera í framboði eða hugsanlegt sam- framboð með öðrum aðilum, prófkjör eða ekki prófkjör o.s.frv. Það vantar hins vegar umræðu um málefni. Hvað vill Alþýðubandalagið varðandi borgarmálefnin? Það gildir einu hvort Alþýðu- bandalagið sameinast öðrum um framboð eða býður fram eitt sér, það verður að hafa mótaða og heilsteypta stefnu. Það er rangt sem heyrst hefur að allir minni flokkarnir hafi sömu stefnu í borgaramálefnum. Það þýddi að enginn munur væri á stefnu þessara flokka yfirleitt. Það er mikill munur á stefnu þessara flokka varðandi afstöðu- na til launafólks og samtaka þess. Það er munur á því hversu langt menn vilja ganga í félagslegri þjónustu o.s.frv. Með öðrum flokkum Alþýðubandalagið í Reykjavík getur vissulega hugsað sér að bjóða fram með öðrum flokkum til borgarstjórnar. Þá ná menn samkomulagi um ákveðinn lág- marksgrundvöll og bjóða fram sameiginlegan lista á grundvelli hans. Alþýðubandalagið má þó í engu afsala sér möguleikum til að koma öðrum málum í gegn. Það er undir aðstæðum komið hverju sinni hvernig það gengur. Það getur farið eftir því hvort fjölda- hreyfing launafólks, umhverfiss- inna, listafólks o.s.frv. er tilbúin að berjast fyrir ákveðnum fram- faramálum. Það fer eftir styrk al- þingis götunnar. Alþýðubandalag með eigin lista Það getur verið besti kosturinn að Alþýðubandalagið bjóði fram Ragnar Stefánsson skrifar eigin lista eins og það hefur alltaf gert áður. Það gagnar kannski best þeim málefnum, sem við berjumst fyrir. Samstaða við aðra flokka getur eftir kosningar verið með svipuðum hætti og áður. Það getur verið að atkvæði nýtist best á þann hátt, þrátt fyrir allt. Framboð með Alþýðuflokkn- um einum núna mundi örugglega atvinnulausu. Þessi lífskjararýrn- un hefur leitt til þess að stöðugt fleiri leita til Félagsmálastofn- unar eftir aðstoð. Stórlega þarf að efla starfsemi hennar og veita miklu meira fé til aðstoðar. Borgarstjórn þarf að setja sér það markmið að útrýma atvinnu- leysi. Hún gæti gert þetta með því t.d. að auka til muna félagslega verkalýðssinnaðra borgarfulltrúa og launþegahreyfingar um að knýja fram vingjarnlegri og heilbrigðari Iaunastefnu borgar- innar og um leið gætu myndast samtök um að útrýma því spillta verktakakerfi sem hefur byggst upp í kringum toppana í embætt- ismannakerfi borgarinnar. Þessi mál þyrftu að verða bar- „í borgarstjórnarkosningunum á Al- þýðubandalagið að leggja áherslu á sína róttœku stefnu, ogþað eins þóttsvofari að það taki þátt í sameiginlegufram- ekki fela í sér góða atkvæðanýt- ingu. Fólk mundi tengja slíkt framboð við ríkisstjórnina. Slæm framkoma hennar við samtök launafólks mundi íþyngja slíku framboði. Eftir þá umræðu sem verið hefur mundi fólk líka tengja slíkt framboð við sameiningar- brölt formanna A-flokkanna. Fólk teldi slíkt framboð ekki trú- verðugt. Það væri verið að hugsa um allt annað en borgarmálefnin. / Utrýmum atvinnuleysinu Eitt mikilvægasta mál Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn er að vinna gegn þeirri lífskjararýrnun sem orðið hefur undanfarið hjá þeim sem eru verst settir í þjóðfé- laginu. Þetta eru þeir sem eru á lægstu kauptöxtunum, einstæð foreldri, einnig gamalt fólk og fatlað, og síðast en ekki síst hinir þjónustu og ráða fólk til þess í stórum stfl. Ráða fleira fólk til að sinna öldruðum og fötluðum, til að sinna æskulýðsstarfi og til að vinna gegn vaxandi félagslegum vanda á mörgum sviðum í borg- inni. Borgin er það vel stæð að auðvelt er að útrýma atvinnuleysi með þessum hætti. Þetta væri sannarlega ekki nein venjuleg at- vinnubótavinna, heldur vinna sem mun skila sér í betra mann- lífi, ekki bara í Reykjavík, heldur munu slíkar aðgerðir hafa áhrif um allt land. Utrýming atvinnuleysis og efling félagslegrar aðstoðar eru mál sem jafnvel minni hluti í borgarstjórn gæti knúið í gegn ef hann fengi til þess aðstoð fjölda- hreyfingar launafólks og félags- hyggjuafla. Eg get líka ímyndað mér að samtök gætu myndast milli áttumál Alþýðubandalagsins í borgarstjórn á næsta kjörtíma- bili, með miklu skýrari áherslum en áður. Alþýðubandalagið og opið prófkjör Alþýðubandalagið á langan og á margan hátt góðan feril í borg- arstjórn, lengst af í stjórnarand- stöðu. Þeir sem í þessu hafa stað- ið telja það sjálfsagt vanþakklátt starf. En kjósendur hafa þrátt fyrir allt gert Alþýðubandalagið að næst stærsta aflinu í borginni, næst á eftir fhaldinu. Með því að fallast á nýlegar hugmyndir Alþýðuflokksins um opið prófkjör í Reykjavík væri Alþýðubandalagið í reynd að falíast á að afsala sér einhverju mikilvægasta pólitíska verkefni sínu. Það er ekki bara, að Al- þýðubandalagið léti það í hendur andstæðinga sinna að móta fram- boðslistann. Heldur felst það einnig í hugmyndum Alþýðu- flokksins, að forystan í borgarm- álefnum eftir kosningar væri í höndum borgarfulltrúanna sjálfra en ekki þeirra félags- manna sem unnu að mótun stefn- unnar, ekki í höndum þeirra sem streðuðu við að koma þeim í borgarstjórn. Hvað á Alþýðu- bandalagið að gera? Það á ekki að fallast á þessar hugmyndir Alþýðuflokksins. Þvert á móti á Alþýðubandalagið nú í undirbúningi kosninganna að leggja áherslu á róttæka og verkalýðssinnaða stefnu sína. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar munu vissulega valda okkur mót- byr. Framkoma hennar gagnvart launafólki hefur orðið til þess að margir af bestu stuðnings- mönnum Alþýðubandalagsins hafa snúið baki við því, í bili. En einmitt með því að sýna af sér róttækni og sjálfstæði gagnvart ríkisstjórninni gæti Alþýðu- bandalagið aftur öðlast tiltrú þeirra sem verst eru settir, og meðal láglaunafólks og félags- hyggjufólks. Núverandi ríkisstjórn hefur sannarlega ekki verið að fram- kvæma stefnu Alþýðubandalags- ins. Hún hefur verið að fram- kvæma stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn gæti verið stoltur af. í borgarstjórnarkosningum á Al- þýðubandalagið að leggja áherslu á sína róttæku stefnu, og það eins þótt svo fari að það taki þátt í sameiginlegu framboði allra andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Alþýðubandalagið þarf í þess- um kosningum að skerpa and- stæðurnar og sýna fram á að það sé raunverulegur bakhjarl þeirra sem minna mega sín. Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur. Hliðstæður Panama og Grenada Inn'rásirnar á Grenada og í Pa- nama voru löngu skipulagðar og vel undirbúnar. Það var látið að því liggja að Bandaríkjastjóm hefði brugðist skjótt við „ógnun og yfirgangi“. En báðar voru fóð- raðar átyllum og hreinum lygum. Báðar framhjald á „spanskreyrs- stefnu“ Bandaríkjanna. Auk þess fordæmdar innan Banda- ríkjanna og taldar brjóta í bága við stjórnarskrána. Georg Bush segir um Panama á sama hátt og forveri hans um Grenada, að innrásin sé rétt- lætanleg til að vernda lýðræði og líf bandarískra þegna. Vitleysa. Markmiðið er að koma á með hervaldi stjórn yfir íbúum Pan- ama, sem er skjólstæðingur Bandaríkjanna. Að endurreisa stjórnmálaleg völd landeigenda og kynþáttahatara. Að uppræta þjóðernishreyfinguna sem kennd er við Omar Torrijos. Að halda yfirráðum yfir skipaskurðinum og herstöðvum Bandaríkjanna í landinu. Allur heimurinn, að undan- skildum einstaka stuðningsmanni í Evrópu, segir að svona sé þetta. Og allar helstu stofnanir sem fordæmdu innrásina á Grenada þegar umræðan stóð sem hæst 1983, Sameinuðu þjóðirnar, Samtök óháðra ríkja, Samtök Ameríkuríkja, fordæma á ný. Flestar ríkisstjórnir, meirihlut- inn í gjörvallri Ameríku hefur Don Rojas - Síðari hluti berlega látið í ljós að í okkar heimshluta sé ekkert land eða svæði bakgarður eða „áhrifa- svæði“ Bandaríkjanna. Sá hroki skrifast á reikning nýlendustefnu og kynþátthyggju, að gefa sér sjálfdæmi til að hlutast til um innri mál ríkja í Karíbahafi og Rómönsku Ameríku, til að eltast við ríkisborgara annarra landa sem sakamenn á flótta undan bandarísku réttarkerfi. Þá er ekki litið á aðrar þjóðir sem jafningja hvað varðar sjálfræði og sæmd. Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði síðastliðið sumar í tilefni af þróun mála í Austur-Evrópu, að heimsvaldalöndin hefðu aldrei verið jafn sigurviss, einkum Bandaríkjastjórn. Það skapar hættulegt ástand fyrir Kúbu, Nic- aragua og fleiri lönd þar sem ríkisstjórnir eru framfarasinnað- ar eða þar sem þjóðfrelsisbarátta fer fram. „Aldrei hefur nokkur stjórn, ekki einu sinni stjórn Re- agans, verið í jafn mikilli sigur- vímu. Þess vegna er heimsveldið ósvífnara en áður, glæpsamlegra og hættulegra en fyrr.“ Þúsundir hugrakkra Panama- búa snerust vopnaðir gegn innrásinni. Það voru ekki bófar, fantar og illmenni, hávaðaseggir og smáknmmar, eins og þeim var lýst, heldur ættjarðarsinnar, verkamenn, bændur og ung- menni. Kapítalistarnir heima fyrir og fæðispúkar þeirra buðu innrásarherinn velkominn, alveg eins og þeir gerðu á Grenada 1983. Alþýðu manna eru í fersku minni lífsskilyrðin þegar lepp- stjórnir Bandaríkjanna réðu Pan- ama frá 1903 til 1968, þegar Tor- rijos varð forseti. Verkalýðsfélög voru bönnuð. Engir skólar fyrir bændafólk, ekkert rafmagn heldur, né renn- andi vatn, lyf og læknishjálp. Blökkumenn hafðir sér, í verstu störfunum og ótæku húsnæði. Panama réð ekki yfir eigin auð- lindum, einkum skurðinum, og engu í sínum eigin málum. Eg veit að andspyrnan mun halda áfram í Panama næstu vik- ur og mánuði eins og á Grenada síðustu sex árin. Líkt og alþýða Grenada munu karlar og konur komast að því að bandaríska innrásarliðið færir þeim ekki frelsi og hagsæld heldur kúgun og ójöfnuð. Það verður einmitt vegna hinna nöpru afleiðinga árásar- hyggju heimsvaldasinna, að fólk sameinast í baráttunni fyrir þjóð- frelsi. Bæði í Panama og á Gren- ada. Ættjarðarsinnar þessara landa munu í tímans rás draga mikil- vægan lærdóm af báðum innrásunum: Að þrátt fyrir hern- aðarstyrk eru heimsvaldasinnar ekki ósigrandi, þeir geta aldrei verið sterkari en sameinuð, stað- föst og byltingarsinnuð alþýða. Hvorki undirtök heimsvalda- sinna né sambúð eða eftirgjöf við þá getur tryggt frið og jafnrétti. Fyrri hluti þessarar greinar birtist í Þjóðviljanum 24. janúar sl. Don Rojas starfaði með Maurice Bis- hop, forsætisráðherra Grenada á ár- unum 1979-‘83. Hann er nú dálka- höfundur í New York. Grein þessi birt- istfyrst í tímaritinu Militanta. Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug S. Gunnlaugs- dóttir þýddu. / „Eg veitað andspyrnan mun halda áfram í Panama nœstu vikur og mánuði eins ogá Grenadasíðustusex árin<( Fimmtudagur 1. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.