Þjóðviljinn - 06.03.1990, Síða 4
þj ÓÐVI Ll IN N Maigagn
sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Búnaðaijþing
Fulltrúaþing Búnaðarfélags íslands situr þessa dagana í
Reykjavík. Búnaðarþing er lögum samkvæmt m.a. ráðgjaf-
arþing Alþingis og þarf því að fjalla um lagafrumvörp og
þingsályktunartillögur þess, auk erinda sem einstakir bún-
aðarþingsfulltrúar og ýmis félagssamtök bænda skjóta til
Búnaðarþings.
Hlutverk og geta Búnaðarþings sem ráðgjafarsamkomu
hefur farið dvínandi. Því var til dæmis haldið nær algeriega
utan við gerð Búvörulaganna 1985, mestu byltingar í mál-
efnum landbúnaðarins á síðari tímum. Búnaðarfélagi ís-
lands og búnaðarsamböndum er svo í kjölfar þeirra falin
mikil vinna sem snertir kvótakerfi og lagabálka, en ekki
gefinn kostur á að ræða þau mál eða fjalla um. í fyrra hafði
Búnaðarþing eytt talsverðum tíma í að ræða ákveðið laga-
frumvarp, þegar skyndilega var upplýst að búið var að af-
greiða það á Alþingi. Niðurlæging af þessu tagi kyndir undir
vilja bænda til að gerbreyta samsetningu og starfsháttum
Búnaðarþings.
íhaldssemi sú sem örlað hefur á, bæði á Búnaðarþingi og
á aðalfundum Stéttarsambands bænda í vissum framfara-
málum, til dæmis neikvæð afstaða gagnvart stofnun Um-
hverfisráðuneytis, dregur úrtrausti sumra á bændafundum.
Á sama hátt eflist virðing almennings fyrir bændum og áhug-
inn á málflutningi þeirra og baráttumálum, þegar þeir láta
hrærast úr fornum herkvíum sínum og verða málsmetandi
þátttakendur í mótun kjarasamninga eða hafa forgöngu í
öðrum efnum.
Bændastéttin hefur engan veginn efni á því margbrotna
félagskerfi sem nú er við lýði, einkum þegar höfð er hliðsjón
af þeirri samræmingu og hagræðingu sem nú veltist sem
flóðbylgja yfir samfélög Evrópu. Félagskerfið er stéttinni
beinlínis fjötur um fót, faglega, hagsmunalega og út á við,
hvað varðar ímynd og stöðu í opinberri umræðu. Gunnar
bóndi Sæmundsson í Hrútatungu hefur lagt fram svo athygl-
isverðar hugmyndir um nýskipan í félagskerfi landbúnaðar-
ins, að mati formannafundar búnaðarsambandanna og
stjórnar Búnaðarfélags íslands, að þessir aðilar hafa fengið
þær Búnaðarþingi til umfjöllunar. Hugmyndir Gunnars um
framkvæmdir nú eru þó varfærnar, en hann nefnir sem
möguleika flest það sem skiptir máli, til dæmis stofnun
Samtaka íslenskra bænda, sem væri deildaskipt og rúmaði
flest þau félagssamtök sem nú starfa.
Áður hafa komið fram tillögur um að Búnaðarþing verði
ekki lengur þröngur vettvangur fulltrúa frá búnaðarsam-
böndum, heldur breið málefnasamkoma með þátttöku Stétt-
arsambands bænda, búgreinasamtakaog afurðastöðva, en
stofnanir tengdar landbúnaði geti átt fulltrúa með málfrelsi
og tillögurétti. Bak við þessar hugmyndir er sú draumsýn, að
lausnir á verkefnum landbúnaðarins finnist á allsherjarþingi
þeirra sem hagsmuna eiga að gæta og þekkinguna hafa.
Þessi ráðagerð er hæpin. Verkefnaflutningur á eftir að
aukast frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og Búnaðarfé-
lagi íslands til landbúnaðarráðuneytis og stofnana. Afurða-
stöðvar greina sig skýrar frá framleiðendum en áður. ís-
lenskt landbúnaðarþing verðurekkert nemavaldalaus kjaft-
asamkoma.
Bændur hvorki eiga né þurfa að stjórna landinu eða segja
Alþingi til. Þeir eiga, eins og norrænir bændur á sínum
fundum, að fjalla og álykta um bein kjaramál, verðlagsmál
og önnur þau atriði sem snerta rekstur og lífsafkomu. Skýrt
dæmi um þessi vinnubrögð var þing Norrænu bændasam-
takanna, NBC, í Reykjavík í sumar.
Umhverfismálin og félagskerfi landbúnaðarins eru veru-
legur prófsteinn á það hvort Búnaðarþing veldur þeim verk-
efnum sem nauðsynlegt er. Þingið er að verulegu leyti í hafti
vegna þessa grúa afgreiðslumála sem því er skylt að fjalla
um með flóknum hætti, og tekur sjaldan á brennandi verk-
efnum og umræðuefnum dagsins. Slík umræða fer fram á
aðalfundum Stéttarsambands bænda og skarast þó við-
fangsefni þessara funda talsvert. Búnaðarþing fer hins veg-
ar með æðsta vald í málefnum Búnaðarfélags íslands og
getur því valdið straumhvörfum í innri máiefnum, ef það vill.
KLIPPT OG SKORIÐ
Vill ekki í eina sæng
Leiðari Alþýðublaðsins á
laugardaginn sem og Króníka
Eiðs Guðnasonar alþingismanns
í sama blaði koma inn á samein-
ingarmál vinstrimanna. Boð-
skapurinn er raunar svipaður í
báðum textum. Þar segir sem
svo, að í Alþýðubandalaginu sé
svo mikið af stalínisma að ekki
verði við hann ráðið. Því ættu
þeir sem telja sig jafnaðarmenn í
þeim flokki að venda sínu kvæði í
kross og ganga í Alþýðuflokkinn
enda sé enginn vafi á því hvers-
konar flokkur hann sé.
Eiður Guðnason skrifar sína
grein beinlínis til að andæfa mál-
flutningi formanna A-flokkanna,
sem vilji leggja sína flokka niður
og stofna stóran Jafnaðarmanna-
flokk. Hann segir að þeir Jón
Baldvin og Ólafur Ragnar vilji í
eina sæng og bætir því við að „ég
er ekkert viss um að mig langi til
að Iiggja þar með þeim. Ég held
jafnvel að svo sé um talsvert
fleiri“.
Flokksleg eigingirni
Allt þetta hjal um stalínisma er
mjög út úr kú. Þeir sem með póli-
tík reyna að fylgjast gerðu réttara
í því að taka mark á lýsingu
Magnúsar Torfa Ólafssonar á því
sem staðið hefði samvinnu
vinstrisinna fyrir þrifum. Hann
segir í viðtali hér í blaðinu að sú
sundrung stafi ekki lengur af
gömlum hugmyndafræðilegum
sviptingum heldur „miklu frekar
af flokkslegri eigingimi og lang-
rækni“.
Þessi orð eiga vel við um marga
uppákomuna - og meðal annars
skrif eins og þau sem birtust í Al-
þýðublaðinu um helgina. í leiðar-
anum er sagt að það sé of tíma-
frekt og erfitt að reyna að sam-
ræma sjónarmið tveggja flokka í
málefnasamningi - og því er sagt
við hluta Alþýðubandalagsins:
komið þið bara til okkar. Eiður
þingmaður er á sömu slóðum.
Hann segir líka um fortíðina á þá
leið, að Alþýðuflokkurinn þurfi
ekkert að gera upp í liðinni tíð.
Hans uppgjör hafi farið fram á
fjórða áratugnum þegar Komm-
únistaflokkurinn var stofnaður
og svo þegar hluti Alþýðuflokks-
ins gekk í Sósíalistaflokkinn.
Skrýtin formúla að tarna - en
þýðir líklega einna helst það, að í
þessum tveim atrennum hafi Al-
þýðuflokkurinn losnað við sína
órólegu deild og getað helgað sig
í friði ábyrgri framgöngu í þjóðfé-
laginu.
Þessi málflutningur allur stað-
festir ýmsar grunsemdir sem
vaknað hafa með viðbrögðum
margra manna úr gömlum kjarna
Alþýðuflokksins við sameining-
arþreifingum. Þeir eru mjög
bundnir við þá „flokkseigingirni“
sem Magnús Torfi talar um. Þeir
vilja bersýnilega ekki hætta á það
að inn í þeirra virðulega sam-
kvæmi steðji óróleg deild sem
jafnvel kallaði til einhverra
áhrifa. Þeir vilja bara fá til sín
einn og einn mann, eða hæfilega
litla hópa sem auðvelt væri að
melta og hræra saman við þá sem
fyrir eru án þess að mikið
breyttist.
Glataðir synir
Þess vegna setja þeir upp
steigurlætissvip og leggja allt
kapp á þá sögutúlkun, að tveir
verklýðsflokkar á íslandi eigi sér
eingöngu forsendu í mismunandi
afstöðu til Sovétríkjanna. Láta
sem sósíalistar hafi aldrei við
annað fengist en að verja aðgerð-
ir ráðamanna í því landi. Láta
sem þeir sem haft hafa önnur
sjónarmið en óvenjulega hægri-
sinnaður sósíaldemókrata-
flokkur (eins og Alþýðuflokkur-
inn hefur lengst af verið) hafi
ekkert til jafnaðarmannaflokks
að færa annað en iðrun hins glat-
aða sonar: Fyrirgefðu faðir því ég
hefi syngdað gegn þínum vilja.
Þetta yfirlæti verður því aðeins
skiljanlegt að Eiður og félagar
vilji reyndar öngva sameiningu
heldur aðeins auðsveipan og við-
ráðanlegan liðsauka.
Sögufölsun
í þeim málflutningi sem að
framan greinir kemur oft fram
sama sögufölsun og í Morgun-
blaðinu. Hún er fólgin í því að
látið er sem Alþýðubandalagið
og Þjóðviljinn séu fyrst nú fyrir
nokkrum vikum eða mánuðum
að uppgötva ljóð á ráði hins
austurevrópska ríkiskommún-
isma. Eiður Guðnason segir til
dæmis í sinni grein:
„í mínum huga hefur Þjóðvilj-
inn alltaf verið málgagn þess sósí-
alisma sem iðkaður hefur verið í
Sovétríkjunum og Austur-
Evrópu". Og annarsstaðar segir
hann að Þjóðviljinn hafi ekki
uppgötvað þjóðfrelsi í Austur-
Evrópu „fyrr en nú síðustu
daga“.
Þetta er rangt. Þetta getur
staðist ef menn grípa niður í
Þjóðviljann um 1950. En þegar
um og eftir 1956 verða hér á veru-
legar breytingar og má þar um
vitna til ýmissa skrifa Magnúsar
Kjartanssonar og fréttaskýringa
Magnúsar Torfa Olafssonar. Enn
lengra verður bilið á milli sjálfs-
myndar Sovétríkjanna og
gagnrýninnar umfjöllunar Þjóð-
viljans á árum upp úr 1965, fyrst
með umfjöllun um sovésk
mannréttindamál og síðar um
innrásina í Tékkóslóvakíu og af-
leiðingar hennar. Þessi Klippari
hér hefur skrifað fleira en aðrir
um sovésk mál og Austur-
Evrópu í þetta blað í meira en
tuttugu ár, og hann veit allvel af
því, að sá hópur manna sem ekki
þoldi gagnrýna skoðun á veru-
leikanum austur þar (slíkir menn
eru að sjálfsögðu til) voru einatt
sífrandi um að Þjóðviljinn væri
andsovéskur snepill (þó nokkrir
fylgdu þeirri skoðun eftir með því
að segja blaðinu upp). Meira en
svo: einhverntíma fyrir mörgum
árum þegar Klippari hafði skrifað
grein um þann hagskýrsluleik So-
vétmanna sem mjög fegraði
raunverulegt ástand í landinu, þá
varð sovéskum sendimönnum á
íslandi meira en nóg boðið: þá-
verandi forstöðumaður fréttasto-
funnar APN sendi kvörtunar-
grein til blaðsins um að Þjóðvilj-
inn birti ekkert annað um það
góða land Sovétríkin en eitthvert
neikvætt nöldur!
„í mínum huga“
Það er náttúrlega ekki verið að
ætlast til þess að t.d. Eiður
Guðnason kunni skil á dæmum af
þessu tagi. En hitt getur hann
auðvitað vitað að það er rangt, að
Þjóðviljinn hafi „alltaf" verið
málgagn hins sovéska skilnings á
sósíalisma. Svo illa hefur hann
ekki blöð lesið. Enda segir hann
óvart, að Þjóðviljinn sé svona og
svona „í mínum huga“. Það er
nefnilega það. „í mínum huga“
býr hið duttlungafulla minni sem
ryður burt því sem er óþægilegt
fyrir tilgang dagsins, þar ræður
hin rómantíska geðþóttasögu-
skoðun sem segir: Heimurinn er
eins og ÉG hugsa hann. ÁB
þJÓÐVIUINN
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Sími:68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FramkvœmdastjórhHallurPállJónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aörirbiaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Garðar
Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson
(Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglysingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn:
Síðumúla 37, Reykjavík, sími: 68 13 33. )
Símfax:68 19 35.
Auglý8ingar:Síðumúla37,sími68 13 33.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Askriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 7. mars 1990