Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstarfsmenn Mótframboð gegn stjóm SFR ✓ Agreiningur í uppstillingarnefnd vegna stjórnarkjörs. Meirihlutinn hafnar Margréti Ríkharðsdótturþroskaþjálfa. Óánœgjameð vinnubrögð meirihlutans Það sauð upp úr á fundi trún- aðarmannaráðs á föstudag- inn þegar meirihluti uppstiliing- arnefndar hafnaði Margréti Rík- harðsdóttur þroskaþjálfa án nokkurra skýringa,“ sagði Sig- ríður Kristinsdóttir sjúkraliði en hún hefur boðið sig fram til for- manns Starfsmannafélags ríkis- stofnana á móti Einari Olafssyni sem gegnt hefur formennsku í yfir 20 ár. Á fundinum á föstudaginn kom í ljós að uppstillingarnefnd vegna stjórnarkjörs hafði klofn- að. Jóhannes Gunnarsson sagði sig úr nefndinni í mótmælaskyni við vinnubrögð meirihlutans. Deilurnar stóðu um það hvort stilla skyldi upp Margréti Rík- harðsdóttur en hún hefur átt sæti í stjórn SFR í sex ár og naut ein- róma stuðnings Þroskaþjálfafé- lagsins til endurkjörs. „Það má segja að þessar deilur hafi verið að gerjast síðan á þingi BSRB í fyrra en þá kom upp á- greiningur um vinnubrögð við uppstillingu á fulltrúum SFR í stjórn bandalagsins. Á föstudag- inn sauð upp úr. Meirihluti upp- stillingarnefndar hafnaði Mar- gréti Ríkharðsdóttur án nokk- urra skýringa en við teljum að raunveruleg ástæða þess sé sú að Margrét hefur sem formaður jafnréttisnefndar SFR staðið að ýmsum ályktunum og samþykkt- um sem fóru fyrir brjóstið á meirihluta stjórnar. Það teljum við ekki gilda ástæðu því jafnréttisnefnd er sjálfstæð nefnd og það er ekki í verkahring stjórnarinnar að leggja mat á fólk eftir skoðunum þess. Margrét hefur hins vegar starf- að mjög vel í stjórninni og þegar við fréttum að henni hefði verið hafnað neituðum við Margrét Tómasdóttir að þiggja uppstill- ingu nefndarinnar. Við töldum að vinnureglur hefðu verið brotn- ar og að Einar Ólafsson hefði far- ið út fyrir verksvið sitt þegar hann reyndi að fá aðra þroskaþjálfa til að taka sæti í stjórn. Þeir neituðu beiðni hans vegna þess að Þroskaþjálfafélagið stóð einhuga að framboði Margrétar. Eftir að þessi úrslit lágu fyrir var drifið í að kanna viðbrögð fé- lagsmanna við mótframboði. Þau voru mjög góð, við söfnuðum 200 meðmælendum á fímm tímum á sunnudaginn. Við bjóðum fram ellefu manns til stjórnar og vara- stjórnar og þótt ekki sé um að ræða listakjör höfum við lýst því yfir að þessir ellefu frambjóðend- ur vilji vinna saman,“ sagði Sig- ríður. Auk hennar verða í framboði Jens Andrésson hjá Vinnueftir- litinu, Lilja G. Þorvaldsdóttir leikari, Margrét Ríkharðsdóttir, Margrét Tómasdóttir hjá Atvinnuleysistryggingasjóði, Skúli Árnason á sýsluskrifstofu Árnessýslu, Trausti Flermanns- son deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur, Páll Hermannsson á barnageðdeildinni við Dal- braut, Sigurður Rúnar Elíasson rafveitustjóri á Selfossi, Tryggvi Friðjónsson frkvstj. Sjálfsbjargar og Hulda Lilliendahl læknaritari á geðdeild Landspítala. Svo var að heyra á Sigríði að framboðið væri ekki til komið vegna ágreinings um stefnuna í kjaramálum, til dæmis hefði hluti frambjóðenda tekið þátt í ný- gerðum kjarasamningum. Hún kvaðst bjartsýn á árangur í fram- boðinu. „Það er fullt af góðu fólki með okkur í þessu og við ætlum að vinna.“ Atkvæðaseðlar verða sendir heim til allra félagsmanna sem eru um 5.000 talsins. Þeir sem búa á landsbyggðinni geta sent atkvæði sín til skrifstofunnar en íbúar höfuðborgarsvæðisins greiða atkvæði á aðalfundi sem verður haldinn 29. þ.m. Þó geta þeir sem ekki komast á fundinn kosið utankjörstaðar. -ÞH Forseti Islands Þjóðarátak um Yricju Efnt til sjóðsstofnunar í tilefni sextugsafmœlis Vigdísar. Afrakstur af sölu afmœlisrits fer til uppgrœðslu landsins á vegum skólafólks r Igær hófst söfnun áskrifenda að afmælisriti forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður sextug á páskadag, 15. aprfl. Ritið hefur hlotið nafnið YRKJA og í það rita tæplega 60 skáld, rithöfundar og fræðimenn. YRKJA verður boðin öllum ís- lendingum til kaups og fyrir ágóð- ann verður stofnaður sjóður til kaupa á trjáplöntum, sem æska landsins fær til gróðursetningar. Forystusveit þá sem gengst fyrir útgáfunni mynda Skógrækt- arfélag íslands, menntamála- ráðuneytið, Félag skólastjóra og yfirkennara, Kennarasamband íslands, Hið íslenska kennarafé- lag og JC-hreyfingin á íslandi. Fjölmargir velunnarar forsetans leggja hönd á plóg og öll vinna við gerð bókarinnar er innt af hendi í sjálfboðavinnu. Verkefnið var kynnt við hátíð- lega athöfn í Listasafni íslands í gær og m.a. söng þar öflugur barnakór, „Litli risakór", nem- enda í Kársnesskóla í Kópavogi undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Nöfn áskrifenda að YRKJU verða skráð á sérstakan heillaóskalista sem afhentur verður forsetanum. Höfundar bókarinnar skrifa allir um þemað „ræktun" í víðasta skilningi orðs- ins, í tilefni af hvatningum og Hulda Stefánsdóttir, t.v., formaður Skógræktarfélags íslands, ritaði fyrst allra nafn sitt á áskrifenda- og heillaóskalista YRKJU við hátíð- lega athöfn í Listasafni íslands í gær, en síðan dóttursonur hennar Stefán Gunnarsson og dóttirin Kristín Gunnarsdóttir. Heimir Pálsson, einn af skipuleggjendum átaksins, fylgist með. Mynd: Jim Smart. þátttöku Vigdísar Finnbogadótt- ur til uppbyggingar og ræktunar lands og lýðs. Að ósk forsetans sjálfs verður stofnaður sjóður íslenskrar æsku til að hún rækti land sitt. Stefnt er að því að sjóðurinn verði svo öfl- ugur að hann geti staðið undir því að kaupa trjáplöntur handa öllum grunnskólanemum á hverju vori. Að loknu grunn- skólanámi ætti þá hver nemandi að hafa séð plöntur sem hann gróðursetti við upphaf náms hafa breytt landkostum. Menntamála- ráðherra hefur ákveðið í sam- ræmi við heimildir í lögum að verja einum kennsludegi ár hvert til líffræði- og vistfræðikennslu sem gróðursetningin getur fallið inn í. OHT Sendibílstjórar Forseta aflient mótmæli Fjölmargir sendibflstjórar óku sendibílum sínum að Alþingi í gærdag og afhentu forseta sam- einaðas Alþingis Guðrúnu Helga- dóttur mótmæli vegna virðis- aukaskatts á vöruflutninga. Al- bert Ómar Guðbrandsson segir að í erindinu sé vakin athygli á ýmsum leiðréttingum sem sendi- bflstjórar telji að þurfi að gera á málum sendibflstjóra bæði varð- andi virðisaukaskatt og lög um leigu- og sendibflaakstur. Albert Ómar sagði sendibfl- stjóra telja að reglugerð sem samgönguráðherra setti bryti í bága við lög og þess vegna væriu leitað til Alþingis. Það hlyti að vera Alþingis að sjá til þess að farið væri að lögum. Guðrún Helgadóttir kvaðst myndu kynna þingmönnum er- indi sendibflstjóra. Þannig vildi til að Guðmundur Ágústsson þingmaður Borgaraflokksins hefði lagt fram fyrirspurn varð- andi þetta mál til samgönguráð- herra í gær og hún myndi taka fyrirspurnina á dagskrá viku fyrr en fyrirhugað hefði verið. Fyrir- spurnin kæmi því á dagskrá næstkomandi fimmtudag og sagðist Guðrún vona að það flýtti fyrir lausn málsins. -hmp HM-handbolti B-keppnin blasir við Pólverjar unnu íslendinga í heimsmeistaramótinu í gær með 27:25. Þessi ósigur íslenska liðsins var sá fjórði í röð á mótinu og getur þýtt að liðið sé fallið úr hópi bestu liða. Þar með blasir við okkar mönnum að keppa á nýjan leik í B-keppninni. Ósigurinn í gær er rosalegt áfall fyrir íslenskan handknattleik en um leið fékk pólskur handknatt- leikur uppreisn æru og náði pól- ska landsliðið þar fram hefndum á íslendingum eftir að hafa tapað íyrir þeim í eftirminnilegum úrs- litaleik í B-keppninni í Frakk- landi í fyrra. -grh Blús á Borginni Vinir Dóra halda blústónleika á Hótel Borg á fimmtudagskvöld- ið, en þetta eru fyrstu tónleikar Vinanna á þessu ári. Vinir Dóra eru þau Halldór Bragason, gítar og söngur, Guðmundur Péturs- son gítar, Andrea Gylfadóttir söngur, Hjörtur Howser orgel, Jens Hansson saxófónn, Ásgeir Óskarsson trommur og Haraldur Þorsteinsson bassa. Gestur kvöldsins er blökkusöngkonan Marelene Little frá Bandaríkjun- um. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er fólk beðið að mæta tímanlega. Glæsileg verðlaun Norræna félagið gengst fyrir rit- gerðarsamkeppni um efnið „Hvað eiga íslendingar sameigin- Iegt með öðrum Norðurlanda- þjóðum?“ og hafa nemendur í öllum framhaldsskólum landsins þátttökurétt, en keppnin er hald- in í samvinnu við menntamála- ráðuneytið. Ritgerðin skal vera á Teskeiðin í Keflavík Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á sunnudag leikritið „Týnda teskeið- in“ eftir Kjartan Ragnarsson í Féiagsbíói kl. 21. Leikstjóri er Halldór Björnsson en leikmynd hannaði Jóhann Smári Helgason. Alls taka 20 manns þátt í sýningunni eru leikarar eru 9. Önnur sýning verður sunnudaginn 11. mars. íslensku og er æskileg lengd hennar 1500 til 2000 orð, þ.e. fimm til sjö vélritaðar blaðsíður. Ritgerðunum skal skilað til þess framhaldsskóla sem nemandi stundar nám við eða til Norræna félagsins í Norræna húsinu í Reykjavík og er skilafrestur til 1. aprfl. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fimm bestu ritgerðirnar að áliti dómnefndar, en formaður hennar er Gylfi Þ. Gíslason. Verðlaunin eru farmiði á vegum Norræna félagsins til einhverrar af höfuðborgum Norðurlanda sem Flugleiðir fljúga til og 50 þús- und krónur í farareyri. Sumaráætlun Samvinnuferða -Landsýnar Sumarbæklingur Samvinnuferða-Landsýnar er kominn út í 32.000 eintökum og í honum er kynnt ferðaáætlun ferðaskrifstofunnar frá páskum fram á haust. Helstu áfangastaðir SL í hópferðum til sólarlanda eru strandbæirnir Santa Ponsa og Cala d‘Or á Mallorca, Benidorm á Spáni, Vouliagmeni-ströndin á Grikklandi og Riccione og Porto- verde á Adríahafsströnd Ítalíu. Þá má nefna sæluhúsin í Kemper- vennen í Hollandi og Franka- skógi í Frakklandi. Farþegum í flug og bíl bjóðast sumarhús í Danmörku og Hollandi, og á dagskrá rútuferða bætist við ný ferð um Austur-Evrópu. Þá er boðið upp á ferðir á framandi slóðir, til Thailands og Hawaii og í fyrsta sinn er boðið upp á lúxus- ferð til Egyptalands með m.a. 7 daga siglingu á Nfl. Kátum dögum fyrir eldri borgara fjölgar, í sumar verða kátir dagar í Kan- ada, á Mallorca í vor og haust og nú í fyrsta sinn í Austurríki og er fararstjórn í höndum Ásthildar Pétursdóttur. Þá er boðið upp á skipulagðar golfferðir til Cala dðOr á Mallorca um pásla, til Torquay á Englandi um hvítas- unnu og til Bandaríkjanna með haustinu, allar í fararstjórn Kjartans L. Pálssonar. Ýmislegt annað er kynnt í sumarbækli- ngnum. Menningarsamtök Suðurlands Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga og Skálholtsskóli efna til ráðstefnu um menningasamtök á Suðurlandi nk. sunnudag, 11. mars. Ráðstefnan hefst kl. 12 og lýkur um 17 og er þess óskað að öll samtök og hópar, sem sinna hvers konar menningarstarfi, sendi fulltrúa á ráðstefnuna. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu SASS. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.