Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar i L. Siglingafræðingar samninganna Tímamót hafa ævinlega oröið í sögu þeirra þjóöa, sem leiöir eiga um óróleg vötn og höf, þegar þeim læröist aö sigla beitivind og koma upp búnaði til þess. Aður lentu skipverjar strax í vandræðum, ef þeir höfðu ekki meðbyr. Með því að haga seglum rétt nudduðu þeir farkostum sínum á hinn bóginn áleiðis, þótt blési fast á móti. Islenska þjóðin hefur um langan aldur verið ofurseld frum- stæðum siglingafræðingum á þjóðarskútunni. Þeir hafa ekki kunnað að beita upp í efnahagsvindinn. Meðbyr hefur leitt til hvínandi ferðar og ofþenslu, en öldudalir efnahagslífsins reynst þeim mun illviðráðanlegri. Vinnandi fólk þekkir síðan afleiðingar þess að leita sífellt á náðir björgunarsveitanna í London ogTokyo: Kjarabætursem sóttareru meðerlendum lántökum endast skammt og kaupmáttartrygging hefur oft- ast að engu orðið. Nú virðast hins vegar komnir þeir siglingafræðingar til skjalanna við stjórn efnahagsmála og í forystu hagsmunasamtaka á íslandi, sem hafa þá þekkingu, þann skilning og þá yfirsýn, sem gerir þeim kleift að gera raunhæf- ar áætlanir við erfið skilyrði eins og núna. Þeir kunna að beita upp í vindinn. Og það sem mest er um vert, samstaða þeirra virðist eins mikil og hægt er eftir atvikum að ætlast til núna. Hver sem skoðun manna er á innihaldi kjarasamning- anna og hugsanlegum árangri af þeim, verður því ekki mót- mælt að við gerð þeirra hefur verið beitt réttum aðferðum og menn unnið af heilindum. „Söguleg þjóðfélagsleg tilraun" er lýsing formanns BSRB, ögmundar Jónassonar á því hvern- ig staðið hefur verið að kjarasamningagerðinni undanfarið. Með þeim orðum kemur fram hve mikla þýðingu hann og fjölmargir verkalýðsleiðtogar leggja í þá breidd sem náðist í viðræðunum. ASÍ og BSRB hafa einnig gefið hvort öðru kost á að fylgjast náið með gangi mála. Bændasamtökin hafa lagt sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt á ráðin eða reynt að stýra gangi viðræðna, en lagað sig að þeim áhersl- um sem aðilar vinnumarkaðarins hafa mótað. Vinnu- veitendasambandinu er loks stjórnað eftir sjókortum frá Flateyri við Önundarfjörð undir forystu Einars Odds Krist- jánssonar. Auðvitað eru það viss tímamót í íslenskri efnahagsstjórn- un, ef það tekst í fyrsta sinn í sögunni að skapa hér stöðug- leika, kýla verðbólguna niður í 6-7% og halda frið á vinnu- markaði, og allt þetta meðan þjóðin vinnur sig út úr örðug- leikum. Haldist þetta ástand, án þess að til launaskriðs komi á næstu misserum, er hér fengin góð viðspyrna til traustrar efnahagsstjórnar og raunverulegra ávinninga fyrir launa- fólk. Auðvitað eru það tímamót, ef unnt er að móta samfellda kjarastefnu til hausts 1991, ef raunvextir fást lækkaðir, ef kjaratryggingin heldur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa í þessu efni hreinlega smíðað grindina að nýrri þjóðarskútu ásamt fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna. Hitt er jafn augljóst, að lítil ástæða er til fagnaðarláta vegna þeirra kjara sem stefnt hefur verið að í samningavið- ræðunum. Kjaraskerðingin er einfaldlega staðfest. Kaupmáttaraukning kemur ekki til fyrr en á síðari hluta samningstímans, ef svo fer sem horfir. Ennfremur má setja stór spurningarmerki við notkunina á hálfum öðrum miljarði króna sem aðilar vilja að ríkisstjórnin tryggi til úrbóta af ýmsu tagi. Bankakerfið hefur kveinkað sér undan því að þurfa að lækka raunvexti. Margt bendirtil þess að sú kenning sé rétt, að íslensku bankarnir þurfi um 20% verðbólgu til að þrífast. Óhagkvæmnin í rekstri þeirra dylst á meðan. Nú getur í fyrsta sinn reynt verulega á hæfni þeirra til að veita þjónustu í þjóðfélagi með 6-7% verðbólgu. Ókostir tillagnanna í samningagerðinni eru einkum hve jitla tekjujöfnun þeir boða, og að margar þær ráðstafanir sem Alþýðubandalagið berst fyrir, eins og húsaleigubætur, átak í dagvistarmálum og tekjutryggingar og barnabóta- aukar, falla sjálfkrafa utan við möguleikana, vegna þess að slíkir þættir mælast ekki í vísitölu og duga því ekki sem hagstjórnartæki. KLIPPT OG SKORIÐ Gó6 þjóiernishyggja Fréttir frá Eystrasaltslöndum og Kákasuslöndum Sovétríkj- anna minna fyrst og síðast á það að þjóðernishyggja er ekki dauð : öðru nær, hún er enn sem fyrr einhver mesti áhrifavaldur sög- unnar. Viðbrögðin við þessum tíðindum minna líka á það, að við höfum flest sterka tilhneigingu til að gera greinarmun á góðri þjóð- ernishyggju og vondri. Flestir hafa mikinn og samúðarfullan skilning á sjálf- stæðisviðleitni Eista, Letta og Litháa: þeir áttu sér sjálfstæð þjóðríki á árunum milli heims- styrjalda, þeir fengu sitt sjálf- stæði um svipað leyti og ísland og Finnland, þar fyrir utan hefur verið gerð mjög augljós tilraun til að binda þessi lönd við Sovétríkin með miklum innflutningi rússneskumælandi fólks. Því líta þeir sömu menn og telja sjálfsagt að ganga undir ákvæði Evrópu- bandalagsins um frjálsan tilflutn- ing vinnuafls með velþóknun á þá löggjöf sem Eystrasaltslýðveldin hafa komið sér upp og takmarkar mjög rétt fyrirtækja til að ráða starfsfólk úr öðrum hlutum Sov- étríkjanna. Svo þverstæðukennt sem það virðist, þá hafa einstök sovétlýðveldi að þessu leyti tekið sér meira sjálfsforræði en ríkir —æða ríkja mun í Evrópubanda- laginu eftir 1992. Vond þjóðernishyggja Aftur á móti eru menn ekkert hrifnir af aðskilnaðarhreyfingu Asera í Aserbædsjan. Munurinn sést með einföldum samanburði. Ef sovéskt herlið væri sent inn í Vilnius í Litháen til að berja nið- ur þjóðfylkinguna Sajudis, þá mundi rísa mikil mótmælaalda um heim allan. En þegar Gorbat- sjov sendir herlið til Bakú, þá mætir það miklum skilningi. Vestrænir ráðamenn virðast segja sem svo: við hefðum gert slíkt hið sama. Ekki bara vegna þess, að þjóðernishyggja.Asera er tengd við íslam og að þeir sjálf- ir virðast sumir hverjir svo barna- legir að þeir búast við einhverjum hollum stuðningi við sín mál frá klerkaveldinu í íran. Ekki bara vegna þess, að þjóðernishreyfing Aserarísm.a. affjandskapþeirra við kristna Armena sem hafa ekki fengið að rækta menningu sína, tungu og trú í því umdeilda héraði, Karabakh, þar sem Arm- enar eru í meirihluta. Menn muna í dæmi Asera eftir því sem þeir hugsa síður út í þegar hugsað er til Eystrasaltsþjóðanna: að öll meiriháttar ríki, hvort heldur Bandaríkin eða Sovétríkin, Ind- land eða Kína, eru mjög inn á því að ekki skuli hreyft við þeim landamærum sem til eru í heimin- um, hvernig sem þau voru dregin á sínum tíma. Hver og einn getur átt sér samúð með tiltekinni þjóð og hugsað: ÞESSI á nú skilið að vera frjáls og fullkomlega sjálf- stæð. En um leið óar mönnum við því að ótal aðskilnaðarhreyfingar rísi og vilji stofna sérstök þjóðríki - líka vegna þess að það er sjald- gæft að „náttúrleg“ landamæri slíkra ríkja séu til. Hvert nýtt ríki sæti uppi með sína þjóðemis- minnihluta og víða væri efni í ástand eins og það sem ríkt hefur í Líbanon hörmulega lengi. En það er þetta ástand - ásamt með minningum um þjóðrembu eins og hún braust fram í Þýskalandi Hitlers - sem hefur komið miklu óorði á þjóðernishyggju. Því óorði sem Tíminn rifjaði upp ný- lega, vitnandi í grein eftir Simon Jenkins í breska blaðinu Sunday Times Erí þarísegir: „Þjóðernishyggja hefur verið úthrópuð sem kulnandi glóð frá svartagaldri, gegnsósa af ætt- flokkahatri, kynþáttaórum og einstrengingshætti. Menntaðfólk hefur fyrirlitið þjóðrembu sem hvern annan ruddaskap.“ Sögulegar sveiflur Þjóðernishyggju hefur reyndar vegnað mjög misjafnlega í sög- unni. Hún var ríkjandi hug- myndafræði á nítjándu öld í Evr- ópu, þegar menn létu sig dreyma um að það væri flestra meina bót að hver þjóð stjómaði sínum málum sjálf. En einnig þá vom „sumir jafnari en aðrir“: Þeir sem töldu þá sjálfsagt að t.d. Pólverj- ar endurheimtu sjálfstæði sitt litu á þjóðemi Bretóna, Baska og Walesbúa eins og hverja aðra óþarfa sveitamennsku í Frakk- landi, Spáni og Englandi. Og flengdu böm af þessum þjóðem- um ef þau leyfðu sér þá ósvinnu að segja orð á sínu máli í skóla- num. Menn hafa lengi verið klofnir í þjóðernismálum. Annarsvegar finnst mönnum það sjálfsagt framhald af frelsi einstaklingsins að hver þjóð hafi sjálfsákvörðun- arrétt. Hinsvegar hafa menn til- hneigingu til að ætla að sjálf hin sögulega framvinda með vaxandi viðskiptum hljóti að skerða sjálf- stæði þjóða í nafni framfaranna. Marxistar héldu að þjóðernamál mundu leysast af sjálfu sér í samfélagi „öreiga allra landa“. Borgaralegir hugmyndafræðing- ar og tæknikratar létu þjóðernis- hyggju þoka fyrir hugmyndum um blessunarrík áhrif stórra heilda og stórra markaðssvæða. En reynslan er alltaf að gera strik í þessa reikninga. Vegna þess blátt áfram, að þjóðerni er stærri þáttur í tilveru og sjálfs- mynd hvers manns en þeir vilja viðurkenna sem í kerfum hugsa. Og það sem helst blasir við nú um stundir er það, að sú hugsun er sterk með smærri þjóðum að þær framfarir í stórum bandalögum séu of dýru verði keyptar, sem leiða til þess að þjóðareinkenni þeirra og tunga gufi upp í deiglunni miklu sem gerist mjög harðvirk á tímum mikilla fólks- flutninga og öflugrar áreitni fárra stórþjóðatungumála - m.a. um sjónvarp. Jenkins sá, sem fyrr var nefnd- ur, spáir endurvakrtingu þjóðem- ishyggju, ekki bara í Sovétríkjun- um eða Júgóslavíu, heldur og um vestanverða Evrópu. Það er að sjálfsögðu þróun sem kemur ís- lendingum meira en lítið við: þjóð sem hefur í meira en öld verið að tryggja sitt sjálfsforræði og flytja vald inn í landið en stendur nú andspænis Evrópu- þróun sem gengur í öfuga átt. Við ættum að standa betur að vígi en margur annar: eigum óumdeilan- legt þjóðríki, sem margir aðrir hafa ekki eignast, við þurfum ekki að glíma við minnihluta- vandamál, við notum okkar eigin tungu til allra hluta. Hitt er svo víst, að staða smáþjóðar er aldrei trygg: það er erfitt að koma sér upp sjálfstæði, það er hægur vandi að glutra því niður í bráð- læti og skammsýni. pJÓÐVIUINN Sfðumúla 37-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax: 681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Þorfinnur Ómarsson (Iþr.), Þröstur Haraldsson. Skrffstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiðuringi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðsiustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 1935 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasö I u: 90 kr. Nýtt Helgarbiað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur .1. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.