Þjóðviljinn - 06.03.1990, Page 7
MENNINO
Gallerí einn einn
Það sem snýr upp sneri niður
Hannes Lárusson: Öll verk Jóhanns Eyfells eru viðsnúningar
Skúlptúrlíkan eftir Jóhann Eyfells. Mynd - Jim Smart.
Gallerí Sœvars Karls
Blýantsteikningar Guðjóns
Sýning á skúlptúrlíkönum og
pappírssamfellum eftir Jóhann
Eyfells stendur nú yfir í Gallerí
einn einn, Skólavörðustíg 4a.
Hannes Lárusson, sem rekur
galleríið, kveðst hafa boðið Jó-
hanni að sýna vegna þess hve
myndlist hans væri mikilvæg.
- Jóhann hefur alla tið fengist við
róttæka endurskoðun á myndlist-
arfyrirbærinu og er róttækasti ís-
lenski myndlistarmaðurinn, sem
hér hefur starfað, segir Hannes.
- Hann hefur verið búsettur í
Flórída í yfir tuttugu ár og hefur
aldrei sýnt hér nógu mikið til þess
að menn hafi áttað sig á því sem
hann er að gera. Hann hefur
haldið hér litlar sýningar með
Gamli Lundur
Bemsku-
minningar
um síldina
Sigurjón Jóhannsson leik-
myndateiknari og listmálari sýnir
þessa dagana í Gamla Lundi á
Akureyri. Síldarævintýrið heitir
sýningin og eru myndirnar
byggðar á bernskuminningum
Sigurjóns; lýsa lífinu eins og það
kom honum fyrir sjónir í því at-
hafnasama síldarplássi sem
Siglufjörður var þegar hann var
að alast þar upp.
Sigurjón tók á sínum tíma þátt í
SÚM-hópnum og hóf skömmu
seinna feril sinn sem leikmynda-
teiknari. Hann var yfirleik-
myndateiknari Þjóðleikhússins í
rúm tíu ár en hefur auk þess gert
leikmyndir fyrir Leikfélag
Reykjavíkur, Leikfélag Akur-
eyrar og nokkrar kvikmyndir,
meðal annars Norina og Manna.
Sfldarævintýrið er ein af sýn-
ingunum List um landið á vegum
Listasafns ASÍ og verður í Gamla
Lundi til 11. mars.
Kjöt Ólafs
Hauks
á bók
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út leikritið Kjöt eftir
Ólaf Hauk Símonarson, en það
var frumsýnt í Borgarleikhúsinu
26. janúar 1990. Leikritið gerist í
kjötbúð í Reykjavík 1963, og eru
persónur þess sjö. Kjöt er fjórða
leikritið í ritröðinni íslensk leikrit.
Útgefandi kynnir leikritið og
höfund þess svofelldum orðum á
kápu:
Ólafur Haukur Símonarson
hefur vakið mikla athygli sem
leikritaskáld síðari ár. Kjöt var
frumsýnt í Borgarleikhúsinu 26.
janúar 1990. Gerist það baka til í
kjötbúð í Reykjavík 1963 og fjall-
ar um lifandi og dautt hold eins
og nafnið gefur í skyn...
Táknraænt umhverfi, sér-
kennilegar persónur og meini
blandin örlög eru höfuðatriði
Kjöts, sem reynist margslungið
verk að hætti Ólafs Hauks, nú-
tímaleikrit er speglar einnig liðna
tíð og ókomna.
Kjöt er 84 bls. að stærð. Fyrri
leikrit í ritröðinni íslensk leikrit
eru: Oddur Björnsson: Dansleik-
ur (1983), Kjartan Ragnarsson:
Týnda teskeiðin (1988) og Þór-
unn Sigurðardóttir: Haustbrúður
(1989).
löngu millibili eða tekið þátt í
samsýningum, en það gefur ekki
nema örlitla hugmynd um það
sem hann er að fást við og er
ástæðan fyrir því að hann er ekki
jafn mikið í hávegum hafður hér
á landi og jafnaldri hans Erró.
Það að hann hefur ekki verið bú-
settur á íslandi er svo sennilega
ástæðan fyrir því að hann hefur
fengið hlutfallslega mun minni
athygli en til dæmis SÚMararnir.
Jóhann hefur verið í návígi við
hræringar í vestrænni myndlist
undanfarna áratugi og er að fást
við sömu hugmyndir og til dæmis
Donald Judd og Richard Serra,
sem er væntanlegur hingað í
sumar. En Jóhann er lengra kom-
inn en báðir þessir listamenn, því
hann byrjaði að fást við þessar
hugmyndir löngu á undan þeim
og hefur unnið úr þeim af mun
meiri nákvæmni og varfærni en
þeir hafa gert.
Öll hans verk eru viðsnúning-
ar, eins og hann kallar þau, eða
verk sem eru unnin á þann hátt að
það sem að lokum snýr upp er
það sem upphaflega sneri niður.
Þessi verk eru öll staðbundin,
þau eru afrit af tilteknum pun-
ktum á jörðinni, en ástæðan fyrir
því að hann tekur svo afmarkað
efni fyrir er að hann er að fást við
Nína Margrét Grímsdóttir pí-
anóleikari heldur tónleika í Hafn-
arborg, Hafnarfirði í kvöld. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20:30 og á
efnisskránni eru verk eftir J.S.
Bach, Haydn, Jónas Tómasson,
Debussy og Chopin. Tónleikarnir
eru á vegum Evrópusambands pi-
anókennara (EPTA) og verða
endurteknir á Kjarvalsstöðum
næstkomandi mánudag.
Nína Margrét lauk ein-
Vilhjálmur Einarsson sýnir nú
landslag á svörtum grunni á
Mokka við Skólavörðustíg. Við-
fangsefni Vilhjálms eru aðallega
af Austurlandi, hann leggur sig
eftir Ijósaskiptum og eru haustið
og veturinn þær árstíðir sem
hann málar helst.
Vilhjálmur tók BA próf frá
vandamál eins og tengsl tíma og
sköpunar, frystingu augnabliks-
ins og það hvernig rými, tími og
aðdráttarafl vinna saman.
Verk Jóhanns eru mjög ein-
föld, í þeim er engin frásögn og
ekkert táknrænt, heldur einungis
þau sjálf og það sem við sjáum.
Þetta er það sama og fjöldi ann-
arra myndlistarmanna eru að fást
við en hann gerir þetta á þrengri
hátt en aðrir myndlistarmenn auk
þess sem hann er að fást við þau
öfl sem leyfa verkunum að verða
til: framlag listamannsins og þau
öfl sem gera honum kleift að vera
skapandi. Það sem Jóhann hefur
verið að gera undanfarin þrjátíu
ár er að skrásetja þessi öfl og öll
hugsanleg tilbrigði við þau.
Hann nefnir sköpun sína næm-
ishyggju, en í næmishyggjunni
fléttast saman þrír þættir eða
heimsmyndir: eðlisfræðinnar eða
raunvísindanna, hefðbundinnar
listsköpunar og heimspekinnar.
Fyrir Jóhanni eru engin mörk á
milli þessara þriggja þátta og þar
er kannski að finna skýringuna á
því að hann hefur ekki alveg hitt í
mark á meðal listamanna.
Verk Jóhanns verða til sýnis í
Gallerí einn einn fram til 15.
mars.
leikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík vorið 1985.
Þremur árum seinna lauk hún
einleikaraprófi frá Guildhall
School of Music and Drama og
loks M.A. prófi í tónlist frá City
University í London síðastliðið
haust. Nína Margrét hefur komið
fram á tónleikum bæði hér á landi
og erlendis, meðal annars í Purc-
ell Room í Lundúnum í fyrra með
Áshildi Haraldsd. flautuleikara.
Dartmouth College f Bandaríkj-
unum árið 1956 með listir og
byggingarlist sem aðalgrein en
sneri sér síðan að uppeldis- og
skólamálum. Hann hefur sinnt
myndlistinni eftir því sem tími
hefur gefist frá öðrum störfum í
gegnum árin og verið iðinn við að
skoða söfn, en af því segist hann
hafa lært mest um myndlistina.
Guðjón Ketilsson sýnir blý-
antsteikingar frá árunum 1988 til
89 í Galleríi Sævars Karls,
Bankastræti 9. Guðjón stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skólann 1974-78 og í Nova Skotia
College of Art 1979-80. Hann
hefur haldið sjö einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýningin stendur til 16. mars og
er opin á verslunartíma.
(!)
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
40 ára
AFMÆLISTÓNLEIKAR
í Háskólabíói föstudaginn 9. mars
kl. 19.30
Stjórnandi:
Petri Sakari
Einleikari:
Erling Blöndal Bengtsson
Einsöngvarar:
Signý Sæmundsdóttir
Rannveig Bragadóttir
Kór íslensku óperunnar
Efnisskrá:
JónNordal: Sellókonsert
Gustaf Mahler: Sinfónía nr. 2
104 manna hlj ómsveit -
70 manna kór!
Athugið breyttan tónleikatíma
Aðgöngumiðar seldir í
Gimli við Lækjargötu
LG
Píanótónleikar EPTA
Nína Margrét
leikur í Hafnarborg
Vilhjálmur Einarsson segist hafa lært mest um myndlist með því að
skoða söfn. Mynd - Kristinn.
Mokka
Landslag
á svörtum grunni
Miðvikudagur 7. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7